Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBÉR 1991
Hrauneyjafosslína á Haukadalsheiði. Myndin er tekin við línuveginn og gæti þótt
dæmi um sjónmengun. Skyldi það þó ekki fremur vera sjónarhorn myndavélarinnar
en myndefnið sjálft sem þar ræður úrslitum?
Þessi mynd er tekin á sömu slóðum og sú fyrri. í baksýn eru Jarlhettur, Tröllhetta
fyrir miðju. Þarna hefur ljósmyndarinn gengið spölkorn út fyrir veginn. 20 m möst-
ur eru ekki stór I víðáttu íslands.
Hvað er sjónmengnn?
eftir Þorstein
Hilmarsson
Þegar talað er um sjónmengun
er átt við mengun í öðrum skilningi
en þegar talað er um aðrar tegund-
ir mengunar. Önnur mengun hefur
skaðleg áhrif á náttúruna, kemur
þar á ójafnvægi, en sjónmengun
skaðar ekki náttúruna, heldur sýn
mannsins á hana. Það eitt sem brýt-
ur í bága við fegurðarskyn áhorf-
andans veldur slíkum skaða.
Hver og einn mótar eigin fegurð-
arskyn og aðlagar það þeim kröfum
sem hann gerir til umhverfisins.
Þegar sjónmengun er annars vegar
þarf fólk því að hafa til hliðsjónar
yfirvegað mat á til hvers það ætl-
ast af umhverfinu, því þangað sækj-
um við möguleika okkar til lífsaf-
komu og getum því ekki haft þá
afstöðu að umhverfið sé eitthvað
sem láta verði afskiptalaust. Flestir
gera sér grein fyrir þessu þó svo
að stundum þyki okkur sitthvað
mega betur fara þegar við lokum
augunum fyrir kröfunum sem við
gerum til lífsins..Dæmi um slíkt er
þegar lagning raflína er talin dæmi-
gerð sjónmengun.
Náttúruvernd snýst ekki um að
láta náttúruna ósnerta því hún býr
yfir niðurrifsöflum sem raunar eru
mun öflugri hér en þau náttúruöfl
sem virka til uppbyggingar. Stað-
reynd er að oft fegrum við landið
með því að grípa inn í gang náttúr-
unnar til þess að veija hana fyrir
sjálfri sér og beinum henni í annan
farveg en hún leitar í sjálf. Af-
skiptasemi mannsins er þess vegna
ekki einskorðuð við nýtingu náttúr-
unnar. Þessu þurfa allir náttúru-
vemdarsinnar að feera. sér grein
fyrir. Náttúruvernd er fólgin í beisl-
un náttúrunnar, rétt eins og nýting
hennar. Fólk verður að taka ábyrga
afstöðu til náttúrunnar þannig að
bæði sé tekið tillit til ánægjunnar
og gagnsins sem hafa má áf henni.
Er uppbygging rafveitukerfisins
vafasamar framfarir sem spilla
náttúrunni? Sé vel að uppbyggingu
raforkukerfisins staðið hér á Islandi
þá spillir það ekki náttúmnni,
mengar ekki andrúmsloftið og
gengur ekki á takmarkaðar auð-
lindir, heldur býr það í haginn fyrir
komandi kynslóðir. En hún veldur
sjónmengun hjá þeim sem gera sér
aðrar hugmyndir um til hvers nýta
skuli umhverfið eða leiða ekki hug-
ann að því með hvaða móti lífs-
gæði sem þeir telja sjálfsögð eru
fengin. Gunnar á Hlíðarenda taldi
bleika akra fagra og löngum hafa
íslendingar hrifíst af búsældarleg-
um sveitum og ekki talið þar engin
náttúruspjöll eða sjónmengun á
ferð þótt náttúrunni hafí verið
umturnað til þess að hún nýttist
þjóðinni til framdráttar. Spurningin
er hvort sú hagsýni sem þar skipti
sköpum ætti ekki líka að segja
okkur að lagning háspennulína að
vel athuguðu máli geti ekki talist
annað en framfaraskref sem ekki
sker í augu.
Raflínur hafa einungis bein skað-
leg áhrif á náttúruna ef illa er stað-
ið að byggingu þeirra og slóðahátt-
ur viðgengst við frágang á þeim.
