Morgunblaðið - 20.11.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 20.11.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 17 Villihunang, 1985-1986. og leikarar; hann var með nokkrum hætti dæmi um það sem Englend- ingar kalla „actormanager” og var þekkt fyrirbæri í ýmsum löndum á nítjándu öld. Starf hans að leikhús- rekstri og félagsmálum má vissu- lega ekki gleymast, en í vitund þjóð- arinnar var eðlilegt, að hann yrði öllu öðru fremur leikarinn, sem á sviði, í útvarpi og á seinni árum sjónvarpi og kvikmyndum leiddi fram persónur sem lifa í minning- unni. Þegar ferill mikilhæfra leikara er skoðaður vaknar ætíð sú spurn- ing hvers konar manngerðir þeim hafi látið best að skapa; á hvaða sviðum mannlegrar sálar gáfa þeirra hafi notið sín best. Það kann að virðast erfitt að svara þeirri spurningu, þegar í hlut á leikari sem á að baki stærra persónusafn en flestir íslenskir leikarar — safn sem þar að auki er að talsverðu leyti varðveitt á segulbandi, aðgengilegt fræðimönnum og gagnrýnendum framtíðarinnar. Þó er ekki hægt að leiða hana með öllu hjá sér. Olík- legt er ekki, að margir minnist hans einkum sem dramatísks leik- ara, enda stóðu stórbrotnir hug- sjónamenn og andlegir leiðtogar honum nærri; Brynjólfur biskup í Skálholti, Arnas Arneus í íslands- klukkunni, Róbert Belford í Marm- ara Kambans eru dæmi um slíkt og úr safni útvarpsins koma í hug- ann menn eins og Stockmann lækn- ir í Þjóðníðingi Ibsens og Galileo í samnefndum leik Brechts. En svo einkennilegt sem það kann að virð- ast, þá lét honum ekki síður að fást við fremur einfalda menn, gjarnan úr alþýðustétt; menn án mikillar skólagöngu sem höfðu kannski því betur varðveitt með sér óbrotið og upprunalegt hjartalag. Mér hefur ávallt fundist, að það hafi verið í slíkum mönnum sem list hans sem leikara reis hæst. Stundum er fullyrt, að einungis mjög gáfaður leikari geti sýnt treg- gáfaðan mann trúverðuglega á sviði. Sé einhver fótur fyrir þeirri kenningu þá hefur enginn íslenskur leikari sannað hana betur en Þor- steinn. Má þar nefna til þá Lenna í Músum og mönnum Steinbecks og Kranz birkidómara í Ævintýri á gönguför, sem hann lék báða á sviði við mikla hrifningu og síðar í útvarpi. Eitt ríkasta einkenni hans var þessi óviðjáfnanlega, persónu- lega kímni, sem sjálfsagt opinberaði mannlegt innsæi hans og greind betur en flest annað. Sú kímni gat sannarlega orðið háðsk, en átti ekki til kaldrana eða grimmd; þegar hlustað er á upptökur með honúm er þvert á móti eins og hann taki alltaf með hlýju, mér liggur við að segja blíðu, á persónum sínum. 111- menni eða menn haldnir einhverri innri veiklun eða sjúklegum hugar- klofningi — en þannig eru nú einu sinni býsna mörg af þakklátustu hlutverkum leiksviðsins — voru ekki hans sterka hlið, enda var hann húmanisti að lífsskoðun; ég held að hann hafi ekki fundið jafn margt illt í mannskepnunni og sumir af meisturum Ieikbókmenntanna hafa gert. En ég er einnig viss um, að í bijósti hans bjó sterkur trúarlegur strengur, sem gerði honum kleift að lýsa þeim barnslega hreinleik sálarinnar, sem er aðal heilagra manna, á sannari og látlausari hátt en nokkur annar íslenskur leikari hefur getað gert. Um það vitna skýrast pressarinn í Dúfnaveislu Laxness, trúboðinn Líkafrón í Snjómokstri