Morgunblaðið - 22.09.1991, Síða 24
MORQt’NHLAfM) VELVAKANDINAMUd3ySBHT£MB&R ,199»
HÖGNI HREKKVÍSI
///JlÍLT í LfiGl.1... ÉG HEVR/ T\L þÍM.'"
Með
morgunkaffínu
Finnst þér megrunarform-
úlan hafa hjálpað þér? Ég
sé það ekki.
kÆRL/MMMA-
FOT____
nú... þaémun ckkL Uta sitwa
út cL þcr."
Vöm ógæfumanna
IMorgunblaðinu 19. september
er örsmá grein eftir ágætan
kunningja, Þorgeir Kr. Magnús-
son. Þorgeir rekur einn hnýfil sinn
í Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar vegna opnunartíma í Gisti-
skýlinu í Þingholtsstræti 25.
Mig langar að upplýsa nánar
um Gistiskýlið. Samhjálp hvíta-
sunnumanna tók að sér rekstur
skýlisins 1. október 1990 fyrir
Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar. Skýlið hýsir húsnæðislaust
fólk alla daga ársins frá kl. 19 á
kvöldin til kl. 10 á morgnana.
Laugardaga, sunnudaga og helgi-
daga er einnig opið frá kl. 10 á
morgnana til kl. 19 á kvöldin.
Laugardaginn 14. september
hlustaði ég á viðtal við tvo
aðstandendur barnaleikritsins Bú-
kollu í ríkisútvarpinu, leikrit sem
ég er viss um að margur ungur
landinn á eftir að hafa mikið gam-
an af. Mér fannst heldur undarlegt
að heyra fyrri viðmælandann tala
um, að kýrinni hefði verið stolið.
Þetta þágufall notaði hann ekki
bara einu sinni eða tvisvar heldur
a.m.k. þrisvar. Seinni viðmæl-
andinn sagði að Búkolla væri kú,
ekki bara einu sinni heldur oftar
með þessu nefnifalli.
Að vísu hafa búskaparhættir
okkar íselndinga breyst mikið hin
síðari ár og fólkið ekki orðið eins
handgengið húsdýrunum okkar, en
Kaffistofa Samhjálpar á Hverfis-
götu 42 er opin alla virka daga
kl. 13—17 og hafa gestir Gistiskýl-
isins nýtt sér hana, en kaffi og lít-
ilsháttar meðlæti er þar borið fram
ókeypis. Á milli 30 og 40 manns
koma þar daglega.
Á þriðjudögum er svokallað
súpukvöld í kaffistofunni, kl.
18—20. Þá er gefin súpa og brauð-
samlokur. Flestir hafa 22 menn
komið í súpukvöld. Eru þessar veit-
ingar ókeypis.
Þá köllum við Gistiskýlið „Gisti-
skýli Samhjálpar“ á meðan við
önnumst rekstur þess.
Með þakklæti.
Óli Ágústsson forstöðumaður.
ég held að það sé ekki mjög langt
síðan hver sveinstauli eða stelpa
kunni að beygja þetta orð rétt. Eg
er ekki alin upp í sveit eða við
bústörf en ekki veit ég hvað kenn-
arinn minn, jafnvel í barnaskóla,
hefði sagt um svona málnotkun.
Mikið er talað um íslensku-
kennsluna núna, búið að kasta ze-
tunni vegna þess að börnin og ungl-
ingarnir hafa ekki getað lært að
skrifa hana eða kennararnir ekki
getað kennt hana. Næst hverfur
sjálfsagt ypsilonið og sennilega
ekki langt þangað til kúnni verður
fargað og einungis talað um bless-
aða beljuna hana Búkollu, hvort
sem er á sviði eða utan þess.
R.
Módel:
Litrík
flug-
sýning*
FJÖLDI fólks fylgdist með flug-
förum, stórum og smáum, á ár-
legri flugsýningu flugmódelfé-
lagsins Þyts, sem haldin var á
svæði félagsins við Hamarsnes
fyrir ofan Hafnarfjörð á laugar-
daginn. Flugu fullbúnar farþega-
þotur Flugleiða fyrir svæðið,
skrúfuþotur, þyrlur, einkaflug-
vélar og listflugvélar í kapp við
módel Þytsmanna, sem skiptu
tugum á svæðinu.
Vænghaf nokkurra módela var
á við tvo meðalmenn en önnur
voru fínlegri og fyrirferðarminni,
en áhugi á smíði flugmódela fer
sífellt vaxandi, ekki síst þar sem
aðstaða er mjög góð við Hamars-
nes. Þar eru tvær flugbrautir fyrir
módelin og skýli fyrir félagsmenn,
sem skipulögðu skrautlega sýningu
á laugardaginn með þátttöku
margra helstu flugáhugamanna
landsins á raunverulegum flugvél-
um. „Það eru margir einka- og at-
vinnuflugmenn innan okkar hóps
og ég held að menn séu sammála
um það að það sé erfiðara að fljúga
módelum en alvöru flugvélum.
