Morgunblaðið - 22.09.1991, Síða 26
26 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNK) .SUNNUPAGUR 22. SEPTEMBER 1991
ÆSKUMYNDIN...
ER AF SÉRA HEIMISTEINSSYNIÚTVARPSSTJÓRA
DÁLÍTILL
SPEKINGUR
Hann var foringinn í hópnum og sljórnaði af
röggsemi en aldrei hörku. Leikirnir einkenndust
oft af því stríði sem háð var í útlöndum og menn
nefndu heimsstyrjöldina hina siðari. Þegar
ímynduðum flugvélaorustum lauk, tóku við hetju-
dáðir Islendingasagnanna, þar sem snúrustaur-
arnir voru vondu kallarnir en barnahópurinn
allur í sigurliðinu.
Heimir Steinsson nýskipaður
útvarpsstjóri, er fæddur á
Seyðisfirði 1. júlí 1937, sonurhjón-
anna Amþrúðar Ingólfsdóttur og
Steins Stefánssonar skólastjóra.
Hann er elstur fimm systkina,
yngri eru Iðunn og Kristín, rithöf-
undar, Ingólfur, framhaldsskóla-
kennari, og Stefán, læknir.
„Þegar ég hugsa til baka, finnst
mér hann hafa verið fullorðinsleg-
ur krakki í sér. Móðurafi okkar
var með búskap og Heimir var
mikið hjá honum að snudda í bú-
skapnum og ræða við gamla
manninn. Hann var dálítill spek-
ingur í sér, hann Heimir,“ segir
Iðunn systir hans.
Eins og spekingi sæmdi, gekk
Heimi vel í skóla. Systur hans
þótti hann teikna ákaflega vel auk
þess sem hann var tónelskur.
Kennari hans og síðar fermingar-
faðir, séra Erlendur Sigmundsson,
segir Heimi hafa verið afburða
námsmann. Sérlega opinn fyrir
öllu námi, en íslenskan hafi þó
legið best fyrir honum. „Hann var
hress piltur og gagnrýninn, vildi
fá svör við spumingum og þá svör
sem hann skildi. Þetta kom einna
berlegast í ljós í fermingarundir-
búningnum og var fremur óvana-
legt. I kennslu minnist ég þess er
ég lét hann lesa „Austurstræti“
eftir Tómas Guðmundsson. Hann
hóf lesturinn og ég spyr hann
hvort hann geti ekki lesið af örlít-
ið meiri inhlifun. „Hvemig eigum
við að lesa af innlifun um Austur-
Sterkur; Heimir á fyrsta ári, steytir hnefana og er sterk-
ur. Hann þótti skapmikill en skapgóður.
liðið sá dagur að Heimir hafi ekki
strítt yngri systkinum, ekki síst
systrunum, sem vom honum næst-
ar að aldri. „Hann átti það til að
semja vísur um okkur og ein-
hveija stráka og kyijaði þær svo
yfir okkur. Þetta var prýðilega
gerður kveðskapur, ein vísan um
Kristínu systur endaði man ég á
línunni „ætli það verði gaman“ og
lengi eftir að Heimir samdi hana,
þurfti hann ekki annað en að líta
á hana og syngja „ætli það verði
garnan" til að allt færi í háaloft."
stræti þegar við höfum aldrei séð
það,“ var þá svarið.“
Heimir þótti skapmikill en
skemmtilegur, hafði ágæta frá-
sagnargáfu. Séra Erlendur segist
telja að Heimir hafí alltaf haft
nokkuð góða sjálfsmynd, sem svo
mikið sé talað um nú til dags að
menn þurfi að hafa.
„Það var grunnt á grallaranum
í honum þó að við höfum báðir
haldið fremur aftur af okkur, syn-
ir skólastjóra og sýslumanns,"
segir æskuvinur Heimis, Jón Er-
lendsson. Iðunn segir að vart hafi
ÚR MYNDASAFNINU
ÓlafurK. Magnússon
Ein valdamesta
kona heims
Ein valdamesta kona heims,
Golda Meir, sem þá var ut-
anríkisráðherra ísraels, kom í heim-
sókn til íslands í maímánuði 1961.
Sem utanríkisráðherra hafði Golda
Meir mikil áhrif á þró-
un mála fyrir botni
Miðjarðarhafs og áhrif
hennar áttu eftir að
vaxa mjög eftir að hún
varð forsætisráðherra
Israels á árunum 1969
til 1974. Hún fæddist
í Kiev í Rússlandi 1898
en fjölskylda hennar
átti erfitt uppdráttar í rússneska
keisaradæminu og fluttist til
Bandaríkjanna þegar Golda var átta
ára og þar ólst hún upp. Hún helg-
aði sig ung baráttunni fyrir endur-
heimt hins forna ættlands síns og
gekk í lið með Ben-Gurion, Ben-Ziv
og fleiri baráttumönnum fyrir
stofnun ísraelsríkiSj og hún sá
draum sinn rætast. A meðan á dvöi
hennar hér á lándi stóð ræddi hún
við íslenska ráðamenn, heimsótti
Þingvelli, eins og siður er þegar
erlendir gestir-- sækja okkur heim,
og í samtölum við blaðamenn Morg-
unblaðsins kom fram
að hún hreifst mjög af
landi og þjóð. „Það kom
mér á óvart hve hlýtt
og byggilegt ísland er.
