Morgunblaðið - 20.11.1991, Page 44

Morgunblaðið - 20.11.1991, Page 44
RISC SYSTEM/6000 KEYRIR UNIX FRAMTÍÐARINNAR: tonitiiililftfcib VÁTRYGGING sjják, SEM BRIÍAR 'ájpllfe; IBM AIX SJÓVÁt«LMENNAR SÍMl eOn'oO^FAX eOltÍfVóSTHó’LFISSS^AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI #5 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. :i' •' ..-vi • ' w ' ■'', ■ Jakob Guðlaug'sson myndar ólgandi kvísl Skeiðarár. Morgunblaðið/KGA * Ovenjuhraður vöxtur í Skeiðará RENNSLI í Skeiðará var á bil- inu 1700-1800 rúmmetrar á sekúndu í gær en talið er að hlaup hafi hafist í ánni fyrir tæpri viku, að sögn Snorra Zóphóniassonar jarðfræðings. Hann sagði að vaxið hefði óvenjuhratt í ánni. Jakob Guð- laugsson bóndi í Skaftafelli, sem hefur fylgst með mörgum Skeiðarárhlaupum, sagði að breytingar hefðu orðið á jöklin- um siðan sl. sumar og byrgði hann nú sýn til Lómagnúps frá vissum stöðum í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Ain rennur fram í fjórum meg- inkvíslum og smærri álum og leggur mikla jöklafýlu af henni. Snorri sagði að vaxið hefði óvenjuhratt í ánni, því að í fyrra- dag mældust 1200 rúmmetrar á sekúndu. Hann sagði að það gæti allt eins bent til þess að þetta hlaup yrði ekki stórt. Eðlilegt rennsli árinnar um þetta léyti árs er 100-150 rúmmetrar. Upptök hlaupsins eru í Gríms- vötnum og sagði Snorri að vatn safnaðist þar fyrir í katli vegna eldsumbrota eða jarðvarma á svæðinu. Þegar þrýstingur væri orðinn nægur til að sleppa undir jökulinn ryddist vatnið fram und- an jökulsporðinum í einum far- vegi. Það réðist síðan af stærð opsins í sporðinum hve stórt hlaupið yrði. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans: Slaka þarf á ákvæðum um lausafjárskyldu bankanna Slj órnarf rumvarp: Framkvæmda- sjóður verði lag’ður niður RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að vísa til þingflokka stjórn- arflokkanna frumvarpi um að Framkvæmdasjóður verði lagður niður og gerður að deild í Lána- sýslu ríkisins. Frumvarpið er byggt á tillögum fortíðarvanda- nefndar, sem í gær skilaði skýrslu um vanda Framkvæmda- sjóðs. Fortíðarvandanefnd segir í skýrslu sinni að eigið fé Fram- kvæmdasjóðs hafi rýmað um 2,7 milljarða króna á fimm ára tíma- bili, frá ársbyrjun 1986. Nefndin gagnrýnir afskipti stjórnvalda af lánveitingum sjóðsins og telur að þau hafi haft þau áhrif að staða hans versnaði. Nefndin leggur til að skipuð verði yfirtökunefnd, sem taki við eignum, kröfum og skuldbindingum Fram- kvæmdasjóðs um áramót. Lána- sýslu ríkisins verði falið að gera tillögur um hvernig haga megi end- urfjármögnun til að standa undir skuldbindingum sjóðsins, en fyrir- sjáanlegur er mikill greiðsluhalli. .■jsmÞá mun sjóðurinn þurfa á ríkisfram- iagi að halda, enda er eigið fé hans neikvætt um 1.300 miiljónir króna. Sjá frétt á miðopnu. Handbolti: Heimsmeistara- keppni eða fjár- hagsstuðningur Forsætisráðherra og fjármála- ráðherra hafa sagt Handknatt- leikssambandi Islands að verði —heimsmeistarakeppnin í hand- knattleik haldin hér á landi árið 1995 fái HSÍ hvorki ríkistryggt lán né styrk frá ríkisvaldinu vegna fjárhagsstöðu sambands- ins. Fjárhagsstaða HSÍ er mjög slæm og hefur verið óskað eftir stuðningi ríkisvaldsins. Stjórnvöld eru tilbúin til að koma til móts við sambandið vegna