Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991
Flugleiðir og SAS:
Reykingabanni á norræn-
um flugleiðum vel tekið
FLUGLEIÐIR og SAS hafa tekið upp reykingabann á flugleiðinni
milli íslands og Norðurlanda frá og með 15. nóvember. Samkvæmt
upplýsingum félaganna var banninu vel tekið þessa fyrstu daga
og nánast enginn óánægja meðal farþega. Flug milli íslands og
Norðurlanda tekur um og innan við þrjár klukkustundir.
Að sögn Hólmfríðar Árnadótt-
ur, forstöðumanns þjónustudeildar
Flugleiða, voru viðbrögð farþega
jákvæð. Nokkrir farþegar frá
Bandaríkjunum sem komu um
borð í Keflavík vissu ekki af bann-
inu en tóku því vel þegar þeir
voru beðnir um að láta það vera
að reykja um borð. „Það er bann-
að að reykja á öllum flugleiðum
innan Bandaríkjanna, sem eru
skemmr en sex tímar og á öllum
leiðum innan Norðurlanda eru
reykingar bannaðar. Við vorum
búin að dreifa upplýsingum til
þeirra farþega, sem voru að fara
til Norðurlanda og kynna þeim
hvað til stæði,” sagði Hólmfríður.
Á undanfömum árum hefur
mjög dregið úr reykingum farþega
og fór þeim sætaröðum stöðugt
fækkandi, sem ætlaðar voru reyk-
ingamönnum hjá báðum flugfélög-
unum. „Þeim hefur fækkað veru-
lega sem reykja um borð í flugvél-
um og jafnvel reykingafólk kærði
sig ekki um að reykja um borð í
flugvélum bæði sjálfra sín vegna
og annarra farþega. Það var því
búið að vinna þetta meira en hálfa
leið fyrir okkur,” sagði Hólmfríð-
úr.
„Frá og með föstudegi var
bannað að reykja um borð í flug-
vélum SAS á flugleiðinni til Kaup-
mannahafnar,” sagði Bryndís Þór-
arinsdóttir, deildarstjóri ferða-
skrifstofudeildar SAS. Engar at-
hugasemdir komu frá fraþegum í
fyrstu ferðunum tveimur en einn
kvartaði í þeirri þriðju. „Bannið
er kynnt um borð og farþegum
sagt að um nýja tilraun sé að
ræða að fella niður reykingar á
þessari flugleið,” sagði Bryndis,
en SAS leyfir ekki reykingar á
öðrum leiðum félagsins innan
Norðurlanda. „Það hefur verulega
dregið úr reykingum á flugleiðum
félagsins og var ekki nema lítill
hluti farþegarýmis ætlaður fyrir
reykingamenn. Þetta voru nokkrar
sætaraðir aftast í vélinni og oftast
reykti enginn á fyrsta farrými.”
VEÐURHORFUR íDAG, 20. NÓVEMBER
YFIRLIT: Fyrir sunnan land er 1.030 mb hæðarhryggur sem hreyf-
ist suðaustur, en víðáttumikil 983 mb lægð milli Nýfundnalands
og Suður-Grænlands hreyfist norðaustur.
SPÁ: Suðvestan 4-6 vindstig og slydduél á Vestur- og Suðurlandi
en suðaustan 5-7 vindstig og rigning á Norður- og Austurlandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðlæg átt, víða allhvasst og rigning
um sunnanvert landið en heldur hægari og þurrt nyrðra. Hiti 1 -7 stig.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnan og suðvestan átt, víða stinnings-
kaldi eða allhvasst og slydduél sunnanlands og vestan, en hægari
og þurrt á Norður- og Norðausturlandi. Kóinandi veður.
Svarsfmi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 2 hálfskýjað
Reykjavik-8-1 skýjað
Bergen 1 léttskýjað
Helsinki 0 frostrigning
Kaupmannahöfn 3 rigning á s. klst.
Narssarssuaq 8 rigning
Nuuk skýjað
Ósló 0 léttskýjað
Stokkhólmur 1 alskýjað
Þórshöfn 5 haglélás. klst.
Algarve 18 háifskýjað
Amsterdam 5 þokumóða
Barcelona 16 skýjað
Berlín 5 þokumóða
Chicago vantar
Feneyjar 9 rigning
Frankfurt 10 rigning
Glasgow 7 léttskýjað
Hamborg S skýjað
London 7 rigning
Los Angeles 11 heiðskirt
Lúxemborg skýjað
Madrfd 12 skýjað
Malaga 18 skýjað
Mallorca 18 skýjað
Montreal S alskýjað
NewYork 8 léttskýjað
Orlando 20 alskýjað
París 5 rignlng
Madeira 19 skúrás.klst.
Róm 17 rigníng
Vín 2 þokumóða
Washington vantar
Winnipeg 1 léttskýjað
Flugskýlið I Vatnagörðum var ein af stærstu byggingum landsins
þegar það var byggt um 1930. Það á í framtíðinni að hýsa flugminja-
safn á Hnjóti í Orlygshöfn.
