Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Lagt við hlustir
Það er eins og ákveðið líf færist í þingheim þegar hinn styttri fyrirspurnatími Alþingis er á dagskrá, eins
og gerðist í gær. Þingmenn mega þá beina fyrirspumum til ráðherra, óundirbúið og varir fyrirspurnatíminn
í hálftíma. Fyrirspytjandi má tala í tvisvar sinnum þijár mínútur og ráðherra í tvisvar sinnum fimm mínút-
ur. Þingmenn og ráðherrar tala alla jafna skemur en það í þessum fyrirspumatíma. Þannig voru að sögn
Salome Þorkelsdóttur forseta Aiþingis fluttar 24 ræður á þessum hálftíma í gær. Hér leggja þingmennim-
ir Ámi Mathiesen, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhannes Geir Sigurgeirsson við hlustir.
Stúlkubörnin í Tyrklandi:
Verður að reka málið fyrir
tyrkneskum dómsstólum
- segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
JÓN Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sagði á Alþingi í
gær um málefni stúlknanna
tveggja í Tyrklandi að lögfróðir
menn teldu líkurnar á því að já-
kvæð lausn fengist I málinu meiri
en minni, en hann sagði jafn-
Síðastliðinn fimmtudag mælti
Hjálmar Jónsson fyrir þingsálykt-.
unartillögu sem hann flytur ásamt
tíu öðmm þingmönnum úr öllum
flokkum þeim: Láru Margréti Ragn-
arsdóttur (S-Rv), Ragnari Arnalds
(Ab-Nv), Steingrími Hermannssyni
(F-Rn), Kristínu Einarsdóttur (SK-
Rv), Rannveigu Guðmundsdóttur
(A-Rn), Pálma Jónsyni (S- Nv),
Jónu Valgerði Kristjánsdóttur (SK-
Vf), Geir H. Haarde (S-Rv), Krist-
ínu Ástgeirsdóttur (SK-RV) og
Tómas Inga Olrich (S-Ne).
Tillaga þingmannanna gerir ráð
fyrir að Alþingi álykti að fela ríkis-
stjórninni að skipa nefnd til að
kanna tíðni og orsakir sjálfsvíga á
íslandi. Leiti nefndin jafnframt
leiða til að snúa við þeirri ógnvekj-
andi þróun sem skýrslur sýni að
nú eigi sér stað. Nefnd þessi verði
skipuð aðilum úr þeim stéttum er
sérfróðar geti talist í þessum og
skyldum efnum.
f framsöguræðu sinni lagði
Hjálmar ríka áherslu á að sjálfsvíg
væru viðkvæmt og vandasamt efni,
fjöldi fólks ætti um sárt að binda
vegna sjálfsvígs í fjölskyldu, ást-
vina- eða vinahópi. Ræðumaður
rakti nokkuð það sem rannsóknir
hefðp leit1j|:|í ljós( um orsakir og
áhrifáþætti sjálfsvíga, m.a: Örar
framt að sérfróðir menn væru
sammála um að reka yrði málið
fyrir tyrkneskum dómstólum.
Guðrún Helgadóttir (Ab-R)
spurði hvað utanríkisráðherra og
utanríkisráðuneytið hefði beitt sér
þjóðfélagslegar breytingar og
sveiflur í atvinnulífi, aukið atvinnu-
leysi. Veik staða meginstofnana
þjóðfélagsins eins og fjölskyldu og
kirkju. Hnignun hefða og rótgró-
inna siða. Einnig væri vitað að bein
tengsl væru í mörgum tilvikum
milli þunglyndis og sjálfsvíga.
Þegar litið væri á tölur um fjölda
sjálfsvíga á íslandi sæist ógnvekj-
andi þróun; æ fleiri féllu fyrir eigin
hendi og tíðni sjálfsvíga meðal
ungra karlmanna á aldrinum 15-24
ára hefði margfaldast. Hjálmar
Jónsson taldi fulla ástæðu til að
taka þetta mál hérlendis öruggum
og föstum tökum. Þörfin fyrir rann-
sóknir væri ótvíræð, þar sem ein-
hlítar skýringar á stóraukinni tíðni
sjálfsvíga væru vandfundnar, ekki
síst meðal ungmenna. Það dyldist
ekki að mitt í velferðinni væru
brotalamir og alvarlegir brestir.
