Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1991 EFNI Boeing- 747-400 vél Lufthansa á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Keflavíkurflug-völlur: Morgunblaðið/Jón Svavarsson Farþegarnir reyndu að láta fara vel um sig í Leifsstöð. Þota frá Lufthansa lenti vegna gruns um eld í farangur srými FLUGVÉL af gerðinni Boeing 747-400 frá þýska flugfélaginu Lufthansa þurfti að nauðlenda á Keflavíkurvelli í gærmorgun vegna gruns um að eldur væri laus í farangursrými vélarinnar. Viðvörunarljós í stjórnklefa gáfu merki um eld í farangursrými en síðar kom í ljós að enginn eldur var Iaus í vélinni. Vélin var á leið frá Torontó í Kanada til Frankfurt í Þýskalandi og um borð voru 275 farþegar auk 15 manna áhafnar. Með vél- inni voru einnig um 30 nautgrip- ir, 15 hross og talsvert af hænsn- um. Það var klukkan 4.25 sem til- kynnt var um að eldur væri laus í farangursrými vélarinnar og að hún yrði að lenda í Keflavík. Allt tiltækt slökkvilið vallarins var í viðbragðsstöðu þegar vélin lenti 16 mínútur yfir fimm og einnig var neyðaráætlun Almannavarna sett í gang og lætur nærri að um 1.000 manns hafi verið í við- bragðsstöðu. Rannsókn stendur yfir en líkleg skýring er talin vera að frá naut- gripunum í framlestinni hafi kom- ið iofttegundir sem komu eld- skynjurunum af stað. Önnur vél kom frá Frankfurt til að sækja farþegana og flytja þá til síns heima en á meðan var farið með þá í skoðunarferð um Reykjanes. Farþegar voru ekki ánægðir með þá töf sem varð á ferð þeirra vegna þessa. Þeir sögðust hafa heyrt hávaða í nautgripunum og töldu það stafa af því að áhöfnin hafi sett sjálfvirkan slökkvibúnað í farangursrýminu í gang og við það hafi dýrin fælst. Sitwent Diol frá Indlandi sagði að flugstjórinn hefði tilkynnt að vélin yrði að lenda vegna minniháttar bilunar og þá hafi farþegar heyrt skruðn- inga og læti úr lest vélarinnar. „Það er slæmt að farþegar skuli þurfa að lenda í vandræðum sem þessum vegna dýra sem flutt eru með sömu vél. Vélin var fullhlaðin og flugfélagið virðist bara vera að hugsa um að græða sem mest á þessu flugi. Það er ekki verið að hugsa um farþegana, og þetta er örugglega í síðasta sinn sem ég ferðast með Lufthansa,” sagði hann. Veiðitímabil að hefjast: Talið að ijúpnastofninn sé í algjöru lágmarki í ár Rjúpnaveiðitímabilið hefst nk. þriðjudag, 15. október, og stend- ur til 22. desember. Undanfarin ár hefur lítið verið um rjúpu víð- ast hvar á landinu og talið er að í ár sé stofninn í algeru lág- marki. Að sögn Ævars Petersens, fuglafræðings hjá Náttúrufræði- stofnun íslands, má búast við að stofninn fari stækkandi á næsta ári. „Sveiflumar í ijúpnastofninum eru nokkuð reglulegar og ekkert séríslenskt fyrirbrigði heldur vel þekkt á öllu norðurhveli jarðar bæði hjá ijúpum, fuglum sem em skyldir þeim svo og snæuglum og litlum nagdýrum,” sagði Ævar Petersen í samtali við Morgunblað- ið. Sveiflurnar virðast ekki vera tengdar varpinu heldur breytist stofnstærð fuglsins á haustmánuð- um en að sögn Ævars hafa fugla- fræðingar ekki tekið undir þær hugmyndir að sveifiurnar tengist ijúpnaveiðinni. „Það hefur verið sýnt fram á það mjög skýrt að