Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 25
MOEGUNBLÁÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDÁÖUR 22.'SEPTEMBER 1991 C 25 Á FÖRNUM VEGI Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Risavaxin Boeing 757-þota Flugleiða var meðal flugvéla sem flaug yfir sýningarsvæði Þyts, en Tigermouth-tvíþekja Hinriks Einarsson- ar stendur í forgrunni ásamt fleiri flugmódelum sem flogið var á sýningunni. Lyfja- kostnaður Mikið hefur verið rætt og ritað um nýju reglugerðina um lyfj- akostnað. Ymsir kostir og gallar komið fram. En einn er sá galli sem virðist ekki hafa komið fram eða þá það hefur farið fram hjá mér. Hann er um fastagjaldið sem greitt er fyr- ir hvern 60 daga lyfjaskammt. Þann- ig er að ég tek inn blóðþrýstingslyf og á að taka 1 töflu daglega. Pakka- stærðirnar eru tvær, 98 stk. og 28 stk. Ég fékk uppáskrifað 98 stk. pakka og taldi mig í sakleysi mínu þurfa að greiða bara 850 kr. fyrir. En annað kom á daginn. Ég átti að greiða 1700 kr. Það voru nefnilega 38 stk. fram yfir 60 daga skammt, sem sagt 850 kr. fyrir 60 stk.'og 850 kr. fyrir 38 stk. Mér fannst hart að fá ekki fullan töfluskammt fyrir seinni 850 kr. Ég spurði því hvort hægt væri að fá uppáskrifað 2x60 daga skammt ef það kæmi betur út. Var mér sagt að það væri hægt og var nú farið að reikna út hvað kæmi best. Var tekin til 1 stór pakkning og 1 lítil, sem 126 stk. Þá kom í ljós að komnar voru 6 töflur fram yfir 2x60 daga skammt og þá þyrfti ég að greiða þriðja gjaldið fyrir þessar 6 töflur. Ekki var sá kostur fýsilegur og var nú reiknað aftur og þá 4 litlar pakkningar sem gera 112 stk. Tapa ég þá 8 stk. sem ég er í raun búin að greiða fyrir. En þetta er það næsta sem ég kemst að fá það sem ég greiði fyrir. Kannski er þetta ekki mikið, en í mörgum tilfellum munar áreiðanlega meira. Þá er það spurning hvort þetta kall- ar ekki á að apótekarar afgreiði ná- kvæmlegan stykkjafjölda eftir fyrir- mælum læknis? Eða á að sætta sig við svona þjófnað? Mér verður hugs- að til eldra fólksins sem hefur ekki sinnu á því að biðja lækninn um „hæfilegar" pakkningastærðir og borgar því jafnvel fastagjald fyrir 1 töflu fram yfir 60 daga skammtinn. Þetta verður að lagfæra. Lára Guðmundsdóttir Eiga tannréttingar að verða forréttindi hinna efnameiri? Er hægt að láta lögbundinn rétt almennings til endurgreiðslu á tannréttingakostnaði stranda á því að Tryggingastofnun tekst ekki að semja við tannlækna um eitt eyðublað? Skortir ráðherra vald eða skortir hann vilja til að leysa deiluna? Almannatryggingalögin segja að ráðherra geti ákveðið sjálfur gjaldskrá, þegar samningar eru ekki fyrir hendi eins og í þessu tilviki. Eða er það kannski stefna Alþýðuflokksins og heilbrigðisráð- herra að tannréttingar verði aftur forréttindi hinna ríku? Faðir Músíkleikfimin hefst fimmtudaginn 26. september Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022 um heigar og virka daga i sama síma eftir kl. 17. t " Rekstrarráógíöf Stuðull hf. óskar eftir að ráða duglegan starfs- kraft til ráðgjafastarfa. Fyrirtækið hefur starfað að rekstrarráðgjöf um 5 ára skeið fyrir fjölda fyrir- tækja og stofnana. I boði er fjölbreytt og krefj- andi starf með góða framtíðarmöguleika. Æskilegir eiginleikar umsækjanda: - A.m.k. tveggja ára starfsreynsla. - Staðgóð þekking í fjármálafræðum, markaðs- fræðum og stefnumótun. - Æskilegt er að umsækjandi hafi MBA próf.eða sambærilega menntun. - Þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknir skulu sendar til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 25. september merktar: „Stuðull - 14044“. Upplýsingar verða ekki veittar í síma. Umsækjendum er heitið fullum trúnaði. SS3Si3SlSiSiSiSi2i2lSiSl REKSTRARRÁÐGJÖF Gisli S. Arason - Jóhann Magnússon Leikfélag Akureyrar leikárið 1991-1992: Stálblóm eftir Robert Harling. Frumsýning 4. október. Tjútt&tregi söngleikur eftir Valgeir Skagfjörð. Frumsýning 27. desember. W Islandsklukkan eftir Halldór Laxness. Frumsýning um miðjan mars. Áskriftarkort á þessar 3 sýningar aðeins 3.800 krónur. Frumsýningakort 8.000 krónur Sala áskriftarkorta og miðasala á Stálblóm hefst þriðjudag 24. sept. Miðasalan er opin í Samkomuhúsinu, "’Hafnarstræti 57, Akureyri, alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 þar til sýningar hefjast. Sími í miðasölu: (96) 24073.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.