Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 18

Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 18
<18 'MOÉGÚtóBtÆÐÍÐ í'IAfcMttfDÁfcí'ÚR' 12. ÚESÚMBÚR T9D1 Snuðra og Tuðra Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Snuðra og Tuðra verða vinir; Snuðra og Tuðra í búðarferð; Snuðra og Tuðra fara í strætó; Snuðra og Tuðra í miðbænum; Snuðra og Tuðra missa af matn- um. Gunnar Karlsson mynd- skreytti. Iðunn, 1991. Iðunn Steinsdóttir hefur sett ævintýri systranna Snuðru og Tuðru í fimm smábækur, sem segja frá sérstökum viðburðum í lífi þeirra. Þær systur eru allt annað en þægar og gera mömmu sinni lífið leitt, en í hverri sögu sjá þær að sér og skilja af hverju reglur eru settar. í fyrstu bókinni læra þær tillitssemi hvor við aðra, í annarri er notuð búðarferð til að kenna þeim um hollustu í matar- æði, í strætóbókinni er þeim hent út úr vagninum vegna þess hve ókurteisar þær eru og þeim kennt að standa upp fyrir eldra fólki. Mamma fer með þær í bæinn til að kaupa á þær föt en þá týnist önnur og hafnar á lögregiustöð- inni. Og loks missa þær af matnum þegar þær eru of uppteknar við að leika sér og koma ekki að borð- inu þegar á þær er kallað. Hver saga er sjálfstæð en svo virðist sem sá lærdómur sem dreg- inn er af hverri sögu gangi ekki yfir í þá næstu, enda eru frásagn- imar af óþægð þeirra systra sjálf- sagt hugsaðar sem efni í langa, skemmtilega ritröð. Textinn er léttur og skemmtilegur og Iðunn kann vel að segja sögur af alls kyns uppátækjum. Hverja sögu má líka nota til að ræða um sér- stök bemskubrek og til að leiðrétta það sem aflaga fer í hegðun yngstu kynslóðarinnar. Bækumar eru heftar og frá- gangur þannig að þær verði sem ódýrastar. Ekkert er heldur á þeim blaðsíðutalið. Einn galli sem ég get ekki látið ógetið er sá að á síðustu síðu hverrar bókar er endurtekin einhver mynd úr sögunni sjálfri sem er yfirleitt í miklu ósamræmi Iðunn Steinsdóttir við endalok sögunnar. Sem dæmi má nefna að lokaorð fýrstu bókar em: „Ég vissi ekki að það væri svona gaman að vera vinir“, en myndin sem kemur á næstu síðu sýnir þær systur í feikna slagsmál- um. Myndirnar í bókunum em mér ráðgáta og minna mig einhvern veginn á myndimar úr gömlu bók- unum um Snúð og Snældu. Á káp- umyndunum, sérstaklega á fyrstu bókinni, líkjast þær systur meira plastbrúðum en börnum. Ég sé ekki betur en hér séu komnar ein- hvers konar „alþjóðlegar" myndir þar sem ekkert minnir á ísland nema kannski liturinn á strætó. Veislan þegar þær systur missa af matnum er sett út í garði og má sjá limgerði í baksýn. Búningur pabbans sem vinnur á hafrann- sóknarskipi minnir meira á fran- skan dáta en íslenskan sjómann. í búðunum er hvergi neitt sem minnir á íslenskar aðstæður. Ekki er neitt við það að athuga að forlög reyni að koma bókum sínum á erlendan markað en samt sem áður finnst mér óþarft að þurrka út öll íslensk einkenni af myndefninu. LYKILL A Ð HÖTEL ÖRK 1992 birtu í skammdeginu STJÖRNUDAGAR: 5 daga lykill, mánudagur til föstudags. Innifalið: 5 dagar, 4 nætur, morgunverðir, 3ja rétta kvöldverðir. Fyrir manninn í 2ja manna herb. kr. 12.900,- HELGARLYKILL: föstudagur, laugardagur, sunnudagur Innifalið: 3 dagar, 2 nætur, morgunverðir, 3ja rétta kvöldverðir. Fyrir manninn í 2ja manna herb. kr. 10.900,- HVUNNDAGSÞRENNA: 3ja daga lykill, mánudagur til miðvikudags/miðvikudagur til föstudags Innifalið: 3 dagar 2 nætur, morgunverðir, 3ja rétta kvöldverðir Fyrir manninn í 2ja manna herb. kn 6.900,- Með gjafalykli er hægt að bóka út allt árið 1992 Þar að auki fylgin Aðgangur að sundlaug, vatnsrennibraut, líkamsrækt, gufubaði, heitum pottum, golfvclli, dansleikjum, hárgreiðslustofu ofl. Á öllum herbeigjum ergervihnattasjónvarp, sími og minibar RAÐGRBÐSLUR Upplýsingar og pantanir í síma 98-34700 Verið velkomin í jólagjafahús Hótel Arkarí Kringlunni Söluaðilar Hótel Arkar á landsbyggðinni eru m.a.: Vesturland Akranes: Umboösskrifstofan Garðabraut 2, s. 93-12800. Borgarnes: Magnús Valsson, s. 93- 71282. Grundarfjörður: Flugleiðaumboð, s. 93-86655. Ólafsvik: Viðskiptaþjónustan, s. 93-61490. Stykkishólmur: Þórður Þórðarson, s. 93-81283. Búðardalur: Melkorka Benediktsdóttir, s. 93-41415. Vestfirðir Isafjörður: Úlfar Ágústsson, s. 94- 4150. Bildudalur: Finnbjörn Bjarnason, s. 94-2151. Suðurland Keflavík: Umboðsskrifstofa Helga Hólm, s. 92-15660. Grindavík: Flakkarinn, s. 92-68060. Hella/Hvollsvöllur: Umboðsskrifstofan Hellu, s. 98-75165. Vestmannaeyjar: Ferðaþjónusta Vestmannaeyjar, s. 98-12922. Austurland Seyðisfjörður: Fjörður hf., s. 97- 21555. Neskaupsstaður: Sigfús Guðmundsson, s. 97-71119. Eskifjörður: Erna Nielsen, s. 97- 61161. Egilsstaður: Ferðamiðstöð Austuriands, s. 97-12000. Höfn: Júlia Imsland, s. 97-81899 — 97-81249. Norðurland Akureyri: Ferðaskrifstofa AkureWar, s. 96-25000. Sauðárkrókur: Ferðaþjónusta Árna Blöndal, s. 95-35223. Húsavik: Ferðaskrifstofa Húsavíkur, s. 96-42100. Siglufjörður: Oddný Jóhannsdóttir, s. 96-61405. Dalvík/Ólsfsfj.: Árni Júliusson, s. 96-61405. Blöndós: Sigurður Kr. Jónsson, s. 95-24222.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.