Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 25
24
.. Ift
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1991
Ififil íKIíIOTvIO .f, ÍUJi>AC4’JTMf/:l'l QIgA4ayiU9HQM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Oft var þörf en nú
er nauðsyn
Alþingi, 115. löggjafarþing,
hóf störf síðastliðinn
þriðjudag. Það starfar nú í fyrsta
sinn í einni málstofu. Ekki eru
allir á eitt sáttir við þær breyt-
ingar, sem nú verða á starfshátt-
um Alþingis, en vonir standa þó
til, að hin nýja skipan geri vinnu-
brögð þingsins markvissari og
skilvirkari. Hún breytir hins veg-
ar engu um þær erfiðu aðstæður
í efnahags- og ríkisfjármálum,
sem grúfa yfir þingi og þjóð á
þesSum haustdögum.
Þegar horft er fram á veginn
í störfum Alþingis í vetur standa
einkum þijú verkefni upp úr. í-
fyrsta lagi fjárlagagerðin, hrika-
legur halli á ríkisbúskapnum,
með tilheyrandi opinberu láns-
fjárhungri og áhrifum á vaxta-
stig í landinu. í annnan stað lykt-
ir viðræðna um evrópskt efna-
hagssvæði, en framvinda þess
máls skarast óhjákvæmilega við
viðskiptakjör okkar við umheim-
inn og þar með almenn lífskjör
í landinu. í þriðja lagi umfjöllun
álmálsins, þ.e. bygging og starf-
ræksla nýs álvers á Keilisnesi,
sem er liður í því að breyta orku
fallvatna okkar í störf, verðmæti
og lífskjör.
Fjárlagagerðin tengist þeim
mikla efnahagsvanda, sem þjóð-
arbúskapurinn í heild á við að
stríða. Ekki er að búast við hag-
stæðum utanaðkomandi áhrifum
á innlenda atvinnustarfsemi, þar
eð hagvöxtur í heiminum er
minni á árinu 1991 en nokkru
sinni síðan 1982. Ekki er heldur
fyrirséð, hveijar verða lyktir
umræðna um evrópskt efna-
hagssvæði, en þær skarast sem
fyrr segir við viðskiptakjör okkar
við umheiminn. Þar ofan í kaup-
ið er ljóst, að aflasamdráttur á
nýlega byijuðu kvótaári veikir
mjög stöðu veiða og vinnslu og
rýrir þann skiptahlut, sem á
verður tekizt um í samfélaginu
næstu vikur og mánuði. Þjóð-
hagsstofnun gerir ráð fyrir lak-
ari viðskiptakjörum og því er
spáð, að viðskiptahallinn á næsta
ári verði um 17 milljarðar króna,
eða um 4,5% af landsframleiðslu.
Sá hagstjórnarvandi, sem við
blasir, felst í erfiðri afkomu at-
vinnuveganna, hallanum á ríkis-
búskapnum og hallanum á við-
skiptum við umheiminn. Við
þessar aðstæður skiptir megin-
máli að tryggja vinnufrið í land-
inu, varðveita stöðugleika í laun-
um og verðlagi og læEka opinber
útgjöld. I þessum efnum er Al-
þingi í lykilhlutverki, ekki aðeins
við ijárlagagerðina, svo mikil-
væg sem hún þó er, heldur jafn-
framt með annari löggjöf, er
varðar atvinnuvegina og starfs-
skilyrði þeirra, og loks sem lang
stærsti vinnuveitandinn í land-
inu. Og ábyrgð stjórnarandstöðu
í framvindu mála á Alþingi, eink-
um þeirra er varða atvinnulíf og
almannahag, er engu minni en
stjórnarliðsins.
