Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 18
<18 'MOÉGÚtóBtÆÐÍÐ í'IAfcMttfDÁfcí'ÚR' 12. ÚESÚMBÚR T9D1 Snuðra og Tuðra Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Snuðra og Tuðra verða vinir; Snuðra og Tuðra í búðarferð; Snuðra og Tuðra fara í strætó; Snuðra og Tuðra í miðbænum; Snuðra og Tuðra missa af matn- um. Gunnar Karlsson mynd- skreytti. Iðunn, 1991. Iðunn Steinsdóttir hefur sett ævintýri systranna Snuðru og Tuðru í fimm smábækur, sem segja frá sérstökum viðburðum í lífi þeirra. Þær systur eru allt annað en þægar og gera mömmu sinni lífið leitt, en í hverri sögu sjá þær að sér og skilja af hverju reglur eru settar. í fyrstu bókinni læra þær tillitssemi hvor við aðra, í annarri er notuð búðarferð til að kenna þeim um hollustu í matar- æði, í strætóbókinni er þeim hent út úr vagninum vegna þess hve ókurteisar þær eru og þeim kennt að standa upp fyrir eldra fólki. Mamma fer með þær í bæinn til að kaupa á þær föt en þá týnist önnur og hafnar á lögregiustöð- inni. Og loks missa þær af matnum þegar þær eru of uppteknar við að leika sér og koma ekki að borð- inu þegar á þær er kallað. Hver saga er sjálfstæð en svo virðist sem sá lærdómur sem dreg- inn er af hverri sögu gangi ekki yfir í þá næstu, enda eru frásagn- imar af óþægð þeirra systra sjálf- sagt hugsaðar sem efni í langa, skemmtilega ritröð. Textinn er léttur og skemmtilegur og Iðunn kann vel að segja sögur af alls kyns uppátækjum. Hverja sögu má líka nota til að ræða um sér- stök bemskubrek og til að leiðrétta það sem aflaga fer í hegðun yngstu kynslóðarinnar. Bækumar eru heftar og frá- gangur þannig að þær verði sem ódýrastar. Ekkert er heldur á þeim blaðsíðutalið. Einn galli sem ég get ekki látið ógetið er sá að á síðustu síðu hverrar bókar er endurtekin einhver mynd úr sögunni sjálfri sem er yfirleitt í miklu ósamræmi Iðunn Steinsdóttir við endalok sögunnar. Sem dæmi má nefna að lokaorð fýrstu bókar em: „Ég vissi ekki að það væri svona gaman að vera vinir“, en myndin sem kemur á næstu síðu sýnir þær systur í feikna slagsmál- um. Myndirnar í bókunum em mér ráðgáta og minna mig einhvern veginn á myndimar úr gömlu bók- unum um Snúð og Snældu. Á káp- umyndunum, sérstaklega á fyrstu bókinni, líkjast þær systur meira plastbrúðum en börnum. Ég sé ekki betur en hér séu komnar ein- hvers konar „alþjóðlegar" myndir þar sem ekkert minnir á ísland nema kannski liturinn á strætó. Veislan þegar þær systur missa af matnum er sett út í garði og má sjá limgerði í baksýn. Búningur pabbans sem vinnur á hafrann- sóknarskipi minnir meira á fran- skan dáta en íslenskan sjómann. í búðunum er hvergi neitt sem minnir á íslenskar aðstæður. Ekki er neitt við það að athuga að forlög reyni að koma bókum sínum á erlendan markað en samt sem áður finnst mér óþarft að þurrka út öll íslensk einkenni af myndefninu. LYKILL A Ð HÖTEL ÖRK 1992 birtu í skammdeginu STJÖRNUDAGAR: 5 daga lykill, mánudagur til föstudags. Innifalið: 5 dagar, 4 nætur, morgunverðir, 3ja rétta kvöldverðir. Fyrir manninn í 2ja manna herb. kr. 12.900,- HELGARLYKILL: föstudagur, laugardagur, sunnudagur Innifalið: 3 dagar, 2 nætur, morgunverðir, 3ja rétta kvöldverðir. Fyrir manninn í 2ja manna herb. kr. 10.900,- HVUNNDAGSÞRENNA: 3ja daga lykill, mánudagur til miðvikudags/miðvikudagur til föstudags Innifalið: 3 dagar 2 nætur, morgunverðir, 3ja rétta kvöldverðir Fyrir manninn í 2ja manna herb. kn 6.900,- Með gjafalykli er hægt að bóka út allt árið 1992 Þar að auki fylgin Aðgangur að sundlaug, vatnsrennibraut, líkamsrækt, gufubaði, heitum pottum, golfvclli, dansleikjum, hárgreiðslustofu ofl. Á öllum herbeigjum ergervihnattasjónvarp, sími og minibar RAÐGRBÐSLUR Upplýsingar og pantanir í síma 98-34700 Verið velkomin í jólagjafahús Hótel Arkarí Kringlunni Söluaðilar Hótel Arkar á landsbyggðinni eru m.a.: Vesturland Akranes: Umboösskrifstofan Garðabraut 2, s. 93-12800. Borgarnes: Magnús Valsson, s. 93- 71282. Grundarfjörður: Flugleiðaumboð, s. 93-86655. Ólafsvik: Viðskiptaþjónustan, s. 93-61490. Stykkishólmur: Þórður Þórðarson, s. 93-81283. Búðardalur: Melkorka Benediktsdóttir, s. 93-41415. Vestfirðir Isafjörður: Úlfar Ágústsson, s. 94- 4150. Bildudalur: Finnbjörn Bjarnason, s. 94-2151. Suðurland Keflavík: Umboðsskrifstofa Helga Hólm, s. 92-15660. Grindavík: Flakkarinn, s. 92-68060. Hella/Hvollsvöllur: Umboðsskrifstofan Hellu, s. 98-75165. Vestmannaeyjar: Ferðaþjónusta Vestmannaeyjar, s. 98-12922. Austurland Seyðisfjörður: Fjörður hf., s. 97- 21555. Neskaupsstaður: Sigfús Guðmundsson, s. 97-71119. Eskifjörður: Erna Nielsen, s. 97- 61161. Egilsstaður: Ferðamiðstöð Austuriands, s. 97-12000. Höfn: Júlia Imsland, s. 97-81899 — 97-81249. Norðurland Akureyri: Ferðaskrifstofa AkureWar, s. 96-25000. Sauðárkrókur: Ferðaþjónusta Árna Blöndal, s. 95-35223. Húsavik: Ferðaskrifstofa Húsavíkur, s. 96-42100. Siglufjörður: Oddný Jóhannsdóttir, s. 96-61405. Dalvík/Ólsfsfj.: Árni Júliusson, s. 96-61405. Blöndós: Sigurður Kr. Jónsson, s. 95-24222.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.