Morgunblaðið - 24.01.1992, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs:
Glöð og þakklát
- segir verðlaunahafinn Fríða A.
Sigurðardóttir rithöfundur
„MÉR LÍÐUR ákaflega undarlega. Satt að segja veit ég hvorki
í þennan heim né annan,“ sagði Fríða A. Sigurðardóttir, rithöfund-
ur við blaðamann stuttu eftir að tilkynnt hafði verið að hún hlyti
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1992 fyrir skáldsögu sína
„Meðan nóttin Iíður“. Fríða bætti við að hún væri auðvitað mjög
glöð og þakklát fyrir þann heiður sem íslenskum bókmenntum
hefði veist með verðlaununum. Dómnefnd tilkynnti útnefninguna
á fréttamannafundi í Norræna húsinu í gær.
„Ytri ramminn er um konu sem
situr við dánarbeð móður sinnar
og lendir þar í ýmsum sálar-
hremmingum. Missir kannski svo-
lítið tökin á tilverunni eða nær
þeim. Ég er ekki alveg viss,“ seg-
ir Fríða þegar hún er innt eftir
verðlaunasögunni en fram kemur
að hún hafi átt erfitt með að geta
sér til um þann hljómgrunn sem
sagan fengi. „Viðbrögðin eru allt-
af óútreiknanleg. Stundum hitta
bækur eitthvað í tímanum, eins
og þessi bók virðist hafa gert, án
þess að ég hafi á því nokkra skýr-
ingu.“
Fríða leitar til fortíðar í bók
sinni eins og reyndar er áberandi
í nokkrum öðrum bókum er hlutu
tilnefningu til verðlaunanna að
þessu sinni. Spurst var fyrir um
ástæðuna fyrir þessu. „Nútíminn
er ekki síður í fyrirrúmi í minni
bók en gamli tíminn," segir Fríða.
„Annars held ég að fólk sé meira
að reyna að ná samhengi í tilver-
una og skilja betur hvað er að
gerast. Og kannski að uppgötva
í allri vísindahyggjunni að við er-
um ekki eitthvað stundarfyrir-
brigði, maðurinn, heldur höfum
við lifað ákaflega lengi á þessari
jörð og eigum okkur ianga sögu
á henni.“
Fríða segist lesa mjög mikið,
t.d. mikið af góðum reyfurum, og
of langt mál sé að telja upp alla
þá rithöfunda sem hafi haft áhrif
Morgunblaðið/KGA
Fríða Á. Sigurðardóttir tekur við hamingjuóskum frá Jóhanni
Páli Valdimarssyni framkvæmdastjóri Forlagsins, sem gaf bókina
út.
á hana. Hún viðurkennir þó að
Doris Lessing sé einn af hennar
uppáhalds rithöfundum. Hún hafi
örugglega haft áhrif á sig.
Þegar spurst er fyrir um næstu
bók vill Fríða sem minnst segja
annað en að hún hafi verið að
dútla við skáldsögu frá því í haust.
Sjá nánar um verðlaunaveit-
inguna á bls. 17.
Aðalkjarasamn-
ingur VMSÍ:
Samningavið-
ræður hefjast
á mánudag
GERT er ráð fyrir að viðræður
um aðalkjarasamning milli Verk-
amannasambands Isiands annars
vegar og Vinnuveitendasambands
íslands og Vinnumálasambands
samvinnufélaganna hins vegar
hefjist formlega eftir helgina og
hefur fundur verið boðaður í hús-
næði ríkissáttasemjara á mánu-
daginn kemur eftir iiádegið.
Fyrr um daginn hefur verið boð-
aður fundur miðstjórnar Alþýðusam-
bands íslands með formönnum
landssambanda og svæðasambanda
ASÍ. Á fundinum verður farið yfir
stöðu samningamála og tekin
ákvörðun um hvort efni séu til að
hefja viðræður um aðalkjarasamning
á vettvangi heildarsamtakanna.
----♦ ♦ ♦--
Morgunblaðið
selst í 51.652
eintökum
Rekstrarhalli ríkissjóðs
12,6 milljarðar árið 1991
Fjármálaráðherra vill semja um verðlagsviðmiðun í komandi kj ar asamningum
REKSTRARHALLI ríkissjóðs nam 12,6 milljörðum króna á síðasta
ári, skv. bráðabirgðatölum sem kynntar voru á fréttamannafundi
í gær. Þetta er mesti halli á ríkissjóði sl. 40 ár. Lánsfjárþörf ríkis-
sjóðs nam 14,8 milljörðum og lánsfjárþörf hins opinbera alls 37-38
millj. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin
verði að fylgja fast eftir þeirri aðhaldsstefnu fjárlaga sem mörk-
uð hefur verið fyrir þetta ár. Sagði hann einnig að ákveðið hafi
verið að gjaldskrárhækkanir á vegum ríkisstofnana verði flestar
komnar fram um næstu mánaðamót og að ekki þurfi að grípa til
frekari hækkana þegar líður á árið. Ekki komi til kaupgjaldshækk-
ana í kjarasamningunum en hann vilji semja á þeim nótum að
sett verði ákvæði um ákveðin verðlagsstrik þannig að fari verðlags-
þróun úr böndunum verði samningamir endurskoðaðir.
og leiða til þess, að á þessu ári verði
hægt að lækka raungengið og færa
verðlagsþróun í það horf, að ísland
verði í hópi tíu þjóða í Evrópu, þar
sem verðbólga er lægst. Þetta þýðir
að verðlags- og kaupgjaldsþróun í
forsendum fjárlaganna þarf að
ganga eftir," sagði ráðherra.