Þau eru mörg og mikilvæg
verkefnin, sem 115. löggjafar-
þing íslendinga fær til meðferð-
ar. Eitt brýnasta forgangsverk-
efnið hlýtur að vera að ná jafn-
vægi í ríkisfjármálum á
kjörtímabilinu og draga þann
veg úr ásókn ríkisins inn á hinn
almenna lánsfjármarkað, sem er
meginástæða hárra vaxta í land-
inu. Lækkun opinberra útgjalda
og áframhaldandi stöðugleiki í
launum og verðlagi er forsenda
þess að við getum unnið okkur
út úr þeirri efnhagslægð, sem
við búum nú við, og lagt grund-
völl að batnandi afkomu atvinnu-
vega og almennings í landinu.
Oft var þörf en nú er nauðsyn
að þingmenn snúi bökum saman
um þjóðarhag og sýni ábyrgð í
orðum og gjörðum.
Rannsóknir
á verkum
Snorra
Það sem gerir þjóð að þjóð,
íslendinga að Islendingum,
er sameiginleg menningarleg
arfleifð okkar; saga, tunga og
bókmenntir.
Við höfum í tímans rás sótt
menntun, þekkingu og víðsýni
til umheimsins, eins og vera ber,
en jafnframt miðlað öðrum þjóð-
um af íslenzkri menningu, ekki
sízt á sviði bókmennta, allt frá
fyrstu öldum Islands byggðar.
Það var því við hæfi þegar
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra kunngerði á 750.
ártíð Snorra Sturlusonar, að
ríkisstjórnin hefði ákveðið að
styrkja rithöfunda, fræðimenn
og þýðendur, sem vilja kynna
sér verk hans, til rannsókna hér
á landi. Til álita kemur að tengja
styrkina Snorrastofu, sem nú er
1 byggingu í Reykholti, en þar
er gert ráð fyrir fræðimannsíbúð
og aðstöðu til sýningahalds.
Ákvörðun af þessu tagi styrk-
ir í senn menningarlega arfleifð
okkar og menningarleg tengsl
okkar við umheiminn.
FJARLAGAFRUMVARPIÐ 1992
Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 1992:
Brýnasta verkefnið er að draga
úr lánsfjárþörf hins opinbera
Friðrik Sophusson fjár-
málaráðherra kynnir fjár-
lagafrumvarpið á blaða-
mannafundi. Við hlið hans
silja Magnús Pétursson
ráðuneytissljóri og Bolli
Þór Bollason skrifstofu-
stjóri.
„HALLI ríkissjóðs og öll umsvif ríkissjóðs gera það að verkum að
ríkið þarf á miklum lánum að halda. Lánsfjárþörfin er það mikil
að spenna myndast á lánsfjármarkaðinum, með þeim afleiðingum
að vaxtastigið hér á landi er mjög hátt. Atvinnulífið þarf að þola
mikinn samdrátt, sjóðir eru tómir, vextir eru háir, gjaldþrot blasa
víða við og atvinnuleysi vofir yfir ef okkur tekst ekki að feta ein-
stigið út úr þessum vanda. Við höfum samt ástæðu til að vera bjart-
sýn ef okkur tekst að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Brýnasta
verkefnið er að draga úr lánsfjárþörf ríkisins," sagði Friðrik Sop-
husson fjármálaráðherra á fréttamannafundi í gær þar sem fjár-
lagafrumvarp ársins 1992 var kynnt.
Fjármálaráðherra sagði að á
þessu ári væri hrein lánsfjárþörf
opinberra aðila og lánasjóða áætluð
um 35,9 milljarðar kr., hrein láns-
fjárþörf A-hluta ríkissjóðs 12,1
milljarður og hrein lánsfjárþörf hús-
næðislánakerfisins um 22,3 millj-
arðar. I frumvarpinu er hins vegar
stefnt að því að draga úr lánsfjár-
þörf ríkisins um 8 milljarða kr.
