Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 22

Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER 1991 Lt MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausásölu 110 kr. eintakið. Vandi og verkefni ríkisstjórnar Ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar stendur frammi fyrir einum mesta vanda í efnahags- og atvinnumálum, sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að fást við frá því á kreppuárunum 1967-1969, þegar hin fyrri við- reisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks tókst á við gífurlegan samdrátt í efnahags- málum í kjölfar verðfalls og aflabrests. Nú er það óhjá- kvæmileg aflaskerðing og ákvörðun um frestun álvers- framkvæmda, sem veldur því svartnætti í atvinnumálum, sem þjóðin horfíst í augu við og skellur yfir á næstu mánuðum. Frá pólitísku sjónarmiði skiptir verulegu máli, að ríkis- stjórnin bregðist skjótt við. Þjóðin þarf að finna, að forystu- menn ríkisstjórnarinnar geri sér grein fyrir alvöru málsins og séu tilbúnir til að takast á við þennan mikla aðsteðjandi vanda, hvað sem líður stundar- vinsældum eða óvinsældum eða lélegum árangri í skoðanakönn- unum. Á þessum erfiðu tímum þarf þjóðin að finna, að hún búi við sterka pólitíska forystu. Það er forystumanna stjórnarflokk- anna, þeirra Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og Jóns Bald- vins Hannibalssonar, utanríkis- ráðherra, að veita þá forystu. Viðbrögð við vandanum þurfa að vera með margvísleg- um hætti. Þau hljóta að snúa að fjármálum hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, upp- stokkun og endurskipulagningu í atvinnulífinu, endurmati á stöðu lánastofnana og viðleitni til þess að ýta undir nýja vaxt- arbrodda í atvinnulífinu, hversu smáir, sem þeir kunna að vera. Ríkisstjórnin hlýtur nú þegar að gera ráðstafanir til enn frek- ari niðurskurðar á útgjöldum ríkissjóðs, en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, sem liggur fyrir Alþingi. Ætla verð- ur, að sú vinna sé þegar hafin. Nauðsynlegt er að hvetja þau sveitarfélög, sem eru skuldum hlaðin, til þess að stöðva frek- ari framkvæmdir og nota þær tekjur sem inn koma til þess að greiða niður skuldir. Þessi sveitarfélög geta hafið fram- kvæmdir á ný, þegar þau hafa minnkað skuldabyrðina veru- lega. Augljóst er að hraða verður endurskipulagningu í atvinnu- lífinu frá því, sem áformað hef- ur verið. Margt ,ma?lir með því að ffindvallarhVWrmÉflrí arú 1700-1800 rúmmetra rennsli í Skeiðará: Ovenjulegt hlaup samfara breyt- ingum á j öklimim SKEIÐARÁ flæddi kolmórauð til sjávar í gær og lagði megna jökla- fýlu af henni þar sem hún byltist áfram í þröngum farvegum sem hún hafði rofið í klakaböndin. Brúnir .ísjakar flutu eins og rekaviður með ánni og strönduðu ýmist við klakareinar eða flutu áfram til sjáv- ar. Rennslið var 1200 rúmmetrar á sekúndu í fyrradag en í gær mældist rennslið 1700-1800 rúmmetrar. Snorri Zóphóníasson og Þó- rójfur Hafstað jarðfræðingar hjá Vatnamælingum fylgjast með hlaup- inu og voru þeir við mælingar þegar Morgunblaðsmenn bar að garði. mun fyrr en stefnt hefur verið að. Jafnframt fer ekki á milli mála, að nauðsynlegt er að hraða aðlögun landbúnaðar- framleiðslunnar að innlendum markaðsaðstæðum. Vaxta- stefna bankanna er orðin mjög umdeild, a.m.k. þeirra, sem hægast fara í lækkun nafn- vaxta. Lækkun raunvaxta