veiðin hefur ekki áhrif á sveiflur í stofnstærðinni. í kringum árið 1950 voru uppi hugmyndir um að Patreksfj ör ður: Ahaldahús- in gerónýt ÁHALDAHÚS Patrekshrepps brunnu til kaldra kola á föstu- dagskvöldið, en eldur kom upp í húsunum um kl. 22. Slökkvistarfi var lokið um kl. eitt aðfaranótt laugardagsins og þá stóð grindin ein eftir, _ allt annað var brunnið. í húsinu voru geymd öll áhöld sveitarfélagsins en vélar voru geymdar annars staðar. Upptök eldsins eru ókunn en málið er í rann- sókn.________________ friða ijúpnastofninn með sérstök- um lögum þar sem hann var þá í mikilli lægð. Það var ekki gert og fimm árum síðar var mjög mikil veiði,” sagði Ævar. „Hitt er svo annað mál að það getur fækkað eða fjölgað í ijúpnastofninum sé litið á landið í heild þó að þessar sveifiur verði áfram. Þessu má ekki rugla saman.” Ævar segir að niðurstöður bendi til að á sumum stöðum á landinu hafi ijúpum fjölgað en fækkað ann- ars staðar. „Ég tel að í tengslum við þetta beri okkur að líta á land- nýtingarmálin á viðkomandi svæð- um. Rjúpur eru grasbítar og því ekkert skrýtið þótt breytingar verði á tjúpnastofninum ef gróðurbreyt- ingar verða. Sé það rétt, eins og margir telja, að það sé miklu minna af ijúpu nú heldur en áður fyrr, þá vaknar sú spurning hvort upp- blástur og óhófleg landnýting séu ekki skýringin,” sagði Ævar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi hefur enn ekkert borið á því að ijúpnaskyttur séu byijaðar að veiða í leyfisleysi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar varðstjóra er meiri hætta á að slíkt gerist þegar veiðitímabil hefst í fyrri hluta viku eins og nú er. „Við slíkar kringumstæður verður meiri freisting fyrir ijúpnaskyttur en ella að halda til veiða helgina áður en veiðitímabil hefst,” sagði Theódór. Heiðar Jónsson, varðstjóri á Sel- fossi, sagði í samtali við Morgun- blaðið að lögreglan þar hefði enn ekki orðið vör við ijúpnaskyttur . . Jlina yegar.hefuiiþað.færsL í vöxt. á síðustu árum að bændur og aðrir landeigendur kvarti yfir miklum átroðningi ijúpnaskyttna eftir að veiðar eru hafnar. Oft kemur fyrir að stórir flokkar veiðimanna vaða yfir lönd bænda án þess að spyija kóng né prest og er slíkt mjög hvimleitt. Ásóknin í ijúpnastofninn hefur aukist mjög á síðustu árum og tæknin í þessu hefur aukist að sama skapi. Nú hika sumir veiði- menn ekki við að nota fjórhjól og Ari Kristins Gunnarsson. Nafn manns- ins sem lést ÍSLENDINGURINN, sem talinn er af í Himalajafjöllum í Nepal, hét Ari Kristins Gunnarsson, til heimilis að Hjallalundi 13 á Akur- eyri. " Ari var þijátíu ára gamall, sjó- maður að atvinnu. Hann var jafn- framt fær fjallgöngumaður, og hafði meðal annars klifið Mont Blanc og ýmsa tinda í Alpafjöllum. Hann læt- . uc eftir-sig-ivo-unga-sypi.-- snjósleða við veiðarnar ásamt þjálf- uðum hundum. Mér finnst slíkar aðferðir villimannslegar og þegar svo er komið í þessum veiðum er harla litið eftir af sportmennsk- unni,” sagði Heiðar að lokum. Dómsmálaráðherra: Athugað með nýtt hús fyr- ir Hæstarétt ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra skipaði á fimmtudag nefnd til að gera tillögur um fram- tíðarlausn í húsnæðismálum Hæst- aréttar íslands. Hún skal huga að því hvort safnahúsið við Hverfis- götu, í heild eða að hluta, geti hentað Hæstarétti en aðrir kostir skulu einnig athugaðir, þ.