Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 21

Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 21 Vukovar: Lögreglan lemurlýðinn Skotárás indónesíska hersins á líkfylgd á Austur-Tímor fyrir rúmri viku var harðlega mótmælt í Jakörtu í gær. Sló í brýnu rnillí mótmæ- lenda og lögreglu og beittu lögreglumenn bareflum til þess að hemja þá sem þátt í mótmælunum tóku. Hvar skyldu börn- in mín eiga heima? Vukovar. Reuter. SKAMMT fyrir utan króatísku borgina Vukovar hefur júgóslav- neski sambandsherinn komið upp flóttamannabúðum og þar hafast við jafnt serbneskar sem króatískar fjölskyldur. Hatrið á milli þessa fólks er samt slíkt, að augljóst er, að Serbar og Kró- atar munu ekki framar búa sam- an. Áður en stríðið hófst í Júgóslavíu bjuggu 50.000 manns í Vukovar, Króatar og Serbar til helminga. Nú er borgin ein ijúkandi rúst, flestir Serbanna flúnir yfir til Serbíu og Króatarnir til Vestur-Króatíu. Um 14.000 manns af báðum þjóðum voru þó í borginni þar til hún féll í hendur sambandshernum en þrátt fyrir sameiginlegar hörmungar er hatrið svo mikið á milli þjóðanna, að seint eða aldrei mun gróa um heilt. I mörgum íjölskyldum er málið ekki svo einfalt, að þær tilheyri annarri hvorri þjóðinni. „Móðir mín er serbnesk, faðir minn er króatísk- ur og amma mín var ungversk,” sagði Ivana, níu ára gömul stúlka í flóttamannabúðunum við Vuko- Vúkovar má nú heita á valdi Sambands- hersins, þó enn heyrist skothrinur trá borginni. Þessi sigur Serba er fyrst og fremst táknrænn, því ekki stendur steinn yfir steini í borginni. Lík liggja sem hrá- viði um alla borg og Króatar flýja sem ' ieir mega vestur á bóginn. JNGVERJALAND Samabors®í-ay'cu —m . KRÓATÍA -------<• \Karlovac® &|<r® 'V\ ■ Vúkovar. B Belgrað var. „Heyrirðu hvað hún segir,” sagði móðir hennar. „Hvar skyldu börnin mín eiga heima? Hvers vegna getum við ekki lifað í friði?” Fargjaldastríð bandarískra flugfélaga: Skíða- og sólarferðir lækkaðar um 10-25% Flugleiðir bjóða far til Lúxemborgar og til baka á 20 þús. krónur Flonda. Frá Atla Steinarssyni, frettantara BARÁTTA bandarískra flugfélaga hefur hvert félagið af öðru lækkað von að ná til sín fleiri farþegum. Á þriðjudaginn í síðustu viku aug- lýsti USÁir, sem átt hefur í miklum fjárhagsvandræðum, 10-25% lækkun á vetrarferðum til helstu ferða- mannastaða landsins -Flórída, Col- orado, Arizona og Bahamaeyja. Ákveðin skilyrði gilda um ódýru fargjöldin, m.a. standa þau einungis til boða í vissum ferðum. Þá verður að borga þau hálfum mánuði fyrir brottför og ekki er hægt að fá þau endurgreidd eftir það. Þetta gylliboð var sett fram til þess að örva fólk til vetrarferðaiaga og kemur sér vel fyrir þá sem hyggja á skíðaferð til Colordao eða leyfi á Flórida. Afsláttarfargjöldin eru flest í gildi .tjl 9, febrúar. Flúgíélogin ’ Améncan Áirlines, United, Continental og TWA hafa nú öll brugðist, við aðgerðum USAir Morgunbladsms. um farþegana fer harðnandi og fargjöldin að undanförnu í þeirri og auglýst samskonar vetrarfargjöld. Sérfræðingar segja að fargjalda- lækkunin verði einungis til að auka á vandræði flugfélaganna, einkum þeirra smærri. Heildartap bandarí- skra flugfélaga það sem af er árinu er sagt nema 1,3 milljörðum dollara, jafnvirði 78 miíljarða ÍSK. Fargjaldastríðið nær einnig til millilandaflugsins og eru næsta ótrú- leg fargjöld í boði, m.a. til Evrópu. Flugleiðir voru í hópi flugfélaga sem riðu á vaðið í