Velferðin stæði ekki á varanlegum
grunni nema mannlegi þátturinn
væri mest metinn.
Fjöldi þingmanna tók til máls og
lýstu allir sem einn stuðningi við
tillöguna og þökkuðu framsögu-
manni fyrir flutning hennar. Að
lokinni þessari fyrstu umræðu var
málinu vísað til allsheijarnefndar
og síðari umræðu.
í máli íslensku stúlknanna tveggja
sem nú væri haldið í einskonar gísl-
ingu í Tyrklandi, þrátt fyrir að
móðir þeirra hefði forræði þeirra.
Utanríkisráðherra sagði að frá
því fyrst hefði verið leitað til utan-
ríkisráðuneytisins með þetta mál
hefði eftirfarandi verið gert: „Fyrst
var málið tekið upp við tyrknesk
stjórnvöld, þ.e.a.s. dómsmálaráðu-
neytið tyrkneska í gegnum sendiráð
Tyrkja á Islandi sem er í Osló og
leitað eftir því að fá svör við til-
teknum lögfræðilegum álitamálum.
Síðan var málið skoðað með aðstoð
lögfræðinga og þar á meðal í sam-
ráði við dómsmálaráðuneytið. Nið-
urstaða okkar að höfðu samráði við
dómsmálayfirvöld í Tyrklandi var
þessi: Okkur þótti einsýnt að málið
yrði að reka fyrir tyrkneskum dóm-
stólum,” sagði ráðherra.
Hann sagði að ráðuneytið hefði
fengið mat á því hvað það myndi
kosta að reka slíkt mál fyrir tyrkn-
eskum dómstólum. Utanríkisráðu-
neytið hefði ráðlagt viðkomandi
aðilum að leita eftir því að fá stjórn-
valdsúrskurð um bráðabirgðafor-
ræði yfir börnunum staðfestan fyrir
íslenskum dómstóli. Dómsmálaráð-
uneytið hefði synjað beiðni um gjaf-
sókn, með vísan til einhvers for-
dæmis, en utanríkisráðherra kvaðst
hafa lýst því yfir að utanríkisráðu-
neytið væri reiðubúið til þess kosta
þann hluta af lögfræðikostnaðinum
sem matsgerð hins tyrkneska lög-
fræðings hefði hljóðað upp á.
Jafnframt kvaðst utanríkisráð-
herra hafa ritað tyrkneskum starfs-
bróður sínum bréf og beðið hann
að taka málið upp með persónuleg-
um hætti til að greiða fyrir lausn
á málinu, sem hann hefði gert en
fengið þau svör í dómsmálaráðu-
neytinu að ekki yrði hjá því komist
í þessu máli að reka það fyrir tyrkn-
eskum dómstólum. Utanríkisráð-
herra sagði líkurnar á því að niður-
staðan í málinu ætti að geta orðið
jákvæð væru að mati lögfróðra
manna meiri en minni.
Guðrún Helgadóttir sagði það
ánægjulegt að þarna hefði verið
- reynt sfr gera-ýrrristegt:-------
Könnun á tíðni sjálfsvíga:
Mannlegi þátturinn undir-
staða varanlegrar velferðar
- segir Hjálmar Jónsson
„Velferðin stendur ekki á varanlegum grunni nema mannlegi
þátturinn sé mest metinn. Að maðurinn, lífið og gildi þess sé efst á
listanum hvað velferð viðkemur,” sagði Hjálmar Jónsson (S-Nv) þeg-
ar hann lagði til að tíðni og orsakir sjálfsvíga verði kannaðar.
Páll Pétursson:
Forsætísráðherra beitír
beinni skoðanakúgnn
Til allharðra orðaskipta kom á Alþingi í gær á milli framsóknarþing-
mannanna Páls Péturssonar og Halldórs Ásgrímssonar annars vegar
og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hins vegar, vegna þeirrar
ákvörðunar forsætisráðherra að selja þá Bjarna Einarsson og Jónas
Hallgrímsson út úr stjórn Vest-norræna sjóðsins. Páll og Halldór töldu
í fyrirspurnum sínum að forsætisráðherra beitti opinbera starfsmenn
„beinni skoðanakúgun og misbeitingu valds af grófasta tagi” eins og
Páll orðaði það með þessari ákvörðun, en forsætisráðherra kvaðst
liafa talið eðlilegt að skipta um stjórnarmenn í þessu tilviki.