Geirs Kristjánssonar og Bjöm í Brekkukoti í kvikmynd- inni af Brekkukotsannál. Persónuleg kynni okkar Þor- steins Ö. Stephensens hófust ekki- fyrr en atvikin höguðu því svo, að ég tók við starfi leiklistarstjóra Útvarps fyrir tfu árum. Hann hafði þá að mestu dregið sig í hlé frá erli dagsins, enda aldurinn tekinn að færast yfir og heilsan að bila. Honum fannst vald sitt yfir rödd- inni heldur ekki hið sama og áður og var orðinn tregur til þess að koma aftur að hljóðnemanum, þó að stundum léti hann til leiðast, þegar vel stóð á. Það var t.d. sérs- takt ánægjuefni, að hann skyldi geta tekið þátt í fyrsta útvarps- leiknum sem var tekinn upp í nýju leiklistarstúdíói Útvarpsins fyrir rum árum, en síðast kom hann fram í litlu þlutverki gamals manns í flutningi Útvarps á Macbeth Will- iams Shakespeares síðla hausts 1989. En þó að líkamlegur þróttur færi dvínandi var hugurinn vakandi sem fyrr. Þorsteinn átti þessa heið- ríku hugsun sem fáum er gefin og hann var meistari tilsvarsins, ekki aðeins á leiksviðinu. Hann gjör- þekkti þann jarðveg sem hann var sprottinn úr og vissi fullvel hvaða takmarkanir lífsstarfi hans höfðu verið settar. Auðvitað bjó hann yfir miklum skapsmunum, það duldist engum sem kynntist honum, en hann hafði lært að temja þá og grunar mig þó, að þeirri glímu hafi í rauninni seint verið lokið. í fari hans mátti finna mikið stolt og mikla auðmýkt, hvassan skilning, og afar hlýlega góðvild, andstæður sem einungis yfirburðarmönnum er gefið að sameina og lifa með. Síðasta spöl ævinnar var oft þungt fyrir fæti og ég hygg að lausnin hafi að lokum verið orðin langþráð. En Þorsteinn var svo lán- samur að eiga stóra og samhenta fjölskyldu sem stóð þétt við hlið honum, þó að eðlilega reyndi þar mest á konu hans, Dórótheu, en hún er ein þeirra sem ellin virðist ekki geta unnið á og yngjast með hækkandi aldri. Það var einstakt að sjá með hvílíkri alúð og um- hyggju hún hlúði að bónda sínum í allri raun hans, og til hennar og fjölskyldunnar leitar hugurinn nú, þegar gangan langa er á enda. Jón Viðar Jónsson Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur Með Þorsteini Ö. Stephensen, leikara og fyrrum leiklistarstjóra, er fallinn frá einn mesti höfuðsnill- ingur íslenskrar leiklistar. Þorsteinn var í hópi þeirra fram- sýnu manna sem ákváðu að halda starfsemi Leikfélags Reykjavíkur áfram þegar raddir voru uppi um að leggja það niður eftir að Þjóðleik- húsið tók til starfa 1950. Má leiða getum að því að minna hefði orðið úr starfi félagsins ef hans hefði ekki notið við á þeim árum og þó ekki væri fyrir annað stendur Leik- félag Reykjavíkur í ævarandi þakk- arskuld við Þorstein Ö. Stephensen. En þó að Þorsteinn væri alla tíð mikill Leikfélagsmaður og bæri hag félagsins fyrir bijósti, skildu leiðir um tíma þegar hann sagði sig úr félaginu vegna skoðanaágreinings við ráðamenn þess. