Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1991
43
VELVAKAMDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . .
Vísa með Rannveigu og
krumma
Amma hringdi og sagðist hafa
séð endursýningu á Rannveigu og
krumma í sjónvarpinu á dögunum.
Þá sungu þau lag sem hana lang-
ar ósköp mikið til þess að fá text-
ann við. Hana minnir að hann
hafi ijallað um tvær litlar stúlkur
sem voru í pössun hjá afa og
ömmu og afinn fór með þær í
bíltúr og þau gerðu fleira skemmt-
ilegt. Amma heldur að textinn sé
eftir Hinrik Bjarnason en hana
langar svo til að vita hvernig hann
er svo hún geti kennt barnabörn-
unum sínum hann.
Svartur hattur tekinn á balli
Þórunn glataði svörtum hatti á
háskólaballi 19. september á Hót-
el íslandi. Hun segir að sést hafi
til tveggja stelpna með hattinn
síðar á ballinu og þá hafi þær
verið að rífast um það hvor þeirra
ætti að eiga hann. Þórunn biður
þá sem tók hattinn að skila honum
allra vinsamlegast til sín í Lerki-
hlíð 7., 105 Reykjavík.
Hjóli stolið
Blágrænleitt DBS karlmanns-
hjól var tekið aðfararnótt 27. sept-
ember (föstudag) frá Meistara-
völlum 21. Þetta var því sem
næst nýtt þriggja gíra hjól. Upp-
lýsingar má gefa í síma 28817
eða 23992. Fundarlaunum heitið.
Svart leðurveski
Sunnudaginn 29. september
tapaðist svait lítið leðurveski. Það
er nýlegt með stuttri ól og í því
var talsveit af snyitivörum en lít-
ið af peningum. Til greina kemur
að veskið hafi tapast á tveimur
stöðum. Annars vegar hjá Þjóð-
leikhúsinu en hins vegar á bíla-
stæðinu við Hamraborg 20 í
Kópavogi. Við upplýsingum tekur
Eygló í síma 651024.
Gullhringur fannst
Gullhringur fannst á Sporða-
grunni 25. september. Upplýsing-
ar í síma 36037.
Guð launar
fyrir hrafninn
Hvað er orðið af hrafnastofninum?
Þessum íslandsfugli sem sést nú
vart og margir sakna? Er það svo
að landsmenn hafí strádrepið tegund
sem nam hér land á undan þeim?
Leggur einhver blessun sína yfir
útrýmingu á hröfnum? Hvað segir
Dýraverndunarfélagið um fækkun
hrafna?
Vonandi segja fleiri sit.t álit á
þessu máli. Þ.J.
Hitalagriir
í „Velvakanda“ í Morgunblaðinu
26. september sl. er fyrirspurn varð-
andi hitalagnir í gangstéttum og
skal hér upplýst um gang mála
hvað þetta snertir. Borgaryfirvöld
hafa í vaxandi mæli stuðlað að
upphitun yfirborðs gatnanna til
hálkueyðingar. Þá hafa húseigend-
ur einnig í vaxandi mæli nýtt sér
frárennsli frá hitakerfum húsa
sinna til að hita upp innkeyrslur
og aðkomu að húsum sínum með
því að veita vatninu um hitaslaufur
sem lagðar eru um lóðina áður en
því er veitt út í viðtaka. Þegar ver-
ið er að endurnýja gangstéttir, t.d.
í gamla bænum, er húseigendum
því bent á þessa hagræðingu að
nýta fráveitu hitakerfa húsanna
þannig í stað þess að hún fari ónýtt
beint út í holræskakerfið.
Réttur framgangsmáti er að við-
komandi húseigandi láti hanna slík
...„•luareyx scm við orðið „ofbcMi’.
Eru hitalagnirnar sam-
þykktar af borginni?
Iv-K»r tg hryrði við U1 i Bjrlfd- ðe*l*ng»".)
unni morguninn 19. reptcfnber við Já. og veit »lalUljóri af þerevi
‘Ililrúa FramsðknarflokkMm I aukalncjum „verktakana'i
•TtaUjAni, um erMa (jirtajfa 3
• cg brrytlar framkva'lmU-
• IliUvrilu KeykjavtVur, .........- ■
' minum apurninp
m
kerfi og sendi inn uppdrátt til borg-
aryfirvalda og fái þannig fuam hvað
stórt yfirborð viðkomandi húseign
getur haldið hálkufríu. Það er fijálst
val hvort húseigendur vilja vera
með í þessari hálkueyðingu en æski-
legast er að sem flestir stuðli að
þessu öryggi fyrir hinn gangandi
vegfaranda.
Ingi U. Magnússon
gatnamálaslj óri
Þau hafa vakið umtal
Þau hafa vakið deilur
Þau hafa verið fordæmd
Þau hafa verið aðhlátursefni
En hvað sem því líður
er það staðreynd
ÞAU VIRKA!
MONDIAL armbandið
Y fir tvær milljónir Evrópubúa, þar á meðal
þúsundir íslendinga, nota nú Mondial daglega
og eykst fjöldi nolenda stöðugt.
Virkni MONDIAL armbandsins felst í pólunum, seni eru hlaönir 6
millivolta spennu og talið er aö hafi áhrif á plús- og mínusorku líkam-
ans í átt til jafnvægis og eykur þannig vellíðan.
