Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991
©1986 Univers*! Pfaas Synd»c«le
/f lékfctu f/ór&r OSpirmtöfLur OQ
hr 'mgdu i mig i fyrramcilio-"
Nú veitir þér ekkert af þurr-
um martini.
Þessir hringdu . .
Nýju íþróttaskónum stolið
Sunnudaginn 17. nóv. sl., á
tímabilinu 14-16.20, gerðist ein-
hver sekur um þjófnað á nýjum
íþróttaskóm sem voru í hillu í
íþróttahúsi Vals, Valsheimilinu.
Um er að ræða Nike-air skó sem
eru hvítir með grænni láréttri rák
á báðum hliðum. Skórnir eru núm-
er 41 og með s.k. loftpúðum. Ljóst
er að skórnir voru ekki teknir í
misgripum. í umrætt sinn fóru
fram æfingaleikir í húsinu milli
5. flokks Vals og ÍK úr Kópa-
vogi. Hér með er skorað á hinn
seka að skila skónum í Valsheimil-
ið því rétt er að láta að vita að
skór þessir fást ekki hérlendis í
þessum litum og þekkjast því
greinilega. Jafnframt er skorað á
foreldra að aðgæta þetta ef barn
þeirra hefur óþekkta skó í fórum
sínum. Þess er óskað að skónum
verði skilað í Valsheimilið þar sem
upplýsingar liggja fyrir um eig-
endur þeirra.
Mjög gömul heillaóskaskeyti
Hjá óskiladeild lögi’eglunnar í
Reykjavík er pakka að finna sem
geymir mjög gömul heillaóska-
skeyti, sendibréf, gamlar ljós-
myndir og fógetabréf. Pakkinn
hafði gleymst í strætisvagni. Ef
einhver kannast við hlutina getur
hann haft samband við lögregl-
una.
Raleigh-kvenhjól
Rautt' Raleigh-kvenhjól hvarf
frá Grenimel 43 helgina 9.-10.
nóv. Eigandinn getur illa án þess
verið svo sá sem veit hvar hjólið
er niðurkomið vinsamlegast skili
því til lögreglunnar eða hringi í
síma 15398.
Barnagleraugu
Barnagleraugu með blárri um-
gjörð töpuðust föstudaginn 15.
nóv. Líklega hafa þau týnst á leið-
inni frá Kjarrhólma að Starr-
hólma. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 642554.
Svört ullarkápa
Sá eða sú sem tók í misgripum
svarta ullarkápu í félagsheimilinu
í Garðinum föstudaginn 8. þessa
mánaðar vinsamlega skilið henni
á sama stað eða látið vita í síma
92-27018.
Ánægð með grein
Mæja vildi koma eftirfarandi á
framfæri: „Okkur íslendinga
skortir svo tilfinnanlega aga,
umburðarlyndi gagnvart náung-
anum og yfirleitt almenna sið-
fágun. Þess vegna langar mig til
að beina athygli fólks að grein
Jónínu Michaelsdóttur „Þjóðarsál-
in” í Lesbókinni sl. laugardag.
Hana hefðu allir gott af að lesa,
ég held að þar sé hver setning
sönn.”
Bjarna Fel. aftur í enska
boltann
Knattspyrnukona hringdi og
vildi fá Bjarna Fel. aftur til þess
að lýsa ensku knattspyrnunni á
laugardögum. Hún sagði núver-
andi umsjónarmann alltaf hafa
gest með sér og þeir væru ætíð
að tuða eitthvað og það drægi
athyglina frá leiknum.
Kápa afhent í misgripum
Svört Kerner-kápa var afhent
í misgripum úr fatahengi á Hótel
íslandi á árshátíð MR fimmtu-
dagskvöldið 14. nóv. Kápan er
hneppt með einni tölu og hankinn
er gyllt keðja. Foreldrar eru beðn-
ir að kíkja inn í fataskáp barna
sinna og athuga hvort þar sé kápa
sem ekki eigi þar heima. Sá sem
fékk ranga kápu heim með sér
er beðinn að skila henni á Hótel
ísland eða hafa samband við Önnu
í síma 617531.
Útbreiðsla trúarinnar
Heimurinn eins og við þekkjum
hann er heimurinn eftir syndafallið,
las ég eitt sinn í kristilegu blaði.
Veröld þar sem alla skortir Guðs
dýrð og ekki eitt mannanna barna
er réttlátt, nema með vissu skil-
yrði. Heilög ritning segir heiminn
allan liggja í hinu vonda, og sjá,
undur og stórmerki henda. Sonur
Guðs tekur á sig þjóns mynd og
kemur til jarðar holdi klæddur,
vegna þess að Guð elskar mennina
svo mikið og vill ekki að neinn glat-
ist. Kristur Jesús er hinn nýji sátt-
máli frá Guði kominn, eini vegur-
inn, sannleikurinn og lífíð. Hver
sem á hann trúir glatast ekki held-
ur er hann stiginn yfír frá dauðan-
um til lífsins og fær að lifa að eilífu
í ríki Guðs þar sem réttlæti býr og
hvorki harmur né vein eru til, lof
sé Guði og dýrð í upphæðum. Fyrir-
heitið er stórt, því Guð er sá sem
ekki lýgur, þó allir menn séu falln-
ir af leið. En í dag er hjálpræðisdag-
ur og lausn úr ánauð syndarinnar
fyrir hendi. Hver þráir ekki að búa
í réttlátum heimi, þar sem allt böl
er horfíð og dauðinn ekki framar
til? Okkar er valið, og sérhver er
hólpinn er játar Jesúm Krist. ó, hve
himneskt verður þá að lifa og vera
til. Sjá, Jesús kemur aftur. Þenhan
gleðiboðskap verður að færa öllum
mönnum um alla jörð, og því ættu
kristnir menn að hafa hugföst orð
Jesú Krists í Matteusarguðspjalli,
að fara út um allan heim og gjöra
menn að Iærisveinum. Fyrr getur
ríki Guðs ekki komið, og þetta starf
geta titlaðir prestar ekki unnið ein-
ir, þar sem kirkjulög og hefðir og
embættisverk hefta þá. Kirkjan sem
stofnun er þeim sem tugthús og
heldur þeim í fjötrum, sem hverjum
öðrum tugthúslimum svo þeir kom-
ast ekki út á akurinn til að vinna
menn til guðsríkis.
