Morgunblaðið - 22.09.1991, Síða 11

Morgunblaðið - 22.09.1991, Síða 11
MORGUNBLAEÍIÐ SUNNfJDAGUR^E SflPTEMBEÍtlilÖdl Stóra ástin Robin Stapleton var ekki nema fjórtán ára gamall þegar hann stjórnaði fyrst kór. Móðir hans söng í kór í heimabæ þeirra og fór Robin stundum með á æfíngu. Einn daginn varð stjómandinn veikur og bað Robin um að hlaupa í skarð- ið sem hann og gerði. Lék hann á píanóið og stjómaði jafnframt kórnum. „Þá fékk ég mínar fyrstu hugmyndir um hljómsveitarstjórn. Sextán ára gamall varð ég síðan ástfanginn af leikhúsinu. Vissi um tíma ekki hvort ég ætti að snúa mér að Ieiklist eða halda mig við tónlistina. Svo sá ég nokkrar óperusýningar og ákvað að þarna vildi ég stjóma tónlistinni. Píanókennarinn minn og fólkið mitt vildi að.ég héldi mig við píanó- ið, sögðu að ég væri skrýtinn að kasta því frá mér, en ég var orðinn ástfanginn af leikhúsinu, þú skil- ur.“ Hann heldur áfram að tala en ég heyri ekki hvað hann segir því hann er kominn frám til sauma- kvennanna til að kría út úr þeim öskubakka, en kemur svo inn aftur með þau orð á vöram að hann hafi spilað undir á æfingum. „Síð- an fór ég að læra hjá The London Opera Centre og var síðan mjög heppinn að kom- ast 21 árs gamall í Covent Garden sem æfingastjóri. Georg Solti sem var þarna aðal- hljómsveitarstjóri, sagði að það væri best að ég færi í hvíslaraklef- ann. Og þar var ég í tvö ár. Það var dásamleg lífsreynsla. Ég vann með bestu söngvurum heimsins, hlustaði og lærði mikið um söng.“ Eftir þessi tvö ár var Robin beð- inn um að taka að sér hljómsveitar- stjórnina og var Cavalleria Rustic- ana fyrsta verkið sem hann stjórn- aði og því næst La Boheme með Domingo sem aðalsöngvara. Hann hefur líka unnið með Pavarotti og ég spyr hvort það sé rétt að maður- inn sé ákaflega erfíður. „Það er ekki rétt. Enginn er erfiður." Hann horfír fast á mig: „Fólk í hans stöðu þarf að viðhalda orðstír sínum. Pavarotti gerir gíf- urlegar kröfur til sjálfs síns og því krefst hann hins besta af öðram. Ég sé ekkert athugavert við það.“ Stjórnandinn — Einhver sagði mér að hljóm- sveitarstjórar væra í eðli sínu mjög stjórnsamir? „Þeir verða að vera stjómsamir því þeir þurfa að láta margar og ólíkar persónur vinna saman. Stjómandinn er alltaf í brennidepl- inum. A endanum er það undir honum komið hvort sýningin heppnast vel eða ekki. En ég hef enga trú á að þeir þurfí að vera harðstjórar. Ég er ekki harðstjóri. Ég vil gera mitt besta og auðvitað vil ég að aðrir geri það líka. Og maður fær aðra til að gera sitt besta með hvatningu. Það er væn- legra en að vera að æsa sig upp. Kannski er það ekkert slæmt að æsa sig aðeins annað veifið," bætir hann svo ísmeygilega við eftir umhugsun og leikur sér að eldspýtum, „en ef ég geri það þá er það skipulagt. Ef allt annað bregst á ég það til að hugsa: Best að æsa sig í fimm mínútur." Hann nýtur þess að sjá við- brögðin við þessum orðum og seg- ir: „Þú skilur, allir sem vinna með mér verða að trúa á mig. Hljóm- sveitin, söngvararnir, jafnvel tæknimennirnir. Maður verður að gera hlutina á réttum tíma og geta gefið öðram hvatningu." — Ertu ekki úrvinda eftir æf- ingar? „Jú ég er oft úrvinda. Það er ekkert undarlegt því maður yfir- gefur aldrei sviðið. Tilfinningin um að dagurinn hafí verið