Halli ríkissjóðs samkv. frumvarp-
inu verður 3,7 milljarðar kr., sem
er um 1% af vergri landsfram-
leiðslu. Fjármálaráðherra sagði að
rekstrarhalli ríkissjóðs hefði stefnt
í 20 milljarða kr. að óbreyttu í sum-
ar. Ríkisstjórnin ákvað að beita
sparnaðaraðgerðum sem nema urn
15 milljörðum. „Hægt hefði verið
að ná þessu með því að hækka
skatthlutfall tekjuskatts einstakl-
inga úr 40% í 56% og hækka skatt-
hlutfall virðisaukaskatts um þriðj-
ung eða í 33%. Ríkisstjórnin ákvað
að hækka ekki skatta heldur beita
spai'haðaraðgerðum," sagði hann.
Samdráttur í efnahagslífinu
Friðrik sagði að einkaneysla
myndi dragast saman um 3% á
næsta ári, spáð væri 0,5% hækkun
á samneyslu. Landsframleiðsla
myndi líklega dragast saman um
1,5% á næsta ári og viðskiptahalli
gæti orðið um 17 milljarðar kr.
„Kaupmáttur ráðstöfunartekna
hefur aukist um 2% á þessu ári en
lækkar um 3% á næsta ári. Þjóðar-
tekjur hrapa meira á næsta ári.
Reiknað er með að verðbólga á
næsta ári verði 3% og þá göngum
við út frá því að gjaldskrárbreyting-
ar verði mjög litlar, verðlag breytist
aðeins eftir breytingum á innflutn-
ingsverðlagi og engar launahækk-
anir verði á næsta ári,“ sagði hann.
Samstarf við launþega
Friðrik sagðist vilja ná víðtæku
samstarfi við launþegahreyfinguna
um hvernig mætti draga úr lánsfj-
árþörf hins opinbera, sérstaklega á
sviði húsnæðismála. Sagði hann að
útgáfa húsbréfa hefði gengið út í
öfgar. Gert er ráð fyrir að afgreidd
verði lán sem svara til 12 milljarða
kr. á næsta ári. Sagði hann að á
næstunni yrðu settar nýjar reglur
sem miðuðu að því að halda fram-
boði á og eftirspurn eftir húsbréfum
undir 12 milljörðum.
Frumvarpið byggist á að gengi
verði haldið stöðugu og sagði fjár-
málaráðherra að stefnt væri að því
að styrkja stöðu gengisins með að-
gerðum í ríkisfjármálum.
Friðrik sagði að vegna niðurfell-
ingar jöfnunargjalds verði ríkið af
um 900 millj. kr. tekjum og í stað-
inn sé gert ráð fyrir að falla frá
frádráttar- og endurgreiðsluliðum,
s.s. barnabótum, hlutafjárendur-
greiðslum o.fl. en engar ákvarðanir
hefðu enn verið teknar um það.
Fjármálaráðherra var spurður
hvaða líkur væru á að markmið um
hallarekstur stæðust í ljósi reynslu
undanfarandi ára. „Við höfum vissu
fyrit' því að tölur þessa frumvarps
séu byggðar á raunsæi og komið
hafi verið í veg fyrir að skuldbind-
ingar verði færðar til framtíðarinn-
ar og gerum kröfur til sjóða á borð
við Lánasjóð íslenskra námsmanna
og Byggingarsjóð. verkamanna til
að þeir haldi sig við þær upphæðir
sem framlög á hveiju ári eru miðuð
við,“ sagði hann.
Breytt starfsmannastefna
Ráðherra sagði að ekki væri gert
ráð fyrir fækkun opinberra starfs-
manna á næsta ári en búast megi
við fækkun í ýmsum stofnunum
einsog á sjúkrahúsum en aukningu
annars staðar. Það muni þó ráðast
af fyrirhuguðum breytingum á
næsta ári.