á.m. bygKing nýs húss. Ráðherra greindi frá þessu í ávarpi á dómaraþingi á fimmtudag og sagði þá jafnframt að dómhús Hæstaréttar við Lindargötu gæti alls ekki talist viðunandi fyrir æðsta dómstól þjóð- arinnar, „svo ekki sé tekið dýpra í árinni,” sagði ráðherra. Auk Guðrúnar Erlendsdóttur, for- seta Hæstaréttar, sitja í nefnd þeirri sem dómsmálaráðherra skipaði, ráðuneytisstjórarnir Þorsteinn Geirs- son, dómsmálaráðuneyti, Knútur Hallsson, menntamálaráðuneyti, Magnús Pétursson, fjármálaráðu- neyti og Björn Friðfinnsson, viðskipt- aráðuneyti og Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins, tilnefndur af forsætisráðuneyti. Þess er vænst að -nefndin ljúki- störfum fyrir árslok: Reynt að koma bönd- um á húsbréfin ►Um 33 milljarðar hafa farið út á markaðinn á þremur árum og varlega áætlað fara um 1,5 millj- arðar af húsbréfalánum í aðra neyslu en íbúðarkaup í ár /10 IMú tala þeir um Tóm- asson ►Helgi Tómasson brá sér hingað heim á Frón eftir glæsta för með San Francisco-ballett sinn til New York í sl. viku, þar sem hann heill- aði gagnrýnendur háborgar lists- dansins upp úr skónum. Hér segir Helgi frá því hveiju þetta breytir fyrir hann og dansflokkinn/12 Við verðum að nauð- hemla ►Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands- ins, segir raunveruleikann nógu sótsvartan — VSÍ þurfí ekki að mála skrattann á vegginn /14 Kasparov er lýðskr- umari ►Svo mælir keppinautur hans Anatólíj Karpov, hagfræðingur, þingmaður og frímerkjasafnari en fyrst og fremst skáksnillingur sem sýnir engin elliglöp á því sviði /16 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-28 Þörf fyrir meira versl- unarrými í miðbænum ►MiðbærHafnarfjarðar hf. undir- býr byggingu verslunarmiðstöðvar /14 Vettvangur næturlífs- ins ►Slegist í för með húshóp ung- mennahreyfíngar Rauða krossins um miðbæinn þegarunglingamir ráða þarríkjum/1 Af fjölunum í fiskinn ►Leikarinn og kvikmyndaleik- stjórinn Zeljko Vukmiricaer þekktur maður í tilraunaleikhúsi heimalands sín, Júgóslavíu, og víð- ar í Evrópu. Hann er nú landflótta og vinnur í físki á Flateyri /6 Forfaðir fundinn ►Einn merkasti fornleifafundur síðari ára er bronsaldarmaðurinn sem hvílt hafði um 4000 ára skeið í Ölpunum og vísindamenn telja að veitt geti ómetanlega innsýn í líf forfeðra okkar /12 Komdu, Georg við er- um að fara ►Nú eru liðin fimm ár frá leið- togafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík. Hér er frásögn banda- rísks blaðamanns af Höfðafundin- um, byggð á ítarlegum rannsókn- um og hundruðum viðtala við þá sem þar komu við sögu /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 32 Dagbók 8 Mannlífsstr. 8c Hugvekja 9 Fjölmiðlar 18c Leiðari 18 Kvikmyndir 20c Helgispjall 18 Dægurtónlist 21c Reykjavíkurbréf 18 Minningar 24c Myndasógur 20 Bíó/dans 26c Brids 20 A fomum vegi 28c Stjörnuspá 20 Velvakandi 28c Skák 20 Samsafnið 30c Fólk í fréttum ' 30 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.