góður og árangursríkur dregur þó úr mestu þreytunni. En þótt ég sé þreyttur þá hryn ég ekki ofan í rúmið þeg- ar ég kem heim. Ég reyni heldur að skemmta mér eitthvað." — Hvenær hvílirðu þig? „Hvíli mig? Mjög sjaldan. Aðeins í sumarfríum. Það er alltaf svo mikið að gera og músikin er í höfði mér allan daginn. Ég á frekar erf- itt með að slappa af. Það er alls staðar músik hvar sem maður kemur, jafnvel í lyftum, hvergi friður, þess vegna hef ég líka andðtyggð á hótelum. Stund- um hlusta ég á þessa músik og undra mig á því að þeir skuli spila hana í þremur fjórðu. Annars hlusta ég mikið á fréttir og Frank Sinatra, á allt safnið með honum. Eiginlega ég á ekki mörg áhuga- mál. Ég elska jú bíla.“ - Bíla?! „Já bíla,“ segir hann blíðlega og er greinilega með einn ákveðinn í huga. „Mér fínnst líka gaman að lesa sögur um flotann og sjóhern- að. af með góðum vinum. Oftast vinna þeir þó ekki í óperunni," segir hann til skýringar. Svo reisir hann sig snöggt, skýt- ur hökunni fram og gefur til kynna með svipnum að lestri ævisögu Robins Stapletons sé nú lokið. — Nú' ert þú ekki með fjöl- skyldu, ert á sífelldu ferðalagi, ertu ekki einmana? held ég áfram. „Einmana? Aldrei. Það er svo mikið að gera og í óperuheiminum vinna menn með svo mörgu fólki. Maður er talandi allan daginn. Ég á líka vini hérna. Þeir hafa stund- um áhyggjur af því að mér leiðist, sem er út í hött. Ég er með yndis- lega íbúð héma og gott píanó sem ég get spilað á ef óyndi er í mér.“ Draumurinn — Hver er draumur stjórnand- ans? „Fullkomnun. Að tónlistin verði jafn fullkomin og hún er í höfði mér. En allan tímann veit ég að hún verður það ekki. Fullkomnunin er ætíð handan hornsins. Mig dreymir um að ná ákveðnu stigi tilfínningarinnar í tónlistinni," segir hann. Lyftir höndum og kreistir snöggt augun: „og stund- um næ ég því. Ah! Þarna ér það! Þetta er það sem ég vildi! En það gerist ef til vill aðeins í stuttum kafla sýningarinnar. Oft- ast er þetta spurning um málamiðl- un og þú verður að skilja að þetta verður aldrei fullkomið. Það eru svo margir sem koma við sögu. Það geta ekki allir verið eins og hugur manns. Hjá sumum vantar eitthvað, og sumir eru betri en þú hélst að þeir yrðu. Það er hægt að leika á hljóðfæri þótt maður sé í uppnámi, en ekki að syngja. Ekki nokkur lifandi leið. En maður er alltaf á höttum eftir hinni fullkomnu sýningu og heldur í vonina að geta stýrt fólki með þessum hér, höndunum, ekki munninum, og látið það skilja hvernig maður vill að þetta verði gert. Þetta er freisting stjómandans og ég á'ekki að tala svona, en ég er víst orðinn nógu gamall til þess. Ég er farinn að tala of mikið,“ bætir hann við og virðist þreyttur á sjálfum sér. Ég spyr hvar honum hafi þótt best að stjórna. í Bandaríkjunum, Japan eða kannski einhvers staðar í Évrópu? „Ó lord,“ stynur hann. Hugsar sig svo aðeins um. „Ég held ég hafi verið ánægðastur í Opera North í Leeds. Þá var ég að stjórna Rigoletto, ég held að þar hafí ég unnið eitt mitt besta verk. Það var líka mjög ánægjulegt að stjóma Don Giovanni í Belfast. Fyrsta sinn sem ég stjórnaði því verki. Það er yndisleg ópera. Það eru ekki stóra staðirnir sem heilla mig. Þar fær maður aldrei þessa tilfinningu að vinna í fyrir- tæki. Þar sér maður aldrei hlutina