Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991 11 leg og ábúðarmikil fortjöld postmódernismans. Þetta kemur t.d. greinilega fram í stærstu al- þjóðlegu sýningu á arkitektúr, sem haldin hefur verið í heiminum og lýkur nú 8. október. Inntakið á hinu athyglisverðasta á arkitekt- úrtvíæringnum, sem staðið hefur í Feneyjum í sumar má segja að sé „eltingaleikur við fegurðina". Þetta er sótt í forsíðugrein menn- ingarblaðs Politiken í Kaupmanna- höfn frá 18. september, er bar yfirskriftina „Jagten paa skön- hed“. Þetta kemur auðvitað öllum framsæknum sjónlistamönnum við og ber að vekja athygli á því. Sé svo gengið út frá þessum nýju viðhorfum má segja, að hin ábúðarmiklu fortjöld postmódern- ismans séu það sem helst einkenn- ir myndverk Guðjóns Ketilssonar. Myndir hans eru stórar og formin táknræn, um leið og hann leggur mikið upp úr dulúðinni, sem er helsta einkenni hinnar þýðversku listar síðari ára með Anselm Kiefer í fararbroddi. En þeir eiga ekkert sameiginlegt í útfærslu mynda sinna nema yfirbragð óræðisins og dulhyggjunnar. Helsta ögrunin í myndum Guð- jóns eru hin stóru klunnalegu form, sem einhvern veginn eru svo gjör- sneydd yndisþokka og eru í sumum tilvikum jafnvel fráhrindandi, en næst kemst hann hinum nýju við- horfum í myndinni „Sumarnótt" — tilvitnun (10), sem er einnig best málaða mynd hans; einnig er hin sérkennilega mynd „Varðan" (7) verð allrar athygli fyrir sérkenni- lega uppbyggingu og stígandi. Skúlptúrar Guðjóns frammi á gangi, sem gerðir eru í tré sem hann lakkar og málar, eru allir athyglisverðir fyrir sinn innbyrgða form- og dulræna kraft, og ekki er hægt að gera upp á milli þeirra. Grétar Reynisson stendur mun nær Kiefer í útfærslu verka sinna og í þeim eru ýmis form, sem eru mjög einkennandi fyrir meistarann svo sem spírallinn, en hins vegár er glíman við alheiminn, hring- og sporöskjulaga form af eldri og al- þjóðlegri uppmna. Myndir Guðjóns eru mjög dökk- ar og efniskenndar og yfir þeim er viss dulúð, en einhvern veginn njóta sumar þeirra sin ekki nægi- lega vel á staðnum. Er það hyggja mín, að í réttu umhverfi myndu þær skila sér mun betur til skoðan- dans. Grétar er andstæða Guðjóns í vinnubrögðum að því leyti að hann er mun mýkri og fágaðri og leggur meira upp úr einfaldri form- rænni sviðsmynd. Athyglisverðasta verk Grétars á sýningunni þykir mér vera stóra myndin á endaveggnum „Án titils" (4), olía á járn, blásaumur, messing og flauel, en þar glímir hann við fleiri þætti forma og uppbyggingar en í öðrum verkum og fram koma fjölþættari átök við allt í senn; form, efni, áferð og línu. Þá er myndin nr. 6, blýantur og akrýl á krossvið, ákaflega vel byggð upp og markviss. Þetta er um margt athyglisverð sýning, þótt ekki geti hún talist beinlínis skemmtileg fyrir hinn al- menna skoðanda, en menn mættu minnast þess að fegurðin er sem fyrr um margt afstætt hugtak. MJÚK Bókmenntir Ingí Bogi Bogason Anna S. Björnsdóttir: Blíða myrkur. (60 bls.) Höf. gefur út, 1991. Hér er um að ræða þriðju ljóðabók Önnu. Áður hafa komið út eftir hana- Örugglega ég (1988) og Strendur (1990). Bókin skiptist í fjóra hluta sem eru nokkurn veginn jafn langir: „Ver- uleiki", „Milli steina“, „í blænum“ og „Vindur í hári“. Það er örðugt að benda á eitt- hvert tiltekið meginyrkisefni í þess- ari bók. Sum ljóð eru fyndin (Sam- skipti), önnur meinhæðin (Til veiði- manns). Fleiri eru ljóðin sem lýsa vonum og vonbrigðum, þrá og óþreyju, (Hryggð og Bið). Uggurinn um óvæntar og óvelkomnar umbreyt- ingar er yfirleitt nærri án þess þó að vera í heildina eins sár og stund- um í fyrri bókum höfundarins: Hugð í miðju ævintýrisins eru allir óhultir. Aðeins