þeim efnum; auglýstu vetrarfargjöld til Lúxemborgar fyrir 346 dollara, jafnvirði 20.241 ÍSK, fyrir ferð fram og til baka á tímabil- inu l.nóvember - 12. desember og aftur frá 25. desember - 14. tnars. Skilyrði var 6-30 dagá dvöl í Evrópu og farmiðakaup með löngum fyrir- vara. Kambódía: „Böðull” Rauðra khmera kominn til Phnom Penh Phnom Penh. Reuter. HUN Sen, forsætisráðherra Kambódíu, átti í gær fund með Son Sen, sem var varnarmálaráð- herra í valdatíð Rauðra khmera og þeirra helsti böðull. Fyrir ut- an fundarstaðinn hafði fólk í heitingum við Son Sen vegna glæpa hans en öflugur lögreglu- vörður gætti þess, að ekkert bæri út af. Sonur Norodoms Si- hanouks fursta og fyrrum ráða- manns í Kambódíu og Hun Sen forsætisráðherra ætla að standa saman í kosningunum, sem verða i apríl 1993. Hun Sen hafði í hyggju að fresta fundinum með Son Sen af ótta við uppþot meðal almennings þegar þessi böðull Rauðu khmeranna kæmi til höfuðborgarinnar, Phnom Penh. Hann var þó haldinn og stóð í hálftíma. Son Sen er annar full- trúi Rauðra khmera í Þjóðarráðinu, sem á að vinna að sáttum í land- inu, en þeir segjast nú styðja lýð- ræði og fijálst markaðskerfi. Sihanouk fursti skýrði frá því í gær, að sonur hans, Norodom Ranariddh fursti, og Hun Sen for- sætisráðherra hefðu gert með sér bándalag með tilliti til kosninganna 1993 og er talið, að því sé stefnt gegn Rauðu khmerunum. Sihanouk kvaðst hins vegar vera hlutlaus en hann er formaður Þjóðarráðsins og leiðtogi landsins í augum flestra Kambódíumanna. Son Sen er fyrrverandi barna- kennari og var eins og fyrr segir varnarmálaráðherra á árunum 1975-79 og bar einnig ábyrgð á öryggi ríkisins. Hann stjórnaði því morðæðinu, sem einkenndi stjórn Rauðra khmera, en talið er, að um Moskvu. Reuter. NÍU Sovétlýðveldi samþykktu I gær að taka á sig byrðar vegna erlendra skulda Sovétríkjanna, að sögn Vjatsjeslavs Kebítsj, for- sætisráðherra Hvíta-Rússlands. Að sögn Kebítsj undirrituðu full- trúar lýðveldanna níu samkomulag um að taka allar erlendar skuldir Sovétríkjanna að sér eftir viðræður við aðstoðarfjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims í Moskvu í gær. Kebítsj sagði að fulltrúar Ukra- ínu, Azerbajdzhan og Úzbekístan hefðu ekki undirritað samkomulag- ein milljón manna hafi látið lífið fyrir hendi þeirra. Er Son Sen sjálf- ur talinn hafa skipað fyrir um morð á 100.000 manns á árinu 1978. í Kambódíu eiga því margir um sárt að binda af hans völdum og félaga hans og ekki víst, að þeim verði lengi vært í Phnom Penh. ið en þeim möguleika yrði haldið opnum. Sagðist hann þess fullviss að bæði Azerbajdzhan og Úkraína myndu taka hluta skuldanna á sig. Úzbekistar hefðu viljað standa utan samkomulagsins en borga sinn hluta sér. Það hefðu fulltrúar iðn- ríkjanna sjö ekki samþykkt. Að sögn Kebítsj ákváðu lýðveldin níu -Rússland, Hvíta-Rússland, Kazakhstan, Kyrgyzstan, Tadjíkíst- an, Túrkmenía, Armenía, Georgía og Moldova- að skipa nefnd til þess að semja um hlutfallslega byrði hvers lýðveldis fyrir sig. Erlendar skuldir Sovétríkjanna: Lýðveldin samþykkja að skipta skuldunum f KRAKKAR! AAUNÍÐ AB BURSTA JENNURNAR Oll Lionsdagatöl eru merkt. Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. (j'xrililu&ierv 1,’iyI *.i 'tn xlö't 0..5 ivc f.t; -iijíÞiuíí 1. .. .. Allur hagnaður rennur óskiptur til líknarmála. eru komin á alla útsölustaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.