Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 27

Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 27
 ieei jiaaMSTqaa - MORGtJNBEAÐIÐ ll/RAðMA3 tmiA.iwK'Hor/: SUNNUDAGUR 22. SEFTEMBER 1991 ý> as -€—27 Golda Meir gengur niður Iandgang Loft- leiðavélarin- nar, sem flutti hana til Islands. Guðmundur í. Guðmundsson, þáverandi ut- anríkisráð- herra, tekur á móti Goldu Meir á flugvell- inum. Mikill mannfjöldi safnaðist saman við Reykja- víkurflugvöll til að fagna komu israelska utan- ríkisráðherrans. SÍMTALIÐ... ANDRA MÁINGÓLFSSON FRAMKVÆMDASTJÓRA ENNÞÁSPÁNN 622200 Veröld, góðan dag. — Góðan daginn, er hann Andri Már við? Jú fyrir hvern er það? — Kristínu Maiju, blaðamann á Morgunblaðinu. Bíddu, hann er hér. — Andri, sæll og bless. Blessuð. — Heyrðu, mig langar svo að vita hvaða land hafí verið vinsæl- ast hjá ykkur í sumar? Spánn. — Spánn? Ennþá? Já, það er nú svo skrýtið en það virðist ekkert koma í staðinn fyrir Spán og við sendum fleiri farþega þangað í sumar en í fyrra. — Hvað ertu að segja. Ég á ekki orð. Veistu nokkuð hvemig stendur á þessu? Fólk er kannski búið að prófa aðra áfangastaði, eins og Portúgal, Grikkland, Ítalíu, en vill svo fara í öruggt veður, góða gistingu og fer þá aftur til Spán- ar. — En hvað um önnur Evrópu- lönd, Þýskaland t.d.? Fólk tekur jú flug og bíl, en virðist ekki gera það nema einu sinni, því það getur verið ansi lýjandi. írlands- ferðirnar heppn- uðust að vísu af- skaplega vel, þangað fóru yfir þúsund farþegar frá okkur í sum- ar. Það er líka annar valkostur. En til Spánar fóra um fimm þúsund manns. — Ja héma, svona íhaldssam- ur er íslending- urinn eftir allt saman. Já, það situr lengi í honum. — En helgarferðir, aukast vinsældir þeirra? Já, það er feikilega mikið framboð af ódýram ferðum í vetur, við eram búin að selja hátt á þriðja þúsund sæti í borg- arferðirnar. Tvær fullar vélar voru að fara til Glasgow, og svo eram við með ferðir til Parísar, Lúxemborgar, Lundúna, Amst- erdam... — Jahá. En á hvaða staði leggið þið helst áherslu á vet- urna? Á Kanaríeyjar sem vetrardval- arstað. Við buðum upp á nýja gististaði í fyrra og farþegafjöld- inn tvöfaldaðist þangað. — Jahá. En segðu mér, hvert mundir þú nú sjálfur helst vilja fara í frí, svona hvíldarfrí? í hvíldarfrí? Nákvæmlega núna? — Já. Ég get alveg sagt þér það. Mig langar til að fara í viku í Rioja-héraðið á Spáni. — Rioja? Já það er vínframleiðsuhérað. Þar er ákaflega skemmtileg menning, mörg bestu vín heims- ins eru framleidd þar, rauð og hvít, og gamlar hallir sem búið er að breyta í hótel. Ég væri til í að fara þangað í viku. — Já því trúi ég. Jæja, en ég þakka þér kær- lega fyrir spjal- lið, Andri. Jú, sömuleið- is. Morgunblaðið/KGA Sveinn Sæmundsson við heimili sitt í Kópavoginum. „ÉG GANTAST oft með það að nú sé ég upptekinn við að gera ekki neitt en það er auðvitað ekki alveg rétt,“ segir Sveinn Sæmundsson, fyrrum blaðafulltrúi Flugleiða. Þrátt fyrir að Sveinn hafi nú látið af