er að verða kjarnaatriði í hugsan- legum nýjum kjarasamningum. Á sama tíma og þessar kröfur eru gerðar á hendur bönkum og sparisjóðum leggur Seðla- bankinn háa refsivexti á lána- stofnanir, sem að mestu renna í ríkissjóð. Er þetta skynsamleg stefna í vaxtamálum við núver- andi aðstæður? Á Norðurlönd- um standa bankar frammi fyrir gjaldþroti vegna þess, að þeir gengu of nærri viðskiptamönn- um sínum í vaxtatöku. Jafnhliða róttækum og skjót- um umbótum í opinberum fjár- málum og atvinnumálum er nauðsynlegt að huga að vaxtar- broddum í atvinnulífinu. Þar getur verið um að tefla nýgræð- inga i útgerð og fiskvinnslu, iðnaði og margvíslegri þjón- ustu, þ.á m. í ferðaþjónustu. Jafnframt er nauðsynlegt að hrinda strax í framkvæmd nauðsynlegri aðlögun að evr- ópska efnahagssvæðinu, m.a. ýmis konar skattabreytingum, sem stefnt hefur verið að í árs- byijun 1993. Ef ríkisstjórninni á að takast að sannfæra þjóðina um, að við getum náð okkur upp úr þeim mikla öldudai, sem við blasir, er nauðsynlegt að grípa til margvíslegra, alhliða aðgerða og ráðstafana, sem auka bjart- sýni hjá fólki og eru þess eðlis, að þær skipti raunverulegu máli til þess að byggja hér upp á nýjan leik blómlegt atvinnu- lif. Bjartsýni og traust þarf að vera í fyrirrúmi en raunveruleg- ar aðgerðir að fylgja í kjölfarið, sem fólk hefur trú á. Nú þurfa ríkisstjórn og þing- flokkar stjómarflokkanna að hefjast handa af miklum krafti, leggja til hliðar minni háttar deilumál, sem litlu máli skipta frammi fyrir þeim risavaxna vanda, sem við sjáum að skellur yfir okkur snemma á næsta ári. Til þess að takast á við þetta verkefni þarf samhenta ríkisstjórn og sameinaða stjórn- arflokkana. Ef stjórnarflokkun- um tekst að stilla saman streng- ina, sín í milli og innbyrðis í munu þeir flWá11'1?,, da. Annars eklíi.11 11 ' Það voru ekki margbrotin áhöld sem þeir notuðu til að mæla rennsli árinnar - þeir höfðu bundið næion- snæri í plastbrúsa og í brúsanum var steinn. Snorri lét brúsann síga niður af Skeiðarárbrú niður í flaum- inn og Þórólfur mældi með skeið- klukku tímann sem það tók brúsann að reka ákveðna vegalengd. Þannig mældu þeir rennslið á fimm metra millibili í þeim fjórum meginkvíslum sem áin hafði rutt sér leið til sjáv- ar, en árfarvegurinn er hátt í einn kílómetri á breidd. Fyrr um morg- uninn höfðu þeir mælt dýpið með sökku sem jafnframt tók sýni af framburði árinnar. Niðurstöðurnar mælinganna sendu þeir símleiðis til Orkustofnunar þar sem tölvur unnu úr upplýsingunum. Svarið kom síð- an um hæl - rennslið var á bilinu 1700-1800 rúmmetrar á sekúndu. Snorri ságði að þessi aðferð við vatnamælingar væri afbrigði af svonefndri „hrossaskítsmælingu”, sem bændur hefðu á árum áður beitt til að kanna rennsli í ám. „í raun gefur hún furðugóða mynd af rennslinu og frávikin eru ekki meiri en 10-20%,” sagði Snorri. Hlaupið í Skeiðará er ekki stórt enn sem komið er, og má nefna að árið 1976 mældist rennslið mest 4.500 rúmmetrar á sekúndu og 2.100 rúmmetrar 1986. Eðlilegt rennsli um þetta leyti árs er 100-150 rúmmetrar á sekúndu. Upptök hlaupsins verða, að sögn Þórólfs, í Grímsvötnum og þaðan er brennisteinsfnykurinn sem fylgir jökulárhlaupum ættaður. Það er jarðhiti undir Grímsvötnum sem bræðir ís sem safnast fyrir í katlin- um sem vatn. Þórólfur sagði að ketillinn yfirfyllist að meðaltali tvi- svar á