Morgunblaðið - 24.01.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 24.01.1992, Síða 1
64 SIÐUR B/C/D 19. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gorbatsjov tekur á móti gestum Reuter Míkhaíl Gorbatsjov fyrrum forseti Sovétríkjanna hefur nú komið sér fyrir í ráðgjafarstofnun um stjórnmál sem við hann er kennd. í gær tók hann á móti Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, sem er í opinberri heimsókn í Rússlandi. Erfitt er að ráða af svip ráðherrans hvernig honum líst á nýju húsakynn- in Gorbatsjovs. Búist við umfangs- mikilli fækkun lang- drægra kjarnavopna Washington, Ósló. Reuter. Bandaríkjamenn ætla að fækka verulega fjölodda kjarnaflaugum sínum samkvæmt frétt í dagblaðinu New York Times í gær og mun fækkunin m.a. ná til kjarnaflauga í kafbátum. Embættismenn, sem ekki vildu láta nafns síns getið, staðfestu frétt blaðsins og sögðu að fækkunin yrði að miklu leyti einhliða. Hluti hennar væri hins vegar háður viðbrögðum þeirra fjögurra fyrrum sovétlýðvelda sem hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða. Sögðu þeir líklegt að George Bush Bandaríkjaforseti myndi greina frá þessum áformum í árlegri stefnuræðu sinni sem hann flytur í næstu viku. Embættismennirnir vildu ekki tjá sig um hvort þegar hefðu verið hafn- ar formlegar viðræður við lýðveldin flögur, Rússland, Úkraínu, Hvíta- rússland og Kazakhstan um fækkun kjarnorkuvopna. Þeir gáfu aftur á móti í skyn að um væri að ræða mun umfangsmeiri niðurskurð en START-samkomulagið um fækkun langdrægra kjarnorkuflauga gerir ráð fýrir. Að sögn þeirra er aðallega tvennt sem liggur að baki þessum Bandaríkjamenn ætla að auka aðstoð við fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna: afvopnunaráformum: Annars vegar spennufall í samskiptum austurs og vesturs og hins vegar mikill þrýst- ingur á Bandaríkjastjórn að draga úr útgjöldum til vamarmála. í frétt New York Times kernur fram að Bush muni líklega leggja til að eyða öllum MX og Minuteman 3-flaugum Bandaríkjamanna. í báð- um tilvikunum er um að ræða fjöl- odda flaugar geymdar á landi. Á embættismönnunum mátti svo skilja að uppi væru hugmyndir um fækkun Trident 1 og Trident 2-flauga en þær er m.a. að finna í kafbátum Bandaríkjaflota. Bandaríkin: Loftbrú rís 10. febrúar til hjálpar samveldinu Rússlandsforseti afnemur innflutningstolla og boðar löggjöf um erlenda fjárfestingu Washington. Reuter. BANDARÍSK stjórnvöld kynntu í gær umfangsmikla áætlun um að senda matvæli og lyf flugleiðis til Samveldis sjálfstæðra ríkja. James Baker, utanríkisráðherra Bandarikjanna, sagði undir lok ráðstefnu 47 ríkja og sjö alþjóðasamtaka í Washington um aðstoð við fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna, að loftbrúin risi 10. febrúar næstkomandi og myndu fullhlaðnar bandarískar herflugvélar fljúga 54 ferðir til ýmissa staða í samveldinu á tveimur vikum. Baker kynnti nýju áætlunina á fréttamannafundi í gær. Sagði hann að hún ætti að færa þjóðum Sovét- ríkjanna fyrrverandi heim sanninn um, að þeir sem einu sinni bjuggust til að heyja styijöld við þær hefðu nú þor og staðfestu til að nota heri sína undir kjörorðinu „glæðum von- ir“. Þetta frumkvæði kemur til við- bótar fjárframlagi því sem George Bush Bandaríkjaforseti hét á mið- vikudag. Baker sagði að á ráðstefn- unni hefðu vinnuhópar fjallað um hvemig ætti að koma matvælum til samveldisins, reisa íbúðarhúsnæði, og veita ráðgjöf um orkumál, læknis- hjálp og tækniaðstoð. Sendinefnd frá ráðstefnunni mun hitta leiðtoga samveldisins í Minsk í Hvítarúss- landi í næstu viku. Framhaldsráð- stefna verður haldin á vegum Evr- ópubandalagsins í Lissabon í Port- úgal innan þriggja til fjögurra mán- aða. Þriðja ráðstefnan verður svo líklega í Japan. