Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 12.12.1991, Blaðsíða 84
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ Opnar heimildir fjármálaráðherra; MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓl 101 REYKJAVÍK tLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Hafa oft kostað ^milljarða króna - segir Karl Steinar Guðnason KARL Steinar Guðnason formað- ur fjárlaganefndar gagnrýndi í ræðu sinni á Alþingi opnar heim- ildir fjármálaráðherra sem venja er að veita ráðherra samkvæmt 6. gr. Karl Steinar sagði að þess- ar heimildir hefðu oft kostað milljarða króna í viðbótar útgjöid ríkissjóðs. Fjárlagafrumvarpið var til annar- ar umræðu á Alþingi í gærdag. Karl Steinar Guðnason mælti fyrir áliti meirihluta fjárlaganefndar. Hann fór nokkrum orðum um stöðu ríkisfjármála og gagnrýndi m.a. viðvarandi halla í rekstri ríkissjóðs sem mætt hefði verið með lántök- um. Væri nú svo komið að ríkissjóð- ur greiddi árlega um 10 milljarða króna í vaxtakostnað. Fyrir helming þessarar upphæðar væri hægt að byggja tvenn Vestfjarðargöng og eina Reykjanesbraut til viðbótar. Karl Steinar hvatti til uppstokk- nar í ríkisfjármálum og sagði að mikil ringulreið ríkti í kjaramálum opinberra starfsmanna. Það taxta kerfi sem nú gilti væri gjörsamlega úr sér gengið og virtist aðeins not- að fyrir þá sem gætu litlum vörnum við komið. Fyrir þá með lægstu dagar til jóla launin. Hann sagði að í ríkiskerfinu tíðkaðist mismunun og klíkuskapur, til að mynda væri samið um óunna yfirvinnu til að „koma til móts við markaðinn.“ Sjá ennfremur bls. 47 Bensíngjald og þungaskattur: 2% hækkun um áramótin BENSÍNGJALD og þungaskatt- ur hækka um 2% um næstu ára- mót samkvæmt ákvörðun fjár- málaráðherra í gær. Þá hækk.. dagsektir vegna álesturs af mæl- um bíla úr 180 kr. á dag í 300 kr. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi hækkun væri í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps og breytingar á vegaáætlun og ætti að standa út allt næsta ár til að standa undir aukningu fjár til vegamála. Indriði H. Þorláksson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði að þessar tekjur væru markaðar til vegagerðar og sagði hann ekki rétt að fyrirhuguð lækkun á verði bens- íns og gasolíu um áramót skilaði sér ekki til neytenda þrátt fyrir þessar hækkanir en forstjóri Skelj- ungs sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að raunhæft væri að ætla að af þessari verðlækkun yrði svo framarlega sem opinberar álög- ur á olíuvörurnar hækki ekki. Hlutur bensíngjalds í 92ja og 95 oktana bensíni hækkar úr 20,35 kr. í 21,78 kr. og af 98 oktana bensíni úr 22,25 kr. í 23,82 kr. Hækkun fastagjalds og kílómetra- gjalds í þungaskattinum hækkar einnig um 2% um áramót. 140 barna kór Morgunblaðið/Ámi Sæberg Mikið fjolmenni var á æfíngu Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í gærdag því auk hljómsveitar- innar tóku 140 börn úr 6 skólum á höfuðborgar- svæðinu þátt í æfingunni. Börnin koma fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Há- skólabíói í kvöld, en þar verða flutt jólalög, kafli úr Hnetubijótnum og Söngvaseið, svo eitthvað sé nefnt. Þjóðmálakönnun um EES-samninginn: Jafnmargir með og á móti samningnum Afstaða fylgir að hluta skiptingn milli sljórnar og sljórnarandstæðinga SAMKVÆMT þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar skiptist þjóðin í tvo nær jafna hópa í af- stöðu sinni til EES-samningsins. Fram kemur í könnuninni að 50,6% þeirra er afstöðu taka eru hlynntir samningnum en 49,4% eru honum andvígir. Skipting stuðningsmanna og andstæðinga EES-samningsins fylgir að hluta skiptingu milli stjórnarflokka og stjórnarandstæðinga á þingi. Hlutafjáreign Eimskips í Flugleiðum: Markaðsvirði hefur lækkað um 190 millj. MARKAÐSVIRÐI hlutabréfa Burðaráss hf., eignarhaldsfyrirtækis Eimskips, í Flugleiðum, hefur lækkað um röskar 190 milljónir frá því í ágúst samkvæmt sölugengi Hlutabréfamarkaðarins HMARKS. Er þá miðað við skráð sölugengi í ágúst sein