Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1991 ERLENT IIMNLENT * Islendingar heimsmeist- arar í brids íslendingar urðu heimsmeistar- ar í Brids á föstudag eftir að hafa lagt Pólverja að velli, 415-376 í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Yokohama í Japan. Björn Ey- steinsson, fyrirliði íslensku sveit- arinnar tók við verðlaunum fyrir hönd íslenska liðsins. íslendingar eru sjötta þjóðin til að vinna heimsmeistaratitilinn í fjörutíu ára sögu keppninnar. Forseti íslands í Washington Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fór í vikunni til Washington þar sem hann tók þátt í hátíðahöldum í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar og komu víkingaskipa til Bandaríkjanna eftir siglingu yfir Atlantshafíð. Samgönguráðuneytið kemur til móts við óskir SAS Samgönguráðuneytið hefur heimilað SAS-flugfélaginu að bjóða ljögurra nátta og fímm daga fargjald til Norðurlanda á sama verði og Flugleiðir bjóða þriggja nátta og fjögurra daga helgar- ferðir. Heimildin er veitt með því skilyrði að samkomulag náist milli flugfélaganna um að farþegar Flugleiða sitji við sama borð og farþegar SAS hvað varðar fram- haldsflug til níu borga innan Norðurlandanna. Félagsmálaráðherra Iækkar upphæð lána Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að Iækka hámarksfjár- hæð fasteignaveðbréfs sem skipta má fyrir húsbréf úr 9,7 milljónum króna í 5 millj. vegna notaðra íbúða og 6 millj. vegna nýrra. Þá verða lán vegna meiriháttar viðbygginga, endurbóta og endurnýjunar á notuðu húsnæði heimiluð. Bankar lækka vexti f vikunni lækkuðu sparisjóðirnir Landsbanki og Búnaðarbanki vexti til viðbótar því sem þeir gerðu um síðustu mánaðamót. Alls hafa vextir í þessum bönkum því lækkað um 2-3% á þessu tímabili. íslandsbanki lækkaði hins vegar ekki vexti. Loðnuleit ber árangur Loðna fannst vestur og norðvestur af landinu á fímmtudag og talið er að einhver hluti hennar sé veiðanlegur. Loðnan hefur aðallega fundist á þremur svæðum, norðvestur af Dohrnbanka, norður af Homi og í álnum milli íslands og Grænlands. íslenskur fjallgöngumaður talinn af í Himalaja íslenskur fjallgöngumaður, þrítugur að aldri, er talinn hafa hrapað til bana í Himalajafjöllum í Nepal á miðvikudag er hann var á niðurleið af fjallinu Pumo Ri. ERLENT Samið um brottflutn- ing hersins frá Króatíu Forsetar Serbíu og Króatíu, Slobodan Milosevic og Franjo Tudjman, sömdu um það ásamt fulltrúum júgóslavnesku sam- bandsstjómarinnar á sáttafundi Evrópubandalagsins (EB) í Haag á föstudag. að júgóslavneski her- inn yrði dreginn til baka frá Króatíu innan mánaðar. Einnig hétu þeir að fínna pólitíska lausn á deilum Serba og Króata og á grundvelli þeirra mun EB taka ákvörðun um viðurkenbningu þeirra lýðvelda júgóslavneska ríkjasambandsins sem öðlast vilja sjálfstæði. Talsmaður stjórnar- hersins neitaði því á föstudag að fulltrúar hersins hefðu undirritað samkomulag um brottflutning frá Króatíu en af hálfu EB var sagt í gær að litið væri á munn- legt samkomulag við herinn í þessu efni sem bindandi. Sam- hliða því sem samkomulag náðist afléttu króatískir þjóðvarðliðar umsátri um herstöðvar sam- bandshersins í Króatíu og sam- bandsflotinn aflétti hafnbanni á lýðveldið. Attunda friðarförin . James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hélt í gær í áttundu friðarför sína til Mið- austurlanda. Tilgangurinn er að freista þess að ryðja úr vegi síð- ustu hindrununum fyrir friðar- ráðstefnu, sem