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að Rússar ættu við erfið- ustu efnahagskreppu að glíma frá því í seinni heimsstyijöldinni. Hét hann því að erlendum hjálpargögn- um yrði komið í réttar hendur. Jafn- framt tilkynnti hann að í undirbún- ingi væri lagasetning til að greiða fyrir erlendri fjárfestingu í Rúss- landi. Jafnframt gaf Jeltsín út til- skipun um að allir innflutningstollar hefðu verið afnumdir frá og með 15. janúar. Ný tollalög tækju gildi 1. apríl næstkomandi. Vytautas Landsbergis, forseti Lit- háens, sakaði Vesturlönd í gær um að hugsa meira um að fá endur- greiddar skuldir Sovétríkjanna en að hjálpa til við uppbyggingu lands hans. Lét forsetinn þessi orð falla á ráðstefnu í London um leiðir til að koma á fijálsum viðskiptaháttum í Eystrasaltsríkjunum. Sagði hann að lánardrottnar arftaka Sovétríkjanna hefðu hótað Litháum því að engin aðstoð yrði veitt ef þeir greiddu ekki sinn hluta af skuldunum. Sagði hann að Litháar ættu í mesta lagi að taka á sig skuldir sem stofnað var til í þágu uppbyggingar í Litháen. Alexander Tsalkó, annar aðstoð- arvarnarmálaráðherra Rússlands, sagði á blaðamannfundi í Ósló í gær að líklega yrði fækkað um tvær milljónir manna í rússneska hernum á næstu árum. „Stjórnmálamenn tala um að fækka um 700 þúsund hermenn en ... ég segi að við getum fækkað, og munum fækka, um tvær milljónir manna,“ sagði Tsalkó. „Ég er að tala um tvær milljónir af 3,9 milljónum. Ég er viss um að þetta verði gert innan tveggja ára.“ Helsta vandamálið sagði hann vera það hvað ætti að gera við alla hermennina eftir að þeir yrðu leyst- ir frá störfum. „Við teljum minni ógnun stafa af hermanni sem lýtur skipunum yfirmanns heldur en at- vinnuleysingja án húsnæðis." Þessar sömu ástæður sagði Tsalkó liggja að baki því að líklega yrði ekki byij- að að kalla heim þá hundrað þúsund rússnesku hermenn sem staðsettir væru í Eystrasaltsríkjunum fyrr en undir lok ársins 1994. Eistneska ríkisstjórnin biðst lausnar: Afsögn rakin til efnahagskreppu EDGAR Savisaar, forsætisráðherra Eistlands, sagði af sér og fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í gær en þá hafði honum mistekist í tvígang að fá stuðning þingsins við neyðarráðstafanir í efnahagsmálunum. I frétt frá eistnesku fréttastofunni ETA segir, að Savisaar hafi lagt til, að Arnold Rtiíitel, forseti þingsins og starfandi forseti, verði næsti forsætisráðherra. Toivo Jtirgenson, frammámaður í Kristilega demó- krataflokknum í Eistlandi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ástandið í eistneskum efnahagsmálum væri ákaflega alvarlegt. Oliuna væri að þrjóta og verulegur skortur orðinn á brýnustu lífsnauð- syiyum. „Það er augljóslega þörf fyrir nýja menn,“ sagði Savisaar þegar hann sagði af sér og hann lagði áherslu á, að forsætisráðherra nýrrar stjórn- ar yrði að vera hafinn yfir flokka- drætti og njóta stuðnings meirihluta landsmanna. Þess vegna legði hann til, að Rúútel, forseti þingsins, yrði fyrir valinu. Hefur þingið eða forsæt- isnefnd þess tvær vikur til að til- nefna nýjan forsætisráðherra. Ástæðan fyrir afsögn Savisaars er efnahagsástandið í Eistlandi en í Eystrasaltslöndunum ríkir neyðar- ástand. í fyrri viku fékk Savisaar stuðning 53 þingmanna af 103 til að lýsa formlega yfir neyðarástandi af þessum sökum og meðal þeirra voru 25 þingmenn rússneska minni- hlutans í Eistlandi. í þessari viku hefur stjóminni hins vegar mistekist tvisvar að fá skipaða samstarfsnefnd þings og stjórnar til að fylgja neyðar- ástandslögunum eftir. Var ástæðan sú, að sumir stuðningsmanna stjórn- arinnar meðal Eista snerust gegn henni. Á eistneska þinginu er mikill flokkafjöldi, sem skipar sér aftur saman í fimm meginfylkingar, en ástandið einkennist af óeiningu og sundrungu. Sagði Savisaar í gær, að margt væri líkt með stöðunni nú og 1920. Þá sagði stjórnin af sér skömmu eftir að Eistar urðu sjálf- stæðir og þá eins og nú var efnahags- kreppa í landinu. I viðtali Morgunblaðsins við Toivo Júrgenson sagði hann, að ástandið í landinu yrði alvarlegra með hverjum deginum, sem liði. Eistland væri enn á „rúblusvæðinu“ svokallaða, sæti uppi með gjaldmiðil, sem enginn vitdi, og væri ekki enn búið að koma á viðskiptasamböndum við Vestur- lönd. Þá væru viðskipti við sovétlýð- veldin fyrrverandi öll í uppnámi eins og sýndi sig í þvf, að engin olía hefði komið frá Rússum í nokkurn tíma. Hefði strætisvagnaakstur stöðvast víða af þeim sökum og fjarvarmaveit- um í höfuðborginni, Tallinn, sem brenndu olíu, hefði verið lokað. Væri því aðeins hiti í þeim húsum, sem notuðust við kol eða jarðgas. í fyrra- dag kom dálítil olíusending frá Sví- þjóð og von er 100.000 tonnum frá Finnlandi á næstu dögum. Sagði Júrgenson, að auk þessa væri veru- lega farið að skorta ýmsa matvöru og lyf-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.