var 2,50 en í gær var það skráð 2,20. Síðustu daga eru dæmi um að bréf í Flugleiðum hafi verið boðin á genginu 2,0-2,10 á tilboðsmarkaði Kaupþings. Miðað jið gengið 2,10 er iækkun á verðmæti hlutafjáreignar Burðaráss í T'lugleiðum alls um 255 milljónir. Heildarhlutafé Flugleiða er nú um 1.870 milljónir en þar af er hlut- ur Burðaráss um 640 milljónir. Þetta samsvaraði tæpum 1.600 milljónum í ágúst á skráðu gengi en þessi fjárhæð hefur nú lækkað J 1.407 milljónir. ■ Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær hefur markaðsverð hluta- bréfa í skráðum félögum hjá HMARKI lækkað um nálægt 2 milljarða síðan í ágúst. Þar af hefur markaðsvirði hlutabréfa í Eimskip, Flugleiðum, Skeljungi og Olíufélaginu lækkað um sam- tals tæplega 1.400 milljónir á þeim tíma. Þar vegur þyngst lækkun á gengi hlutabréfa í Flugleiðum, anna miðað HMARKI lægra en í ágúst. en við er nú verðmæti bréf- skráð verð hjá um 561 milljón Þá hefur mark- aðsvirði hlutabréfa Eimskips lækkað um 100 milljónir. A bréf- um í Skeljungi er lækkunin tæp- ar 330 milljónir og um 392 millj- ónir á bréfum Olíufélagsins. Hlutabréf Eimskips vom skráð á sölugenginu 5,95 í gær samanborið við 6,05 í ágúst, bréf Skeljungs 5,45 samanborið við 6,30 í ágúst og loks voru bréf Olíufélagsins skráð á genginu 5,05 samanborið við 5,70 í ágúst. Sjá Viðskiptablað Bl. I var könnuninni, sem framkvæmd síðustu viku nóvember, var notað 1.500 manna úrtak og feng- ust svör frá 1.055 manns. Af þeim sem afstöðu tóku telja 74,9% að samningurinn feli í sér efnahags- legan ávinning fyrir íslendinga. Um 70% allra svarenda hinsvegar töldu sig ekki hafa fengið nægar upplýsingar um málið. Það eru helst sérfræðingar, atvinnurekend- ur, og fólk í skrifstofu og þjónustu- störfum auk iðnaðarmanna sem telja sig hafa fengið nægar upplýs- ingar. Ákveðnastir í stuðningi sínum við samninginn eru sérfræðingar og atvinnurekendur. í ljós kom að fleiri styðja samninginn af þeim sem búsettir eru á höfuðborgar- svæðinu en á landsbyggðinni. Mik- ill meirihluti kjósenda Alþýðu- flokksins er ákveðinn í stuðningi við samninginn og rúmur helming- ur kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Andstæðinga samningsins er einkum að finna meðal lands- byggðarfólks og stuðningsmanna Alþýðubandalags, Framsóknar- flokks og Kvennalista. Rúmlega þelmingur þeirra sem tóku afstöðu eða 54%, telur að sérkenni íslenskrar menningar verði ekki í meiri hættu eftir að samningurinn tekur gildi. En meirihlutinn telur að forræði þjóð- arinnar yfir auðlindum sínum verði í meiri hættu en áður. í könnun- inni var sérstaklega spurt um frammistöðu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra í samningagerðinni. Fram kom að 76% þeirra sem afstöðu tóku töldu að hann hefði staðið sig vel, eða fremur vel, þar af tæplega 90% kjósenda Alþýðuflokksins. Þau 24% sem töldu að Jón hefði staðið sig illa var einkum að finna meðal stuðningsfólks stjómarandstöðu- flokkanna. Sjá nánar á miðopnu bls. 42-3. Orkubú Vestfjarða: Stórt bjarg féll á inntaks- mannvirki Suðureyri. MIKIL mildi má teljast að ekki varð stórtjón á varaaflstöð orkubús Vestfjarða á Suður- eyri þegar að 7 tonna bjarg féll um 3 metra frá spennum og mannvirkjum þess. Bjargið féll úr fjallinu Spilli úr svokallaðri Skollakvísl. Splundraði niður inntaksmann- virki ofan við orkubúshúsið og braut síðan niður Ijósastaur á leið sinni til sjávar. Gestur Kristinsson, starfs- maður orkubúsins, var við vinnu í spennustöðinni þegar bjargið féll. Hann kvaðst hafa heyrt mikinn hvin og glamur og síðan hefði rafmagnið slegið út. Rafmagn komst strax á aftur til Suðureyrar og fljótlega tókst að koma straumi á Staðardal. Ekki mun rafmagn komast á endurvarpa sjónvarpsins á Kleif- inni né borholur hitaveitu Súg- firðinga á Laugum fyrr en við- gerð verður lokið en stefnt er að því að klára hana sem fyrst. Munu því Súgfirðingar verða sjónvarps og útvarpslausir þar til viðgerð lýkur. Sturla Páll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.