Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 4

Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 Kaup á 9 loðdýrahús- um borín undir Alþingi STEINGRÍMUR J. Sigfússon skrifaði í ráðherratíð sinni í land- búnaðarráðuneytinu undir sam- komulag um kaup á 9 loðdýrahús- um og annarri aðstöðu að verð- mæti rúmlega 47 milljónir króna á jörðunum Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu í Olfus- hreppi. Fyrrum ráðherra segir í fréttatilkynningu kemur fram að tveir aðilar, Landsbanki íslands í Grindavík og Olís og Olíusamlag Grindavíkur, hafa lagt fram 200 að kaupin hafi verið liður í að- gerðum jarðadeildar landbúnað- arráðuneytisins til hjálpar loð- dýrabændum. Samkvæmt úr- skurði ríkislögmanns J)arf að bera kaupin undir Alþingi. Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, sagði í þúsund hvor um sig á bókina og hvetja fyrirtæki og einstaklinga að gefa í þessa söfnun. samtali við Morgunblaðið að sam- kvæmt ábúðarlögum væri ríkinu skylt að kaupa allar eigur ábúenda á ríkisjörð ef hann stæði ekki í skil- um. Því hefði stundum verið brugðið á það ráð að greiða fyrir fjárhags- stöðu ábúenda með því að kaupa hluta eigna þeirra til þess að koma í veg fyrir ábúðarlok. Yfirleitt sagði Sigurgeir að um smærri upphæðir væri að ræða en að þessu sinni væri hún svo há að leitað hefði ver- ið eftir samþykki fjármálaráðuneyt- isins. Ríkislögmaður hefði hins vegar úrskurðað að Alþingi þyrfti að sam- þykkja kaupin. Því hefði fjárhags- nefnd verið ritað erindi þar að lút- andi. Steingrímur J. Sigfússon sagði í samtali við Morgunblaðið að sam- komulag um kaupin hefði verið liður í aðgerðum jarðadeildar til hjálpar loðdýrabændum. Farið hefði verið yfír hvert mál fyrir sig og ákveðið hvort kaup á hluta eigna ábúenda væru skynsamleg lausn eða ekki. Slysið við Grindavík: Styrktarsjóður stofnaður Grindavík. STOFNAÐUR hefur verið sparisjóðsreikningur í Landsbanka íslands í Grindavík til að styrkja eiginkonur og fjölskyldur þeirra sem fór- ust með Eldhamri GK 14 i Grindavík. Reikningurinn er númer 6180 við Landsbankann. VEÐURHORFUR í DAG, 12. DESEMBER YFIRLIT: 975 mb djúp og víðáttumikil lægð yfir Grænlandshafi hreyfist norðaustur. 1040 mb hæð yfir Suður-Skandinavíu. SPÁ: Vestlæg átt, allhvöss framan af degi en lægir síðan smám saman. Léttskýjað austanlands en éljagangur í öðrum landshlutum, mest vestanlands. Víðast vægt frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Vestlæg átt, víða kaldi eða stinningskaldi. Lengst af léttskýjað austanlands en óljagangur í öðrum landshlutum. Hiti um eða rétt undir frostmarki. Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hitl 5 4 veður skýjað rigning Bergen 6 skýjað Helsinki 0 þokumóða Kaupmannahöfn 1 þokumóða Narssarssuaq +8 léttskýjað Nuuk +7 snjókoma Osló +2 þokaigrennd Stokkhólmur 4 léttskýjað Þórshöfn 5 léttskýjað Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 1 heiðskírt Barcelona 8 rignlng Berifn +2 mistur Chicago vantar Feneyjar 4 heiðskirt Frankfurt 0 léttskýjað Glasgow +4 þokuruðningur Hamborg +1 léttskýjað London 0 mistur LosAngeles 14 alskýjað Lúxemborg +3 skýjað Madríd 8 þokumóða Malaga 15 alskýjað Mallorca 13 skýjað Montreal 4 skýjað NewYork 6 heiðskirt Orlando vantar París 0 léttskýjað Madeira 20 skýjað Róm 6 skýjað Vfn +3 mistur Washington vantar Winnipeg +5 