störfum l\já sínu gamla fyrirtæki á hann leið þar um oft í viku að heilsa upp á kunningja og vini. Þá hefur hann nýlega lokið við sína 10. bók og grípur nú í gerð þáttaraðar fyrir Sjónvarpið. Sveinn starfaði í 33 ár hjá Flugfélagi íslands og síðar Flugleið um. Hann var blaðafull- trúi í tæp 30 ár og síðan sölu- stjóri í rúm 3 ár en hætti fyrir einu og hálfu ári. „Maður er búinn að ganga í gegnum súrt og sætt með þessum félögum og á þessum tíma varð oft að taka á til að rétta hlut þeirra. Á þeim tíma sem ég hóf störf var starf blaðafulltrúa ekki svo nýstárlegt en fáir sem gegndu því. Við sögð- um oft sem svo að ætluðum við að stofna félag blaðafulltrúa væram við varla nógu margir til að mynda stjórn þess.“ Áður en Sveinn réðst til Flug- félagsins, kom hann víða við. Var blaðamaður hjá Tímanum og Alþýðublaðinu, fór til sjós og lagði stund á rafvélavirkjun. Hann segist allt frá því að hann var strákur hafa verið spenntur fyrir fluginu, jafnvel gælt við þá tilhugsun að verða einhvern dag- HVAR ERU ÞAU NÚ? SVEINN SÆMUNDSSON, ^ BLAÐAFULLTRÚI FLUGLEIÐA Upptekinn við að gem ekki neitt inn flugmaður. „Á áranum 1946-47 flaug kunningi minn einn gjaman í hádeginu og leyfði mér að fljóta með. Ég fékk að grípa í flugið, var meira að ségja farinn að lenda. Hver veit hvað hefði gerst ef þessi kunningi minn hefði ekki flutt til Bandaríkjanna og þar með skotið Ioku fyrir frekari flu- gæfingar.“ Sveinn segir starf sitt að veru- legu leyti hafa verið fólgið í land- kynningu, þar sem þekking út- lendinga á landinu hefði að sjálf- sögðu verið enn minni en nú væri. Starf blaðafulltrúans sam- einaði á ágætan hátt þær bakter- íur sem væra flug, ferðamál og blaðamennskuna. „Skemmtileg- ast fannst mér að kynna landið en leiðinlegast að sitja með gesti á veitingahúsum á kvöldin. Mönnum hefur ef til vill þótt það spennandi tilhugsun en þetta varð ákaflega þreytandi og ég fer skammarlega sjaldan út að borða vegna þessa.“ Síðastliðinn vetur skrifaði Sveinn bók um sjómenn, sem kemur út undir lok þessa árs. Hann hefur áður skrifað níu bækur, auk flugsögu Islands — 50 flogin ár, sem hann tók sam- „Þetta var mik- ill merkisdagur í islenskri flug- sögu,“ segir Sveinn um til- drög þessarar myndar en hún er tekin af fjöl- skyldu hans á Reykjavíkur- flugvelli 24. júní 1967 viðmót- tökuathöfn fyrstu þotu landsmanna, sem þama var gefið nafnið „Gullfaxi". F.v.: María Jónsdótt- ir, Sindri Sveinsson, Goði Sveinsson, og Sveinn Sæ- mundsson, sem stjórnaði mót- tökuathöfninni. Á myndina vantartvær dætur Sveins, Erlu og Kolbrúnu. an ásamt Steinari J. Lúðvíks- syni. Þá hefur Sveinn skrifað handrit og aðstoðar nú við gerð sjónvarpsþátta sem era teknir neðansjávar. í sumar las Sveinn útvarpssöguna og þegar tími gefst til segist hann njóta þess að skreppa í sumarbústað sem fjölskyldan á, á Fljótsdalshéraði. Áf þessu má ljóst vera að hann er upptekinn við að gera allt annað en ekki neitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.