Morgunblaðið - 20.11.1991, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991
37
LONDON
Blóðhiti og bumbusláttur á
íslenskri menningarhátíð
Tbyijun næsta mánaðar mun
T áhugamönnum um íslenska
menningu gefast tækifæri til að
kynnast ýmsu af því sem hún hef-
ur upp á að bjóða á sérstakri hátíð
í Lundúnum.
Greint er frá áformum þessum
í nýjasta hefti tímaritsins PR
Weeki sem sérhæfir sig í mark-
aðs- og kynningarmálum. Tilefnið
er að 1000 ár eru liðin frá því að
Leifur Eiríksson fann Ameríku,
500 árum á undan Kólumbusi.
Frásögninni fylgir myndin hér
að ofan en í texta með henni seg-
ir að tveir íslenskir bumbuslagarar
muni á hátíðinni kynna möguleika
þá á fjölbreytilegum takttegund-
um og hljómfalli sem mannslíkam-
inn bjóði upp á sé hann barinn eða
strokinn af listrænni andagift og
innlifun.
Fréttinni fylgir að hér fari tveir
af þekktustu listamönnum íslend-
inga á þessu sviði en athöfn þessi
sé til þess fallin „að fá blóðið til
að ólga”. Hugmyndina, segir í
frétt blaðsins, átti hinn 38 ára
gamli menningarfulltrúi í sendi-
ráði Islands í Lundúnum, Jakob
Magnússon, sem nýverið tók þar
til starfa. I samtali við blaðið seg-
ir Jakob Magnússon að þar á bæ
vilji menn líta svo á að verið sé
að opinbera þjóðlegan sið, sem
farið hafi fremur hljótt til þessa.
í greinni kemur fram að rætur
þessarar listgreinar sé að finna í
íslenskri alþýðumenningu þótt
hæpið sé að telja þessa iðju til
þjóðaríþróttar íslendinga.
POPPHEIMURINN
Olli minmmáttarkemid umskiptum?
Astralska poppsöngkonan Kylie
Minoque hefur gert áhangend-
um sínum hverft við á hljómleikum
sínum að undanförnu með því að
fletta sig klæðum á sviðinu, innan
skynsamlegra velsæmismarka þó.
Engu að síður er þetta þvílík kúvend-
ing hjá stúlkunni að jafna má við
að hvítt breytist í svart.
Ungfrúin segir þetta stafa af því
að hún sé enginn unglingur lengur,
heldur fullþroskuð kona og það beri
að hressa upp á sviðsframkomuna
með hliðsjón af því. Þykir ýmsum
framferði af þessu tagi sveija sig í
ætt við stéttarsystur hennar Ma-
donnu, að gera út á kynþokkann og
gera þar með sönginn sjálfan að
nokkurs konar aukaatriði. Haft hef-
ur verið eftir ónafngreindum kunn-
ingjum stúlkunnar að hér kunni þó
mestu að ráða minnimáttarkennd
sem gert hefur vart við sig. Þannig
er mál vexti, að Minoque er afar
smávaxin og hún lenti í því fyrir
skömmu, að sambýlismaður hennar
popparinn Dave Hutchense hjá INXS
lét hana róa og tók heldur saman
við danska sýningarstúlku sem í of-
análag er himinhá og gnæfír meira
að segja yfir Hutchense sjálfan.
Fatafellan sé einhvers konar andsvar
við áfallinu.
COSPER
* o O o"
o
’o°o
O o O o
_ ° ° o „
° O ° o ° O
O o° oo OOO
0°o°°oo°oo
o °o°°o O °o ,
0o00oo°o- „
’0°o0°oo °o o o o ° °° 0
°° o o°o ° o ° o ° ° ° ° O o O O o^
° 0 0 - O^S3. °00„000„o o°0<
3 o ° o o o
3 ° O O O <
o~° O Vo°° °
o - o—o-
— Sjáðu, þetta er forstjórinn á leið heim úr vinnunni.
