Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 84

Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 84
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ Opnar heimildir fjármálaráðherra; MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓl 101 REYKJAVÍK tLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Hafa oft kostað ^milljarða króna - segir Karl Steinar Guðnason KARL Steinar Guðnason formað- ur fjárlaganefndar gagnrýndi í ræðu sinni á Alþingi opnar heim- ildir fjármálaráðherra sem venja er að veita ráðherra samkvæmt 6. gr. Karl Steinar sagði að þess- ar heimildir hefðu oft kostað milljarða króna í viðbótar útgjöid ríkissjóðs. Fjárlagafrumvarpið var til annar- ar umræðu á Alþingi í gærdag. Karl Steinar Guðnason mælti fyrir áliti meirihluta fjárlaganefndar. Hann fór nokkrum orðum um stöðu ríkisfjármála og gagnrýndi m.a. viðvarandi halla í rekstri ríkissjóðs sem mætt hefði verið með lántök- um. Væri nú svo komið að ríkissjóð- ur greiddi árlega um 10 milljarða króna í vaxtakostnað. Fyrir helming þessarar upphæðar væri hægt að byggja tvenn Vestfjarðargöng og eina Reykjanesbraut til viðbótar. Karl Steinar hvatti til uppstokk- nar í ríkisfjármálum og sagði að mikil ringulreið ríkti í kjaramálum opinberra starfsmanna. Það taxta kerfi sem nú gilti væri gjörsamlega úr sér gengið og virtist aðeins not- að fyrir þá sem gætu litlum vörnum við komið. Fyrir þá með lægstu dagar til jóla launin. Hann sagði að í ríkiskerfinu tíðkaðist mismunun og klíkuskapur, til að mynda væri samið um óunna yfirvinnu til að „koma til móts við markaðinn.“ Sjá ennfremur bls. 47 Bensíngjald og þungaskattur: 2% hækkun um áramótin BENSÍNGJALD og þungaskatt- ur hækka um 2% um næstu ára- mót samkvæmt ákvörðun fjár- málaráðherra í gær. Þá hækk.. dagsektir vegna álesturs af mæl- um bíla úr 180 kr. á dag í 300 kr. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi hækkun væri í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps og breytingar á vegaáætlun og ætti að standa út allt næsta ár til að standa undir aukningu fjár til vegamála. Indriði H. Þorláksson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði að þessar tekjur væru markaðar til vegagerðar og sagði hann ekki rétt að fyrirhuguð lækkun á verði bens- íns og gasolíu um áramót skilaði sér ekki til neytenda þrátt fyrir þessar hækkanir en forstjóri Skelj- ungs sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að raunhæft væri að ætla að af þessari verðlækkun yrði svo framarlega sem opinberar álög- ur á olíuvörurnar hækki ekki. Hlutur bensíngjalds í 92ja og 95 oktana bensíni hækkar úr 20,35 kr. í 21,78 kr. og af 98 oktana bensíni úr 22,25 kr. í 23,82 kr. Hækkun fastagjalds og kílómetra- gjalds í þungaskattinum hækkar einnig um 2% um áramót. 140 barna kór Morgunblaðið/Ámi Sæberg Mikið fjolmenni var á æfíngu Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í gærdag því auk hljómsveitar- innar tóku 140 börn úr 6 skólum á höfuðborgar- svæðinu þátt í æfingunni. Börnin koma fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Há- skólabíói í kvöld, en þar verða flutt jólalög, kafli úr Hnetubijótnum og Söngvaseið, svo eitthvað sé nefnt. Þjóðmálakönnun um EES-samninginn: Jafnmargir með og á móti samningnum Afstaða fylgir að hluta skiptingn milli sljórnar og sljórnarandstæðinga SAMKVÆMT þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar skiptist þjóðin í tvo nær jafna hópa í af- stöðu sinni til EES-samningsins. Fram kemur í könnuninni að 50,6% þeirra er afstöðu taka eru hlynntir samningnum en 49,4% eru honum andvígir. Skipting stuðningsmanna og andstæðinga EES-samningsins fylgir að hluta skiptingu milli stjórnarflokka og stjórnarandstæðinga á þingi. Hlutafjáreign Eimskips í Flugleiðum: Markaðsvirði hefur lækkað um 190 millj. MARKAÐSVIRÐI hlutabréfa Burðaráss hf., eignarhaldsfyrirtækis Eimskips, í Flugleiðum, hefur lækkað um röskar 190 milljónir frá því í ágúst samkvæmt sölugengi Hlutabréfamarkaðarins HMARKS. Er þá miðað við skráð sölugengi