Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991
31
Ljubojevic stöðvaði
Karpov með sigri
Skák
Margeir Pétursson
JÚGÓSLAVNESKI stórmeistar-
inn Ljubomir Ljubojevic stöðv-
aði glæsilega sigurgöngu Anat-
ólís Karpovs fyrrum heimsmeist-
ara á Heimsbikarmóti Flugleiða.
Ljubojevic, sem þó hafði svart,
knúði Karpov til uppgjafar eftir
51 leik. Hann jafnaði taflið
snemma og eftir afar litlausa
taflmennsku heimsmeistarans
fyrrverandi náði hann frum-
kvæðinu. Karpov heldur þó enn
forystunni á mótinu, hefur sex
vinninga, en á nú aðeins hálfs
vinnings forskot á þá ívantsjúk,
sem hann mætir í dag, og
Ljubojevic. Þessi sigur Júgósla-
vans hleypir heldur betur
spennu í mótið, þótt Karpov
standi ennþá bezt að vígi er ekki
víst að hann nái sér strax eftir
þetta áfall.
Umferðin í gær var fremur frið-
sæl framan af, það var ekki fyrr
en eftir fjögun'a tíma taflmennsku
að líf færðist í leikinn. Fimm skák-
um af átta lauk með jafntefli og
eftir tvær gífurlegar átakaumferðir
í röð virtust sumir keppendur fegn-
ir að geta sparað kraftana.
ívantsjúk tók enga áhættu með
svörtu gegn Beljavskí. Hann fórn-
aði snemma peði til þess að kom-
ast út í mjög jafnteflislegt enda-
ta.fl. Karpov hafði einmitt mjög
svipaðan hátt á þegar hann hafði
svart gegn Beljavskí en þurfti að
hafa meira fyrir jafnteflinu.
Andersson tók strax á sig ívið
lakara endatafl, sem reyndist mis-
ráðið því eftir mjög slæman kafla
tók Salov því fegins hendi að geta
teflt nær áhættulaust til vinnings.
Þegar skákin fór í bið átti Rússinn
mjög góða vinningsmöguleika.
Portisch stofnaði til mikilla upp-
skipta með hvítu gegn Seirawan,
en tilgangurinn var þó ekki að
gera stórmeistarajafntefli heldur
náði Ungverjinn ívið betra enda-
tafli án þess þó að honum tækist
að skapa sér neina raunverulega
vinningsmöguleika.
Það leit út fyrir mikla baráttu
hjá Chandler og Timman, Englend-
ingurinn virtist standa vel að vígi,
en átti slæman tíma og tók því
þann kost að þráleika til jafnteflis.
Hinn Júgóslavinn á mótinu,
Predrag Nikolic, heldur áfram að
tefla af miklu öryggi og er í fjórða
sæti. Hann beitti endurtók hið
hættulega Winawerbragð í gær,
en þótt Speelman hafi getað undir-
búið sig fyrir það fékk hann engin
vinningsfæri með hvítu eftir byij-
unina og mátti prísa sig sælan með
jafntefli.
Khalifman beitti skemmtilegri
peðsfórn gegn franskri vörn Gúlko
og fórnaði síðar manni, en í þetta
sinn lét Gúlko ekki snúa á sig og
hélt örugglega jafntefli eftir að
hafa varist mörgum gildram.
Við upphaf skákar Karpovs og Ljubojevics í gær.
Jóhann átti sinn versta dag
Allar skákir Jóhanns Hjartarson-
ar á heimsbikarmótinu hafa verið
mjög erfiðar og í gær virtist þreyta
segja til sín. Eina ferðina enn fékk
Jóhann erfiða stöðu upp úr byijun-
inni með hvítu, í þetta sinn gegn
Ehlvest. Þótt Jóhanni hafi áður
tekist að bjarga slíkum stöðum í
hom, fékk hann þó ekki rönd við
reist gegn nákvæmri taflmennsku
Eistans sem þar með vann sinn
fyrsta sigur á mótinu.
Samið hefur verið jafntefli í báð-
um skákunum úr sjöundu umferð
sem fóru í bið. Það voru viðureign-
ir Timman og Ehlvest og Ljubojevic
og Beljavskí.