Menn hafa ekki sömu tilfinningu
fyrir hreyfíngu módelflugvélanna,
stjórntækin eru á jörðu niðri en
flugvélin hátt uppi og snýr stundum
á móti þeim sem flýgur. Þá er erfið-
ast að stýra. Þetta er mjög skemmt-
ilegt og líflegt áhugamál," sagði
Ásgeir Long, sem er formaður Þyts.
Sum flugmódelin eru í stærra
lagi, eins og þessi Piper Cup
Skjaldar Sigurðssonar, sem
stendur við aðkeyrslu að flug-
brautunum tveimur.
Þágufallssýki:
Blessunin hún Búkolla
Yíkveiji skrifar
Viðhorfskönnun Félagsvísinda-
stofnunar á lífsskoðunum og
gildismati íslendinga, sem frá var
sagt í Morgunblaðinu síðastliðinn
þriðjudag, hefur valdið Víkveija
dagsins nokkrum heilabrotum. Þar
kemur að vísu fátt á óvart; allra sízt
það lífsviðhorf þorra íslendinga, sem
að hálfu mótast af einstaklings-
hyggju ffrelsi einstaklinga til at-
hafna, eignar og skoðana] og að
hálfu af jafnrétti [jafnstöðu] ein-
staklinganna í samfélaginu. Það
kemur heldur ekki á óvart, hve þjóð-
ræknin er rík hjá íslendingum, fjöl-
skylduböndin sterk eða hve vinnan
vegur þungt í hugum þeirra, enda
verðum við af ýmsum ástæðum að
leggja harðar að okkur en grann-
þjóðir til að tryggja sambærilega
velferð.
Það kemur raunar heldur ekki á
óvart hvað trúin skipar háan sess í
hugum íslendinga, en þrír fjórðu
þeirra „segja að trúin veiti þeim
huggun og styrk, sem eru mun fleiri
en hjá öðrum þjóðum og miklu fleiri
en á öðrum Norðurlöndum ..." I ljósi
þes'sa veltir Víkveiji dagsins vöngum
yfir því, að könnunin virðist benda
til þess að Islendingar séu lítt kirkju-
ræknir. „Aðeins 1% þjóðarinnar seg-
ist fara í kirkju vikulega."
Niðurstöður könnunarinnar
benda til þess að mikill meiri-
hluti íslendinga sé trúhneigður „en
að mjög fáir sæki kirkju“. Með öðr-
um orðum: íslendingar sýna lítt trú
sína í verki, með hegðan sinni eða
breytni, a.m.k. ekki í kirkjusókn.
Einn þeirra, sem fyrir könnuninni
stóð, segir að vísu um þetta efni:
„Ef við tökum allar athafnir, sem
tengjast trúmálum á íslandi, t.d.
jarðarfarir, skímir, giftingar, gjafir
til hjálparstarfs og svo framvegis
og reiknum út meðaltalstíðni þessara
athafna, fengjum við sennilega gott
samræmi milli athafna og almennrar
afstöðu til kirkjunnar. Það er hins
vegar ekki hægt að taka einstaka
athöfn á borð við kirkjusókn og leita
að samræmi milli hennar og hins
almenna viðhorfs."
Þessi skýring er góð og gild, svo
langt sem hún nær. Engu að síður
hlýtur kirkjan að leita leiða til að
örva kirkjusókn. Þegar grannt er
gáð hefur nútímamaðurinn, sem býr
við meiri eril, skarkala og streitu en
áar hans, ríkulega þörf fyrir allt
það, sem hefðbundin kirkjuleg guðs-
þjónusta hefur upp á að bjóða.
Islendingar hafa, þrátt fyrir mikla
vinnusemi, fleiri frístundir en
nokkru sinni fyrr. Fjölbreytni þess,
sem þeim stendur til boða í tómstund-
um, er og meira en nokkru sinni:
tvær innlendar sjónvarpsstöðvar, auk
fjölbreytts sjónvarpsefnis um gerfi-
hnetti, fjöldi útvarpsstöðva, efnis-
mikil dagblöð, tímarit, leikhús, félög
af öllum gerðum, margs konar íþrótt-
ir og „skemmtanir" af óteljandi toga.
Samkeppnin um frístundir fólks er
harðari en orð fá lýst. Þetta er með-
al annars ástæða þess að þrengt
hefur að hinu og þessu, sem áður
fyrr var „daglegt brauð“ í lífi fólks,
svo sem heimsóknir til vina og vanda-
manna, spjall um daginn og veginn,
lestur góðra bóka - og kirkjusókn.
Meinta lélega kirkjusókn er ekki
hægt að skrifa einhliða á presta og
preláta eða forystumenn þjóðkirkju
eða annarra trúfélaga. Fyrir kirkju-
legu starfi fara margir mikilhæfir
ágætismenn. Það er samt sem áður
tímabært að virkja leikmenn betur
en gert hefur verið í kirkjulegu starfi.
Það þarf að styrkja „samkeppnis-
stöðu“ kirkjunnar um hugi fólks.
Ekki fyrst og fremst kirkjunnar
vegna. Heldur vegna þess sem hún
hefur að gefa einstaklingunum í háv-
aða og erli samtímans.