TEIKNIMYNDIR
Ekki mikið um störf fyrir-
teiknara á Islandi
i
- segir Ásta Sigurðar-
dóttir teiknari sem starf-
ar í Kaupmannahöfn
Islensk listakona, ásta sigurðar-
dóttir, teiknaði eitt af aðalhlut-
verkum teiknimyndarinnar Fugla-
stríð 'í Lumbruskógi, sem verið er
að sýna í Regnboganum um þess-
ar mundir og er með íslenskri tal-
setningu.
Ásta Sigurðardóttir hefur búið
í Danmörku frá níu ára aldri. Hún
var í myndhöggvaranámi í Óð-
insvéum, en hefur meira eða
minna unnið við teikningar síðan
námi lauk. „Ég vinn eiginlega al-
veg við teikningar núna og finnst
það miklu líflegra heldur en að
vinna sem myndhöggvari. Það er
mjög gaman og spennandi að
teikna svona fyrir teiknimyndir,”
segir Ásta.
Ásta segir að eitt af fyrstu verk-
unum, sem hún gerði var að teikna
fyrir dönsku teiknimyndina Val-
höll. „Síðan komu nokkrir smá-
þættir fyrir sjónvarp, en þeir voru
unnir upp úr myndinni Valhöll og
fjölluðu um teiknimyndapersón-
una Quark.” Ásta segir að eftir
það hafi hún unnið að annarri
teiknimynd en svo hafi hún farið
að vinna hjá kvikmyndafyrirtæk-
inu Nordisk Film. „Þar vann ég
t.d. við auglýsingamyndir og einn-
ig við upplýsingamyndir um til
dæmis krabbamein og fleira. Eftir
það vann ég svo við Fuglastríðið
og ég teiknaði teiknimyndapersón-
una Ólafíu og líka hlutverk söng-
konu, sem aðeins kemur fram í
myndinni. Við unnum að myndinni
í um tvö ár, og það þykir tiltölu-
lega stuttur tími til að vinna svona
mynd,” segir Ásta.
Hún segir að vinnu hennar við
Fuglastríðið í Lumbruskógi hafi
lokið fyrir rúmu ári. „Þá fór ég
að vinna við mynd fyrir fyrirtæki
í Los Angeles í Bandaríkjunum,
sem heitir Kroyer. Við þessa mynd
unnu einnig nokkrir sem unnið
Ásta Sigurðardóttir teiknaði eina
aðalpersónuna í teiknimyndinni
Fuglastríð í Lumbruskógi.
hafa hjá Disney-fyrirtækinu. Illuti
af myndinni var unninn hér í Dan-
mörku. Hún heitir Ferngully: The
Last Rainforest og fer að líða að
því að hún komi út. Þessi mynd
minnir mig svolítið á teiknimynd-
ina Litlu hafmeyjuna,” segirÁsta.
Ásta vinnur nú hjá Jannik Hast-
rup, en það er hann sem gerði
Fuglastríðið í Lumbruskógi. „N%
erum við m.a. að vinna að fimmt-
án mínútna sjónvarpsmynd, en
næsta mynd verður teiknimynd
um apa og er fyrir börn.” Ásta
segir ekki miklar líkur á því að
hún komi til íslands til að vinna.
„Ég á tvær systur á íslandi og ég
heimsótti þær í sumar. Það er
auðvitað aldrei að vita hvað getur
komið upp, en sem stendur er
ekki mikið um teiknivinnu á ís-
landi svo ég á ekki von á því að
koma heim til að vinna, að minnsta
kosti ekki á næstunni,” segir Ásta
Sigurðardóttir.
í Háskólabíói
fimmtudaginn 21. nóvember, Kl. 20.00
Einleikari: TrulsMörk
Hljómsveitarstjóri: Michel Tabachnik
Efnisskrá:
Beethoven: Coriolanus, forleikur
Prokofieff: Sinfonia concertante
Debussy: Síódegi skógarpúkans
Ravel: Bolero