Morgunblaðið - 20.11.1991, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER 1991
RAD/X UGL YSINGAR
ATVINNA
IÐUNN
Kvöld- og helgarvinna
Vantar þig aukavinnu? Vantar þig vinnu með
skólanum?
Okkur vantar duglegt sölufólk. Mikil sala.
Góðir tekjumöguleikar.
■ Upplýsingar í síma 626317 frá kl. 13.00-
17.00 í dag, miðvikudag.
TIL SÖLU
Sameignarfélag
í verslunarrekstri, með uppsafnað tap, til sölu.
Áhugasamir leggi nöfn sín og síma á auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 27. þ.m. merktan:
„Beggja hagur - 14851.”
Málverk
eftir Jón Stefánsson, 116x145 cm; Kristínu
Jónsdóttur, 80x106 cm; Kjarval (málað 1921),
60x92 cm. Til mála kemur greiðsla með hús-
bréfum.
Lysthafendur sendi nafn og síma til auglýs-
ingadeildar Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt: „List-
munir - 14307.”
Bílskúr óskast til leigu
helst í vesturbænum í Kópavogi. Á að not-
ast undir lager.
Upplýsingar í síma 43003 milli kl. 8.00 og
19.00.
'Hjp LAGNAFÉLAG ÍSLANDS
Lofsvert lagnaverk
Lagnafélag íslands auglýsir eftir tilnefningum
um lofsvert lagnaverk fyrir árið 1991. Hver
sem er getur tilnefnt verk til viðurkenningar
og hvort heldur verk sem heild eða einstaka
þætti. Verkunum, sem tilnefnd eru nú, skal
hafa verið lokið á árinu 1991.
Tilnefningum skal skila til Lagnafélags ís-
lands, pósthólf 8026, 128 Reykjavík, fyrir
31. desember nk.
Ráðstefna um ferða-
mennsku og umhverfis-
vernd á hálendi íslands
verður haldin á Hótel Borg föstudaginn
22. nóvember 1991.
Eiður Guðnason, umhverfisráðherra, setur
ráðstefnuna.
Framsöguerindi flytur Þóra Ellen Þórhalls-
dóttir, en fjórtán aðilar, sem tengjast ferða-
mennsku og umhverfisvernd á hálendinu,
flytja kynningarerindi.
Pallborðsumræður og fyrirspurnir verða að
loknum flutningi erinda, en ráðstefnunni lýk-
ur með samantekt og niðurstöðum.
Ráðstefnan er öllum opin.
Hún hefst kl. 11.00 og stendur til kl. 18.00.
Dómsmálaráðuneytið.
Samgönguráðuneytið.
Umhverfisráðuneytið.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Vörubílstjórafélagið Þróttur
Félagsfundur
verður haldinn fimmtudaginn 21. nóvember
kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Atvinnumál.
2. Félagsmál.
3. Önnur mál. Stjórnin.
Félagsfundur
Dagsbrúnar
Dagsbrún heldur áríðandi félagsfund fimmtu-
daginn 21. nóvember 1991 kl. 16.30 í Bíó-
borg, Snorrabraut 37 (áður Austurbæjarbíó).
Dagskrá:
1. Félagsmál. .
2. Kjaramál, skýrt frá gangi samningavið-
ræðna.
3. Tillaga um heimild til vinnustöðvunar.
Mjög áríðandi er að Dagsbrúnarmenn fjöl-
menni á fundinn.
Komið á fundinn beint af vinnustað.
Stjórn Dagsbrúnar.
Fyrirtæki óskast
Óska eftir að kaupa lítið eða meðalstórt fyrir-
tæki, sem gæti brauðfætt sjálfan mig og
konuna. Ýmislegt kemur til greina, en þó
ekki söluturn. Vil helst geta unnið venjulegan
dagvinnutíma þótt ekki sé það skilyrði.
Vinsamlega leggið tilboð og upplýsingar inn
á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Sjálfstæður
- 3418”. Trúnaðarmál og öllum svarað.
700-1000m2
Óskum eftir 700-1000 m2 iðnaðarhúsnæði
með innkeyrsludyrum til leigu frá 20. nóv-
ember til áramóta.
Upplýsingar gefur Freyr í síma 621400 eða
650053 á kvöldin
Matvælaiðnaður
Til leigu húsnæði, sem hentar fyrir matvæla-
framleiðslu eða fiskvinnslu.
Húsnæðið skiptist í 560 fm vinnslusal, kæli,
frysti o.fl. og 150 fm skrifstofu- og starfs-
mannaaðstöðu. Gott útisvæði.
Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „S - 9591".
Fundur með Eiði
Guðnasyni
Heimdallur heldur opinn fund með Eiði
Guðnasyni, umhverfismálaráðherra, í dag,
miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 20.30. Að
loknu framsöguerindi ráðherra gefst fund-
armönnum kostur á að bera fram fyrir-
spurnir og koma með ábendingar. Fundur-
inn verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og
hefst kl. 20.30.
Hann er öllum opinn.
