Morgunblaðið - 13.10.1991, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
íiTta
SUNNUDAGUR 13. OKTOBER 1991
OPERAN
Wathnesystur gáfu
sérhannaðar slæður í
fjáröflunarskyni
Islenska óperan er komin á stjá á
nýjan leik og Töfraflauta Mozarts
er fyrsta verkefni þessa vetrar. Á
frumsýningu Töfraflautunnar vöktu
athygli sérhannaðar silkislæður sem
þær systur, Þórunn, Bergljót og Soff-
ía Wathne höfðu gefið íslensku óper-
unni í fjáröflunarskyni. Slæðurnar
sem seldar voru á sýningum Töfra-
flautunnar munu nú vera uppseldar
og nemur andvirði þeirra ásamt öðr-
um nýlegum styrkjum þeirra Wat-
hnesystra til íslensku óperunnar um
1200 þúsund krónum. Ámi Tómas
Ragnarsson læknir og stjórnarmaður
Styrktarfélags íslensku óperunnar
sagði í samtali við Morgunblaðið í
vikunni að sér væri efst í huga þakk-
læti fyrir rausn þeirra Wathnesystra
í garð Operunnar. Morgunblaðið
ræddi aðstoð Wathnesystra og fjár-
mál óperunnar almennt við Áma
Tómas og hann var fyrst spurður
hvernig stuðningur Wathnesystra
væri tilkominn.
Árni sagði að Soffía Wathne, móðir
þeirra systra væri tíður gestur í ís-
lensku óperunni og væri að sögn
hvergi hrifnari á Óperusýningum
heldur en einmitt hér heima þótt hún
sækti slíkar sýningar út um ailan
heim. Og er systumar voru staddar
hér á Iandi á síðasta vetri í afmæli-
sveislu sem þær héldu móður sinni,
hafi þær frétt af vanda Óperunnar.
Þær ákváðu strax að senda Óperunni
. nfj'Vf i
. v • ‘irtéy&sxíttíWiiivi'i&í&íi
10 þúsund dollara ávísun og gátu
þess um leið að von væri á meiru.
„Nú hefur það gengið eftir, slæðurn-
ar komu í haust og að auki hafa þær
ákveðið að halda fjáröflunnarveislu
fyrir Óperuna síðar í vetur. Þéss má
geta, að þær systur hönnuðu slæð-
urnar sjálfar, en á munstri þeirra eru
myndir úr lífi og starfi Mozarts. Nú
munu fleiri Mozartslæður vera á leið-
inni og hægt að panta þær hjá Óper-
Sýnishorn af Moz-
artslæðunum sem
Wathnesystur hafa
gefið ÍÓ í fjáröfl-
unarskini.
Næturdrottning-
in í Töfraflautu
Mozarts, hin tyrk-
neska Yelda Kod-
alli.
H
/ &
fS/4. '
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
ittiiiiiiiiiiiiiiaiiiijiiaiittiii
Yi
LLIBRAÐARTILBRIGÐI
J ÓNATANS í OkTÓBER
Frá sunnudegi til fimmtudags verður
veitingahúsið Jónatan Livingston Mávur
með villibráðarkvöld þar sem hægt er
að velja á milli 2-3 eða 4 rétta máltíða á góðu verði.
DANS
Dans á rósum?
Þau Víðir Stefánsson og FJóla
Rún Þorleifsdóttir eru á för-
um utan til þátttöku í þremur
heimsmeistarakeppnum áhuga-
manna í dansi. Framundan eru
strangir dagar hjá þeim, því að-
eins tvö bestu pör hverrar þjóðar
mega keppa á mótum þessum.
Nú um helgina verða þau Víðir
og Fjóla í árósum í Danmörku þar
sem fram fer heimsmeistara-
keppni 16 til 18 ára unglinga í
latneskum dönsum. í nóvember
fara þau síðan til Hollands og
taka þátt í heimsmeistarakeppni
í tíu dönsum áhugamanna. Þriðja
keppnin er einnig í Hollandi en
það er heimsmeistaramót í „stand-
ard” dönsum áhugamanna.
Þetta er strangt prógramm, en
kennarar Fjólu og Víðis segja þau
vera í góðri æfingu og til alls lík-
leg.
i
1V1 \ r s k i) ii. i.
■ Forréttir ■
Heitt gæsasalat með sveppum og graskersfræjum
Reyksoðinn lundi með rauðvínsrifsberjasósu
Tært villibráðarkjötseyði með eggjahlaupi
Hreindýratartar með kapers, rauðrófum og lauk
■ Aðalréttir ■
Grilluð hreindýrasteik með rauðvínssoðinni peru og tittuberjasósu
Ofnsteikt gæsabringa með gráðostasalati og bláberjasósu
Hreindýra- og gæsatvenna með villijurtasósu
og timian krydduðum kartöflum
Hreindýraborgari með hash-brown kartöflum
Waldorfsalati og armaníak steiktum sveppum
■ Eftirréttir ■
Bláberjabaka með vanilluís og rjóma
Rifsberjaostaterta með ávaxtamósaík
2 RÉTTA MÁLTÍÐ KR. 2.300,- 3 RÉTTA MÁLTÍÐ KR. 2.600,- 4 RÉTTA MÁLTÍÐ KR. 2.900,-
TRVCGVAGÖTU 4-6, SÍM115520, TELEFAX 622440.
m * •
a
a
i i j a t a i i t