Morgunblaðið/Þorkell
Hagræðiiiff og sameining- sjúkrahúsa í Reykjavík:
Áformað að spara
310 milljónir króna
Fæðingarheimilið og Hafnarbúðir lögð niður
FRAMLOG t.il sjúkrahúsa nema alls 15,5 milljörðum króna i fjárlaga-
frumvarpinu, og bafa þau aukizt uni '/2% að raungildi frá síðustu fjár-
lögum, en jukust um 1 '/2% árið á undan. Aformað er að spara 310
milljónir króna með hagræðingu í rekst.ri sjúkralnisa á höfuðborgar-
svæðinu. Þannig á að leggja niður bráðaþjónustu á Landakotsspítala
og koma á samrekstri eða mjög náinni samvinnu Laudakots og Borg-
arspítalann. Fæðingarheimili Reykjavíkur verður lagt, niður og verk-
efni þess færð frá Borgarspítala til Landpítala. Þá verður hjúkrunar-
heimili aldraðra í Hafnarbúðum lagt niður.
Að því er fram kemur í greinar-
gerð fjárlagafrumvarpsins er ætlun-
in að einungis tveir spítalar á höfuð-
borgarsvæðinu; Landspítalinn og
Borgarspítalinn, sinni bráðaþjón-
ustu. Jafnframt verði álagi vegna
langlegusjúklinga létt af þessum
spítulum, enda hafi það lengi verið
starfsemi þeirra fjötur um fót.
' „Bráða- og aðgerðaþjónusta er dýr
og útheimtir dýran og fullkominn
tækjakost. Því verður slík þjónusta
mun skilvirkari ef henni verður ekki
dreift lengur á þijá spítala," segir í
greinargerðinni. „Rekstrar- og
stofnkostnaðarfjárveitingar verða
og skilvirkari, og sérstaklega verður
hægt að flýta endurnýjun skurðstofa
og framhaldi á innréttingum B-álmu
Borgarspítala."
Ríkisumsvif aukast í frumvarpmu
- segir ,Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi fjármálaráðherra
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins og fyrrver-
andi fjármálaráðherra, segir að fjárlagafrumvarpið, sem lagt var
fram í gær, sé óraunhæft, byggt á draumheimi og staðfesti að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé að svíkja loforð sín hvað varðar ríkisfjármálin.
„Rekstrargjöld ríkisins eru meiri
í þessu frumvarpi heldur en bæði í
ár og á síðasta ári miðað við lands-
framleiðslu. Þau aukast úr 12,7% af
landsframleiðslu í ár og 12,4% í fyrra
í 13% á næsta ári samkvæmt frum-
varpinu. Þrátt fyrir allan áróður
Sjálfstæðiflokksins og fordóma um
skattahækkanir í minni tíð sem fjár-
málaráðherra og loforð til kjósenda
flokksins um skattalækkanir, þá fel-
ast í þessu frumvarpi skattahækkan-
ir upp á fjóra milljarða," sagði Ólaf-
ur Ragnar. Með skattahækkunum
sagðist hann einnig eiga við þau
þjónustugjöld, sem lögð verða á.
„Auðvitað er ég að meina þjónustu-
gjöldin. Þau eru ekkert annað en
form á sköttum. Það er almenn venja
að þegar menn eru að tala um skatta
eru menn að tala um heildartekjur
ríkisins; ríkisumsvifin."