Nafnið á landinu er
hreinasta öfugmæli og
ekki á það síður við um
fólkið í landinu. íslend-
ingar eru meira í ætt
við hverina en jökulárnar. Hlýja
íslendinga og gestrisni hefur yljað
mér um hjartarætur," sagði hún.
Golda Meir lést á sjúkrahúsi í Isra-
el 8. desember 1978 og var bana-
mein hennar blóðkrabbi. Myndimar
eru hins vegar frá heimsókn hennar
til íslands tæpum tuttugu árum
áður.
SVEITIN MIN ER...
GAUL VERJABÆJARHREPPUR
ÞANNIG...
SPÁIR
Þorleifshóll í landi Seljatungu, sumarhús
Gunnars Sigurðssonar
Sveitin mín sem var, og er að
nokkru enn, er falleg sveit með
friðsælt og farsælt yfirbragð,
segir Gunnar Sigurðsson fyrrum
bóndi í Seljatungu í Gaulverja-
bæjarhreppi.
Sveitin er í mínum huga merkust
fyrir það, að þar er.gróandi í
algleymi jafnt í efnahagslegu sem
félagslegu tilliti. í Gaulveijabæjar-
hreppi hefur í gegnum áratugina
valið sér búsetu framkvæmdasamt
og harðduglegt fólk, skilningsríkt
um annarra hagi og félagslynt.
Félagslyndi þess hefir verið
kyndillinn undir bættum samgöng-
um, bættum félagslegum skilyrðum
hið ytra, styrkri stjórn fræðslukerf-
is og virðingu fyrir kristnu safnað-
arlífí.
Allt þetta hefir verið uppistaða
og ívaf hins daglega lífs í Gaulveija-
bæjarhreppi í gegnum áratugina.
Þetta er umhverfið sem ég, yngstur
Gunnar Sigurðsson
í átta systkina hópi, ólst upp í við
frábæra umönnun forelra og urh-
burðalyndra, elskulegra systkina.
Minningin um sveitina mína get-
ur þess vegna ekki verið öðruvísi
en góð. Ekki síður fyrir það, að ég
fékk sem fulltíða maður að taka
þátt í sameiginlegu félagsstarfi og
þroskandi athöfnum hins daglega
starfs, eignast traust sveitunganna
í einu og öðru sameiginlegu starfi
°g 'eggja með því lítið lóð á skál
minninganna um þá sem áður lögðu
sig fram um íramfarir sveitarinnar.
Þannig merla minningar þess
sem í sextíu ár fékk að vera samof-
inn hluti sveitar sinnar, en er nú
með ítak í litlum bletti úr landi föð-
urleifðarinnar, gistivinur sinnar
heimabyggðar."
Sesselja Jóns-
dóttir í bolla
„Það er nú aðallega yngra fólk, sem er að spá í
einhvern af hinu kyninu, sem biður mig að líta í
bollann sinn,“ segir Sesselja Jónsdóttir bóndi. í
áratugi hefur hún spáð í bolla sveitunga, vina og
ættingja en vill ekki að spádómarnir séu teknir
of alvarlega, tekur enda ekki borgun fyrir.
Þegar spá á í bolla verður að hafa nokkur atriði í
huga. „Bollinn má helst ekki vera munstraður
innan í og það er verra ef það er rönd í barminum,
því þar kemur það fram, sem gerist í nánustu fram-
tið. Bestu bollarnir eru hvítir og víkka örlítið upp því
þá er betra að sjá ofan í þá. Kaffíð verður að vera
frekar sterkt og best er að hella upp á, á gamla mát-
ann. Þá er vatnið soðið og því hellt á kaffið. Ég hef
alltaf notað gulan Braga en það er auðvitað í lagi að
hella upp á Kaaber.
Sá sem á að spá fyrir, drekkur kaffið svart og sykur-
laust og nóg er að drukkið sé úr hálfum bolla. Síðan
er hann lagður á volga hellu, ég læt fólk ekki snúa
honum í hringi því þá er hætt við að kaffið renni úr
bollanum. Verra er að það sé korgur í kaffínu, í gamla
daga var reyndar sagt að hann táknaði biðil.
Þegar ég spái, tek ég í haldið og byija þar, les
bollann réttsælis. Fyrst skoða ég allan hringinn án
þess að segja nokkuð og svo les ég bollann fyrir þann
sem úr honum drakk. Mest er að marka það sem er
næst haldinu, enda er það nánasta framtíð. Ég reyni
að haga spádómnum ekki eftir þeim sem spáð er fyr-
ir, heldur segi það sem mér dettur fyrst í hug, þó það
virðist skringilegt. Þegar ég hef spáð hringinn lít ég
í botninn, þar eru barneignir, giftingar og mannsand-
Morgunblaðið/Kristjana
„Bestu bollarnir eru hvítir og víkka örlítið upp
því þá er betra að sjá ofan í þá,“ segir Sesselja."
lit, en þau tákna t.d. fólk sem maður á eftir að kynnast.
Það sem sést skýrast í bollum eru mannfagnaðir
og ferðalög, fólk sem er nálægt þeim sem spáð er
fyrir, t.d. mjög hrifíð eða snýr baki í viðkomandi. Á
fólki í bolla sést oft háralitur, hæð og skapferli. Tákn-
in hef ég ákveðið sjálf og svo fer ég mikið eftir tilfinn-
ingunni þegar ég spái.“