í ágúst sein var 2,50 en í gær var það skráð 2,20. Síðustu daga eru dæmi um að bréf í Flugleiðum hafi verið boðin á genginu 2,0-2,10 á tilboðsmarkaði Kaupþings. Miðað jið gengið 2,10 er iækkun á verðmæti hlutafjáreignar Burðaráss í T'lugleiðum alls um 255 milljónir. Heildarhlutafé Flugleiða er nú um 1.870 milljónir en þar af er hlut- ur Burðaráss um 640 milljónir. Þetta samsvaraði tæpum 1.600 milljónum í ágúst á skráðu gengi en þessi fjárhæð hefur nú lækkað J 1.407 milljónir. ■ Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær hefur markaðsverð hluta- bréfa í skráðum félögum hjá HMARKI lækkað um nálægt 2 milljarða síðan í ágúst. Þar af hefur markaðsvirði hlutabréfa í Eimskip, Flugleiðum, Skeljungi og Olíufélaginu lækkað um sam- tals tæplega 1.400 milljónir á þeim tíma. Þar vegur þyngst lækkun á gengi hlutabréfa í Flugleiðum, anna miðað HMARKI lægra en í ágúst. en við er nú verðmæti bréf- skráð verð hjá um 561 milljón Þá hefur mark- aðsvirði hlutabréfa Eimskips lækkað um 100 milljónir. A bréf- um í Skeljungi er lækkunin tæp- ar 330 milljónir og um 392 millj- ónir á bréfum Olíufélagsins. Hlutabréf Eimskips vom skráð á sölugenginu 5,95 í gær samanborið við 6,05 í ágúst, bréf Skeljungs 5,45 samanborið við 6,30 í ágúst og loks voru bréf Olíufélagsins skráð á genginu 5,05 samanborið við 5,70 í ágúst. Sjá Viðskiptablað Bl. I var könnuninni, sem framkvæmd síðustu viku nóvember, var notað 1.500 manna úrtak og feng- ust svör frá 1.055 manns. Af þeim sem afstöðu tóku telja 74,9% að samningurinn feli í sér efnahags- legan ávinning fyrir íslendinga. Um 70% allra svarenda hinsvegar töldu sig ekki hafa fengið nægar upplýsingar um málið. Það eru helst sérfræðingar, atvinnurekend- ur, og fólk í skrifstofu og þjónustu- störfum auk iðnaðarmanna sem telja sig hafa fengið nægar upplýs- ingar. Ákveðnastir í stuðningi sínum við samninginn eru sérfræðingar og atvinnurekendur. í ljós kom að fleiri styðja samninginn af þeim sem búsettir eru á höfuðborgar- svæðinu en á landsbyggðinni. Mik- ill meirihluti kjósenda Alþýðu- flokksins er ákveðinn í stuðningi við samninginn og rúmur helming- ur kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Andstæðinga samningsins er einkum að finna meðal lands- byggðarfólks og stuðningsmanna Alþýðubandalags, Framsóknar- flokks og Kvennalista. Rúmlega þelmingur þeirra sem tóku afstöðu eða 54%, telur að sérkenni íslenskrar menningar verði ekki í meiri hættu eftir að samningurinn tekur gildi. En meirihlutinn telur að forræði þjóð- arinnar yfir auðlindum sínum verði í meiri hættu en áður. í könnun- inni var sérstaklega spurt um frammistöðu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra í samningagerðinni. Fram kom að 76% þeirra sem afstöðu tóku töldu að hann hefði staðið sig vel, eða fremur vel, þar af tæplega 90% kjósenda Alþýðuflokksins. Þau 24% sem töldu að Jón hefði staðið sig illa var einkum að finna meðal stuðningsfólks stjómarandstöðu- flokkanna. Sjá nánar á miðopnu bls. 42-3. Orkubú Vestfjarða: Stórt bjarg féll á inntaks- mannvirki Suðureyri. MIKIL mildi má teljast að ekki varð stórtjón á varaaflstöð orkubús Vestfjarða á Suður- eyri þegar að 7 tonna bjarg féll um 3 metra frá spennum og mannvirkjum þess. Bjargið féll úr fjallinu Spilli úr svokallaðri Skollakvísl. Splundraði niður inntaksmann- virki ofan við orkubúshúsið og braut síðan niður Ijósastaur á leið sinni til sjávar. Gestur Kristinsson, starfs- maður orkubúsins, var við vinnu í spennustöðinni þegar bjargið féll. Hann kvaðst hafa heyrt mikinn hvin og glamur og síðan hefði rafmagnið slegið út. Rafmagn komst strax á aftur til Suðureyrar og fljótlega tókst að koma straumi á Staðardal. Ekki mun rafmagn komast á endurvarpa sjónvarpsins á Kleif- inni né borholur hitaveitu Súg- firðinga á Laugum fyrr en við- gerð verður lokið en stefnt er að því að klára hana sem fyrst. Munu því Súgfirðingar verða sjónvarps og útvarpslausir þar til viðgerð lýkur. Sturla Páll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.