ráðgert er að halda síðar í mánuðinum. Spenna hefur vaxið í sambúð ísraela og Araba í vikunni og bandarísk stjómvöld sögðu í vikunni að skemmdarverkamenn í röðum beggja reyndu sitt besta til þess að spilla fyrir friðarráðstefnu. Borís Jeltsín Svíarbreyta sjúkratryggingum Stjóm borgaralegu flokkanna í Svíþjóð boðaði breytingar á sjúkr- atryggingakerfínu á þriðjudag. Anne Wibble fjármáiaráðherra sagði að til greina kæmi að fella niður bætur fyrstu tvo daga sem menn væru fjraverandi vegna veikinda. Hún sagði að útgjalda- lækkanir, sem fyrri stjórn stóð fyrir, hefðu gefíð góða raun; heilsufar fólks hefði snarbatnað. Valdabarátta í Rússlandi Rússneska stjórnkerfíð er hálflamað vegna valdabaráttu meðal þeirra sem standa næst Borís Jeltsín forseta, að því er Alexander Rutskoj vara- forseti sagði í vikunni. Hafa tveir híopar tekist á um völd, annars vegar gamlir samstarfsmenn Jeltsíns frá Sverdlovsk og hins vegar ráðherr- ar í ríkisstjórninni og háttsettir embættismenn. Jeltsín var sagður' vilja að valdabaráttan fengi að hafa sinn framgang, en hann kom í fyrradag til Moskvu úr tveggja vikna leyfí við Svartahaf og er búist við að hann taki fljótlega af skarið. Bildt vill að Norðurlönd sæki sameiginlega um EB-aðild Sænski forsætis- ráðherrann, Carl Bildt, sagði í Helsinki i Finn- landi á miðviku- dag, að hann væri þeirrar skoðunar að Norðurlöndin ættu að sækja um aðild að Evr- ópubandalaginu Carl Bildt (EB) sem ein heild þar sem það yrði til ð aefla samvinnu þeirra í milli. Utanríkisráðherra Finnlands: Ekki tímabært að endurheimta landsvæði frá Sovétríkjunum Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbladsins. PAAVO Vayrynen, utanríkisráðherra Finnlands, segir ólíklegt að Finnar og Sovétmenn ræði breytingar á landamærum rikjanna þeg- ar sendinefndir þeirra hittast í Moskvu á mánudag. Þá hefja háttsett- ir embættismenn beggja ríkja viðræður um nýjan milliríkjasamning sem á að koma í stað umdeilds vináttu- og samstarfssamnings frá árinu 1948. Utanríksráðherrar Finna og Sov- étmanna hittust í New York fyrir nokkrum vikum og var þá tekin ákvörðun um að endurskoða samn- inginn sem fyrst. Að sögn Váyrynens hyggjast Finnar ekki krefjast landsvæða sem þeir töpuðu í síðari heimsstyijöld- inni. Hins vegar segist hann ekki útiloka að þjóðirnar geti náð sam- komulagi um þessi landsvæði ein- hvem tíma í framtíðinni. í kjölfar þeirra atburða sem urðu til þess að Eystrasaltsríkin þijú fengu sjálfstæði að nýju hefur mikil umræða átt sér stað í Finnlandi um hvort Finnar eigi að endurheimta landsvæðin. Flóttamenn frá herte- knu svæðunum og afkomendur þeirra segja að Finnar eigi að leigja eða kaupa til dæmis borgina Viborg (Viipuri) og Kiijálasvæðið af Sovét- mönnum. Helsingin Sanomat, eitt stærsta dagblað landsins, segir að Kiijálasvæðið kunni að kosta Finna 3.000 mörk (42.000) á mann á ári næstu tiu árin. Reuter Hundruð þúsunda Tékka og Slóvaka hafa skrifað undir áskorun þess efnis að efnt verði til þjóðar- atkvæðagreiðslu um framtíð Tékkóslóvakíu. Myndin var tekin á Vaclav-torgi í Prag er undirskrift- um var safnað þar nýlega. Heldur sambandsrík- ið Tékkóslóvakía velli? VACLAV Havel, forseti Tékkóslóvakíu, hefur í annað sinn frá lýðræðisbyltingunni 1989 séð sig knúinn til að nýta sér rétt sinn til að ávarpa þing landsins og vekja athygli á hættunni á því að sambandsríkið líði undir lok. Það er ekki að ástæðu- lausu. Slóvakískir stjórnmálamenn hafa lagt æ meiri áherslu á að lokamarkmið