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann léki hjá félaginu áfram og vildi veg þess sem mestan og þar kom að hann gekk aftur í Leikfélag Reykjavíkur sem fagnaði honum einlæglega og gerði hann þegar í stað að heiðurs- félaga sínum. Hér stendur ekki til að rekja lífs- hlaup Þorsteins Ö. Stephensen né reyna að gera skil því mikla starfi sem hann lagði af mörkum fyrir leiklistina í landinu. Hann var lengi einn af burðarásum Leikfélags Reykjavíkur og formaður félagsins um skeið. Hann var einn af stofn- endum og fyrsti formaður Félags íslenskra leikara og lét sig málefni þess alltaf miklu varða. Þá var hann fyrsti leiklistarstjóri Ríkisútvarps- ins og lagði grunninn að því sem nú er stundum kallað stærsta leik- hús þjóðarinnar. En hér er aðeins fátt eitt nefnt af störfum Þorsteins í þágu ís- lenskrar leiklistar og ótalið það sem mestu varðar; sem leikari átti Þor- steinn Ö. Stephensen ekki sinn líka og má fullyrða að enginn hafi leik- ið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinn- ar eins og hann. Leikfélag Reykjavíkur hefur lengst af átt tilveru sína undir lista- mönnum sínum sem hafa sett markmið leiklistarinnar ofar öllu öðru og hagsmuni Leikfélagsins ofar sínum eigin. Einn af þeim var Þorsteinn Ö. Stephensen og Leikfé- lagsmenn minnast hans með djúpri virðingu o g þökk fyrir hans ómetan- lega starf. Sigurður Karlsson Þá er hann allur, einn af máttar- stólpum íslenskrar leiklistar um ’ár‘aiú£r,' Þotístélnn Ö. SteþheVis'eHí Skarð hans verður ekki fyllt í bráð, slík var fjölhæfni þessa stórbrotna leikara og leikhúsmanns. Þorsteinn var meðal þeirra fyrstu, sem sigldu utan og stundaði leiklistarnám, var við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn 1934-35. Hann starfaði sem þulur við Ríkisútvarpið eftir heimkomuna og varð síðar fyrsti leiklistarstjóri þess. Því starfi gegndi hann af metnaði, dirfsku og ósérhlífni allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir um miðj- an áttunda áratuginn'. Eins og alþjóð er kunnugt stjórn- aði Þorsteinn ekki aðeins deildinni, heldur.gjarnan leikritum líka, þýddi og lék og varð með tímanum og reynslunni fremsti útvarpsleikari okkar. Hann skóp þar ógleymanleg- ar persónur í tuga- og jafnvel hundraðatali. Hin hlýja og vinalega rödd hans tældi mann að útvarps- tækinu strax á barnsaldri. En Þor- steinn varð með tímanum ekki ein- ungis rödd í útvarpi, heldur einn af föstu punktum tilverunnar, óbrigðull þáttur í heimilislífi lands- manna í áratugi, merkur kapítuli í íslenskri samtímasögu. Þorsteinn hóf að leika hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur eftir heimkomuna frá Danmörku, sigldur og menntað- ur leikari. Meðal fyrstu hlutverka hans þar voru Jeppi á Fjalli og Dagur Vestan í Straumrofi Lax- ness. Þegar Þjóðleikhúsið var opnað 1950 litu margir svo á, að nú hefði Leikfélag Reykjavíkur eignast eigið leikhús og æskilegast væri að leggja félagið niður. Þorsteinn skip- aði sér þá í hóp þeirra, sem ákváðu að starfa áfram hjá Leikfélagi Reykjavíkur, hann lék að vísu í opnunarsýningum Þjóðleikhússins Björn hreppstjóra í Fjalla-Eyvindi og Arnas Arnæus í Íslandsklukk- unni. Síðat' átti hann eftir að koma nokkrum sinnum við á sviði Þjóð- leikhússins, síðast í hlutverki Jóns alþingismanns í Uppreisninni á ísafirði. Hann lék þó aðallega hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur, svo til óslitið allt fram til 1970 og gegndi auk þess formennsku og stjórnarstörfum, var m.a. formaður félagsins í tvígang. Við vígslu Borgarleikhússins var Þorsteinn gerður að heiðursfélaga Leikfélags Reykjavíkur og síðustu ár ævinnar naut hann heiðurslauna listamanna. I hinu fjölskrúðuga manngerða- safni sem Þorsteinn