Ólafur sagði ljóst að frumvarpið
fæli í sér aukin umsvif ríkisins, bæði
tekju- og gjaldamegin í ríkisbúskapn-
um, þveröfugt við það sem ríkis-
stjórnin, og sérstaklega Sjálfstæðis-
flokkurinn, hefði boðað. Hann sagði
að tal um raunhæf fjárlög væri
barnalegt, nú þegar frumvarpið lægi
fyrir. Fjármálaráðherra leyfði sér til
dæmis að reikna með tekjum af
framkvæmdum við álver, þótt þar
væri ekki hægt að festa hendur á
neinu, til að geta sýnt minni halla á
pappírnum. Jafnframt væru útgjöld
vanreiknuð um a.m.k. þijá til íjóra
milljarða króna. „Það vantar framlög
inn í fjöimarga starfsemi ríkisins og
fjármagn til lánagreiðslna, til dæmis
í byggðamálum. Það hafa ekki verið
samþykkt í þinginu frumvörp um
tekjuöflun eða útgjöld vegna breyt-
inga átekjum Hafrannsóknastofnun-
ar og Rannsóknastofnunar fiskiðnað-
arins, minnkun á sjómannaafslætti,
skólagjöld og fjölmargt annað, sem
er fullkomlega óvíst hvort stjórnar-
meirihluti er fyrir. Það er ekkert
borð fyrir báru í frumvarpinu í þess-
um efnurn," sagði Ólafur. „Það er
svo mjög skemmtilegt, í ljósi þess
hvers vegna Alþýðuflokkurinn sagð-
ist fara í þessa ríkisstjórn, að í frum-
varpinu er að finna mestu aukningu
á útgjöldum til landbúnaðarmála,
sem menn hafa séð hér í 20 ár.“
Hann sagði að sú forsenda frum-
varpsins, að ekki yrðu almennar
launahækkanir á næsta ári, væri
rugl. „Almenningur í landinu, sem
hefur fært svo miklar fórnir sem
raun ber vitni á undanförnum árum,
og horfir upp á það að stór hópur
manna hefur hundruð þúsunda króna
í mánaðarlaun og milljónir á ári í
skattfijálsar fjármagnstekjur, lætur
ekki bjóða sér það með réttu að
launafólk fái ekki réttlátari skiptingu
þjóðartekna. Það er rétt að vissulega
eru ýmsir erfiðleikar í þjóðfélagi okk-
ar, meðal annars af ytri ástæðum,
en þá breyta menn tekjuskipting-
unni,“ sagði Ólafur Ragnar.
„Það verður prófsteinn, auðvitað
á þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en
sérstaklega á ritstjórn Morgunblaðs-
ins, hvort hún þorir að horfast í augu
við þann sannleika, sem birtist í
þessu frumvarpi," sagði Ólafur
Ragnar. „Það, sem Morgunblaðið
hefur í leiðurum og Reykjavíkurbréfi
sagt að yrði að vera í þessu frum-
varpi; lækkun skatta og minnkun
ríkisútgjalda, er ekki í þessu frum-
varpi. Það er hækkun skatta og
aukning á ríkisútgjöldum."
Fjáiveiting til Borgarspítala og
Landakotsspítala verður sett á sama
fjárlagalið, og mun heilbrigðisráðu-
neytið, í samráði við sjúkrahúsin,
ákveða hvernig fjáiveitingunni verð-
ur skipt á milli. þeirra eftir fram-
gangi verkefnatilfærslunnar. Þá
verður leitazt við að ná samkomu-
lagi við St. Jósefsspítala í Hafnar-
firði um verulegar rekstrarbreyting-
ar. „I heild þýða þessi áform að
stefnt er að því að aðalaðgerðaspítal-
ar á höfuðborgarsvæðinu verði tveir
í stað fjögurra áður. Möguleikar til
að sinna langlegusjúklingum á sér-
hæfðum stofnunum munu þar með
aukast, en þar hefur skórinn kreppt
hvað mest að á undanförnum árum.
Á móti þýðir þessi breytta verkefna-
skipting að leggja verður út í tals-
verðar breytingar á sjúkrahúsunum,
sem kosta munu fé. Því er fjárveit-
ing til stofnkostnaðar aukin,“ segir
í greinargerð fjármálaráðuneytis.