Mikil ábyrgð hvílir því á sérhverj-
um kristnum manni. Að hann geri
sér grein fyrir sínum almenna prest-
dómi og útbreiði fagnaðarboðskap-
inn um frelsarann Jesúm Krist og
ríki Guðs, þar sem réttlæti mun búa
um eilífð, lof og þökk sé Guði.
Höfum hugfasta kristniboðsskipun
frelsarans nú þegar líða fer að jólum
og hátíð Guðssonar fer í hönd.
Einar Ingvi Magnússon
Víkverji skrifar
Athygli Víkverja var nýlega vak-
in á hættulegri þróun sem
væri að verða í áfengissölu hér á
landi. Var þar bent á, að þjónustu-
staðir við þjóðveginn hefðu fengið
leyfí til að selja áfengan bjór og
létt vín. Þessi sala væri að því leyti
frábrugðin áfengissölu almennt á
vínveitingastöðum, að á veitinga-
staðina við þjóðveginn kæmu menn
ekki til að kaupa áfengi til neyslu
á staðnum heldur tækju bjórkipp-
una með sér út í bíl og héldu áfram
ferð sinni.
Víkverja er ekki kunnugt um hve
víða við jjjóðvegi er unnt að kaupa
áfengi en útbreiðsla á slíkri áfengis-
sölu hér gengur þveit á það, sem
er að gerast hvarvetna annars stað-
ar. Meira að segja í vínlandinu
mikla, Frakklandi, er verið að setja
áfengissölu á áningarstöðum við
þjóðvegi skorður. Þegar slíkt bann
er sett, er jafnframt verið að vinna
að öryggi í umferðinni og draga
úr slysahættu, sem má ekki síst
rekja til áfengisneyslu.
Víkverji telur nauðsynlegt að
umræður fari fram um þessa þróun
hér og rætt sé um kosti hennar og
galla á opinberum vettvangi. Vín-
veitingaleyfí eru veitt til þess að
veitingamenn geti selt viðskiptavin-
um sínum alhliða þjónustu á
veitingastaðnum. Það er ekki veitt
í því skyni að koma á fót eins kon-
ar aukaútsölu fyrir Afengis- og tób-
aksverslun ríkisins.
xxx
Hugmyndir eru uppi um að af-
nema einkarétt ríkisins til að
selja áfengi. Enginn vafi er á því,
að seint næst eining um slíka breyt-
ingu. Deilurnár eiga ekki eftir að
verða um það, hvort hagkvæmara
eða óhagkvæmai'a sé að selja vör-
una fyrir tilstilli einkaaðila en ríkis-
ins. Rökin fyrir ríkiseinokun eru
ekki skotheld, þegar rætt er um
málið með viðskiptasjónarmið í
huga. Annað verður uppi á teningn-
um, þegar rætt er um félagslega
þáttinn eða heilbrigðisþáttinn. Sam-
kvæmt öllum lögmálum eykst
neysla á vöru í réttu hlutfalli við
hve auðvelt er að nálgast hana.
Þeir sem vilja hafa einhvern hemil
á áfengisneyslu munu því andmæla
afnámi ríkiseinokunarinnar.
xxx
Þegar rætt er um bindindismál
og stjórnmál, er erfitt að nota
hefðbundnar flokkslínur til að setja
mörkin á milli manna. Bindindis-
málin eru þverpólitísk. Þetta kom
til dæmis glögglega í ljós, þegar
rætt var um bjórsölu á Alþingi.
Innan stjórnmálaflokka gegnir mik-
illar tregðu til að ræða um bindind-
ismál, og fyrir suma eru orð eins
og til dæmis bindindissemi beinlínis
bannorð, þegar að því kemur að
álykta um brýn úrlaúsnarefni þjóð-
arinnar.
Víkveiji er þeirrar skoðunar að
þessi tregða til þess að líta á áfeng-
isneyslu í stóru þjóðfélagslegu sam-
hengi sé á undanhaldi. Er það að-
eins í samræmi við útbreiðslu þeirra
skoðana, að sérhver einstaklingur
verði Sjálfur nokkuð á sig að leggja
til að gæta eigin heilsu og velferð-
ar. Æ fleiri átta sig á því að ekki
dugar að lifa í þeirri trú, að ríkið
hugsi fyrir þá og segi hvað þeir
megi og hvað þeim sé bannað.