kostnaðar í sambandi við umsóknina um HM að því tilskildu að hætt verði við að halda keppn- ina, en engar upphæðir hafa verið nefndar. HSÍ tekur málið fyrir á sambandsstjórnarfundi um helgina. Sjá „Hvorki Ián né styrkur...” á bls. 43. SVERRIR Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, segist telja eðlilegt að stjórnvöld slaki á að- haldsákvæðum um bindiskyldu og Iausafjárskyldu innlánsstofn- I ana vegna þeirra þrenginga sem nú eru. „Þeim mun erfiðara eiga bankarnir með að lækka vexti | sem þeir eru beittir harðari tök- um og refsiákvæðum að þessu leyti,” segir hann. í Morgunblað- inu í gær kom fram að innláns- stofnanir hafa greitt 178 millj. kr. í refsivexti á tímabiiinu jan- úar til september í ár sökum þess að hafa ekki tekist að upp- fylla kröfur um lausafjárskyldu, en hún miðast við 12% af ráðstöf- unarfé. Á sama tímabili í fyrra námu refsivextirnir 27,3 milljón- um. Sverrir segist ekki óttast að bankarnir auki útlán þótt slakað verði á þessum skilmálum. Sverrir segir að það sé nýbreytni að 75% þeirra tekna, sem Seðla- bankinn innheimtir í formi refsi- vaxta, renni til ríkisins. „Ég hygg að Ólafur Ragnar Grímsson hafi komið þeirri breytingu á,” sagði hann. „Á spennutímum ber mikla nauð- syn til að takmarka útlán og bindi- skylda og lausafjárskylda er ein aðferðin af hálfu stjórnvalda til að hindra of mikil útlán. Annað mál er að það er endalaust álitamál hversu há.hún eigi að vera. Ég er þeirrar skoðunar að á þeim tímum sem nú eru rúririir upp séu þetta of strangir skilmálar. Gífurlegur lánsfjárþorsti ríkisins og nauðsyn bankanna á að ná í sparifé til að sinna atvinnulífinu helst í hendur og allt stuðlar það að því að erfið- ara er að fást við lækkun vaxta en ella. Nokkur vítahringur er fólginn í þessu og ég held að stjórnvöld ættu að huga að því að lina þessi ákvæði núna þegar þrengir að. Ég held að það muni ekki skapa hættu á að bankarnir muni taka útlána- málin lausari tökum eins og nú er ástatt,” sagði Sverrir. Seðlabankinn lækkaði nýlega bindiskyldu innlánsstofnana um 1% fram til áramóta. Sverrir sagði að það hefði þýtt 600 milljónir króna fyrir Landsbankann en eftir sem áður væru 4,2 milljarðar bundnir af fé bankans. „Ég minni þó á að á verðbólgutímum eru aðhaldsá- kvæði eins og Seðlabankinn hefur beitt mikil nauðsyn en ég tel að nú séu þeir tímar runnir upp að þörf sé á að taka þau til endurskoðunar og lina tökin, því þeim mun erfið- ara eiga bankar með að lækka vexti .sem þeir eru beittir harðari tökum og refsiákvæðum að þessu leyti,” sagði Sverrir. Þrír slösuðust í hörðum árekstri ÞRIR voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans í gærkvöldi eftir harðan árekstur á mótum Selja- skóga og Akrasels. Að sögn lög- reglu slösuðust ökumaður og far- þegi í öðrum bílnum lítillega en hinn ökumaðurinn var mikið brot- inn og var hann fluttur í sjúkra- bíl á Borgarspítalann. Bílarnir eru báðir gjörónýtir'eftir áreksturinn. Þrír árekstrar urðu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgar- túns frá kl. 16 og fram á kvöld. Árekstrarnir voru svo harðir, að fjarlægja þurfti alla bílana með kranabíl. Lögreglan sagði að ekki væri hægt að fullyrða hvað olli árekstrunum á þessum fjölförnu götum. M orgu nblaðið/Ingvar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.