Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 35 iSjtÍi/uý//1 ()(j 'S'fie/i/ia/n// /ýómaoatar. {/e/i(í(( fiér /nal ár jbei/n til/ó/anna\ Spádómarnir rætast UM OKUHRAÐ A eftir Björn Pétursson Tileinkað foreldrum, ættingjum og vinum „hraðskreiðra" ökumanna á öllum aldri. Eftir lestur greinar frú Gyðu Jó- hannsdóttur í Mbl. um hraða á Hafn- arfjarðarvegi, langar mig til að bæta við nokkrum staðreyndum T' sam- bandi við hraða og vegalengdir. Tölulegar staðreyndir Vegalengdin milli umferðarljósa við Vífilsstaðaveg í Garðabæ og Listabrautar í Reykjavík er um 5 km. Á þessari vegalengd tengjast akstursleiðir við Kópavog og Arnar- nes. Megnið af leiðinni er 70 km hámarkshraði. Aksturstími 5 km á jöfnum hraða er: 70km/klst. 4 mín. 17 sek. >mism. 32 sek. 80km/klst. 3 mín. 45 sek. >mism. 25 sek. 90km/klst. 3 mín. 20 sek. >mism. 20 sek. 100 km/klst. 3 mín. >mism. 16 sek. llOkm/klst. 2 mín. 44 sek. Þessi tafla sýnir okkur að ef ekið er á 80 km hraða í stað löglegs hámarkshraða 70 km/klst. þá ávinn- ast um 32 sekúndur á þessar vega- lengd, en eftir það hlutfallslega minna. Á móti „nauðsyn" hraðans koma nokkur óþægindi. Ef ökumaður er stöðvaður af lögreglu eru refsi- ákvæði (lágmark) fyrir of hraðan akstur: 10 km/klst. y/hraðamörk (80)— áminning 11-20 (90) sekt kr. 5.000 21-30 (100) sekt kr. 6.500 31-40 (110) sekt kr. 9.000 þar yfír ökuleyfissvipting + sekt. Ef ökumaður lendir í árekstri á leið sinni, margfaldast ákomuþungi farartækis eftir því sem hraðinn er meiri og þar af leiðandi líkur á að tjón verði alvarlegra. _( Þungi x 0,5 x (hraði x hraði) = Ákomuþungi) Ef við miðum við bifreið sem er um 1.000 kg að eigin þyngd lítur dæm- ið þannig út miðað við 70 km hraða: Hraðaaukning: ákomuþungi: Í80km 31% meiri í 90 km 65% meiri í 100 km 104% meiri íllOkm 147% meiri Til viðbótar þessu má minna á að viðbragðsvegalengd einstakl- ings, t.d. vegna hemlunar lengist eftir því sem hraðinn er meiri. Hjá góðum ökumanni á viðbragðstíminn ekki að þurfa að vera meiri en 1 sekúnda, en þá er vegalengdin sem farin er: við 50 km/klst. 13,9 m - 60 16,7. m - 70 19,5 m - 80 22,2 m - 90 25,0 m - 100 27,8 m - 110 30,6 m Einnig er rétt að minna á að hemlunarvegalengdin með við- bragðsvegalengd er áætluð við bestu skilyrði, lárétta, þurra götu með bundnu slitlagi og nýja hjól- barða bifreiðar: við 70 km/klst. [ 19,5 + 24,8 ] = 44,3 m - 80 [ 22,2+32,4] = 54,6 m - 90 [ 25,0+ 41,0] = 66,0 m - 100 [ 27,8 + 50,6 ] = 78,4 m - 110 [30,6+ 61,2] = 91,8 m Þessar töflur mættu gjarnan hanga uppi á minnistöflu heimila eða fyrirtækja til íhugunar og um- ræðu. Umferðarruddar Oft er rætt um að ökumenn verðj að haga aksturshraða í samræmi við aðra umferð. Þeir ökumenn sem vís- vitandi bijóta hraðareglur neyða oft aðra vegfarendur til meiri hraða en löglegur er. Þetta er hreinn rudda- skapur og ætti því að taka upp heit- ið „umferðarruddi" fyrir þessa sjálf- umglöðu, tillitslausu ökumenn sem liggur „lífið á“. Oft þarf ekki nema örfáa umferðarrudda til að auka hraða á vegarkafla með tilheyrandi hættuaukningu og aðalsmerki slíkra aðila er „svigaakstur" milli akreina. Umferðarflæði Talsmenn aukins hraða ræða oft um