Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 Kaup á 9 loðdýrahús- um borín undir Alþingi STEINGRÍMUR J. Sigfússon skrifaði í ráðherratíð sinni í land- búnaðarráðuneytinu undir sam- komulag um kaup á 9 loðdýrahús- um og annarri aðstöðu að verð- mæti rúmlega 47 milljónir króna á jörðunum Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu í Olfus- hreppi. Fyrrum ráðherra segir í fréttatilkynningu kemur fram að tveir aðilar, Landsbanki íslands í Grindavík og Olís og Olíusamlag Grindavíkur, hafa lagt fram 200 að kaupin hafi verið liður í að- gerðum jarðadeildar landbúnað- arráðuneytisins til hjálpar loð- dýrabændum. Samkvæmt úr- skurði ríkislögmanns J)arf að bera kaupin undir Alþingi. Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, sagði í þúsund hvor um sig á bókina og hvetja fyrirtæki og einstaklinga að gefa í þessa söfnun. samtali við Morgunblaðið að sam- kvæmt ábúðarlögum væri ríkinu skylt að kaupa allar eigur ábúenda á ríkisjörð ef hann stæði ekki í skil- um. Því hefði stundum verið brugðið á það ráð að greiða fyrir fjárhags- stöðu ábúenda með því að kaupa hluta eigna þeirra til þess að koma í veg fyrir ábúðarlok. Yfirleitt sagði Sigurgeir að um smærri upphæðir væri að ræða en að þessu sinni væri hún svo há að leitað hefði ver- ið eftir samþykki fjármálaráðuneyt- isins. Ríkislögmaður hefði hins vegar úrskurðað að Alþingi þyrfti að sam- þykkja kaupin. Því hefði fjárhags- nefnd verið ritað erindi þar að lút- andi. Steingrímur J. Sigfússon sagði í samtali við Morgunblaðið að sam- komulag um kaupin hefði verið liður í aðgerðum jarðadeildar til hjálpar loðdýrabændum. Farið hefði verið yfír hvert mál fyrir sig og ákveðið hvort kaup á hluta eigna ábúenda væru skynsamleg lausn eða ekki. Slysið við Grindavík: Styrktarsjóður stofnaður Grindavík. STOFNAÐUR hefur verið sparisjóðsreikningur í Landsbanka íslands í Grindavík til að styrkja eiginkonur og fjölskyldur þeirra sem fór- ust með Eldhamri GK 14 i Grindavík. Reikningurinn er númer 6180 við Landsbankann. VEÐURHORFUR í DAG, 12. DESEMBER YFIRLIT: 975 mb djúp og víðáttumikil lægð yfir Grænlandshafi hreyfist norðaustur. 1040 mb hæð yfir Suður-Skandinavíu. SPÁ: Vestlæg átt, allhvöss framan af degi en lægir síðan smám saman. Léttskýjað austanlands en éljagangur í öðrum landshlutum, mest vestanlands. Víðast vægt frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Vestlæg átt, víða kaldi eða stinningskaldi. Lengst af léttskýjað austanlands en óljagangur í öðrum landshlutum. Hiti um eða rétt undir frostmarki. Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hitl 5 4 veður skýjað rigning Bergen 6 skýjað Helsinki 0 þokumóða Kaupmannahöfn 1 þokumóða Narssarssuaq +8 léttskýjað Nuuk +7 snjókoma Osló +2 þokaigrennd Stokkhólmur 4 léttskýjað Þórshöfn 5 léttskýjað Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 1 heiðskírt Barcelona 8 rignlng Berifn +2 mistur Chicago vantar Feneyjar 4 heiðskirt Frankfurt 0 léttskýjað Glasgow +4 þokuruðningur Hamborg +1 léttskýjað London 0 mistur LosAngeles 14 alskýjað Lúxemborg +3 skýjað Madríd 8 þokumóða Malaga 15 alskýjað Mallorca 13 skýjað Montreal 4 skýjað NewYork 6 heiðskirt Orlando vantar París 0 léttskýjað Madeira 20 skýjað Róm 6 skýjað Vfn +3 mistur Washington vantar Winnipeg +5 léttskýjað Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Sýslumaðurinn