Heildarstaðan eftir 8
umferðir:
1. Karpov 6 v.
2. -3. Ljubojevic og ívantsjúk 5‘A
v.
4. Nikolie 5 v. 5. Seirawan 4'h v.
6.-8. Chandler, Khalifman og
Ehlvest, 4 v.
9.—11. Beljavskí, Speelman og
Portisch 3'h v.
12-13. Salov og Andersson 3 v. og
biðskák
14. Timman 3 v.
15. —16. Jóhann og Gúlko 2'h v.
Gengur ívantsjúk á lagið?
Skákin sem allir hafa beðið eftir
verður tefld í dag. Þá hefur ívant-
sjúk hvítt gegn Karpov. Má vænta
þess að margir vilji fylgjast með
þessari viðureign annars og þriðja
stigahæsta skákmanns heims.
ívanstjúk hefur sem kunnugt er
2.735 stig en Karpov 2.730. Þetta
er reyndar í fyrsta skipti sem tveir
skákmenn með yfir 2.700 stig leiða
sainan hesta sína á íslandi. ■
Aðrar viðureignir í dag eru
Gúlko—Jóhann, Seirawan—Salov,
Andersson—Beljavskí, Ljubojevic-
Khalifman, Nikolic-Portisch,
Timman-Speelman og Ehlvest—
Chandler.
Hvítt: Anatólí Karpov
Svart: Ljubomir Ljubojevic
Nimzoindversk vörn
HEIMSBIKARMÓT
FLUGLEIÐA
1991
1. d4 - Rf6 '2. c4 - e6 3. Rc3
Þrátt fyrir velgengni sína með
3. Rf3 gegn þeim Salov, Jóhanni
og Khalifman gefur Kaipov nú
kost á Nimzoindverskri vöm.
3. - Bb4 4. Dc2 - 0-0 5. a3 -
Bxc3+ 6. Dxc3 — b6 7. Bg5 —
Bb7 8. f3 - c5 9. e3
Hér er venjulega leikið 9. dxc5.
Leikur Karpovs reynist ekki vel,
með uppskiptaleikfléttu í 12. leik
tiyggir Ljubojevic sér jafnt tafl.
9. — cxd4 10. Dxd4 — Rc6 11.
Dd6 - Re4 12. Bxd8 - Rxd6 13.
Bh4 - Ba6 14. b3 - Rf5 15. Bf2
- Ra5 16. Hbl - d5 17. cxd5 -
Bxfl 18. Kxfl — exd5 19. g4 —
Re7 20. Re2 - Hac8 21. Hb2 -
f5 22. Kg2
Hér leit 22. g5l? mun betur út.
Svaitur nær nú lítils háttar fmm-
kvæði.
22. - fxg4 23. fxg4 - h5! 24.
gxliö - Hf5 25. Ii6 - Hg5+ 26.
Bg3 - Rf5 27. Kf2 - Rxh6 28.
Rd4 - Rg4+ 29. Ke2 - Rf6 30.
Kf3 - Rc6 31. Re6?! - Hf5+ 32.
Kg2 - He8 33. Rd4 - Rxd4 34.
exd4 - He3 35. Hel - Hd3 36.
He5 - Hff3 37. He7 - a5 38.
b4 - Rh5!
IH,___ÍÉl
■ Mjög óþægilegur leikur að mæta
í tímaþröng. Líklega hefði Karpov
nú átt að halda biskupnum inn á
og leika 39. Be5, en hann ákveður
að freista gæfunnar í hróksenda-
tafli.
39. bxa5 — Rxg3!
Nú dugar 40. axb6 ekki vegna
40. — Rf5! 41. b7 — Rh4+ og
mátai*
40. hxg3 - Hxg3+ 41. Kh2 -
bxa5 42. Hd7?
Nú tapar Karpov öðru peði og
úrslitin eru ráðin.
42. - Hg5 43. Hg2 - Hxg2+ 44.