áratug uns vatnið brýtur sér leið undir jökulinn og kemur undan jökulsporðinum í einum farvegi. Það ræðst síðan af stærð farvegsins hve stórt hlaupið verður. Þórólfur sagði það óvenjulegt við þetta hlaup að það hefði í raun byijað í septemb- er, en þá hefði vatnsyfirborðið í katlinum lækkað um 16 metra, en síðan stöðvaðist hlaupið skyndilega í október án þess að ná hápunkti. Ekki væri vitað um orsakir þessa, en hugsanlega hefðu vatnsleiðir undir jöklinum stíflast. Snorri sagði ómögulegt að geta sér þess til hvort hlaupið myndi vaxa eða hversu mikið það yrði. Kynlegar breytingar á jöklinum Jakob Guðlaugsson bóndi í Skaftafelli hefur fylgst með mörg- um Skeiðarárhlaupum en hann var uppteknari af kynlegum breyting- um á Skeiðaráijökli en sjálfu hlaup- inu, sem hann sagði vera fremur meinlaust. „Það er erfitt að spá um hver framvindan verður, hlaupið gæti verið komið í hámark en svo gæti það haldið áfram að vaxa. Skeiðará var ófrýnileg að sjá í gær þar sem hún ruddist undir brúna á þjóðveginum. Ragnar Stéfánsson í Freysnesi sagði langan aðdraganda að hlaupinu. Þetta er bara svo óvenjulegt núna - jökullinn skreið fram í sumar um 500 metra og þetta virðist haga sér allt öðruvísi en áður,” sagði Jakob. Til marks um framskriðið sagði hann að menn staddir í Skaftafelli sem áður hefðu séð til Lómagnúps í vestri sæju fjallið ekki lengur fyr- ir jöklinum. Það hefur verið allt frá því í sumar eins og það sé að byrja hlaup en engin alvara örðið úr því fyrr en fyrir hálfum mánuði. Jakob fór fyrr um daginn upp að rótum jökulsins til að taka mynd- ir en sagðist ekki hafa orðið var við strandaða ísjaka eins og hann hefði búist við. I hlaupum brotnaði oft stór stykki úr jöklinum og bær- ust þau um eins kílómetra leið áður en þau strönduðu. Hann sagði að mikill kraftur hefði verið á rennslinu undan jökulsporðinum. Snorri Zóphóníasson og Þórólfur Hafstað jarðfræðingar hjá Vatna- mælingum ríkisins við mælingar. Jökullinn fór að hækka í febrúar „Sumarið hefur verið óvenjulegt, það hefur verið svo langur aðdrag- andi að þessu hlaupi,” sagði Ragnar Stefánsson í Freysnesi sem er fædd- ur og uppalinn í Austur-Skaftafells- sýslu og hefur fylgst með Skeiðar- árhlaupum allt frá því 1923. „Jök- ullinn fór að hækka skyndilega í febrúar sl. og miklu meira en fyrir þau minni hlaup sém ég man eftir. Þetta hélst langt fram eftir sumri og stendur jafnvel enn. Hann hefur minnkað að vestan en jafnvel færst í aukana austan til á jöklinum, nær Skaftafellsijöllum. í haust kom skvetta sem maður hélt að væri bytjun á hlaupi. Það var eins og það lokaðist að miklu leyti fyrir þetta. Lengstan tíma síðan hefur verið hlauplitur á vatninu en þó ekki jafnsterkur og hann er orðinn í dag. Um síðustu mánaðamót gaus upp mjög sterk jökulfýlu, en hún finnst oft löngu áður en hlaupið byijar. Upp úr tólfta þessa mánaðar hefur svo mjög hert í ánni,” sagði Ragnar. Evrópudómstóllinn gerir athugasemdir við EES-samninginn; Neikvætt álit dómaranna gæti leitt til breytinga á Rómarsáttmálanum - segir Gunnar Snorri Gunnarsson, forstöðumaður viðskiptaskrif stofu utanríkisráðuneytisins Evrópudómstóllinn hefur varpað fram ýmsum grundvallarspurning- um um hlutverk dómstóls Evrópska efnahagssvæðisins og má af þeim merkja að æðstu dómarar Evrópubandalagsins óttist að EES-samning- urinn vegi að sjálfstæði þeirra. Gunnar