átta manna maki Jón Isberg sýslumaður Húnvetninga, sem löngu er landskunnur, gerði sér lítið fyrir á dögunum og gaf öllu starfsfólki sínu frí eina viku og notaði fólkið tækifærið og brá sér til Amsterdam í innkaupa- ferð. Jón gekk á meðan í öll störf á sýsluskrifstofunni. Það skal þó tekið fram að lögreglan í Húnaþingi fékk ekki frí. Aðspurður sagði Jón að það væri hollt að kynnast öllum þáttum starfseminnar á sýslu- skrifstofunni og að hlutirnir hefðu ekkert vafíst fyrir sér. Það voru átta starfsmenn sem Jón ísberg gekk í störf fyrir og má með sanni segja að Jón ísberg sýslumaður Húnvetninga sé átta manna maki. Jón Sig / Blönduós Borgarráð: Þjónustumiðstöð fyr- ir aldraða í S-Mjódd BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu að þjónustumiðstöð fyrir aldraða í Suður-Mjódd í Breið- holti en þar er fyrirhugað að reist verði hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. Áætlaður heildarkostnaður þjónustumið- stöðvarinnar ásamt búnaði er um 181 milljón króna. Gert er ráð fyrir tveggja hæða húsi ásamt kjallara og er fyrsta hæð 655 fermetrar. Þar verður móttaka, skrifstofur, matsalur, handavinnu- og föndurherbergi. Á annari hæð, sem er 245 fermetrar, verður setustofa, bókasafn, sjúkra- bað og hreyfisalur. í kjallara, sem er 207 fermetrar, er tæknirými, sorpgeymsla og geymslur. Fram kemur að byggingarnefnd aldraðra fellst í meginatriðum á tillögu hönnuða og samþykkir jafnframt að kanna hvort hluti hússins þar á meðal önnur hæð verði sameign hjúkrunarheimilisins og þjón- ustumiðstöðvarinnar. -----» ♦ ♦ Hæstiréttur: 3 sóttu um emb- ætti dómara ÞRJÁR umsóknir bárust um emb- ætti dómara við Hæstarétt íslands en umsóknarfrestur rann út á miðnætti á þriðjudag. Umsækj- endur eru: Auður Þorbergsdóttir borgardómari, Garðar Gíslason borgardómari og dr. Páll Sigurðs- son prófessor. Umsóknirnar hafa verið sendar Hæstarétti til umsagnar lögum sam- kvæmt. Um er að ræða það emb- ætti sem Bjarna K. Bjarnasyni hæst- aréttardómara hefur verið veitt lausn frá, frá og með áramótum. Tvær bækur eftir Hannes Pétursson HJÁ Bókaútgáfunni Iðunni eru komnar út tvær bækur eftir Hannes Pétursson skáld, Eintöl á vegferðum og endurútgáfa á ljóðabókinni Stund og staðir. I kynningu útgefanda segir: „I bókinni Eintöl á vegferðum er að finna minningabrot og hugleið- ingar frá nokkrum ferðalögum Hannesar Péturssonar skálds inn- anlands og utan, ferðum til móts við ný yrkisefni, ferðum á vit minning- anna, ferðum á bak við ár og at- burði. Kaupmannahöfn, Róm, Stað- arfjöll, Búdapest, Álftanesfjara — ætíð tekst skáldinu af innsæi og fágætri stílsnilld að birta lesandan- um nýja sýn, nýjan sannleik, hvort sem sporin liggja um kunnar slóðir eða ókunnar. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi í tilefni af 60 ár afmæli skáldsins. Vandað er til útgáfunnar í hvívetna og er hluti upplagsins áritaður af höfundi. Gunnar Karls- son listmálari myndskreytti bókina. Ljóðabókin Stund og staðir, þriðja ljóðabók Hannesar Péturssonar, sem út kom árið 1962 hefur lengi verið ófáanleg en kemur nú út í nýrri útgáfu. Hún geymir mörg eftir- Hannes Pétursson minnileg ljóð, þar sem yrkisefni er sótt jafnt til æskustöðvanna sem mannlífsiðu erlendra stórborga." Prentsmiðjan Oddi prentaði. (Féttatilkynning.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.