Morgunblaðið - 13.10.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 13.10.1991, Síða 27
A. MORGUNBLAÐIÐ ATVIISINA/RAÐ/SMÁ sunnudagúr 13. OKTÓBER 1991 27 AUGLYSINGAR RALA Fóðurfræðingar, búfræðikandidat- ar, dýralæknar og líffræðingar, takið eftir! > Rannsóknastofnun landbúnaðarins auglýsir eftir sérfæðingi á Tilraunástöðina á Möðru- völlum í Hörgárdal. Aðalviðfangsefni verða fóðurtilraunir með nautgripi. Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsmenritun í fóður- fræði eða skyldum greinum. Skriflegar um- sóknir skulu berast Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík eigi síðar en 15. nóvember. Nánari upplýsingar gefa Þóroddur Sveins- son, tilraunastjóri, Tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum í síma 96-24477 og Þorsteinn Tómasson, forstjóri, í síma 91-812230. Hótel ísland veitingasalir Óskum að ráða hresst og ábyggilegt starfs- fólk í eftirtalin störf: 1. Framreiðslumenn og framreiðslunema. 2. Aðstoðarfólk í sal og á bari. 3. Starfskraft í uppvask. 4. Starfskraft í þvottahús. 5. Næturvörð. Upplýsingar á staðnum í dag sunnudag frá kl. 15-18. Arnól hf., HOF ijLl Afgreiðslustörf HAGKAUP óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf í sérvöruverslun fyrirtækisins í Kringlúnni: Afgreiðsla á kassa. Heilsdagsstörf. Afgreiðsla ídömudeild. Hlutastarf eftirhádegi. Afgreiðsla í barnadeild. Hlutastarf eftir hádegi. Afgreiðsla í skódeild. Hlutastarf eftir hádegi. Nánari upplýsingar um störfin veitir verslun- arstjóri á staðnum (ekki í síma). HA6KAUP KENNSLA Hjónanámskeið í Skálholti á vegum Fjölskylduþjónustu kirkjunnar Fyrirhugað er að halda hjónanámskeið í Skál- holti dagana 1.-3. nóvember nk. Námskeiðið er einkum hugsað fyrir ung hjón og er markmiðið að efla og styrkja samband hjónanna með fræðslu, samtali og samveru með öðrum hjónum. Aðeins 9 hjón komast að. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins verður sr. Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu stofnunarinnar kl. 9.00-12.00. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 623600. FIS K VINNSLU SKOLINN Saltfiskmatsnámskeið Fiskvinnsluskólinn mun halda saltfiskmats- námskeið dagana 18.-23. nóvember í húsa- kynnum skólans á Hvaleyrarbraut 13, Hafn- arfirði. Þátttakendur skulu vera eldri en 22 ára og hafa starfað við saltfiskvinnslu í a.m.k. 3 ár á síðastliðnum 5 árum. Fiskvinnsluvélanámskeið Fiskvinnsluskólinn og Baaderþjónustan gangast fyrir eftirfarandi námskeiðum: Flökunarvélanámskeið: B-189, B-51, B-161 og B-424 (frystitogarar), 1. 4.-8. nóvember 2. 18.-22. nóvember 3. 25.-29. nóvember Flökunarvélanámskeið: B-189, B-51 o.fl. (frystihús) 1. 11.-15. nóvember Flatningsvélanámskeið: B-440 o.fl. (saltfisk- verkunarstöðvar) 1. 3.-5. desember Námskeiðin verða haldin í húsakynnum Fisk- vinnsluskólans á Hvaleyrarbraut 13, Hafnar- firði. Þátttakendur skulu hafa starfsreynslu við Baadervélar. Þátttaka tilkynnist í síma fyrir 1. nóvember nk. Skólastjóri. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Aðalfundur landsamtaka heimavinnandi fólks verður haldin í Gerðubergi laugardaginn 26. október nk. kl. 17. að lokinni ráðstefnu sam- takanna. Fundarefni: venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál, ~~ Stjórnin TILKYNNINGAR Hafnarborg - vinnustofa Vinnustofan í Hafnarborg, menningar- og listastofnUN Hafnarfjarðar, er laus til afnota fyrir listamenn frá 1. nóvember 1991 til loka apríl 1992. Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu Hafn- arborgar fyrir 20. október nk. Stjórn Hafnarborgar. Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms f Noregi og Svíþjóð 1. Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum, sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til framhalds- náms við háskóla í Noregi skólaárið 1992-93. Ekki er vitað fyrirfram, hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Umsóknir skal senda til: Norg- es allmennvitenskapelige forskningsrád, Sandakerveien 99, N-0483 Oslo 4, fyrir 1. mars n.k., og lætur sú stofnun í té umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar. 2. Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1992-93. Styrkir þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir til náms, sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð. Sérstök at- hygli er vakin á því að umsækjendur þurfa að hafa tryggt sér námsvist við sænska stofnun áður en þeir senda inn umsókn. Styrkfjárhæðin er 6.440 s.kr. á mánuði námsárið, þ.e. í 9 mánuði. Til greina kem- ur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. Umsóknir um styrkina skulu sendar til Svenska Institutet, Enhetenför utbildn- ings- och forskningsutbyte, box 7434, S-10391 Stockholm, og lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknareyðublöð fram til 1. desember n.k. Menntamálaráðuneytið, 11. október 1991. Auglýsing frá fjárlaganefnd Alþingis: Viðtalstímar nefndarinnar Fjárlaganefnd Alþingis veitir nú eins og undan- farin ár viðtöku erindum frá stofnunum, félög- um, samtökum og einstakiingum er varða fjár- lög ársins 1991. Fjárlaganefnd gefur þeim aðilum, sem vilja fylgja erindum sínum eftir með viðræðum við nefndina kost á að eiga fundi með nefndinni á tímabilinu 6. til og með 21. nóvember nk. Þeir sem óska eftir að ganga á fund nefndar- innar skulu hafa samband í síma 91-624099 eigi síðar en föstudaginn 1. nóvember nk. Því miður gefst ekki tími til þess að sinna viðtalsbeiðnum, sem fram kunna að koma síðar en að veita viðtöl utan þess tíma, sem að framan greinir. Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms í Noregi og Þýskalandi 1. Norsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til há- skólanáms í Noregi námsárið 1992-93. Styrktímabilið er níu mánuðir frá 1. sept- ember 1992. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nem- ur um 5.300 n.kr. á mánuði. Umsækjend- ur skulu vera ungri en 35 ára og hafa stundað háskólanám í a.m.k. 2 ár. 2. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur til- kynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir væru fram eftirtaldir styrkir handa íslend- ingum til náms og rannsóknastarfa í Þýskalandi á námsárinu 1992-93: a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækj- endur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. b) Nokkrir styrkir til að sækja þýskun- ámskeið sumarið 1992. Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa um allt að sex mánaða skeið. Nánari upplýsingar um styrkina, svo og umsóknareyðublöð, fást í menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknum skal skilað í ráðuneytið fyrir 15. nóvember nk. um þýsku styrkina, en 1. des- ember nk. um norska styrkinn. Menntamálaráðuneytið, 11. október 1991. r* -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.