Áformað er að lækka rekstrar-
kostnað sjúkrahúsa í Reykjavík um
122 milljónir, með því að gera
sjúkrahúsunum kleift að bjóða út lyf
og aðrar sérhæfðar sjúkrahúsavör-
ur. Þá er stefnt að því að draga úr
kostnaði við utanlandsferðir, meðal
annars með því að segja upp kjara-
samningum við starfsfólk, þar sem
tiltekin eru ákveðin starfsbundin
réttindi til utanlandsferða á kostnað
ríkisins.
Skipulagsbreytingar
nauðsynlegar á
landsbyggðarsjúkrahúsum
Gert er ráð fyrir að útgjöld til
reksturs sjúkrahúsa á Patreksfirði,
Blönduósi og Stykkishólmi verði
lækkuð í kjölfar skipulagsbreytinga.
Sjúklingar af dvalarheimilinu
Hraunbúðum í Vestmannaeyjum
verða fluttir á sjúkrahúsið þar,, til
að sameina hjúkrunarþjónustu á
einn stað og bæta nýtingu sjúkra-
hússins. I greinargerð með fjárlaga-
frumvarpinu segir að nauðsynlegt
sé að auka nýtingu margra sjúkra-
húsa úti á landi og breyta rekstri
sumra, þar sem meiriháttar aðgerðir
séu ekki gerðar lengur, án þess að
mannahaldi og launakostnaði hafi
verið breytt til samræmis. Sérstök
nefnd vinnur að athugun á rekstri
sjúkrahúsa á landsbyggðinni.
Ný þjónustugjöld á
heilsugæzlustöðvum
Gert er ráð fyrir því að tekið verði
upp að nýju þjónustugjald fyrir
hveija heimsókn á heilsugæzlustöð,
og þannig á að lækka útgjöld til
þeirra úr 1.600 milljónum á síðustu
fjárlögum í 1.400 milljónir í þessu
frumvarpi. Gert er ráð fyrir að sér-
tekjur heilsugæzlustöðvar aukist um
375 milljónir króna í heild.
Ríkisstarfsmenn:
Breytt líf-
eyrisrétt-
indi frá 1993
ÁFORMAÐ er að breyta löguni
urn starfsmanna- og kjaramál
ríkisins og að í ársbyrjun 1993
verði nýir starfsmenn ríkisins
ráðnir með lífeyrisréttindi sem
samsvari réttindum á almennum
vinnumarkaði.
„Ef komast á útúr erfiðleikuin sem
hafa stafað af launasamanburði á
milli launahópa verðum við að gera
breytingar og við teljum eðlilegast
að það verði gert með þeim hætti
að opinberir starfsmenn taki lífeyris-
réttindi einsog aðrir á vinnumark-
aði,“ sagði Friðrik Sophusson, fjár-
málaráðherra, á blaðamannafundi
vegna fjárlagafrumvarpsins.
„Við getum ekki breytt því sem
menn liafa áunnið sér og þetta kann
að þýða að það verði að mæla upp
hvers virði lífeyrisréttindin hafa verið
og bæta mönnum það upp í launum.
Um þetta verður að semja við full-
trúa launafólksins en við viljum
léggja fram þessa stefnu, því við
teljum að í framtíðinni hljótum við
að stefna að því að hafa einn launa-
markað en ekki svona hólfskiptan
markað eins og hann er í dag. Ég
get séð fyrir mér að í framtíðinni
semji ríkið með vinnuveitendasam-
bandinu um kaup og kjör, jafnvel
innan þess,“ sagði Friðrik.
Horfur á haustdögum
Hér fer á eftir forystugrein
Jóhannesar Nordal seðlabanka-
stjóra úr 2. hefti Fjármálatíðinda
1991:
Fátt er til uppörvunar, þegar lit-
ið er til þróunar efnahagsmála á
þessu ári, hvorki hér á landi né í
umheiminum. Ljóst er nú, að hag-
vöxtur í heiminum verður minni á
árinu 1991 en nokkru sinni síðan
1982, og er búizt við því, að þjóðar-
framleiðsla iðnríkja vaxi aðeins um
nálægt 1%, en í flestum þeirra öðr-
um en Japan og Vestur-Þýzkalandi
verður væntanlega annaðhvort
stöðnun eða samdráttur þjóðar-
framleiðslu áárinu. Þótt flestir geri
nú ráð fyrir því, að lægsta punkti
þessarar hagsveiflu hafi þegar verið
náð og búast megi við 2-3% hag-
vexti á næsta ári, eru ailar spár
um það efni mikilli óvissu háðar.