umferðarflæði og nauðsyn meiri hraða til að flytja meiri umferð um götur og vegi. En aukinn hraði er ekki algild lausn, rannsóknir sýna að hámarks flutningsgeta akvegar eykst ekki eftir að ákveðnum hraða- mörkum er náð, þar sem aukinn hraði krefst meira bils á milli bif- reiða. Þeir sem eiga að ákveða umferð- arhraðann gera það með tilliti til öryggis vegfarenda á viðkomandi umferðarmannvirki. Vega- og gatn- akerfi okkar ber vissulega oft ekki þann umferðarþunga sem æskilegt væri og það gagnrýna hinir tillits- lausu mínútuökumenn harðlega og Islenskt almanak komið út í annað sinn ÍSLENSKT almanak með gömlu mánaðaheitunum er komið út í annað sinn á vegum útgáfunnar Vaskir menn. Tilgangurinn með útgáfu almanaksins er að gefa sem flestum kost á aðgengilegu almanaki þar sem áhersla er lögð á að kynna forna tímatalið, en um leið aðra þætti í sögu þjóðar- innar. í fréttatilkynningu frá útgáfunni segir að almanakið að þessu sinni sé helgað íþróttum íslendinga fyrr á tímum, en í því eru lýsingar á ýmsum íþróttum sem stundaðar hafa verið hér á landi. Almanakið prýða gamlar myndir úr bókum og blöðum, auk þess sem það kemur út í myndskreyttu umslagi, en það fæst í helstu bókaverslunum á höf- uðborgarsvæðinu og einnig víða á landsbyggðinni. Björn Pétursson „ U mferðarmenning okkar er fyrst og fremst undir því komin hvað við sjálf viljum gera til að tryggja ör- yggi okkar og annarra í umferðinni.“ telja sér „nauðsyn" að haga akstri sínum að eigin geðþótta. En það eru þúsundir ökumanna sem taka tillit til aðstæðna og haga akstri sínum samkvæmt því. Krafa okkar á að vera sú að stöðugt verði unnið að úrbótum til öryggis vegfarenda, en ekki verði hlustað á þá sem eru í kappakstri við sekúndurnar. Ökuferlisskrá Eignatjón sem rekja má til of mikils hraða á vegum og götum er gífurlegt og kemur niður á öllum bifreiðaeigendum vegna þess fyrir- komulags sem er á bifreiðatrygging- um. Ef tekin væri upp ökuferlis- skráning, eins og víða er gert erlend- is, þar sem refsipunktar leiða einnig til hækkunar á vátryggingariðgjaldi viðkomandi bifreiðatryggingar mætti spoma við tjónatíðni. Einnig myndi kostnaður við tjónin dreifast á réttmætari hátt. Þeir sem auka áhættuna með ólöglegu framferði í umferðinni eiga að borga stærri hlut í tjónunum. Reynsla af slíkri sam- hæfíngu er talin góð þar sem hún tíðkast. Umferðarmenning Umferðarmenning okkar er fyrst og fremst undir því komin hvað við sjálf viljum gera til að tryggja ör- yggi okkar og annarra í umferðinni. Það, að vera „klár“ ökumaður er að vera fær um að aga akstur sinn í samræmi við lög og reglur þjóðfé- lagsins jafnframt leikni við stjórn- tækin! Er mínútan eða sekúndurnar þess virði að okkur liggi lífið á? Heimildir: Umferðarráð og Bifreiðaeftirlit ríkisins: Stöðv- unarvegalengdin. FDM Jyllands ringen: Sikker körsel. American Association of State Highway and Transportation. Officials: A Policy on Design of Urban Hig- hways and Arterial Streets 1973. Einnig viðtöl við einstaka starfsmenn Umferð- arráðs, Lögreglunnar í Reykjavík og Borgar- verkfræðings í Reykjavík. Höfundur er ritari stjórnar Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.