Landsvirkjun kappkostar að láta
slíkt ekki gerast og leggur metnað
sinn í að öll mannvirki á hennar
vegum beri vitni um snyrtimennsku
og virðingu fyrir umhverfínu. Má
þar nefna að á undanförnum árum
hefur Landsvirkjun staðið fyrir
umfangsmikilli uppgræðslu lands á
virkjunarsvæðum, fiskirækt í vötn-
um og ám og margvíslegum rann-
sóknum á vistkerfinu . Allt er þetta
gert í því augnamiði að skila náttúr-
unni í sem bestu jafnvægi eftir það
rask sem framkvæmdirnar hafa í
för með sér, fegra hana og auðga.
Landsvirkjun telur sig þurfa að
leggja raflínur yfir hálendið, nánar
tiitekið um Ódáðahraun og Sprengi-
sand. Sprengisandsleiðin verður
eina tengingin milli Suður- og Norð-
urlands yfir hálendið í framtíðinni.
Það eru því engin áform uppi um
línur á svæðum eins og um Kjöl
eða Arnarvatnsheiði. Með því að
láta virkjanir landsins mynda eitt
samtengt kerfi eru þær öflugri en
einstakar virkjanir sem þjóna af-
mörkuðum svæðum. Með samteng-
ingu bætir ein virkjun upp lægðir
í framleiðslu annarrar og öryggi í
afhendingu rafmagns til neytenda
eykst. Með tilkomu Fljótsdalsvirkj-
unar verður nauðsynlegt að tengja
hana við aðrar virkjanir með öflug-
um línum sem tryggir að hún nýt-
ist landskerfinu og hagkvæmasta
leiðin til þess að gera það er að
leggja línu um hálendið. Benda má
á að um þriðjungur virkjanlegrar
vatnsorku landsins með tilliti til
umhverfisvemdar er á Norðaustur-
Iandi. Vandséð er að sú orka verði
ekki virkjuð í framtíðinni og því ljóst
að háspennulínur verða lagðar þar.
Hugmyndir um að leggja háspennu-
línurnar í jörð eru óraunsæjar vegna
þess að það fimmfaldar kostnað,
auk þess sem slíkar framkvæmdir
valda miklu jarðraski. Tillögur um
að leggja nýjar línur samhliða
byggðalínu eru einnig vafasamar,
þar sem öryggi verður mun minna
þegar allar línur geta rofnað sam-
tímis vegna staðbundinna áfalla.
Vissulega er náttúra íslands við-
kvæm og verðmæt og þess vegna
má ekki framkvæma fyrirhyggju-
laust. Menn ættu því að hugsa til
þess hvernig við eigum að umgang-
ast hana, með virðingu og af var-
færni, á skipulegan hátt sem fyrir-
byggir að við missum einstök verð-
mæti út úr höndunum.
Við þurfum augljóslega að
ákveða skynsamlega nýtingu há-
lendisins. En hvar liggja mörkin?
Eigum við e.t.v. að stöðva alla upp-
græðslu, því erlendir náttúmunn-
endur hrífast af örfoka auðnunum
hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. Sé
ósnortin náttúra auðlind sem á að
nýta en ekki fela eða gera sem
óaðgengilegasta þá þarf að af-
marka hvar leyfa_ skal umferð og
mannvirkjagerð. í þessum efnum
þarf að marka skýrari stefnu en
gert hefur verið. Landsvirkjun hefur
ætíð undirbúið sínar framkvæmdir
í samvinnu við hlutaðeigandi yfir-
völd, landeigendur og ábúendur og
leitað eftir samþykki viðeigandi
aðila. Gagnrýni á framkvæmdagleði
og fyrirhyggjuleysi Landsvirkjunar
sem komið hefur fram að undan-
förnu á því tæpast við rök að styðj-
ast.
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Lundsvirkjunar.
Maður, líttu þér nær!
eftir Ragnheiði
Davíðsdóttur
Varla þarf að fara mörgum orð-
um um hinar stórfelldu niðurskurð-
araðgerðir ríkisstjómarinnar þessa
dagana; aðgerðir sem vissulega
hafa verið gagnrýndar og það með
réttu. Alþjóð er enn í fersku minni
ummæli ráðherra heilbrigðis-, utan-
ríkis- og fjármála, sem lýstu því
yfir á Alþingi að velferðarkerfíð
fengist ekki ókeypis og menn yrðu
að gjöra svo vel að skilja að ein-
hvers staðar yrði að taka peningana
til þess að standa undir þeim kostn-
aði.
