Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 19

Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 19
MORGUNBXÁÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR ÍÍnhúMMSí Eptembér 1991 Ö 1$ AIls hafa nú um 46.500 manns séð gaman- myndina Beint á ská með Leslie Nielsen í Háskólabíói að sögn Frið- berts Pálssonar bíóstjóra. Þ,á er sakamálamyndin Lömbin þagna með Jodie Foster og Anthony Hopkins komin í 44.000 46.500 SEÐ BEINTÁSKÁ manns, Alice, gamandrama Woody Allens, er komin í 4.500 manns og Hamlet með Mel Gibson í hlutverki prinsins lífsþreytta undir leikstjórn Franco Zeffirellis er komin í 3.000 manns. Næstu myndir á dagskrá Háskólabíós eru „Til There Was You“ með Mark Harm- on, gamanmyndin „Soap- dish“ með Sally Field og Kevin Kline, en myndin sú gerir grín að sápuóperum sjónvarpsins, og loks má nefna nýjustu mynd Alans Parkers, „The Commit- ments“, um unga krakka á írlandi sem stofna soul- hljómsveit. Ryð keppir um Felixinn Ryð, bíómynd Lárusar Ýmis Óskarssonar, keppir um hin nýju Evrópuverðlaun kvikmyndanna, Felixinn, af Islands hálfu. Böm náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriks- son tekur þátt í keppni ungra leikstjóra og Viðar Víkingsson tekur þátt í heimildamyndakeppninni með myndinni Harðlífur í heimi hér um Guðmund góða biskup en hún var sýnd í ríkissjónvarpinu á jóladag í fyrra. Af þátttakendum í keppn- inni úm bestu mynd Evrópu í ár má nefna „Riff-Raff‘ frá Bretlandi eftir Ken Lo- ach, Fjallið eftir Markus Imhoof frá Sviss, Bréf frá Alou eftir Montxo I BIO í síðustu viku var þess getið í þessum dálki að óvenju mikið hefði verið af kvik- myndahátíðum í Reykjavík það sem af er árinu. Þeim er alls ekki lokið. Nú þegar þýska kvik- myndahátíðin rennur sitt skeið á enda hefst í Háskólabíói norsk kvikmyndavika með fímm nýlegum norskum myndum, á eftir henni kemur Kvikmyndahátíð Listahátíðar í Regnbog- anum en strax þar á eftir verður bresk kvik- myndahátíð í Háskóla- bíói. Það verður sjöunda hátíðin frá jafnmörgum löndum það sem af er árinu. Við munum þá hafa séð myndir á sér- stökum vikum frá Sviss, Finnlandi, Frakklandi, Danmörku, Þýskalandi, Noregi og Bretlandi. Þetta hlýtur að teljast met því á undanförnum árum hafa að meðaltali verið haldnar um þijár í mesta lagi fjórar kvik- myndahátíðir á ári að undanskilinni Kvik- myndahátíð Listahátíðar. Armendariz frá Spáni, Gott kvöld, herra Wallenberg, eftir Kjell Grede frá Svíþjóð, Bix eftir Pupi Avati frá ít- alíu, Ósæmilega konan eftir Ben Verbong frá Hollandi, Herman eftir Erik Gustav- son frá Noregi, Kraftaverk- ið eftir Neil Jordan frá ír- landi, Eg réð mér leigu- morðingja eftir Aki Kauri- smaki frá Finnlandi (var sýnd hér á fínnskri viku í Háskólabíói sl. vetur), Litli þijóturinn eftir Jacques Do- illon frá Frakklandi og Af- mælisferðin eftir Lone Sc- herfíg frá Danmörku. Kraftaverkið eftir Neil Jordan er ein af þeim myndum sem keppir um Felixinn. Úr myndinni Umrenningar, sem gerð er eftir sögu Knut Hamsuns. NORSK KVIK- MYNDAVIKA NÚ UM helgina hófst í Háskólabíói norsk kvik- myndavika sem stendur til 27. sept. en á henni verða sýndar fimm norskar bíómyndir, þ.á m. Leið- sögumaðurinn með Helga Skúlasyni, sem sýnd var í Regnboganum á sinum tíma. Dauðinn á lestarstöð- inni er ein af myndum vikunnar en hún var gerð á síðasta ári og er eftir Evu Isaksen. Myndin er byggð á sögu Ingvars Ambjömsens og segir frá ungu fólki í Osló, sem er gagntekið af leynilögregl- usögum. Þá verður sýnd myndin Tvennir tímar frá 1989 eftir Martin Asphaug. Aðalsöguhetjan er Martin, leikinn af Espen Skjön- berg, sem lítur yfír farinn veg á gamals aldri og á langar samræður við konu sína, Önnu, sem reyndar lést af bamsfömm fyrir 50 árum. Sektarkenndin þjakar hann og hann reyn- ir enn að bæta úr því sem mislaga fór. Orionbeltið er frá 1985 og er leikstýrt af Ola Sol- um. Þetta er spennumynd úr stórveldapólitíkinni en hún er byggð á sögu eftir Jon Michelet. Myndin ger- ist í kringum Svalbarða þar sem þrír Norðmenn lenda í dularfullum málum. Einnig verður sýnd myndin Umrenningar sem byggir á frægri skáldsögu Knut Hamsuns. Hún var gerð árið 1989 og er líka eftir Ola Solum. Sagan seg- ir frá vinunum Eðvarði og Ágústi en sá síðarnefndi kemur til fátæka þorpsins Polden við strönd Norður- Noregs og