þegar að lokum þess dregur setur ugg að mannabörnum. Dauðinn, í margbreytilegri mynd sinni, er ofinn í og um mörg ljóðin. Anna S. Björnsdóttir Þarna er lýst manneskjum sem deyja hvort frá öðru, deyja sjálfum sér eða eru lifandi dauð (Gát, Örlög, Veg- ferð, Samúð). Stíll höfundarins er frekar átaka- lítill og talmálslegur. Styrkur hans felst kannski í því að tiifinningar eru settar ofar listrænni yfirlegu. Mikið er af mjúkum orðum, blíðum orðum. Þetta sést vel á myndmálinu. Þar er töluvert um flug, fugla, svif og fleira í þeim dúr. Sem dæmi um mýktina má tilfæra Rökkurljóð: Augun þín rökkurfíðrildi sem fljúga gegn um huga minn lygnan fanginn af fiðrildavængjum tveim. Aup mín varpa vængjuðum skuggum á heiminn. Vatnslitamyndir Mússu eru lífleg- ar og undirstrika mýktina. Vafamál er samt hvort skærlituð bókarkápan hljómi nógu einarðlega við bókarhei- ■ Á TVEIMUR VINUM er fram- undan mikil rokkhelgi. Fimmtu- dagskvöld skemmtir Síðan skein sól en þeir eru að fara í 3-4 mán- aða frí og því síðustu forvöð að sjá þá í bili. Föstudagskvöld skemmta GCD með Bubba Morthens og Rúnar Júlíusson í fararbroddi. Það er sama með þá og Sólina að þeir eru að leggja skóna á hilluna og eru þetta einir af síðustu tónleikun- um með þeim. Laugardagskvöld leikur svo Loðin rotta eftir tvær vikur í æfíngabúðum og koma fram með nýtt prógramm. ■ STJÓRNARFUNDUR í Starfsmannafélagi ríkisstofnana 1. október 1991 ályktar eftirfar- andi: „SFR mótmælir vinnubrögð- um stjórnvalda varðandi breytingar á Skipaútgerð ríkisins. Þau ein- kennast af tilskipunum og er engin tilraun gerð til þess að leita eftir upplýsingum hjá starfsfólki. Þegar um grundvallarbreytingar á starf- semi er að ræða er það lágmarks- krafa að um þær sé rætt við starfs- fólk og samtök þess. Breytingar þær á rekstri Skipaútgerðar ríkisins sem samgönguráðherra hefur boðið virðast ekki styðjast við efnisleg rök heldur vera takmark í sjálfu sér. SFR varar við því að skerða þá þjónustu við landsbyggðina sem Skipaútgerð ríkisins hefur veitt." Fyrsta skóflustunga tekin að 2. áfanga Setbergsskóla. starfa við skólann 40 kennarar og annað starfsfólk. Arkitekt skólans er Björn Halls- son, lóðina teiknaði Þráinn Hauks- son og verktaki við þær jarðvegs- framkvæmdir sem nú eru að hefj- ast er Loftorka. (Fréttatilkynning) Við afliending’u steingerds bols. Fremst eru fulltrúar gefenda, f.v. Stefán Jóhannsson, Kristbjörg S. Olsen og Gunnlaugur M. Olsen, en að baki er Sveinn Jakobsson, forstöðumaður Nátturufræðistofnunar. ÚTI ER ALLTAF AÐ SNJÓA A ÞAÐ ER DRAUMUR AÐ VERA MEÐ DATA A ALLT HÓTEL ÍSLAND OG STEINAR HF. KYNNA NÝJA STÓRSÝNINGU Á HÓTEL ÍSLANDI: > F0^/í) Doníel ÁgústHaroldsson BerglindJjörkJónosdóltif Sigrún'Evo Ármonnsdóttir ISLENSMRTONAR Í30ÁR1950-1980 Tugir laga frá gullöld íslenskrar dœgurtónlistar fluttur af nokkrum bestu dœgurlagasöngvurum landsins ásamt Dœgurlagacombói Jóns Olafssonar. Sérstakir gestasöngvarar í október: Þuriöur SigurÖardóttir, Ólafur Þórarinsson (Labbi í Mánum) Guðbergur A uðunsson Stjórnandi: Björn Emilsson • Handrit: Ómar Valdimarsson • Kóreógrafía: Ástrós Gunnarsdóttir • Hljóðmeistari: Ivar Ragnarsson • Ljósameistari: Kristján Magnússon • Sviðsstjóri:Ágiíst AgústssonG Búningar: Halla Haróar- dótlir • Kynnir: Útvarpsmaöurinn vinsali, Sigurður Pélur Harðarson, stjórnandi þáttarins „Landið og miðin“ FÖSTUDACS KVÖLD OG LAUGARDAGS KVÖLD Húsið opnað kl. 19.00 Borðhald hefst kl. 20.00 Sýning hefst kl. 22.00 "S=.:K3=fr m 2 c 2 BORÐAPANTANIRISIMA 687111 FLUGLEIDIR VERTU SÆT VIÐ MIG A STRAX í DAG A DISKÓ FRISKÓ A GÖNGUM YFIR BRÚNA ro S F c 30 > 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.