Snorri Gunnarsson, forstöðu- maður viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, telur að sú töf sem orðið hefur á því að embættismenn áriti EES-samninginn eigi ekki að fresta undirritun samningsins af hálfu ráðherra ríkja EB og EFTA. Gunnar segir að verði endanlegt álit Evrópudómstólsins ótvírætt á þann veg að samningurinn stangist á við Rómarsáttmálann, grundvall- arlög EB, þá hljóti að koma til álita fyrir ráðherraráð EB og aðildar- ríkin að breyta Rómarsáttmálanum í samræmi við það en þessar vik- urnar er einmitt unnið að endurskoðun sáttmálans fyrir leiðtogafund- inn í Maastricht i desember. „í 228. grein Rómarsáttmálans er kveðið á um að þegar bandalag- ið geri alþjóðasamninga megi fram- kvæmdastjórnin senda þá til Evr- ópudómstólsins til umsagnar,” sagði Gunnar Snorri. „Á föstudag- i.inn.;varJöMjau svör frá dómstóliium;. •iflíi>helldiíri seiötivEkkii vaif itorfólirlij ir komna umsögn að ræða heldur vildi dómstóllinn ráðfæra sig nánar við fulitrúa aðildarríkjanna um einstök atriði og í framhaldi af því ákvað framkvæmdastjórnin að fresta árit- un EES-samningsins. Fram- kvæmdastjórninni var ekki skylt að fresta áritpninni heldur var það £remórge&bllál|að sýriai idóbisjtólnum tilhlýðilega virðingu.” Gunnar Snor- ri sagði að ef svo færi að dómstól- inn kæmi með ótvíræða skoðun í þá veru að EES-samningurinn bryti í bága við Rómarsáttmálann þá hlyti að koma til álita fyrir ráðherr- aráð EB og aðildarríkin að breyta Rómarsáttmálanum en nú er ein- mitt unnið að endurskoðun hans. Gunnar sagði að Evrópudóm- stóllinn hefði einkum áhyggjur af því hvort EES-dómstóiIinn komi til með að hafa áhrif á hlutverk Evr- ópudómstólsins. Sjálf undirritun EES-samningsins af hálfu ráðherra ríkja EB og EFTA tefjist þó sjálf- sagt ekki þótt áritun samninga- manna dragist. Um vafaatriðin verður fjallað á mánudaginn Kristófer M. Kristinsson, frétta- ritari Morgunblaðsins í Brussel, skrifar: Dómárár Jlvrópifdómstóls- ins hafa lagt fimm fyrirspurnir fyr-1 ir framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins og aðildarríki þess. Ákveðið hefur verið að fjalla um þessi vafaatriði á lokuðum fundi aðildarríkjanna í Lúxemborg á mánudaginn kemur. I fyrsta lagi er spurt með tilvísun í 104. grein draga að EES-samn- ingi, þar sem sagt er fyrir um að Evrópudómstóllinn eigi að taka mið af túlkun sameiginlegs EES-dóm- stóls á samningnum, hvort úrskurð- ir EES-dómstólsins eigi að vera Evrópudómstólnum fordæmi. I öðru lagi vísa dómararnir til 95. greinar samningsins sem kveð- ur á um að fimm þeirra skuli eiga sæti í sameiginlegum dómstól EES og spyija hvort þessir dómararar hafi jafn óbundnar hendur og þeir sem ekki sitja í hinum sameiginlega dómstól. í framhaldi af því er spurt hvort sjálfstæði EB-reglna sé ekki með þessu stefnt í hættu. í þriðja lagi er bent á að sam- kvæmt 104. grein EES-samnings- ins sé hennilt ap_jeija_ tulkunar Evropu- dómstólsins á EES-reglum án þess að álitið sé skuldbindandi fyrir dóm- stóla innan EFTA. Spurt er hvort þetta fyrirkomulag sé líklegt til að tryggja fullt samræmi í framkvæmd samningsins innan EFTA og EB og að sama skapi hvort tryggt verði að fyrirtæki innan EB njóti jafnræð- is innan EFTA á sama hátt og EFTA-fyrirtæki innan EB. í fjórða lagi er vísað til 96. grein- ar EES-samningsins en samkvæmt henni mun sameiginlegur dómstóll EES skera úr um myndugleika eft- irlitsstofnana EFTA annars vegar og framkvæmdastjórnar EB hins vegar komi upp ágreiningur sem varðar samkeppnisreglur. Spurt er hvort ekki sé hætt við að þessi grein geti orðið til þess að EES-dómstóll- inn túlki að eigin vild reglur EB og með þeim hætti verði dregið úr völdum Evrópudómstólsins. 