Og víst er það satt og rétt að
velferðarmálin kosta peninga. Um
það blandast engum hugur. Þeim
Jóni Baldvin Hannibalssyni, Sig-
hvati Björgvinssyni og Friðrik Sop-
hussyni láðist hins vegar að taka
fram að það er ýmislegt fleira í
þessu þjóðfélagi sem kostar bein-
harða peninga. Þeir „gleymdu” til
dæmis að nefna að e.t.v. mætti
skera niður aðra kostnaðarliði í rík-
isútgjöldum en þá sem snerta vel-
ferðarmálin. í þeirri umræðu sem
nú á sér stað um niðurskurð og
aftur niðurskurð er rétt eins og
hvergi annars staðar sé hægt að
spara en í heilbrigðis- og félagsmál-
um.
Hvað kostar t.d. allt áfengið —
brennivínið, sem hið opinbera veitir
„Mér, sem fleirum, býð-
ur nefnilega í grun að
þær upphæðir sem hið
opinbera bruðlar með í
ýmiss konar munað og
óþarfa slagi hátt í að
rétta af þann ríkishalla
sem niðurskurður í vel-
ferðarmálum á einn að
rétta af ef marka má
orð forystumanna þess-
arar ríkisstjórnar.”
Ragnheiður Davíðsdóttir
Fólkið í landinu; fólkið sem borg-
ar þennan reikning, á kröfu á svari.
Fyrir hönd skattgreiðenda skora ég
hér með á rétta aðila að svara þess-
um spurningum afdráttarlaust.
Mér, sem fleirum, býður nefnilega
í grun að þær upphæðir sem hið
opinbera bruðlar með í ýmiss konar
munað og óþarfa slagi hátt í að
rétta af þann ríkishalla sem niður-
skurður í velferðarmálum á einn
að rétta af ef marka má orð forystu-
manna þessarar ríkisstjórnar.
Að lokum skora ég á almenning
í þessu landi að láta til sín heyra í
ræðu og riti um þessi mál. Við skul-
um alltaf vera minnug þess að hin-
ir sextíu og þrír einstaklingar, sem
sitja í hinu virðulega húsi við Aust-
urvöll, væru þar alls ekki ef við
hefðum ekki fengið þar einhveiju
um ráðið. Þeir sitja þar í okkar
þágu og ber skylda til þess að vinna
fyrst og fremst að velferðar- og
hagsmunamálum fólksins í Iandinu.
Þeir sitja þar ekki til þess að skara
eld að sinni eigin köku. Þeim ber
því siðferðileg skylda (ef þeir á
annað borð vita hvað það orðasam-
band merkir) til þess að byija fyrst
á því að reyta arfann í eigin garði
áður en þeir taka til við að slíta
upp rósirnar í annarra manna görð-
um. Að öðrum kosti er nokkuð ljóst
að ekki verður sáð fyrir nýjum rós-
um að fjórum árum liðnum.
llöfundur er báskólanemi og
varaþingmaðíi'r Alþýðuflokksins.
Spádómarnir rætast
í veislum sínum? Mætti e.t.v. spara
þar? Hvað kostuðu utanlandsferðir
nokkurra þingmanna sem nýlega
lögðust í ferðalög til Thailands og
Suður-Ameríku á kostnað ríkisins?
Mætti e.t.v. spara þar? Hvað kosta
allir ráðherrabílarnir og rekstur
þeirra? hvað kostaði t.d. volvo-bif-
reið heilbrigðisráðherra og hvað
hefði mátt niðurgreiða marga lyfja-
skammta fyrir öryrkja og ellilífeyr-
isþega fyrir þær milljónir? Hversu
miklum fjármunum er varið í dag-
peninga fyrir þingmenn og aðra
opinbera aðila á ferðum þeirra um
heiminn í mismikilvægum eríndnm?
Mætti e.t.v. spara þar? Kann að
vera að í flestum tilfellum fái þess-
ir aðilar engu að síður fæði og gist-
ingu sér að kostnaðarlausu? Það
skyldi þó aldrei vera!
Undirrituð gerði ítrekaðar til-
raunir til þess að fá upplýsingar
um þessa útjgaldaliði hjá hinu opin-
bera en án árangurs. Svörin voru
bæði loðin og óljós og því oftast
borið við að ekki væri hægt að
„sundurgreina einstaka liði”. Eða
þá að viðkomandi ráðuneyti yrði
að „gefa leyfi” áður en upplýs-
ingarnar yrðu.veittar____