Kxg2 - Hxd4 45. Kf3 - Hd3+
46. Ke2 - Hxa3 47. Hxd5 - Kh7
48. Kf2 - Kh6 49. Hc5 - g5 50.
Kg2 - Kh5 51. Hd5 - Kh4 og
Karpov gafst upp.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. Vinn,
1. Salov, Sovétr. 2665 X 1 0 'h 0 h 0 B 1 3+B
2. Beljavskíj, Sovétr. 2650 0 X 'h 0 1 h h h 'h 3 h
3. Karpov, Sovétr. 2730 1 'h X 1 1 0 1 h 1 6
4. Khalifman, Sovétr. 2630 'h 1 0 X 'h 'h 'h h 'h 4
5. Gulko, Bandarík. 2565 1 0 0 'h X 'h 0 'h 0 2 'h
6. Ljubojevic, Júgósl. 2600 'h 'h 'h X 1 h h 'h 1 5 h
7. ívantsjúk, Sovétr. 2735 1 'h X h h h 1 h 1 5'/j
8. Andersson, Svíþjóð 2625 B X 'h h h h 0 'h h 3+B
9. Seirawan, Bandarík. 2615 h X h 1 h h h 'h 'h 4 'h
10. Nikolic, Júgóslavíu 2625 h h h X h 1 1 h h 5
11. Timman, Hollandi 2630 0 'h h 0 h X 'h 'h h 3
12. Ehlvest, Eistlandi 2605 . 'h h h h 'h 0 h X 1 4
13. Chandler, Englandi 2605 'h 1 'h 0 1 h 0 h X 4
14. Speelman, Englandi 2630 0 'h h h h h h h X 3Vi
15. Portisch, Ungverjal. 2570 'h 'h 'h 1 0 0 'h h X 2'h
16. Jóhann Hjartarson 2550 0 'h 0 'h h 'h 'h 0 X 2 h
Gallup-könnun:
67% telja Rík-
skip mikilvæg+
í SKOÐANAKÖNNUN sem Gallup
á íslandi gerði fyrir Skipaútgerð
ríkisins um strandflutninga hér-
lendis kemur fram að 67% að-
spurðra telja þjónustu Skipaút-
gerðarinnar mikilvæga fyrir
landsbyggðina. 53% eru andvígir
því að þjónusta Skipaútgerðarinn-
ar verði yfirtekin af einkaaðilum
og 50% telja mikilvægt að sam-
keppni ríki í þessum flutningum.
Af öðrum niðurstöðum kom í ljós
að 63% töldu að eitt af þrennu myndi
gerast ef annar aðili yfirtæki þjóff
ustuhlutverk Skipaútgei'ðarinnar,
farmgjöld hækka, þjónusta minnka
eða þörf yrði á ríkisstyrk. Þegar
spuit var um hvernig viðkomaandi
þætti þjónusta Skipaútgerðarinnar
sögðu 53% að hún væri góð.
Úrtak Gallup náði til 179 svarenda
á svæðinu frá Snæfellsnesi að Vest-
mannaeyjum en Suðurlandi að öðru
leyti sleppt enda lítið um hafnir þar.
Þetta gerði það að verkum að þeir
sem svöruðu þeim fimm spuringum
sem lagðar voru fyrir voru allmiklu
færri en þátttakendur í könnuninni.
Þetta eykur óvissuna í niðui'stöðum
að mati Gallup en hinsvegar voru
svörin við spurningunum svo afdrátt-
arlaus í ákveðnar áttir að þau gefar-
sterka vísbendingu um afstöðuna.
Fagotttón-
leikar í Nor-
ræna húsinu
BRJÁNN Ingason fagottleikari og
Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanóleikari halda tónleika í ski
Norræna hússins í kvöld kl. 20.30.
Á efnisskrá verða verk eftir Tele-
mann, Grovlez, Sommerfeldt, Elg-
ar og Saint-Saens.
Bijánn hóf fagottnám í Tón-
menntaskóla Reykjavíkur hjá Haf-
steini Guðmundssyni 1978. Hann
stundaði nám við Norges Musikkhög-
skole í Ósló hjá Torleiv Nendberg
árið 1984-88 og lauk þaðan
cand.mag. prófi. Framhaldsnám
stundaði hann á Sweelinck Conserv-
atorium í Amsterdam hjá John Mo-
ustard árið 1989-91.
Nýlega tók Bijánn við stöðu 2.
fagottleikara hjá Sinfóníuhljómsveit
íslands. Hann hefur áður starfað
tímabundið með Fílharmóníusveitífc.
inni í Ósló, Norsku kammersveitinni
og sem aukamaður við ýmsar fleiri
hljómsveitir í Noregi og Hollandi.