„Er það krafa forsætisráðherra
að opinberir starfsmenn verði að
hafa sömu skoðun og stjórnvöld í
öllum málum og sé bannað að tjá
sig uin þjóðfélagsmál, jafnvel þótt
þau séu með öllu óskyld þeim störf-
um sem þeir gegna í þágu hins opin-
bera,” spurði Páll Pétursson (F-Nv)
í stutta fyrirspurnatímanum í gær
og bætti við: „Mega opinberir starfs-
menn eiga von á refsingum ef þeir
tala gegn áformum ríkisstjórnarinn-
Forsætisráðherra kvaðst geta f
svarað báðum spumingunum neit-
andi. Að sjálfsögðu væri ekki gerð
slík krafa til embættismanna í
stjórnkerfinu og þeir ættu ekki von
á neinum brottrekstri. „Hér er ein-
göngu verið að skipta um menn í
stjórnum og ráðum og það er ekkert
við því að segja. Það er á valdi for-
sætisráðuneytisins og ég taldi eðli-
legt að skipta um í þessum tveimur
störfum,” sagði Davíð.
ar?
Davíð Oddsson forsætisráðherra:
Samráð við aðila
vinniimarkaðarms
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá Svavari
Gestssyni á Alþingi í gær að óhjákvæmilegt væri að aðilar vinnu-
markaðarins kæmu að þeirri endurskoðun og endurmati á þjóð-
hagsáætlun og fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem nú stæði yfir.
Svavar Gestsson (Ab R) spurði
Davíð Oddsson forsætisráðherra í
stuttum fyrirspurnatíma á Alþingi
í gær hvenær þess væri að vænta
að endurskoðun allra forsenda
þjóðhagsáætlunar og fjárlaga-
frumvarpsins fyrir árið 1992 yrði
lokið, hvenær niðurstöðurnar yrðu
lagðar fyrir Alþingi og hvort ætl-
unin væri að ræða niðurstöðumar
sérstaklega við aðila vinnumark-
aðarins.
Forsætisráðherra sagði að end-
urskoðunin væri þegar- hafin af
hálfu fjármálaráðuneytisins og
fjármálaráðherra. Auk þess hefði
verið skipaður starfshópur sér-
fræðinga og embættismanna til
þess að fara ofan í málin. „Ég á
von á því að tillögur verði lagðar
fyrir ríkisstjórn í næstu viku. Ég
býst við að meginhluti þeirra að-
gerða, sem má vera að gripið verði
til, verði þess eðlis að þær séu á
valdi ríkisstjórnarinnar. Ef atbeini ■
Alþingis þarf að koma til, þá verð-
ur frumvarp þess eðlis og þess
efnis lagt fyrir hið fyrsta og ég
vænti þess að umræða um það
eigi sér þá stað um sömu mundir.”
Forsætisráðhen-a sagði jafn-
framt að stjórnvöld hefðu á undan-
fömum vikum átt í óformlegum
viðræðum við aðila vinnumarkað-
arins. Nú væri fram komin ósk frá
ASÍ um viðræður við ríkisstjórnina
og það kæmi sér vel, því óhjá-
kvæmilegt væri að aðilar vinnu-
markaðarins kæmu að þeirri end-
urskoðun sem nú stæði yfir.
Svavar Gestsson kvaðst telja
athyglisvert að hugsa til þess að ,
ríkisstjórnin skyldi ekki, þrátt fyr-
ir þá erfiðleika sem hún teldi að
væru í efnahagslífínu, sjálf hafa
haft frumkvæði að því að kalla
aðila vinnumarkaðarins til form-
legra viðræðna. „Ég tel að þetta
sanni mjög vel af hverju henni eru
mislagðar hendur, þessari stjórn.
Af því hún hefur ekki vit á því
að kalla þá aðila til samráðs', sam-
vinnu og viðræðna, sem úrslitum
ráða þegar allt kemur til alls í
stjórn efnahags- og atvinnurriála
í landinu,” sagði Svavar.
Miele
Talaðu við
ofebur um
uppþvottavélar
U Jóhann Ólafsson & Co
J SUNDABORG 13 -104 REYKJAVlK -,SlMI 688 588
Talaðu við
ofebur um
ryksugur