hefur lífgað á leiksviðinu svo ógleymanlegt verður þeim, er sáu, eru m.a. Lenni í leik- ritinu Mýs og menn, Róbert Belford í Marmara, Krans kammerráð í Ævintýrinu, Jean Valjean í Vesal- ingunum, Þorleifur alþingismaður í Kjarnorku og kvenhylli, gamli mað- urinn í Stólunum og Firs í Kirsu- bétjagarðinum, Tvíýegis hlaút Þor- st’einn ‘SilfuríáAi'pánn, 'viðúrkenn- .mnu ingu íslenskra leikgagnrýnenda: fyrir leik sinn sem Crocker-Harris í Browning-þýðingunni 1957 og fyrir pressarann í Dúfnaveislu Lax- ness 1966. í báðum þessum hlut- verkum nutu sín til hlítar helstu kostir hans sem leikara, það hversu heill og sannur hann ætíð var, ein- lægur og eðiilegur, hann kunni þá list öðrum betur að láta hveija setn- ingu hljóma sem væri hún að kvikna í fyrsta sinn á sviðinu þá stundina, hugsuð af viðkomandi persónu og óhugsandi í munni annarra. Eg átti því láni að fagna að starfa undir stjórn Þorsteins á leiklistar- deild útvarps um skeið og varð það upphafið að einstaklega ánægju- legri samvinnu okkar á sviði leiklist- arinnar. Sem leikstjóri leikstýrði ég honum iðulega í útvarpi, þótt aldrei færi á milli mála hvor lærði meira á þeirri samvinnu, slíkur reynslu- brunnur var hann úr að ausa. Það var skeiomtileg tilviljun og þó kannski ekki algjör tilviljun að hann lék aðalhlutverkið hjá mér í síðasta útvarpsleikriti, sem tekið var upp í húsnæði leiklistardeildarinnar á Skúlagötunni og einnig í fyrsta leik- ritinu sem tekið var upp í hinu nýja og glæsilega leiklistarstúdíói útvarpshússins við Efstaleiti. Þá var líka skálað í sherrí, sem annars tíðk- aðist nú ekki á þeim bæ. Þegar litið er yfir feril Þorsteins sem leikara, leikstjóra og leikhús- stjóra í stærsta leikhúsi þjóðarinn- ar, útvarpsleikhúsinu, er með ólík- indum hve stórhuga og framsækinn hann hefur verið. Fyrir hans til- stilli var ráðist í hvert stórvirki leik- bókmenntanna á fætur öðru. Hann sannaði að einungis það besta er nógu gott. Hafði mótandi og mennt- andi áhrif á heilu kynslóðirnar með verkefnavali sínu og listflutningi. Það var mérkilegt tímanna tákn eftir á að hyggja,' að maður skyldi sitja límdur við útvarpstækið, tólf ára gamall, þijár vikur í röð og hlusta á harmleik Eugene O’Neill: Eigi má sköpum renna, og síðan var ekki um annað meira rætt í skólanum næstu daga, því að allir höfðu hlustað á þetta magnþrungna verk, og við vorum 12 ára! Slíkur var máttur útvarpsins og listarinn- ar. Þorsteinn var skarpgreindur maður, víðsýnn og réttsýnn. Frá honum stafaði, á sviði sem utan sviðs, óvenjulegri hlýju, mann- gæsku og mannviti. Ekki var hann mikill hávaðamaður en hafði ætíð sitt fram, með festu, sjálfsögðum skynsemisrökum og skapþunga, ef á þurfti að halda. Hann var ekki í hópi þeirra sem kjósa lúðraþyt og söng um eigið ágæti, enda var margreynt að gera um hann bæði útvarps- og sjón- vafpsþætti en án árangurs. Eg veit | um ejijn sjík^n var til útsendingar og mikil vinna hafði verið lögð í, m.a. viðtöl við Þorstein sjálfan en á síðustu stundu stöðvaði hann þáttinn, hvort sem það nú getur flokkast undir hógværð eða gikkshátt. Oft var ég búinn að leggja að honum að hann festi á blað allan þann ótæmandi fróðleik íslenskrar leiklistarsögu sem hann sjálfur hafði skapað og lifað eða hann léti skrá ævisögu sína, en allt var það á sömu