Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 20

Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 20
20 C , í. l" MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991 FÉLAG ÍSLENSKRA LEIKARA 50 ARA eftir Svein Einorsson ÞESSI GULLNU blik. Breski leik- húsmaðurinn John Gielgud hefur lýst þeim betur en flestir í Iítilli bók, Ábendingar á sviðinu (Stage directions). Hann segir: „En ekk- ert getur jafnast á við töfra sjálfs andartaksins í leikhúsinu; það er fyrir mér hin sanna dýrð þessarar listar forgengileikans: lifandi leik- ari fyrir framan lifandi áhorfend- ur, þögnin, titringurinn í loftinu, innkomur á sviðið og útgöngur, hlátur og klapp, fínleg skiptin hvernig sýning tekst frá kvöldi til kvölds; sú nautn að vita að manni hefur tekist, hræðslan við að verða of mikið á sömu nótunum og ná ekki í skottið á blæbrigðun- um, stoltið yfir að kunna sitt fag, skelfingin gagnvart því að finnast maður vera að endurtaka sig, gremjan og vonbrigðin, þegar mistekst, tilfinningin að hinum eilifa ófullkomleik, að ná aldrei markinu, — þetta allt, ásamt með þessum andartökum, sem stöku sinnum koma, þegar manni er launað með því að ná örvandi sam- bandi við sérlega næman áhorf- endaskara; þetta. er persónuleg uppskera leikarans, umbun hans og ánægja, fáein andartök, laun fyrir allar tilraunirnar og allt erf- iðið og margra ára vonbrigði." John Gielgud hefur staðið í fararbroddi leikara heimsins í mannsaldur og getur trútt um talað. Fæstir hafa lifað sigra sem hann á leiksviðinu. Eigi að síður er honum ljóst að von- brigðin og mistökin, takmarkanir okkar sem listamanna og mann- eskja — eru nauðsynlegir og óhjá- kvæmilegir partar ræðunnar, ef við eigum að hafa erindi sem erf- iði: þessi fáu gullnu blik. Ég segi við, leikarinn á þau aldrei einn með sjálfum sér, haldi hann það er hann á villigötum; hann á þau með áhorfendum sínum, og við, sem sitjum í salnum, hvort sem við erum fiskverkamenn eða bank- astjórar - ellegar leikstjórar og höfundar - við eigum þau með leikaranum, þegar okkur tekst að anda í takt við hann og þegar honum tekst að láta okkur hlusta á æðaslög lífsins. Þessi gullnu blik. Gielgud kallaði leiklistina líst forgengileikans, og það hafa fleiri gert. Eigum við þessi gullnu blik nema þangað til við höfum mettast af óróseminni og erum orðin mold aftur? Geta hjálpartæki nútímans — hljóðupp- tökur, myndbönd, kvikmyndir — nokkurn tíma gert skil þessu óræða lífi, sem hinn breski leikari var að lýsa? Meira að segja þegar hljóð er magnað upp í söngleikjum nú- tímans: er þar ekki komið inn ljúgfijótt vitni, sem lokar með málmhljómi leynihólfum mann- legra blæbrigða? Ég man eftir, að einu sinni hlýddi ég á upptöku með hinni frægu leikkonu Sögu Bem- hardt. Vissulega var um frum- stæða upptöku að ræða, tæknin var ekki komin svo langt á þessu sviði þá — en það lá við, að þeir sem á hlýddu skelltu uppúr. Var þetta í alvöru rödd, sem hafði töfr- að heila kynslóð manna og haldið þeim í sæluvímu? Um smekk skal ekki deila, og smekkur breytist sem betur fer. Það er enginn kom- inn til að segja að músíkölsk kveð- andi í texta sé verri list en eftirlík- ing hversdagslegs hljóðfalls. Ekki fór á milli, að leikkonan kunni sitt fag, og í tækni átti hún fátt ólært. En hið gullna blik hafði ekki kom- ist yfir á sívalninginn. En hvað skal segja? Okkur þyk- ir þó vænt, að bæði Stefanía Guð- mundsdóttir og Guðrún Indriða- dóttir eru festar á filmu. í þeim atriðum, þar sem frú Stefaníu bregður fyrir í Sögu Borgarættar- innar, er ljóst að þar fer mikilhæf listakona, hógvær og trú, þegar hlutverkið krefst slíks, nærfærin og næm og sönn í hveiju við- bragði, þroski og helgun skín af öllu hennar æði. Og þar sem Guð- rúnu bregður fyrir, er ljóst, hver er sá æskuþokki, sem heillaði leik- húsgesti í Reykjavík á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Ekki veit ég hvort þau Gunnþórunn Halldórs- dóttir og Friðfinnur Guðjónsson eru til á lifandi mynd, en þau eru til í fjölda af upptökum úr útvarpi — með þvi alþýðlega tungutaki upprunans, sem aldrei verður til- lært og situr í sálinni og hjartanu og öllum frumum líkamans; tökum Vilborgu grasakonu: þú sýður ekki grös rétt nema þú trúir því