Félag sjálfstæðismanna í
Langholtshverfi
Aðalfundur félagsins verður haldinn í dag,
miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 20.30.
Fundarstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
3. Gestur fundarins: Markús Örn Antons-
son, borgarstjóri.
Stjórnin.
I IFIMDAI.I Ul<
F ■ U ■ S
FÉLAGSLÍF
□ GLITNIR 599111207 -
HELGAFELL 599111207 VI 2
I.O.O.F. 7 = 17311208V2 =
E.T.I.
I.O.O.F. 9 = 17311208'A = E.T. 1
RF.GLA MUSTERISRIDDARA
RMHekla
6.11. HS. MT.
20.11. VS. FL.
IOGT
St. einingin nr. 14
Fundur i Templarahöllinni við
Eiríksgötu í kvöld kl. 20.30.
Leikið af fingrum fram, dagskrá í
umsjá hagnefndar.
Félagar fjölmennið.
Æ.T.
SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssamkoma
á Háaleitisbraut 58 í kvöld
kl. 20.30.
Raeðumenn: Sigurbjörn Þorkels-
son og Helgi Elíasson.
Laufey Geirlaugsdóttir syngur.
Allir velkomnir.
Frá Sálarrannsókna-
félagi íslands
Þórunn Maggý heldur skyggni-
lýsingarfund föstudaginn ' 22.
nóvember kl. 20.30 á Sogavegi
69. Upplý6ingar á skrifstofu fé-
lagsins, Garðastræti 8. Opið frá
kl. 13-17. Sími 18130.
Stjórnin.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Biblíulestur kl. 20.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Seltjarnarneskirkja
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Sönghópurinn „Án skilyrða”
syngur undir stjórn Þorvaldar
Halldórssonar. Bobby Arrington
syngur.
FERÐAFELAG
® ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Fimmtudagskvöld
21. nóv. kl. 20.
Tunglskinsganga og blysför:
Setbergshlíð - Kershellir
Hressandi kvöldganga og blys-
för i skammdeginu. Gengið um
Setbergshlíðina sunnan Hafnar-
fjarðar. Áð við kertaljós í Kers-
helli. Kynníngarverð: 400,- kr.,
frítt f. börn m. fullorðnum. Blys
kr. 200,-. Brottför frá Umferðar-
miðstöðinni, austanmegin, (á
Kópavogshálsi og v. kirkjug.
Hafnarfirði).
Sunnudagsferðin 24. nóv. kl.
13 verður Húsfell - Valaból.
Félagsvist Ferðafélagsins
miðvikudagskvöldið 27. nóv. kl.
20 í Borgartúni 6 (Rúgbrauðs-
gerðínni). Góð verðlaun.
Fjölmennið.
Aðventuferð í Þórsmörk
30. nóv.-1. des. 2 dagar.
Gleymið jólastressinu og dveljið
í Mörkinni fyrstu helgi í aðventu.
Gönguferðir og kvöldvaka meö
góðri aðventu- og jólastemmn-
ingu. Verð aðeins 4.500,- kr. fyr-
ir utanfél. og 4.000,- kr. f. félga.
Pantið strax.
Laugardaginn 30. nóv. verður
kynning á félagsheimili Ferða-
félagsins í Mörkinni 6. Göngu-
ferð um Elliðaárdalinn kl. 14
og opið hús kl. 15-16.
Allir velkomnir. Gerist félagar!
Ferðafélag Islands.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533
Miðvikudagur 20. nóv.
kl. 20.30
Kvöldvaka Ferðafélagsins
Árneshreppur á Ströndum,
staðhættir og mannlíf
Kvöldvaka á vegum Ferðafélags
Islands verður haldin miöviku-
daginn 20. nóv. i Sóknarsalnum,
Skipholti 50a, og hefst stund-
víslega kl. 20.30.
Haukur Jóhannesson, jarðfræð-
ingur, fjallar um Árneshrepp (frá
Kolbeinsvík norður að Geirólfs-
núp) í máli og myndum, en Ár-
neshreppur er nyrsti hreppur í
Strandasýslu. Þeir, sem hafa
komiö á þessar slóðir vita, að
stórbrotin og hrikaleg náttúra
þessa landshluta lætur engan
ósnortinn og hefur óhjákvæmi-
lega sett mark sitt á lífsbaráttu
þeirra, sem þar hafa búið.
Feröafélagið hefur árlega efnt
til ferða um þetta svæði. Ein-
stakt tækifæri til þess að fræð-
ast um byggó og náttúru þessa
afskekkta landshluta. Félags-
menn sjá um heimilislegar veit-
ingar. Aðgangseyrir kr. 500,-
(keffi og meölæti innifalið).
Ferðafélagið býður alla vel-
komna til þess að njóta fræðslu
og skemmtunar á kvöldvökunni.
Ferðafélagsspilin verða til sölu.
Myndagetraun.
Munið tunglskinsgöngu
fimmtudagskvöldið 21. nóv. kl.
20 og aðventuferð í Þórsmörk
30.11-1.12. Sannkölluð
stemmningsferð í
byrjun aðventu.
Ferðafélag Islands.