léttskýjað Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Sýslumaðurinn átta manna maki Jón Isberg sýslumaður Húnvetninga, sem löngu er landskunnur, gerði sér lítið fyrir á dögunum og gaf öllu starfsfólki sínu frí eina viku og notaði fólkið tækifærið og brá sér til Amsterdam í innkaupa- ferð. Jón gekk á meðan í öll störf á sýsluskrifstofunni. Það skal þó tekið fram að lögreglan í Húnaþingi fékk ekki frí. Aðspurður sagði Jón að það væri hollt að kynnast öllum þáttum starfseminnar á sýslu- skrifstofunni og að hlutirnir hefðu ekkert vafíst fyrir sér. Það voru átta starfsmenn sem Jón ísberg gekk í störf fyrir og má með sanni segja að Jón ísberg sýslumaður Húnvetninga sé átta manna maki. Jón Sig / Blönduós Borgarráð: Þjónustumiðstöð fyr- ir aldraða í S-Mjódd BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu að þjónustumiðstöð fyrir aldraða í Suður-Mjódd í Breið- holti en þar er fyrirhugað að reist verði hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. Áætlaður heildarkostnaður þjónustumið- stöðvarinnar ásamt búnaði er um 181 milljón króna. Gert er ráð fyrir tveggja hæða húsi ásamt kjallara og er fyrsta hæð 655 fermetrar. Þar verður móttaka, skrifstofur, matsalur, handavinnu- og föndurherbergi. Á annari hæð, sem er 245 fermetrar, verður setustofa, bókasafn, sjúkra- bað og hreyfisalur. í kjallara, sem er 207 fermetrar, er tæknirými, sorpgeymsla og geymslur. Fram kemur að byggingarnefnd aldraðra fellst í meginatriðum á tillögu hönnuða og samþykkir jafnframt að kanna hvort hluti hússins þar á meðal önnur hæð verði sameign hjúkrunarheimilisins og þjón- ustumiðstöðvarinnar. -----» ♦ ♦ Hæstiréttur: 3 sóttu um emb- ætti dómara ÞRJÁR umsóknir bárust um emb- ætti dómara við Hæstarétt íslands en umsóknarfrestur rann út á miðnætti á þriðjudag. Umsækj- endur eru: Auður Þorbergsdóttir borgardómari, Garðar Gíslason borgardómari og dr. Páll Sigurðs- son prófessor. Umsóknirnar hafa verið sendar Hæstarétti til umsagnar lögum sam- kvæmt. Um er að ræða það emb- ætti sem Bjarna K. Bjarnasyni hæst- aréttardómara hefur verið veitt lausn frá, frá og með áramótum. Tvær bækur eftir Hannes Pétursson HJÁ Bókaútgáfunni Iðunni eru komnar út tvær bækur eftir Hannes Pétursson skáld, Eintöl á vegferðum og endurútgáfa á ljóðabókinni Stund og staðir. I kynningu útgefanda segir: „I bókinni Eintöl á vegferðum er að finna minningabrot og hugleið- ingar frá nokkrum ferðalögum Hannesar Péturssonar skálds inn- anlands og utan, ferðum til móts við ný yrkisefni, ferðum á vit minning- anna, ferðum á bak við ár og at- burði. Kaupmannahöfn, Róm, Stað- arfjöll, Búdapest, Álftanesfjara — ætíð tekst skáldinu af innsæi og fágætri stílsnilld að birta lesandan- um nýja sýn, nýjan sannleik, hvort sem sporin liggja um kunnar slóðir eða ókunnar. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi í tilefni af 60 ár afmæli skáldsins. Vandað er til útgáfunnar í hvívetna og er hluti upplagsins áritaður af höfundi. Gunnar Karls- son listmálari myndskreytti bókina. Ljóðabókin Stund og staðir, þriðja ljóðabók Hannesar Péturssonar, sem út kom árið 1962 hefur lengi verið ófáanleg en kemur nú út í nýrri útgáfu. Hún geymir mörg eftir- Hannes Pétursson minnileg ljóð, þar sem yrkisefni er sótt jafnt til æskustöðvanna sem mannlífsiðu erlendra stórborga." Prentsmiðjan Oddi prentaði. (Féttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.