Varðar þessi óvissa bæði tímasetn-
ingu væntanlegrar uppsveiflu, sem
hefur látið mjög á sér standa, t.d.
í Bandaríkjunum og Bretlandi, en
einnig styrkleika afturbatans, þeg-
ar þar að kemur. Margir óttast
reyndar, að sá afturbati, sem vænta
má í heimsbúskapnum á næsta ári,
verði mjög hægur, m.a. vegna erfið-
leika, sem bankastofnanir í mörgum
löndum eiga nú við að glíma og
ekki er líklegt að þær komist yfir
á skömmum tíma.
Þessar horfur í efnahagsmálum
umheimsins gefa ekki til kynna, að
hagstæð utanaðkomandi áhrif verði
til þess að örva atvinnustarfsemi
hér á landi á næstunni eða færa
íslendingum ný tækifæri til aukins
útflutnings. Þvert á móti er ástæða
til að ætla, að harðnandi erlend
samkeppni muni halda áfram að
þrengja vaxtarmöguleika íslend-
inga í nýjum útflutningsgreinum,
en margar þeirra hafa farið mjög
halloka á síðustu árum. Þegar við
þetta bætist samdráttur í afla vegna
veikrar stöðu fiskstofna kringum
landið, getur orðið erfitt að rífa
efnahagsstarfsemina hér á landi
upp úr þeirri lægð, sem hún hefur
nú verið í um þriggja ára skeið.
Einu björtu vonirnar eru bundnar
við áætlanir um, að hafnar verði
framkvæmdir vegna nýs álvers á
næsta ári, en lokaákvarðanir í því
máli verða þó ekki teknar fyrr en
seint á vetri komanda.
Ef frá er talinn sérstakur vandi
íslendinga vegna minnkandi afla,
er hagstjórnai'vandinn hér á landi
svipaðar þeim, sem ýmsar aðrar
þjóðir eiga nú við að glíma, t.d.
Finnar og Svíar. Erfíð afkoma at-
vinnuvega, halli á ríkisbúskap og í
viðskiptum við útlönd valda því, að
ekkert svigrúm er til að blása lífi
í atvinnustarfsemina með aukinni
innlendri eftirspurn, þar sem slíkt
myndi fljótt leiða til aukinnar verð-
bólgu, sem enn þrengdi að afkomu
fyrirtækja og stöðunni við útlönd.
Eina færa leiðin virðist að leggja
megináherzlu á stöðugleika í laun-
um og verðlagi og lækkun opin-
berra útgjalda, en þannig yrði lagð-
ur grundvöllur að batnandi afkomu
atvinnuvega og aukinni fram-
leiðslustarfsemi.
Þótt reynt hafi verið að stefna
að þessum markmiðum hér á landi
á þessu og síðasta ári, hefur ekki
miðað sem skyldi. Að vísu hefur
náðst mjög mikilsverður árangur
með þeirri lækkun verðbólgu, sem
varð í kjölfar kjarasamninganna í
febrúar á síðasta ári og studd hefur
verið með stöðugu meðalgengi
krónunnar. Þótt tekizt. hafi með
þessum hætti að bijóta blað í verð-
Jóhannes Nordal
lagsþróun hér á landi og tryggja í
tvö ár í röð lægri verðbólgu en
nokkru sinni í tvo áratugi, er hækk-
un verðlags þó enn hátt í tvöfalt
meiri en að meðaltali í öðrum iðn-
ríkjum. Þess vegna hefur enn sax-
azt á samkeppnisstöðu atvinnuvega
og vextir haldizt hærri en í flestum
nágrannaríkj um.