Hollensk gæði og frábært verð.
Mondial armbandið fæst í 5 stærðum:
XS - 13-14 cm ummál
S - 14-16 cm ummál
M - 17-18 crn ummál
L - 19-20 cm ummál
XL - 21-22 cm ummál
VERÐIÐ ER HAGSTÆTT:
Silfur.......2.990,-.
Silfur/gull . 2.990,-
Gull...........3.990,-
Ummæli nokkurra ánægðra notcnda MONDIAL armbandsins:
• „Ég hef ekki sofið eins vel í mörg ár síðan ég eignaðist MONDIAL
armbandið."
• „Ég er búin að eiga MONDIAL armbandið í viku og hef ckki feng-
iö mígrenkast sían ég setti það upp.“
• „Eftir að ég eigaðist MÓNDIAL armbandið er ég í betra andlegu
jafvægi en ég hef fundið fyrir lengi."
• „Ég er svo miklu betri af astmanum, eftir að hafa gengið með
MONDIAL armbandið i nokkra mánuði, að ég hef getað sleppt
meðulunum."
• „Ég tók allt í einu eftir því, eftir nokkurra vikna notkun á MON-
DIAL armbandinu, að sviðinn í axlarvöðvunum
var horfinn."
Póstkröfuþjónusta
Greiðslukortaþjónusta
Pantanasímar: (91)623336
og 626265
beuRJair
Laugavegi 66
101 Rvík.Símar 623336, 626265
VIÐ VEITUM PERSONULEGA ÞJÓNUSTU OG RÁÐGJÖF
Ljóð og óljóð
Ágæti Velvakandi!
Nokkrir lesenda blaðsins hafa
lagt orð í belg varðandi skrif Guð-
mundar Guðmundssonar fram-
kvæmdastjóra, „Ljóð og óljóð“.
Ég er honum þakklát fyrir að
hefja máls á þeim reginmun sem
er á ljóðagerð nútímans og gömlu
ljóðskáldanna, sem þjóðin elskaði.
Oft heyri ég fólk tala um, að ekki
sé hægt að læra þessi órímuðu ljóð,
enda er það staðreynd að það gera
fáir. En það er eins og lesendur séu
hræddir við að setja fram skoðanir
sínar, hvað þetta varðar, af ótta
við að verða taldir fávísir. Margrét
Jónsdóttir skrifaði einnig í Velvak-
anda 27. sept. og viidi gera „bragar-
bót“ á þekkingu þjóðarinnar á okk-
ar bestu skáldum. Auðvitað eigum
við mörg góð ljóðskáld í nútíman-
um, hvort sem þau yrkja rímað eða
órímað, en mörg eru „óljóðin" sem
birtast á prenti, svo ruglingsleg að
innihaldi, að maður verður að beita
sjálfan sig hörðu til að lesa þau til
enda.
Þegar ég las stöku Svavars Sig-
urðssonar (sem birtist í Velvakanda
27. sept.), sem sennilega átti að
vera eins konar svar til Guðmundar
Guðmundssonar, datt mér í hug
gömul saga sem ég heyrði í æsku:
Hópur manna var að vinna við
byggingu skólahúss. Tveir þeirra
eru nafngreindir hér, Sigurður og
Halldór. Er kom að því að sperrur
voru reistar, kom til kasta þess
manns, sem ekki var lofthræddur,
og var það Ilalldór. Gekk hann eft-
ir sperrunum eins og línudansari,
og renndi sér á kaðli frá mæni og
niður á gólf.
Sigurður vildi bera lof á Halldór
með þessari stöku:
Títt á teiginn renndi sér
tarfur austan af landi.
í tuttugu þúsund feta hæð
renndi hann sínu bandi.
Halldór svaraði, og lýsti vangetu
Sigurðar sem ólæknandi sjúkdómi.
Siggi fær víst legu langa,
leitt er það um góðan dreng.
Við hann oft í hópum hanga
hortittar á nafiastreng.
Kærar þakkir til Velvakanda fyrr
og síðar.
María K. Einarsdóttir
Seljum af lager flestar gerðir
af þessum þekktu þýsku
gírmótorum og rafmótorum.
Hagstætt verð!
Sérpantanir afgreiddar
með stuttum fyrirvara.
Sala og þjónusta á sama stað.
^(snjtLPíRDCKíl
midstá-fa
HÖFOABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMAR 91-670000 og 91-685656
FRYSTIKISTUR
VERÐHRUN
152 lítra
191 lítra
230 lítra
295 Iftra
342 lítra
399 lítra
489 lítra
587 lítra
kr. 31.950,-
kr. 32.390,-
kr. 36.995,-
Kr. 37.760,-
kr. 40.995,-
kr. 41.485,-
kr. 47.995,-
kr. 62.995,-
HEIMILISKAU P H F
• HEIMÍÚSTÆKJÁÐEILO FÍtKAHS .
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 814670
Innrabyrði úr
hömruðu áli
Lok með ljósi,
læsingu, jafn-
vægisgormum
og plastklætt
Djúpfrystihólf
Viðvörunarljós
Kælistilling
Körfur
Botninn er
auðvitað frysti
flötur ásamt
veggjum