1 fimmta lagi er spurt hvort samningar við ríki utan Evrópu- bandalagsins geti orðið tilefni til að breyta sáttmálum og grundvall- arreglum þess. Búist er við að á fundi fram- kvæmdastjórnarinnar og Evrópu- dómstólsins á mánudag skýrist hversu alvarlegar athugasemdir dómaranna eru. Framkvæmda- stjórn EB telur, samkvæmd heim- ildum í Brussel, vafasamt að álit dómaranna ógni samningnum í heild en hugsanlegt sé að semja verði um þessa þætti að nýju til að : tomavtíl móts við gagnrýni þeirra. "Empættismenn í Brussel hafa hald- ið því fram að í versta falli kunni afstaða dómstólsins að verða til þess að sá tími sem líða mun frá áritun samkomulagsins til undirritT unar verði skemmri en gert hafði verið ráð fyrir. Sambærilegt mál frá 1977 I frétt Jfeuíers-fréttastofunnar segir að athugasemdir Evrópudóm- stólsins séu um mikilvæg grundvall- aratriði. „Spurningarnar sýna glöggt að opinbert álit dómsins verður annað hvort að samkomu- lagið standist ekki eða að gera verði breytingar á því,” sagði ónafn- greindur háttsettur heimildarmaður fréttstofunnar. Bent er á að hlið- stæð álitamál hafi risið árið 1977 er Sviss og Evrópubandalagið gerðu samning um að draga úr umferð skipa og báta um Rín og Mósel. Þá átti að stofna sjóð sem greiddi eigendum skipa sem hættu sigling- um bætur. Setja átti á fót sameigin- legan dómstól þar sem væru dómar- ar frá Sviss og EB. Evrópudómstóll- inn varpaði þá fram þeirri spurn- ingu hvort liann hefði óbundnar hendur ef til kasta hans kæmi mál hliðstætt máli sem farið hefði fyrir sameiginlega dómstólinn. Á endan- um varð ekkert úr samningnum milli Sviss og EB. Sendimaður EFTA-ríkis í Brussel segir að ef semja þurfi á nýtt um þann hluta samningsins sem fjallar um úrskurðaraðila þá sé eins víst að Jieildai'jafiivægi samningsins raskist og EFTÁ-ríkin fari að gera _ Jcröfun-um hreytingar-á-öðmm-sy-KU- um. Fortíðarvandanefnd um Framkvæmdasjóð: Eigið fé sjóðsins rýrnaði um 2,7 milljarða á 5 árum Sljórnmálamenn eiga að viðurkenna mistök sín, segir forsætisráðherra EIGIÐ fé Framkvæmdasjóðs íslands rýrnaði um 2,7 milljarða króna á fimm ára t iniabili frá ársbyrjun 1986, að því er fram kemur í skýrslu fortíðarvandanefndar ríkisstjórnarinnar um sjóðinn. Nefndin gagnrýnir stjórn sjóðsins fyrir að hafa vanmetið áhættu af lánveiting- um, einkuni til fiskeldis og ullariðnaðar, og að hafa látið undan þrýst- ingi stjórnvalda um lánveitingar. Þá eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa beitt sér fyrir því að iánað væri í áhættusaman rekstur. Davið Oddsson forsætisráðherra segir að þeir stjórnmálamenn, sem beri ábyrgð á vanda sjóðsins, eigi að axla siðferðilega ábyrgð og viðurkenna mistök sín. Eigið fé Framkvæmdasjóðs er nú neikvætt um 1,3 milljarða króna og mun sú upphæð falla á ríkissjóð að öðru óbreyttu. Fortíðarvanda- nefnd segir að fyrirsjáanlegur greiðsluhalli sjóðsins sé um fjórir milljarðar króna vegna þess að mun meira fé fór út úr sjóðnum en kom inn í hann. Ríkissjóður verði að rétta þann halla af