að grös hafí lækningamátt og þú rek- ur ekki út illa ára, nema þú vitir, að eitthvað óhreint geti sótt að fólki. Gaman hefði verið að eiga fleiri slíka vitnisburði um list ann- arra af kynslóð frumheijanna, Áma Eiríkssonar, Kristjáns 0. Þorgrímssonar, Helga Helgasonar og Jens B. Waage, svo að fá nöfn ein séu nefnd, en því er ekki að heilsa og verður við að una. Þeim mun betur erum við auðvit- að sett með næstu kynslóð. Og þó. Ég veit ekki hvort til er neinn lif- andi vitnisburður um list Soffíu Guðlaugsdóttur nema upptakan af Galdra-Lofti, þar sem samleikur þeirra Lárusar Pálssonar í hlut- verki Lofts sló gneistum. Steinunn í túlkun Soffíu er stór í broti og þar er leikið á marga strengi og farið vfir víðan tónstiga; það kem- ur manni svolítið á óvart, hversu rómantísk túlkunin er fyrir eyru nútímamanns; hitt er ljóst að þarna er á ferð raunveruleg „tragédi- enne“, ein þeirra fáu sem við höf- um eignast af þeirri stærð. Hitt veit ég reyndar, að Soffía átti margt fleira til en dramatíkina; eitt fyrsta leikrit, sem ég sá í Iðnó, var gamanleikur, Gift eða ógift eftir Priestley, og þar lék Soffía á öðrum nótum og vakti ósvikinn hlátur með beiskum athugasemd- um og fínlegu háði: maður hennar í leiknum var eins og það hét í Reykjavík í gamla daga undir tuffl- inum og því .kunni Soffía heldur betur að gera sér og áhorfendum skemmtilega mat úr. Það hefur stundum flogið mér í hug, að gam- an væri að draga upp samtímis andlitsmyndir af Soffíu og fínnsku leikkonunni Ellu Eronen, svo líkar, sem þær virðast vera um margt, þó að hin ytri skilyrði til að sinna list sinni hafi ótvírætt verið finnsku leikkonunni í hag. Eða að bæta við pólsku leikkonunni Irinu Eichlerówu, sem nýlátin er, og ég sá einu sinni skila hlutverki Klýt- emnestru af miklum tilþrifum. Þar var líka margt með skyldum. Ekki veit ég heldur, hversu mik- ið hefur varðveist til vitnis um list Öldu Möller. Ég veit, að til er í útvarpi upptaka á lítið eftirminni- legum gamanleik, þar sem Alda er í aðalhlutverki, og má það heita kaldhæðnislegt, ef það er hið eina sem við eigum af ferli þessarar mikilhæfu listakonu — fýrir utan fáeinar ljósmyndir, sem sýna okkur heiðan svip, sem kvikmyndaleik- stjórar okkar daga hefðu slegist um að festa á filmu. Reyndar má um fleiri leikara þessarar kynslóð- ar varpa fram þeirri spumingu, hvort það sem við eigum, gefi í raun nokkra sannferðuga mynd af því sem við erum að reyna að skila til næstu kynslóðar. Eigum við nokkuð efni með t.d. Haraldi Böðvarssyni, Gesti Pálssyni eða Jóni Aðils, þar sem list þeirra stóð hæst? Allar þessar hugleiðingar bein- ast í átt, sem ég held að ekki verði komist lengur hjá að horfa í: að koma upp leiksögusafni, líkt og aðrar menningarþjóðir gera. I fyrstu þarf það ekki að vera annað en mjór mikils vísir. En þama þurfa að vera ljósmyndir af leikur- um og leiksýningum, af leikhúsum, leikmyndir, líkön, búningar og leik- munir, hljóðupptökur og mynd- bandsupptökur. Ekkert af þessu FÉLAGIÐ REYNST HEILLADRJÚGT ÞAÐ VAR á haustdögum árið 1941, sem nokkrir leikarar komu saman á fundi í Iðnó og stofnuðu sitt fyrsta stéttarfélag. Það hlaut nafnið Félag íslenskra leikara. Tuttugu og fjórum leikurum var boðin þátttaka í þessum samtök- um, en aðeins 16 þeirra mættu á umræddan fund og teljast þeir því vera stofnfélagar. Á fundinum voru samþykkt fyrstu lög félagsins, en í þeim kemur glöggí fram markmið og stefnumörkun samtakanna, en það var að vinna að bættum kjörum og aðbúnaði stéttarinnar, og enn- fremur að velferð og þroska íslenskrar leiklistar um alla framtíð. Stofnfundur félagsins var haldinn þann 22. september 1941 og er því Félag íslenskra lcikara 50 ára. egar litið er til baka yfir sögu félagsins í hálfa öld verða á vegi okkar nöfn nokkurra manna, sem öðrum fremur hafa varðar veginn og byggt upp þá fé- lagsstarfsemi, sem reynst hefur heilladijúg fyrir leikstarfsemina í landinu á liðnum árum. Þeir sem völdust í fyrstu stjóm félagsins og hafa eflaust átt drýgstan þátt í öll- um undirbúningi að stofnun þess, voru menntaðir í dönskum leiklist- arskóla, þ.e.a.s. hjá Konunglega Haraldur Björnsson Þorsteinn Ö. Stephensen Lárus Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.