þeirra sé að stofna sjálfstætt ríki. Þótt stjórn- málaflokkarnir í Slóvakíu taki mismunandi afstöðu til þess hvenær lýsa eigi yfir sjálfstæði eru þeir sammála um að stefna beri að því. Stjórnmálamenn í tékkneska lýðveldinu hafa mestar áhyggjur af óljósum yfirlýsingum þeirra leið- toga Slóvakíu, sem vilja vera áfram í sambandsríkinu þótt þeim sé um leið tíðrætt um fullveldi, sem ber vott um ósam- kvæmni, henti- stefnu eðajafn- vel meðvitaðan ásetning. Þeir tala í raun frek- ar fyrir munn sjálfs sín en kjósenda sinna því samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vilja aðeins 15% Slóvaka sjálfstætt ríki, aúk þess sem enginn stjórn- málaflokkur boðaði aðskilnað í kosningabaráttunni. Það flækir málið frekar að stjórn og þing Slóvakíu gagnrýndu harð- lega formálsorð að drögum vináttu- samnings við Þýskaland, en þar segir að Þjóðveijar viðurkenni að sambandsríkið Tékkóslóvakía hafi aldrei verið lagt niður frá 1918. Stjómvöld í Slóvakíu vilja að þetta verði fellt niður og vísa til slóv- akíska ríkisins 1939-45, sem stofn- að var fyrir tilstilli Hitlers. Þetta virðist ögrun þegar litið er til þéss að stjórnvöld í Slóvakíu á þessum tíma voru bandamenn Hitlers og sendu 60.000 gyðinga í útrýmingarbúðir. Havel lagði í ræðu sinni höfuð- áherslu á að efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu þar sem Tékkar og Slóvakar fengju BAKSVIÐ Jaroslav Novak tækifæri til að tjá sig um hvort þeir vildu vera áfram í ríkja- sambandi eða slíta því og stofna tvö sjálfstæð ríki. Sam- kvæmt stjórnarskránni er þetta eina leiðin til að leggja sambands- ríkið niður en stjómmálamenn í Slóvakíu sýndu henni ekki mikinn áhuga, enda skiljanlegt af framan- sögðu. Jafnvel Jan Carnogursky, forsætisráðherra Slóvakíu, hafnaði þessari leið og sagði að „valkostirn- ir hefðu ekki allir verið fullreyndir enn”. Þeir óttast í raun allir að þjóðaratkvæðagreiðsla geri endan- lega út um vonir þeirra um að verða leiðtogar sjálMæðs ríkis. Því er líklegt að þeir feyni að stefna þjóð- aratkvæðagreiðslunni í hættu og það kann að reynast auðvelt. Nú þegar hafa risið deilur um hvernig orða eigi spurninguna. Og jafnvel þótt fólkið kjósi að vera áfram í sambandsríkinu virðist ekki útilok- að að stjórnmálamennimir gangi úr skaftinu, leggi fram nýjar kröfur og hindri að sambandsstjórnin geti leyst brýn úrlausnarefni. Það er ólán að tíma skuli vera sóað í gagnslaust stjórnmálapex á meðan mikið liggur við að menn einbeiti sér að því að ná árangri í efnahagsmálum. Vilja njóta góðs af Tékkuni fyrst um sinn Leiðtogar Slóvakíu gera sér full- komlega grein fyrir að líkja mætti tafarlausum aðskilnaði við sjálfs- morð. Slóvakar byggja afkomu sína einkum á hergagnaiðnaðinum, sem er í lamasessi og Ijóst er að það tekur mörg ár að bæta þar úr. Erfiðlega hefur gengið að blása nýju lífí í efnahag lýðveldisins vegna getuleysis yfírmanna og verksmiðjustjóra, sem skipaðir vom á valdatíma kommúnista. At- vinnuleysi er þar mun meira en í tékknesku héruðunum Bæheimi og Mæri. Leiðtogarnir vilja því að sam- bandsríkið hjálpi þeim að bæta efnahaginn í Slóvakíu og þegar það hefur tekist verður aðskilnaður framkvæmanlegur - ekki fyrr. Þetta kann að skýra afstöðu Car- nogurskys, sem vill „frjálsa Slóv- akíu í Evrópu” fyrir aldamót. Tékk- ar líta hins vegar svo á að vilji Slóvakar segja skilið við ríkjasam- bandið eigi þeir að gera það sem fyrst. Höfundnr er bliiðamaOur í Prn/r.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.