með endurfjár- mögnun og sölu eigna, auk þess sem veita verði sjóðnum fé vegna hinnar neikvæðu eiginfjárstöðu. Áður hefur komið fram að stjórnvöld beittu sér með beinum hætti til þess að stjórn Fram- kvæmdasjóðs lánaði úr sjóðnum. Fortíðarvandanefnd vísar til dæmis til bréfs Steingríms Hermannsson- ar, fyrrverandi forsætisráðherra, til sjóðsins, en þar var mælzt til fyrirgreiðslu við Álafoss hf., sem stjórnin taldi sjóðnum ofviða þrátt fyrir að beiðni ráðherrans væri samþykkt. „Að mati nefndarinnar var það öðru fremur hlutverk stjórnar Framkvæmdasjóðs að sjá til þess að fjármálum sjóðsins væri stjórnað með þeim hætti að hann gæti staðið undir skuldbindingum sínum. Að mati nefndarinnar bar stjórninni naumast skylda til að fara að „eindregnum tilmælum” stjórnvalda í þeim tilfellum sem þau fólu í sér að hagsmuna sjóðsins sjálfs var ekki gætt sem skyldi,” segir í áliti nefndarinnar. „Nefndin telur á hinn bóginn að afskipti stjórnvalda af útlánum sjóðsins hafi orðið til þess að afkoma hans varð verri en ella hefði orðið. Það er hlutverk stjórnvalda að hafa eft- irlit með því að sjóðir og stofnanir hins opinbera starfi í samræmi við hlutverk þeirra. Stjórnvöld geta ekki vikizt undan ábyrgð af afskipt- um sínum og þrýstingi á stjórn sjóðsins.” Nefndin segir að til þess að koma ‘ í veg fyrir vanda af þeim toga, sem ríkissjóður á við að glíma vegna Framkvæmdasjóðs, verði hlutverk og ábyrgð opinberra sjóða að vera skýr og stjórnvöldum beri að sjá til þess að fagleg sjónarmið ráði. Jafnframt þurfi eftirlit með stofn- unum og sjóðum að vera virkt, til þess að grípa megi til ráðstafana í tíma. Fortíðarvandanefnd leggurtil að skipuð verði yfirtökunefnd með fulltrúum forsætisráðuneytis, íjár- málaráðuneytis og Ríkisendurskoð- unar, sem taki við eignum, kröfum og skuldbindingum Framkvæmda- sjóðs í árslok. Sjóðurinn verði lagð- ur niður og gerður að deild við Lánasýslu ríkisins, sem verði falið að gera tillögur um það hvernig mæta megi útgjöldum vegna skuld- bindinga sjóðsins og haga endur- fjármögnun. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ríkisstjórnin hefði í gær sam- þykkt að leggja fyrir þingflokka stjórnarinnar frumvarp um að leggja Framkvæmdasjóð niður, byggt á tillögum nefndarinnar. Ráðherra var spurður hvort hægt væri að draga einhvern til ábyrgðar fyrir þá 2,7 milljarða af almanna- fé, sem farið hefðu í súginn. „Ekki með þeim hætti að það sé lögreglu- mál eða annað þess háttar. Hins vegar er hægt að draga þá til sið- ferðilegrar ábyrgðar, sem hafa far- ið með málið, einkum þegar það hefur gerzt að stjórnmálamenn hafi knúið það í gegn, andstætt vilja sjóðsstjórnarinnar, að lán væru veitt, þrátt fyrir að það virt- ist blasa við að peningarnir væru tapaðir,” sagði Davíð. „Stjórnmála- menn eiga að viðurkenna mistök sín.” Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bækurá sýningu í Borgarleikhúsinu í tílefni 175 ára afmælis Hins íslenzka bókmenntafélags, hefur verið sett upp sýning í anddyri Borgarleikhússins á ýmsum verkum sem félagið hefur látið vinna og gefið út og á merkum gögnum úr sögu féiagsins-.^ýuuigiu.yai! sett upp sjðasUiðinn laugardag, þegar afmælis- ins var minnst með hátíðarsanikomu í leikhúsinu og sóttu hana um; __591Lgestir^BýnmguniuL-lýkur- næstkomandLsunnudagskvöId. -J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.