Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 37
þögull en áhugasamur hlustandi. Kynni okkar hjóna við Birnu og Ásgeir hófust fyrir meira en 20 árum. Þau kynni þróuðust í vináttu sem aldrei hefur fallið skuggi á síð- an. Ótaldar eru þær ánægjustundir sem við höfum átt á heimilum hvors annars, bæði meðan börnin voru ung og ekki síðut' eftir að þau uxu úr grasi. Þá er ekki síður að minn- ast íjölda ferða innanlands þar sem gist var við hinar margvíslegustu aðstæður, allt frá tjöldum, verbúð- um, veiðiskálum að sumarhúsum og hótelum. Að lokum viljumn við nefna fjölda ánægjulegra golf- og sólarferða til Spánar og Flórída. Fyrir allar þessar ógleymanlegu stundir viljum við þakka. Þær eru það sem vega hvað þyngst í sjóði minninga okkar. Eftirlifandi eigin- manni, Ásgeiri Nikulássyni, börnum þeirra, Hrund og Ásgeiri, aldraðri móður og systkinum vottum við samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við kæra vinkonu. Megi friður Guðs og blessun fylgja henni á nýjum leiðum. Inga og Viðar í dag verður til foldar færð merk- is- og sómakonan Birna Torfadótt- ir, sem barist hefur í hartnær 3 ár hetjulegri og æðrulausri baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabbmein, sem því miður fellir svo marga langt um aldur fram. Árið 1971, hinn 31. desember, giftist bróðir minn Ásgeir, Birnu, og eignast þar frábæra eiginkonu, háttvísa og hógværa, sem öllum vildi gott gjöra sem henni kynnt- ust. Sérstakar þakkir eru færðar fyrir daglegt samband hennar við móður okkar systkina og allt sem hún fyrir hana gjörði til hennar hinstu stundar. Eftir nám Birnu í Samvinnuskó- lanum 1958 til 1960 hóf hún störf 1961 í Samvinnusparisjóðnum, síð- an í Samvinnubankanum til ársins 1972 og endar starfsferil sinn sem aðalféhirðir. Allt hennar líf í leik sem starfi bar merki heiðarleika, festu og yfirvegunar. Heimilið var hennar kastali, þar naut hún sín best með hjartkærum samhentum eiginmanni, börnum, tengdasyni og barnabarni, sem hún kallaði gull- molann sinn. Birna var barnfæddur Reykvík- ingur, dóttir hjónanna Jónu Bjargar Björnsdóttur húsmóður og Torfa Þorsteinssonar, vélstjóra og verk- stjóra í vélsmiðjunni Héðni. Hann lést 1975, 59 ára gamall. Börn þeirra hjóna voru, auk Birnu, Auður deildarstjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands, sem hefur reynst systur sinni frábærlega vel í hennar erfiðu veik- indum ásamt aldraðri móður. Óli Björn, vélfræðingur hjá Goðá hf., indæll drengskaparmaður og star- far sem slíkur. Við vottum öllum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúð. Guð blessi ykkur öll. Steingímur Nikulásson og fjölskylda. -------*-*-»------ Leiðréttingar í inngangi minningargreina um Guðmund Vilbergsson í blaðinu í gær misritaðist fæðingardagur hans. Hann var fæddur 3. desem- ber árið 1924. I kveðjuorðum um Svein Pálsson í þriðjudagsblaði varð misritun í ljóði Tómasar Guðmundssonar. 3. lína fyrra erindis á að hljóða svo: Oft bar hann þrá til þín í huga sín- um ... Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. V ________/ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991 Unnur A. Jóns- dóttir - Minning, Fædd 1. ágúst 1917 Dáin 8. september 1991 Þá eik í stormi hiynur háa, hamra því beltin skýra frá en þá fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má en angan horfin innir fjrst, að urtabyggðin h’vers hefur misst. (Bjarni Thorarensen.) Mig langar að minnast Unnar með örfáum orðum. Mér finnst svo stutt síðan við hittumst, og var hún þá furðu hress, þrátt fyrir mikil veikindi, en bjartsýn var hún og vongóð. Unnur fæddist 1. ágúst 1917, dóttir hjónanna Sólveigar Stefaníu Benjamínsdóttur og Jóns Guð- mundssonar sem bjugggu á Seija- nesi við Ingólfsfjörð. Voru þau sjö systkinin, og er hún sú fyrsta af þeim sem kveður þennan heim. Unnur giftist Jóni Guðmundssyni og bjuggu þau á Stóru-Ávík í Strandasýslu. Eignuðust þau 11 börn. Mann sinn missti Unnur 