veldur breyttum högum. Og loks er það Leiðsögu- maðurinn með Helga Skúl- asyni. Hún var útnefnd til óskarsins sem besta er- lenda myndin árið 1987. Leikstjóri er Nils Gaup en myndin gerist á slóðum Lappa og segir frá árás ill- menna á friðsælar búðir Lappa og hvernig ungur drengur bjargar fólki sínu undan þeim. MBreski leikarinn Jeremy Irons leikur aðalhlutverkið í nýjustu mynd franska leikstjórans Louis Malle, sem heitir „Damage“. Myndin er byggð á skáld- sögu Josephine Hart og fjallar um hjónaband sem fer í hundana þegar eigin- maðurinn verður yfír sig hrifínn af kærustu sonar síns. Isabelle Adjani fer með hlutverk eiginkonunn- ár en myndin gerist í Lon- don. MAIlir muna eftir metað- sóknarmyndinni Elskan, ég minnkaði börnin. Nú er framhaldið í undirbún- ingi en leikstjóri þess verð- ur maðurinn sem gerði „Grease“, Randall Kleis- er. í fyrri myndinni minnk- uðu bömin í maurastærð en ef eitthvað er að marka titilinn á nýju myndinni eiga þau jafnvel nokkuð enn verra í vændum. Mynd- in heitir Elskan, ég sprengdi barnið. MBandariski leikarinn Tom Hanks hefur verið í nokkurri lægð upp á síðk- astið eða eftir skelli eins og Jói og eldfjallið og Bálköstur hégómans. Hann hefur enda snúið sér að handritsgerð og vinnur nú við handritið að mynd- inni „Lonely Hearts Of The Cosmos“, sem fjallar um hóp geimfara. MNokkuð er liðið frá því bandaríski leikstjórinn Art- hur Penn (Litli risinn) sendi frá sér bíómynd. Hann vinnur nú að undir- búningi á mynd sem heitir „Beyond Love“ og er gerð eftir sögu Dominique Lapierre er fjallar um rannsóknir Frakka og Bandaríkjamanna á eyðni. —KVIKMYNPIft............. Hvemig var absóknin á síbasta ári? Nokkur aukning gesta ogfleirimyndir HVER íslendingur fór að jafnaði fimm sinnum í bíó árið 1990 samkvæmt tölum Hagstofu íslands um bíóaðsókn á síðasta ári. Alls sóttu 1.234.792 gestir kvikmyndahúsin í Reykjavík á almennum sýningum en það er nokkur aukn- ing frá árinu 1989 þegar 1.201.743 gestir fóru í bíó og talsverð aukning frá 1988 þegar „aðeins“ 1.094.185 gest- ir sóttu bíóin. Bíóaðsóknin hefur farið minnkandi frá árinu 1985 þegar hún var 1.418.158 manns en hún tók að aukast aftur árið 1989 og enn meira á síðasta ári. Á sama hátt hefur myndum sem sýndar eftir Ainald eru á al- Indriðason mennum sýningum farið fækkandi frá 1985 en á síðasta ári fjölg- aði þeim aftur. Árið 1985 voru sýndar 234 bíómyndir í 21 sal en síðan fækkaði þeim ofaní 157 árið 1989. Árið 1990 fjölgaði þeim aftur í fyrsta sinn í a.m.k. sex ár og voru samtals 179. Ef fjöldi sýningargesta í bíóunum 1990 er margfald- aður með verði bíómiðans á árinu, 400 krónum, kemur í ljóst að miðasala kvik- myndahúsanna, samkvæmt ofangreindum tölum, nam tæpum hálfum milljarði króna. Ef við það bætist sælgætissala og gert er ráð fyrir að hver gestur hafi keypt sér gotteri fyrir um 130 krónur nemur sælgæt- issalan rúmum 160 milljón- um króna. Sætafjöldi bíó- anna í Reykjavík var sam- kvæmt Hagstofunni 5.472 talsins árið 1990 en 4.655 á þarsíðasta ári og 5.843 árið 1985. Þá hefur fjöldi sýninga í viku hverri aukist jafnt og þétt með árunum en þær voru 628 á síðasta ári miðað við 581 árið 1985. Af þeim 179 bíómyndum sem komu hingað á almenn- ar sýningar á síðasta ári voru 157 bandarískar. Það þýðir að tæp 90 prósent allra mynda, sem hér eru sýndar, koma frá Bandaríkjunum. Næstar koma myndir frá Bretlandi, alls fimm talsins, fjórar komu frá Frakklandi og merkilegt nokk, þijár frá Danmörku og tvær frá Sví- þjóð. Ein mynd kom frá hveiju eftirtalinna landa^ Kanada, Þýskalandi, Ítalíu og írlandi en ein mynd er skráð bresk/bandarísk og önnur bresk/júgóslavnesk. Þegar litið er yfir tölur um íslenskar myndir á árun- um 1985 til 1990 kemur í ljós að sex myndir voru sýnd- ar árið 1985, fjórar 1986 (aðsóknartölur á þær eru ekki birtar), tvær 1987 með 9.253 áhorfendur, tvær 1988 með 45.091 áhorfanda, -i#: mbp ;q-M m ' 1985 '86 ‘87 '88 '89 ’90 Frumsýndar myndir V< Frumsýning er u.þ.b. i Fjöldi annan hvern dag tvær 1989 með 50.670 áhorfendur og tvær árið 1990 með 19.683 áhorfend- ur. Aðsókn á kvikmyndahá- tíðir á tímabilinu var mest árið 1985 þegar 20.944 gest- ir mættu á þær fimm hátíðir sem í boði voru á árinu, þ.á m. Kvikmyndahátíð Listahátíðar. y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.