Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991 21 Kvikmyndahátíð Listahátíðar: Atta myiidir með íslenskum texta H SAMTÖK heilbrigðisstétta hafa sent eftirfarandi áskorun til skólayfirvalda: „Ofbeldi meðal barna og ungliiiga verður sífellt stærra áhyggjuefni í nútíma þjóðfélagi. Einnig eru slys og dauðsföll af þeirra völdum allt of tíð í þessum aldurshóp- um. Augu manna beinast nú í aukn- um mæli að því, hvernig koma megi í veg fyrir þetta og draga úr heilsu- tjóni. I vetur var haldin ráðstefna á vegum Samtaka heilbrigðisstétta er nefndist: Æska án ofbeldis - leiðir til lausnar. Þar fjölluðu sérfræðingar m.a. á sviði uppeldis- og mennta- mála um tíðni og orsakir ofbeldis hjá æsku landsins. Að fengnum niður- stöðum þessarar ráðstefnu og mál- þings, vilja Samtök heilbrigðisstétta beina þeim eindregnu tilmælum til forsvarsmanna framhaldsskóla að þeir beiti áhrifum sínum á fram- kvæmd hinna svokölluðu busavígs- lna. Það þykir sýnt að leikur og fögn- uður ungmenna hafa á stundum snú- ist upp í andhverfu sína og leikur orðið að slysagildrum og fögnuður að ótta. Samtökum heilbrigðisstétta er umhugað um að busavígslur séu gleðilegar athafnir án hættu og von- ast til að góð samvinna fáist um það við nemendur sjálfa.“ Lausnin er: Enzymol Nýtt í Evrópu EUBO-HAIR á Islandi ■ Engin hárígræðsla ' í gerfiná JkJp HEngin lyfjameðferð ■Einungis tímabundin notkun Eigid hár með hjálp lífefha-orku p“RíSÍm?i2i Rvik ® 91 - 676331 e.kl.16.00 OPNUNARMYNDIN á Kvikmyndahátíð Listahátíðar, sem hefst í Regn- boganum nk. laugardag, verður norska myndin Til hins óþekkta eða „Til en ukjent“ eftir einn af gestum hátíðarinnar, Unni Ostraume. Aðrir gestir hátíðarinnar verða þýski leikstjórinn Margaret von Trotta og vestur-íslenski kvikmyndagerðar- maðurinn Sturla Gunnarsson. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem kvikmyndahátíðarnefnd efndi til í gær þar sem kynnt var efni hátíðar- innar. Fram kom að alls verða sýndar 28 myndir á hátíðinni sem stendur frá 5. til 15. okt. Flestar eru þetta nýjar eða nýlegar myndir, þrjár frá þessu ári og 17 frá í fyrra. Sú ný- breytni verður á þessari hátíð að átta myndir verða með íslenskum texta og er textasetningin unnin í samvinnu við Regnbogann. Myndirn- ar koma víðsvegar að úr heiminum eða frá alls 13 löndum. Unni Straume er fædd árið 1955 en Til hins óþekkta er hennar fyrsta mynd. Margaret von Trotta er fædd og uppalin í Berlín og er einn af fremstu kvikmyndagerðarmönnum Þjóðveija. Mynd hennar á hátíðinni er Heimkoman („Die Ruckkehr") frá síðasta ári. Sturla Gunnarsson er fæddur á Islandi en fluttist til Kanada sex ára gamall og er búsett- ur í Toronto. Hann hefur unnið við heimildarmyndir en verk hans á há- tíðinni, Friðhelgin („Diplomatic Im- munity), er fyrsta leikna mynd hans í fullri lengd. Meðal annarra mynda sem sýndar verða á hátíðinni eru Taxablús og Satan frá Rússlandi, Stingur dauð- ans frá Japan, Lögmál lostans frá Spáni, Henry: Nærmynd af fjölda- morðingja frá Bandaríkjunum, Svartur snjór frá Kína, Erkiengillinn frá Kanada, Launráð frá Bretlandi, Of falleg fyrir þig frá Frakklandi, Stúlkan með eldspýturnar frá Finn- landi og Vegur vonar eða Vonarferð- in frá Sviss o.fl. Skipuleg skjalastjórnun Meðferð upplýsinga í ýmsu formi. Lítill tími fer í leit, ef hvert skjal er á sínum stað. Jóhanna Kristin Skjalamagn hjá fyrirtækjum og stofnunum eykst stöðugt. Samtímis eru gerðar auknar kröfur til starfsmanna um skjótan aðgang að upplýsingum. Víða er ástand þessara mála slæmt hjá fyrirtækjum og stofnunum hér á landi, þar sem markviss stjórn á skjölum og upplýsingum er ekkl fyrir hendi. Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir einstökum þáttum skjala- og upplýsingastjórnar, hvernig þeirtengjast innbyrðis og mynda sameiginlega heildarskipulag skjalamála fyrirtækis eða stofnunar. Þátttakendur öðlast þekkingu á grundvallaratriðum í skjalastjórn hjá stofnunum og fyrirtækjum og læra hagnýt vinnubrögð við stjórn og meðferð skjala og annarra gagna. Tími: 15. og 16. október kl. 13 til 17. Leiðbeinendur: Kristfn Ólafsdóttir, bókasafnsfræðingur og ráðgjafi. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, bókasafnsfræðingur ográðgjafi. Stjórnunarféiag íslands Ánanaustum 15 Sfmi 621066 Útvarpsráð: Þingflokkur mun tilnefna nýja fulltrúa ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokks mun á næstunni tilnefna fulltrúa í útvarpsráð í stað Ingu Jónu Þórðardóttur og Magnúsar Erlendssonar aðalfulltrúa og Frið- riks Friðrikssonar varamanns. Að sögn Geirs H. Haarde, for- manns þingflokksins, þarf að leggja fyrir Alþingi tillögu um nýja fulltrúa í útvarpsráð, og eru þeir síðan kosn- ir af þinginu. Nú situr einn aðalmað- ur fyrir flokkinn í útvarpsráði það er Davið Stefánsson og tveir vara- menn þau Sr. Hjálmar Jónsson og Halldóra Rafnar. -----» ♦ 4---- Póstur og sími: Unnið að stofn- un fjarskipta- eftirlitsdeildar POSTUR og sími undirbýr stofnun deildar er sjá mun um fjarskipta- eftirlit sem áður fór fram í radíó- eftirliti og símaprófunum. Auglýst hefur verið eftir húsnæði fyrir deildina og staða yfirmanns verð- ur auglýst á næstunni. Þorgeir Þorgeirsson, framkvæmd- astjóri umsýslusviðs, sagði að stofn- un sérstakrar deildar um fjarskipta- eftirlit væri í samræmi við reglugerð um starfrækslu Pósts og síma frá því í maímánuði. Þar væri kveðið á um hlutverk deildarinnar sem væri að annast reglugerðir um fjarskipti, tegundaprófanir og viðurkenningar á notendabúnaði og öðrum fjar- skiptabúnaði. Sagði Þorgeir að þessi starfsemi hefði áður farið fram í radíóeftirliti og símaprófunum. Þor- geir sagðist vonast til að fjarskipta- eftirlitið gæti tekið til starfa innan nokkurra mánaða. I stjórn hinnar nýju deildar eru fulltrúar Pósts og síma, Samgöngu- málaráðuneytisins og tveir utanað- komandi aðilar. Fulltrúar Pósts og síma eru Ólafur Tómasson, Póst og símamálastjóri, og Gústaf Amar, yfirverkfræðingur. Það verður leikur einn ef þú ekur LANCER MEÐ SÍTENGT ALDRIF 4x4 Meiri veghæð: Felgur 14" - Hjólbarðar 175/70 Meiri orka: 1800 cm3 hreyfill með fjölinnsprautun Þriggja ára ábyrgð - Verð kr. 1.286.400 e HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500 HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN X MITSUBISHI MOIDRS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.