25. janúar 1974 og einn sona sinna missti hún í nóvember sama ár, og var hann um tvítugt er hann lést. Hefur þetta verið erfiður tími fyrir Unni, en börnin og tengdabörnin studdu hana og styrktu. Eftir lát manns hennar var Unn- ur samvistum með Guðmundi syni sínum og tengdadóttur í Stóru- Ávík, þar til þau fluttu til Akra- ness, þar sem Unnur bjó út af fyr- ir sig, og hugsaði hún um sig sjálf til dauðadags. Unnur var systir tengdamóður minnar og kynntist ég henni vel, þar sem hún hélt góðu sambandi við systur sína og hennar fólk. Fór hún í fej;ð til Spánar, með tendaforeldrum mínum og Jenný systur sinni í apríl sl. Eftir heim- komuna fór hún í læknisrannsókn, og kom þá í ljós meinið, sem varð henni að aldurtila. Unnur var glaðvær kona, og fáa þekki ég, sem hlógu eins smitandi hlátri og hún. Hun var mikil hann- yrðakona og eru pijónuðu dúkarnir hennar hreinasta listaverk. Einnig var hún mjög músíkölsk og hafði góða söngrödd. Minningarathöfn var haldin á Akranesi, áður en hún var flutt í sveit sína í hinsta sinn. Hún var jarðsett í Árnesi, þar sem hún hvíl- ir við hlið manns síns og sonar. Mig langar til að þakka Unni fyrir allt, það var mannbætandi að kynnast slíkri konu. Ástvinum hennar öllum, sendum við Halldór og börnin okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Unnar. Helga Björnsdóttir t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför sonar míns, föður og bróður, GRÉTARS AXELSSONAR. Karen Guðjónsdóttir, Jón Arnar Grétarsson, systkini og fjölskyldur þeirra. t Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN AÐALBJÖRNSSON, Vorsabæ 7, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 4. október kl. 15.00. Þorbjörg Grímsdóttir, Fanney Stefánsdóttir, Sigurður Ingi Sigmarsson, Laufey Ninna Stefánsdóttir, Magnús Ólafsson, Eygló Stefánsdóttir, Gunnar Erlendsson, Aðalbjörn Stefánsson, Sigurbjörg Kristinsdóttir, Anna Björg Stefánsdóttir, Halldór Hákonarson, Guðmundur Helgi Stefánsson, Guðni Falur Stefánsson, Signý Björk Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS TÓMASSON, Tryggvagötu 7, Selfossi, andaðist á Ljósheimum, Selfossi, 27. september. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 5. október kl. 11.00. Tómas Magnússon. Sigríður Pálsdóttir, Matthías Magnússon, Jóna Lárusdóttir, Jenný Magnúsdóttir, Ragnar Hermannsson, Þórhallur Magnússon, Hafdís Guðbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HELGU SÆMUNDSDÓTTUR, Miðbraut 26, Seltjarnarnesi. Karl Þórðarson, Guðný Kristjánsdóttir, Páll Kristjánsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Gunnar Kristjánsson, Anna Katrín Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Alfreð Þorsteinsson, Martína Sigursteinsdóttir, Edeltrud Mantel, Sigríður Karlsdóttir, t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR RUNÓLFSDÓTTUR, Droplaugarstöðum. Starfsfólki Droplaugarstaða þökkum við sérstaka alúð og um- hyggju. Kjartan Hjartarson, Ásdís Finnsdóttir, Geir Hjartarson, Sirrý Jóhannsdóttir, Ingólfur Þórir Hjartarson, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Kristín G. Hjartardóttir, Jónas Bjarnason, barnabörn og barnabarnabarn. kæls- 06 rmtsmsmpm [*GEPl ÍSKALT HAUSTTILBOÐ Gerð: RF I8I/80 - Verð kr. 4I.900,- stgr. !! ATLAS ( ÍSSKÁPAR Rúmmá lítrar Hæð cm Tilboðs | verð MR 284 með innbyggðu frystihólfi 280/27 145 36.900 MR 243 með innbyggðu frystihólfi 240/27 122 31.900 VR /56 með innbyggðu frystihólfi 150/15 85 26.900 KÆLISKÁPAR RR29I án frystihólfs 280 145 34.900 RR 247 án frystihólfs 240 122 29.900 RR 154 án frystihólfs 150 85 24.900 KÆU- / FRYSTISKÁPAR RF 289 tvískiþtur, frystir að ofan 280/45 145 39.900 RF 181180 tviskiptur, frystir að neðan 280/80 145 41.900 FRYSTISKÁPAR f*€533l VF-223 fimm hillur 220 145 44.900 VF 123 fjórar hillur 'i: 120 85 32.900 J Nýkomin sending af Atlas kælitækjum á einstöku verði! RÖNNING SUNDABORG 15 ^91 -685868

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.