Leiðrétting
í frétt Morgunblaðsins um setn-
ingu Málþings um háskóla og há-
skólamenntun í Bandaríkjunum
sem birtist í gær, þriðjud. 2. októ-
ber, var rangt farið með nöfn
tveggja aðila sem þátt tóku í setn-
ingunni. Annars vegar föðurnafn
Sveinbjörns Björnssonar og Beverly
Torok-Storb. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á þessum mistökum. ^
KENNSLA
Lærið vélritun
Morgunnámskeið byrjar 7. okt.
Vélritunarskólinn, sími 28040.
Námskeið að hefjast
íhelstu skólagreinum:
Enska, íslenska, sænska, ísl. f.
útlendinga, stærðfræði, danska,
spænska, ítalska, eðlisfr., efnafr.
F I fullorðinsfraðslan
Laugavegi 163,
105 Reykjavík,
sími 91-11170.
FÉLAGSLÍF
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli 11
Aimenn samkoma kl. 20.30.
Ræðumaður: Séra Magnús
Björnsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
f&nhjólp
Samkoma verður í kapellunni í
Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30.
Umsjón Brynjólfur Ólason.
Kaffistofa Samhjálpar verður
opin frá kl. 10.00-17.00 alla virka
daga frá og með 1. október.
'111 * *’ Sámhjálþ.
HftunU fe+*
H ÚTIVIST
GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14404
Útivist um næstu helgi
4.-6. október:
Kerlingardalur- Mýrdalur
Gengið verður m.a. um Arnar-
stakksheiði og Vatnsársund.
Gist i húsum. Brottför frá B.S.Í.
kl. 20.00. Fararstjóri: Sigurður
Einarsson.
Ath.: Skrifstofa Útivistar er flutt
í Iðnaðarmannahúsið, Hallveig-
arstíg 1. Óbreytt símanúmer:
14606 og 23732.
Frá og með 1. sept. er skrifstof-
an opin frá kl. 12.00-18.00.
Sjáumst! Útiyist.
FERÐAFELAG
# ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Haustlitaferð í Þórsmörk
4.-6. október
Uppskeruhátíð-grillveisla
Það lætur helst enginn sig vanta
í þessa lokaferð haustsins í
Mörkina. Haustlitadýrðin er í
hámarki. Gönguferðir á daginn,
grillveisla, kvöldvaka og blysför
í Álfakirkjuna á laugardagskvöld-
ið. Gist í Skagfjörðsskála. Feröin
í fyrra þótti takast sérlega vel
og þessi verður örugglega ekki
siðri. Gott tækifæri til að hitta
feröafélagana úr ferðum sum-
arsins og fyrr. Pantið og takið
farmiða fyrir kl. 12:00 föstudag, *
Grillmáltíð innifalin í verði. Að
sjálfsögðu eru allir vplkomnir i
Ferðafélagsferðir, jafnt félagar
sem aðrir.
Aðrar helgarferðir 4.-6. okt.
1. Haustferð á Kjöl. Gist í skál-
um F.í. á Hveravöllum. Góðar
gönguferðir.
2. Landmannalaugar - Jökulgil.
Gist í sæluhúsi F.i. Laugum. Hið
litskrúðuga Jökulgil skoðað á
laugardeginum. Síðasta Land-
mannalaugaferðin í haust.
Upplýsingar og farmiðar á
skrifst. Öldugötu 3, simar:
19533 og 11798.
Fyrsta myndakvöld vetrarins
verður miðvikudaginn 9. okt.
Sýnt verður frá Hornstranda-
ferðum sumarsins (litskyggnur
og myndband).
Sunnudagsferðir 6. okt.
1. kl.,08 Þórsmörk í haustlitum.
2. Kl. 10.30 Botnsdalur -
Leggjabrjótur.
3. kl. 13.00 Haustlitir við Þing-
vallarvatn.
4. Kl. 13.00 Hellaskoðun: Gjá-
bakkahellir og Vörðuhellir.
Ferðafélag íslands.
Skipholti 50b, 2,h.
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Allir innilega velkomnir.
I.O.O.F. 11 = 17310038'A =
I.O.O.F.5 = 1731038Ú2 = Fl.