Morgunblaðið - 22.09.1991, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991
C 13
Gýgjarsteinn við Elliða, en hann er þekktur álfabústaður í Staðar-
sveit á Snæfellsnesi.
ekki haft ástæðu til þess heldur.
Þrætur eru til einskis.
Fegurðin lyftir hugum manna hátt,
hjálpar þeim til að gleyma þrætum öllum,
en minnast þess, hve margir eiga bágt.
— Hvað telur þú mikilvægast í
lífinu?
„Það er nú erfitt að svara því,
Gunnar minn. Það er nauðsynlegt
að fólk geri sitt besta, að allir geri
sitt besta í sátt og samlyndi."
— Áttu trú?
„Já, og ég efast ekkert um fram-
haldslíf. Mér finnst ég eiga það al-
veg víst. Ég er búin að missa svo
mikið af mínu fólki og mér finnst
ég bara eiga það hinum megin. Enda
dreymir mig það nú oft. Sérstaklega
í seinni tíð. Við erum öll saman í
draumunum alveg eins og í lifandi
— Hefur þú alltaf verið trúað?
„Já, mér var innrætt það í
bernsku, en henni var ekki haldið
stíft að okkur. Mamma var aldrei
að predika yfir okkur, en hún hélt
allta lifandi trú.“
— Hvernig gekk móður þinni ann-
ars að ala ykkur upp?
„Það virtist vera svo ákaflega
árekstralaust. Við systkinin rifumst
aldrei og ég hef oft hugsað um það
á sinni árum hvað við vorum mikið
samhent og kom vel saman. Það var
aldrei nokkurn tíma misklíð á milli
okkar. Mamma þurfti ekkert að
segja ef henni líkaði ekki við okkur,
hún þurfti ekki annað en að líta á
okkur. Og við vildum alls ekki gera
henni á móti. Það kom ekki til.“
Besta vörnin gegn myrkfælni
„Ég skal segja þér smá sögu.
Þegar ég var sex ára árið 1908,
veiktist ég af lungnabólgu rétt fyrir
jólin. Pabbi var þá lifandi, en hann
treysti sér ekki til að fara gangandi
inn í Stykkishólm til læknis. Hann
bað ungan mann á næsta bæ að
fara. Það var svo mikill holklaki, að
það var ekki hægt að fara á hestum.
Það varð að fara gangandi og hann
lagði af stað í svartasta skammdeg-
inu til þess að sækja meðul handa
mér. Ég man hvað ég grét og grét,
en hann var samt alveg ótrúlega
fljótur í ferðum. Hann sagðist aldrei
myndi gleyma hvað hann varð glað-
ur þegar búið var að gefa mér meða-
lið. Ég hætti strax að gráta og sofn-
aði síðan. Hann var alltaf mikill vin-
ur minn.
En þetta var löng lega hjá mér.
Einhver hafði gefið mér voða falleg
spil í jólagjöf. Elsta bróðir minn
langaði til að eiga spilin og spurði
hvort ég vildi ekki skipta á þeim og
barnasálmunum. Það voru Barna-
sálmar(útg. í Rvík 1893) eftir Valdi-
mar Briem. Ég gerði það, þó ég
kynni ekki annað en stafina sjálfa
og að kveða að. Svo lá ég lengi lengi
í rúminu og var alltaf að veltast
með bamasálmana. Og ég lærði
brátt að lesa af þeim. Ég lærði heil-
mikið á þeim. Bara í hljóði. Síðasta
sálminn í bókinni, en það eru bless-
unarorðin, les ég ennþá alltaf á
kvöldin. Á ég að fara með þau fyrir
þig? Ég var nú alltaf voðalega myrk-
fælin og mér fannst að þetta væri
besta vörnin, að tauta þetta fyrir
munni sér þegar ég var í myrkri:
Drottinn blessi mig og mína
morgun, kveld og nótt og dag.
Drottinn ve§i vængi sína
vom um lífs og sálar hag.
Drottinn allra veri vöm;
varðveit, faðir, öll þín böm.
Drottinn ljós sitt láti skína,
ljómar fögur ásýnd hans.
Drottinn geisla sendi sína:
sólargeisla kærleikans.
Drottinn yfir lög og láð
láti skína sína náð.
Drottinn ásýnd birti bjarta
bömum sínum alla tíð.
Drottinn vérmi hvert eitt hjarta
hressi’ og gleði allan lýð.
Drottinn veiti líkn og lið,
lýsi, blessi’ og gefi frið.