þróast og setur ekki stimpil sinn á verkið. Maður kemur bara, blikk- ar augunum og allt er búið. Ekki eins og hér þar sem manni finnst maður hafa áorkað einhverju." Við ræðum um óperana, um muninn á uppfærslum eftir löndum pg Robin segir að uppfærslan á Ítalíu sé yfírleitt hefðbundin. „Af einhverjum orsökum hefur það gerst á sumum stöðum í Evrópu að menn hafa horfíð frá hinni hefð- bundnu uppfærslu og yfírbragð óperannar fær oft á sig pólitískan blæ. Á Ítalíu kemur „La Voce“ í fyrsta sæti, en í raun er þetta ekki spurning um upp- færslu, tónlistin verður alltaf númer eitt.“ Þegar talið berst að samspili og sam- vinnu leikstjóra og hljómsveitarstjóra segir Robin að hann hafí í 90 prósent til- vika verið ánægður með uppsetningu þeirra ópera sem hann stjórnaði. Um tíu prósentin vilji hann ekki tala. Ég spyr hann hver uppáhalds ópera hans sé og hann segist ekki eiga neina. „Ég hef ekki fundið hana ennþá, er alltaf að leita að henni.“ — Þú ert nú hrifínn af Don Giovanni? „Já ég er það. En þó er Brúð- kaup Figaros uppáhalds óperan mín eftir Mozart. Ég er að stjórna Töfraflautunni núna, kannski verð- ur hún uppáhaldið mitt, hver veit.“ Töfraflautan I Töfraflautunni heyrum við hæstu tóna sem sópran getur sungið og þá dýpstu sem bassi getur sungið. Aríumar í óperanni eru með fegurstu tónlist sem til er og sumar þeirra orðnar þjóðlög. Töfraflautan er ævintýri um bar- áttu góðs og ills og höfðar einnig til bama og unglinga. En einnig má upplifa Töfraflautuna sem flók- ið valdatafl innan frímúrararegl- unnar á dögum Mozarts, sem reyndar sjálfur var frímúrari. „Þetta var síðasta ópera Moz- arts,“ segir Robin. „Töfraflautan hefur margar ólíkar hliðar. Áhuga- verður er þáttur frímúrara, og einnig þetta samspil gamans og alvöra. Að ná jafnvægi milli þeirra þátta getur verið mjög erfítt. Mozart skrifaði aldrei ófull- komna nótu í músikinni. Þess vegna er þetta áskorun. Þetta er guðleg tónlist, ekki tnennsk. Það hefur verið sagt að Mozart sé of auðveldur fyrir börn og alltof þungur fyrir fullorðna." — Hvað var það sem angraði frímúrara í sambandi við Töfra- flautuna. Var það eitthvað í svið- setningunni eða söguþræðinum sjálfum? Hann þegir og horfir á mig. — Ég meina, eitthvað var það? „Kannski sú merking sem Moz- art gaf óperunni," segir hann svo. „Margir helgisiðir frímúrara eru þarna, þú getur ekki horft framhjá því. Þeim hefur líklega ekki líkað það.“ Hann segir að lykillinn að músikinni sé þrír. Allt sé þrisvar. Þrír taktar í hveiju þrepi. „Talan þrír er bundin töfrum. Þar hefurðu töfrana. Þú heyrir hvernig óperan byijar,“ segir hann og syngur og slær taktinn á borðið. Ég heyri að hann hefur þrumu- rödd, en hef ekki uppburði í mér til að spyija hvort hann hafi aldrei viljað syngja, nöldra þess í stað yfir söguþræði Töfraflautunnar, segi að það sé ekki fyrir hvítan mann að skilja hann. Hann neitar því og skyndilega kemur nýr svipur á hann. Éinskon- ar uppljómun. „Töfraflautan er ekki flókin! Þú getur notið hennar sem ævintýris. Eða tekið alvarlega þáttinn, þennan sem snýr að frí- múruram, siðfræðina, hugrekkið. Það sem heillar mig mest er þetta samspil ævintýrisins og siðfræð- innar í verkinu. Prófun hugrekkis- ins, vináttunnar, og leitin að sann- leikanum.