Balbo-flugskýlið úr
Vatnagörðum hýsir
flugrninjasafn á Hnjóti
FLUGMÁLASTJÓRN hefur ákveðið að reisa gamla flugskýlið úr
Vatnagörðum I Reykjavík á Hnjóti í Örlygshöfn, þar sem það mun
ásamt nokkrum öðrum sögufrægum húsum, sem tengjast sögu flugs-
ins, hýsa flugminjasafn sem Egill Ólafsson minjavörður hefur komið
upp og gaf Flugmálastjórn fyrr á þessu ári.
Flugskýlið var byggt í Vatna-
görðum veturinn 1930-31 til að
hýsa_ Junkers-sjóflugvélar Flugfé-
lags Islands og var þá ein af stærstu
byggingum landsins. Eftir 1933 var
skýlið oft kennt við ítalska flug-
kappann Balbo, en fiugvélunum í
leiðangri hans var lagt fyrir framan
skýiið. Reykjavíkurhöfn eignaðist
flugskýlið og var það haft til ýmissa
nota. Meðal annars hófu Loftleiðir
starfsemi sína í því árið 1944. Það
var tekið niður á sjöunda áratugn-
um.
Nú hefur Flugmálastjórn sent
grind flugskýlisins vestur að Hnjóti
og þar verður skýlið endurbyggt.
Egill Ólafsson segir að það verði
byggt úpp sem næst upprunalegri
mynd enda sé það merkilegt hús í
sögu flugsins. Egill hefur verið að
byggja upp flugminjasafn á Hnjóti
undanfarin ár. Hefur hann komið
hlutunum fyrir í þremur litlum
byggingum, gömlu flugstöðvunum
frá Patreksfirði og Þingeyri, síðar-
nefnda flugstöðin var reyndar upp-
haflega stýrishús af seglskútu, og
einu af elstu radíóvitahúsum lands-
ins. Egili gaf Flugmáiastjórn flug-
minjasafnið fyrr á þessu ári til
minningar um son sinn, Egil Stein-
ar. Egill Ólafsson segir að safnið
verði formlega opnað í júní á næsta
ári. í Balbo-flugskýlinu verður kom-
ið fyrir ýmsum munum úr flugsög-
unni sem Egill hefur viðað að sér.
Starfshópur um endurskoðun nor-
ræns samstarfs:
Matthías Á. Mathiesen
fulltrúi forsætísráðherra
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hefur útnefnt Matthías Á. Mathi-
esen, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem persónulegan fulltrúa
sinn í starfshópi á vegum forsætisráðherra Norðurlandanna, sem
ber að endurmeta norrænt samstarf. Starfshópurinn á að skila
tillögum um breytingar á Norðurlandasamstarfinu fyrir 40. þing
Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Helsinki í byijun marz á
næsta ári.
„Matthías hefur gríðarlega
þekkingu á þessum efnum,” sagði
Davíð Oddsson í samtali við Morg-
unblaðið. „Það var talað um að í
starfshópnum yrðu menn, sem
verið hafa í háum ábyrgðarstöð-
um. Finnar útnefna til dæmis fyrr-
Þjóðviljinn:
Greiðslustöðv-
un framlengd
til 19. janúar
ÚTGÁFUFÉLAG Þjóðviljans
fékk framlengingu á greiðslu-
stöðvun blaðsins í gær til tveggja
mánaða og rennur hún því út 19.
janúar 1992.
Þjóðviijanum var fyrst veitt
greiðslustöðvun 19. ágúst til
tveggja mánaða, hún fékkst svo
framlengd um einn mánuð í október
og nú hefur blaðið fengið heimild
fógeta til að fullnýta lögbundinn
greiðslustöðvunarfrest, sém ■ er
fimm mánuðir. ■> *»•>
verandi utanríkisráðherra sinn.
Matthías er fyrrverandi utanríkis- I
ráðherra og hefur einnig verið við-
skipta-, samgöngu- og fjarmála-
ráðherra. Hann nýtur virðingar og
trúnaðar.”
Á fundi forsætisráðherra Norð-
urlanda á Álandseyjum í síðustu
viku var samþykkt að setja starfs-
hópinn á stofn. Hann á að gera
tillögur um breytingar í því skyni
að beipa kröftum norræns sam-
starfs meira út á við en verið hef-
ur og efla Norðurlöndin sem
áhrifaafl í Evrópusamstarfi.
Ók á ljósastaur <
UNGUR maður var fluttur á
sjúkrahús í fyrrakvöld eftir að i
hann hafði misst vald á bíl sínum
í hálku á Álftanessvegi. Meiðsli
hans voru ekki talin alvarleg, að j
sögn lögregiu. "
Maðurinn var á ferð um klukkan
18.30 og í beygju á hálum veginum j
missti hann vald á bíl sínuin með
þeim afleiðingum áð hann rakst á
ljósastaur í vegkantinum. Árekstur-
inn yarð harður. Bæði stáurinn og
bíllihn eru tóidir ónýtir.