Hinir háu raunvextir, sem verið
hafa hér á landi að undanförnu
þrátt fyrir slaka afkomu og minni
lánsfjáreftirspurn fyrirtækja, stafa
þó einkum af mikilli og vaxandi
fjárþörf ríkissjóðs og annarra opin-
berra aðila. Þrálátur greiðsluhalli
ríkissjóðs hefur verið meginvanda-
málið um langt skeið, en á síðasta
ári bættust við hann áhrif hins nýja
húsbréfakerfis, sem felur í sér
stökkbreytingu í framboði verð-
bréfa á markaðnum, sein þegar
hefur haft áhrif til verulegrar
hækkunar raunvaxta. Er nú svo
komið, að ríkissjóður og íbúðalána-
kerfið draga til sín meginhluta þess
peningalega ftparnaðar, sem mynd-
ast í landinu. Afleiðingarnar koma
annars vegar fram í neikvæðum
áhrifum hárra raunvaxta á rekstur
og vaxtarmöguleika atvinnufyrir-
tækja, en hins vegai' hvetur aukið
framboð lánsfjár til einstaklinga til
meiri neyzlu og innflutnings. Er lítil
von til þess, að veruleg breyting
verði á þróun lánsljármála og raun-
vaxta, nema tekið sé á þessum
tveimur vandamálum.
Mikilvægar ákvarðanir verður að
taka í efnahagsmálum á næstu vik-
um og mánuðum, launasamningar
eru lausir bæði hjá opinberum
starfsmönnum og á hinum almenna
vinnumarkaði, ákveða þarf fjárlög
og lánsfjáráætlun nýrrar ríkis-
stjórhar og marka framtíðarstefnu
í gengismálum. Þegar litið er til
þess árangurs, sem náðst hefur að
undanförnu til lækkunar verðbólgu
hér á landi, annars vegar og til
gengis- og verðlagsþróunar í helztu
viðskiptalöndum íslendinga hins
vegar, er ekki vafi á því, að grund-
vallarforsenda efnahagsstefnunnar
hlýtur að vera sú að tryggja enn
frekari stöðugleika í þróun verð-
lags- og framleiðslukostnaðar hér
á landi á næstu árum. Markniiðið
í því efni má ekki setja lægra en
svo, að þróun verðlags og launa-
kostnaðar verði heldur fyrir neðan
það, sem hún væntanlega verður
að meðaltali annars staðar í
Vestur-Evrópu. Jafnframt er mikil-
vægt að draga svo úr lánsfjárþörf
ríkisins og opinberra aðila, einkum
húsnæðislánasjóðanna, að raun-
vextir geti farið lækkandi að nýju
og aukið svigrúm skapist til fjár-
mögnunar í atvinnurekstri. Þannig
munu þessar aðgerðir smám saman
leggja grundvöll hagvaxtar að nýju.
Mikilvæg forsenda stöðugleika í
verðlagi og langtímasamninga á
Iaunamarkaði er trúverðug stefna
stjórnvalda í gengismálum. I því
efni er varla urn annan kost að
velja en að feta í fótspor nágranna-
þjóðanna og fytgja áfram fastgeng-
isstefnu, er miði að því lokatak-
marki, að íslenzka krónan tengist
Evrópumynteiningunni ECU, en
daglegt gengi sé þó ákveðið á mark-
aði innan tiltekinna marka frá aug-
lýstu stofngengi. Hversu fljótt loka-
skrefið í þeirri þróun verður tekið,
verður þó að fara eftir nauðsyn-
legri aðlögun íslenzkrar efnahags-
þróunar og hagstjórnar að þeim
aðstæðum, sem ríkja annars staðar
í Evrópu.