Og þetta fer ég alltaf með á kvöld-
in. Bókin á hinn bóginn varð ósköp
snjáð með tímanum. Ég veit ekki
hvað varð af henni, en innihaldið var
ákaflega gott. Hún var á auðveldu
máli og sett fram fyrir böm. Ég
hugsa að blessunarorðin séu óvíða
til í Ijóðum."
Ekki skyggn, en finn fyrir
framliðnu fólki
— Þú varst myrkfælin.
„Ég hef þó aldrei séð neitt, en ég
finn á mér ef eitthvað er í kringum
mig. En mamma var ákaflega
skyggn. Hún sá framliðið fólk sem
hún þekkti. Ég finn það aftur á
móti á mér, hvar það er statt við
mig, til hvorrar hliðar, framan eða
aftan.“
— Getur þú fundið hver það er?
„Já, það var einu sinni, að ég vissi
hver það var. Það var piltur sem var
á sama skipi og bróðir minn. Hann
féll útbyrðis og drukknaði. Mér
fannst hann fylgja mér og vera allt-
af í kringum mig. Mamma sagði
mér löngu seinna, að hann hafi allt-
af verið með mér. Ég hafði sagt
henni frá því að mér fyndist hann
alltaf vera í kringum mig. En hún
gaf ekkert út á það. En löngu síðar,
þegar þetta var allt búið, þá sagði
hún mér að hún hefði séð hann.“
— Þú ert sannfærð um framhalds-
lífið.
„Já, ég efast ekkert um það.
Maður veit ekki hvernig þetta er,
en ég kvíði ekkert fyrir því að deyja.
Ég kvíði bara fyrir því, ef ég þarf
að vera mikið veik. Eg vona að það
verði ekki lagt á mig.“
— Áttu þér einhveija trúarlega
reynslu?
;,Ég veit ekki hvað ég á að segja
um það, en mér líður alltaf betur
þegar ég er búin að biðja vel fyrir
einhveijum. Ég veit ekki hvort fólk
var trúaðra áður fyrr. Það eru nú
margir trúaðir ennþá. Já, já, en
kannski var það almennara. Ánnars
er ómögulegt að leggja mælikvarða
á trú fólks. Við vitum ekki hvað
inni fyrir býr.“
Ég þakka Fríðu kærlega fyrir
samtalið, en hún býr á Dalbrautinni
í Reykjavík. Hun er innileg kona
eins og ljóðin og hlédræg. Hefur
ekki haft sig í frammi. Hún er sér-
lega vinveitt og rödd hennar er þýð,
lág og þýð. Hún býr yfír innri ró,
og trú sem hefur hjálpað henni á
erfiðum stundum. Vistarverur henn-
ar prýða margar góðar bækur sem
hafa fylgt henni um ævina. Á veggn-
um gegnt glugganum slær gömul
klukka hlóðlát högg, en orgelið þeg-
ir þeirra tóna sem leikur um ljóðin
hennar. Málverk af fjöllum hanga á
veggjum og ljósmyndir af lífs eða
liðnum fjölskyldumeðlimum, en
dauðinn hefur þrálega sveipað Fríðu
sorginni í lífinu. Hann hefur kvatt
dyra hjá hennar nánustu aðstand-
endum með þungbæra sjúkdóma
sem fylgdarmenn. Yngsti sonur
hennar, Gunnar, dó 18. júní síðastlið-
inn, og Guðmundur Ingólfsson píanó-
leikari lést 12. ágúst síðastliðinn.
4*
ít-iAc
$
o
p-
1
\
P
/>STOFt*&sS
' im &
Aðalfundur
Þjóðdansafélags Reykjavíkur
verður haldinn í húsi félagsins að
Álfabakka 14A í Mjódd fimmtu-
daginn 26. september kl. 20.30.
Stjórnin.
Laugardalsvöllur miðvikudaginn 25. september kl. 17.15
ÍSLAND - SPÁNN
Sigurður
Eyjólfur
williams
FLUGLEIDIR
FjARFESTINGARFELAGIÐ
Hafnarstræti 7 101 Roykjavík
mm
EPOÓO
Fcrskur ilniur
Ivrir
íriska mcnn
BRIMBORG
SIDASTISTORUIKUR ÁRSINS!
FORSALA
aðgöngumiða erá
Laugardalsvelli 24.-25. sept. frá kl. 10.00.
Fyrstu 100 kaupendurnir fá SPORT WILLIAMS
rakspíra að gjöf frá Stefáni Thorarensen hf.
Komdu og
sjáðu spænsku
stjörnurnar
Butragueno og
Michel.
Dómari: Bakker
frá Hollandi.
Olympíuliö Islands og Spánar leika þriðjudaginn 24. sept.
á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 17.15.