bókina lært. Reyndar held ég að Þorsteinn hafi verið heldur feiminn maður, eins og reyndar svo margir leikarar, sem fremur kjósa að blómstra og breiða úr sér í líki annarra. Hann var sannur sjéntil- maður, þar sem saman fóru hóg- værð og reisn. Gat verið ótrúlega háðskur og meinhæðinn í orðum en alltaf með þessari yndislegu kímni eða bara bliki í auga, sem dró úr þunga ummælanna eða gerði þau enn eitraðri eftir því hvort menn kusu. Og svo þessi þurri en hlýi hlátur. Sem nú hljómar aðeins í minningunni. En útvarpsleikinn eigum við. Þessi grein leiklistarinnar hefur þá ánægjulegu sérstöðu fram yfir sviðsleikinn, að hún er til varðveitt í sinni upprunalegu mynd. Þar eiga komandi kynslóðir dýrmætan ijár- sjóð úr að ausa. Við hjónin sendum Theu og af- komendum þeirra Þorsteins innileg- ustu samúðarkveðjur og allt fyrr- verandi samstarfsfólk í Þjóðleikhús- inu sendir einnig hugheilar kveðjur sínar. En syrgjum ekki, heldur gleðjumst yfir að hafa notið þeirrar gæfu að vera samtíma þessum djarfhuga og fjölhæfa listamanni og fengið að njóta hans lífs lifandi. Blessuð sé minning hans. Stefán Baldursson Látinn er á góðum og virðulegum aldri nestorinn í íslenskri leiklist, Þorsteinn Ö. Stephensen. Þorsteinn var löngum oddviti sinna félaga — fyrsti formaður Fé- lags ís]. leikara, fyrsti leiklistar- stjóri Útvarpsins, fyrsti formaður Starfsmannafélags Útvarpsins, for- maður Leikfélags Reykjavíkur á ögurstund og því var það vænt, að hann fékk að lifa að skipa heiðurs- flokk íslenskra listamanna sem full- trúi okkar sem höfum fylkt okkur undir merki Thalíu. En reyndar hafði hann ævinlega verið höfðingi í okkar augum — ef ekki endilega höfðingi á friðarstóli, því að sögufölsun væri að segja, að stundum hafi ekki blásið um Þorstein, enda maðurinn með heitt skap, sterkan vilja, skýrt mótaðar skoðanir, stundum þunga þykkju eða ósveigjanleika hugsjónamanns- ins. Þorsteinn bjó líka yfir skörpum gáfum, mikilli mannlegri hlýju og hárfínni, stundum hárbeittri kímni. Ég kynntist Þorsteini fyrst, eins og reyndar öll þjóðin, þegar hann stóð fyrir útvarpsleikhúsinu á stríðsárunum — á þeim tíma, þegar helstu verk heimsbókmenntanna voru tíðir gestir á öldum ljósvak- ans; í starfi sínu sem leiklistarstjóri fylgdi Þorsteinn nefnilega skýrri menningarstefnu. Manninn sjálfan sá ég fyrst í samkvæmum hjá forn- vini hans, Lárusi Blöndal bóka- verði, og síðan í húsi foreldra minna, ekki síst eftir að faðir minn hafði komið á fót því sem hann kallaði leikflokk sinn, en sá hópur flutti Hávamál, Lilju, Völuspá og önnur gömul stórverk okkar bók- mennta; þarna voru, auk Þorsteins, Lárus Pálsson, Finnborg Örnólfs- dóttir, Alda Möller, Arndís Björns- dóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Einar Pálsson, Róbert Arnfinnsson að mig minnir og ugglaust fleiri. Seinna, eftir að ég var kominn í nám í fræðunum og farinn að þreifa fyrir mér í leikstjórn í Svíþjóð, þá kom til tals ég stýrði sýningu hjá Þorsteini í útvarpinu og jafnvel reyndi fyrir mér með þýðingar. „Ég vil þá hafa það eitthvað bitastætt,” sagði ég í oflæti æskunnar. „Já, viltu þá ekki þýða The Lady is not for burning eftir Christopher Fry,” spurði Þorsteinn. Ég skildi um leið og skall í tönnum, og enn í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.