“ — Ért þú frímúrari? „Þannig spyrð þú mig ekki.“ — Það mátti reyna. „Það skiptir heldur engu máli hvort ég er það eða ekki. Því það sem frímúrarar leita kannski .að, það er allt mannkynið að reyna að fínna.“ Frægðin Æfingar á Töfraflautunni ganga vel og Robin segist mjög ánægður með samstarf sitt við leikstjórann Christopher Renshaw og segir að hugmyndir þeirra fari saman. Robin verður hér líklega fram í febrúar, en fer þó utan annað veif- ið. Mun til að mynda stjórna kons- ert í Helsinki í október þar sem Kiri Te Kanawa syngur. „Æjá þá lendum við Kiri saman aftur," seg- ir hann en tilhugsunin virðist nú fremur ylja honum en hitt. — Þú verður frægari með hveij- um degi í tónlistarheiminum ... „Ekki frægur, vel þekktur, ég vil ekki frægð.“ — Heldurðu áfram að koma til okkar? „Já eins og ég segi, þetta er staður sem maður kemur alltaf aftur og aftur til.“ — Hvers vegna viltu ekki frægð segirðu? Það tekur hann stund að finna rétta orð. „Að því ég er ekki frama- gjarn. í alvöra, ég er það ekki. Eg nýt starfs míns og annað fólk virðist gera það líka, því ég fæ boð frá hinum ýmsu stöðum um að koma og stjórna. Ég pota mér ekki áfram, það er ekki líkt mér. En ég hef verið heppinn, hef unnið með þeim bestu, sem er mikill heið- ur. Ég nýt hins einfalda í lífínu. Veistu, að eftir því sem þú færist ofar í stiganum, verður frægari, verða kröfurnar meiri. Og það verður erfíðara að segja nei.“ Við stöndum nú á stigaskörinni á háaloftinu og samtali okkar er að ljúka. „Allt í lagi,“ segir hann þegar hann sér á mér að ég veit ýmis- legt. „Ég sagði ekki nei þegar þeir hjá BBC buðu mér að sjá um viku- legan tónlistarþátt. Það er útvarps- þáttur sem sendur er út í beinni útsendingu, með tónlist frá Bach til Bítlanna og áheyrendur eru um 80 milljónir. Eg hlakka til að vera miðpunkturinn þar. En ég tek það að mér að því að tónlistin er svo fjölbreytt,“ seg- ir hann með áherslu. „Ég er ekki framagjarn." Bætir svo kíminn við og verður ákaflega breskur í framan: „Gættu þín nú í stiganum." hóPe/ SELFOSS ÍRSKMt DAQAR laugardaginn 28. september Kvöldskemmtun með írsku hljómsveitinni DIARMUID O LEARY & BARDS Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Húsið opnað kl. 19.00 fyrir matargesti. Kynnir Jón Bjarnason. Ballkr. 1.200,- Skemmtun, ball kr. 1.800,- Matur, skemmtun og ball kr. 3.900,- Hóparimat, 15 eða fl. kr. 3.500,- MATSEÐILL Rjómalöguð aspassúpa. luimbagrílbteik m/juruisósu, grœmneti og kartöjlum. Ostaterta meS myntubragdi og kaffi með súkkulaSi. Snyrtilegur kLeðnaður Laugardaginn 5. október Islenskt-írskt þjóðlagakvöld með hljómsveitinni ISLANDICA og írsku hljómsveitinni DIAMUID O’LEARY & BARDS. Húsið opnaö kl. 21 - Miðaverð kr. 1.200,- Upplifið einstaka stemmningu. Myndlistarsúning LU HONG stendur til 29. september. Helgardvöl á Selfossi Gistingú Hótel Sclfossi eða i Gestbúsi. Kvöldverður og ball á Hótel Selfossi eða Inghóli. Leikbús — Sund — Ljúfir dagar. Uppl.: Hótel Selfoss, s. 98-22500. Gesthús, s. 98-22999. Inghóll, s. 98-21356. Já, já, en það er indælt að slappa Kcmnski er það ekkert slæmt að æsa sig aðeins annað veifið, en ef ég geri það þé er það skipulagt. Ef allt annað bregst á ég það til að hugsa: Best að æsa sig í fimm mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.