Friðrik sagði að kaupmáttur skipti
launþega mestu máli. „Því skiptir
mestu að halda verðlaginu í skefjum
til að tryggja stöðugleika og kaup-
mátt, því við vitum það að ef verð-
bólgan fer af stað munu þeir sem
lægst hafa kjörin koma verst út.
Við viljum semja um að ef verðlags-
þróunin fer yfir einhver strik skuli
endurskoða samningana,“ sagði
Friðrik. Sagði hann að ekki væri
hægt að ætlast til að kjarasamning-
ar án launahækkana verði gerðir án
þess að samningsaðilar hafí endur-
skoðunarrétt ef verðlagsþróun fer
úr böndunum. „Á þeim nótum vil
ég semja,“ sagði Friðrik.
Sjá nánar á bls. 17.
MORGUNBLAÐIÐ seldist í 51.652
eintökum að meðaltali á dag
mánuðina ágúst, september og
október 1991. Þessar tölur koma
fram í frétt frá upplagsefnirljti
dagblaða, sem Verslunarráð ís-
lands annast og hefur trúnað-
armaður ráðsins staðreynt þessa
sölu í samræmi við reglur upp-
lagseftirlitsins.
Á sama tíma árið áður, þ.e. á
árinu 1990, seldist Morgunblaðið að
meðaltali í 51.173 eintökum á dag.
Aukningin milli ára nemur því 479
eintökum eða 0,9%.
Tölur frá upplagseftirliti dagblaða
eru birtar á þriggja mánaða fresti.
Um þessar mundir notar aðeins
Morgunblaðið sér þessa þjónustu,
en það hefur raunar nýtt sér eftirlit-
ið frá upphafi þess fyrir 7 árum.
Frá upplagseftirliti tímarita og
fréttablaða eru birtar tölur um
prentað upplag og dreifmgu á fjög-
urra mánaða fresti, næst í mars.
Það nær einnig aðeins til þeirra tíma-
rita, sem nýta sér eftirlitsþjónustuna
að eigin frumkvæði.
Friðrik sagði að tekjur ríkissjóðs
myndu dragast saman á árinu og
þrátt fyrir meiri loðnuveiði hafi ríkis-
stjómin síst gengið of langt í niður-
skurðinum til að koma í veg fyrir
meiri rekstrarhalla ríkissjóðs en fjár-
lög gera ráð fyrir. Ráðherra sagði
að síðustu spár gerðu ráð fyrir um
20 milljarða kr. samdrætti lands-
framleiðslu á árinu. Útflutningsverð-
mæti vegna aukins Ioðnuafla næmu
17-1800 milljónum eða 10% saman-
borið við samdráttinn.
„Með þeirri stefnu sem samþykkt
hefur verið á Alþingi hefur verið
lagður grunnur að verðlagsþróun og
vaxtaþróun sem ættu að geta verið
forsenda raunsærra kjarasamninga
Thor Ó. Thors framkvæmdastjóri
Sameinaðra verktaka:
139 þúsund árið 1960
900 milljónir í dag
THOR Ó. Thors framkvæmdastjóri Sameinaðra verktaka seg-
ist hafa fengið endurskoðanda félagsins til þess að reikna
út fyrir sig hvaða upphæð hann hefði þurft að leggja inn í
banka árið 1960, til þess að hafa getað greitt út þær 900
milljónir króna til hluthafa félagsins, eins og gert var sl.
mánudag. „Upphæðin er 139 þúsund krónur miðað við það
að 5% vextir hefðu staðið til boða,“ sagði Thor í samtali við
Morgunblaðið í gærkveldi.
Thor sagði að þessi útreikn-
ingur sýndi í hnotskum að það
væri verðbólgan sem skapað
hefði þessar háu tölur, „en ekki
okur og annað sem menn eru
að brigsla mér um. Ég er orðinn
leiður á því að vera á báðum
endum, að vera blóraböggull
fyrir þá sem hafa álasað mér
fyrir að tíma ekki að borga út
peninga og fyrir hina sem sem
kenna mér um allt, þegar pen-
ingamir eru greiddir út,“ sagði
Thor.
Thor sagði að ef 10% ávöxtun
hefði boðist fyrir 32 árum hefði
nægt að leggja inn 31 þúsund
krónur.
Iðgjöld bifreiðatrygginga
hækka hjá þeim yngstu
Skandia ísland hefur gert 6.000 bíleigendum tilboð
FLEST tryggingafélögin eru að
leggja drög að breytingu á ið-
gjöldum bifreiðatrygginga í lík-
ingu við það sem Skandia ísland
hefur boðað að undanförnu. Um
er að ræða tilfærslu iðgjalda
þannig að ungir og óreyndir öku-
menn greiða heldur hærri iðgjöld
en undanfarin ár.
Iðgjöldin eru svipuð hjá félögun-
um en þó getur munað nokkru eft-
ir flokkum, samkvæmt athugun
sem Morgunblaðið hefur gert. For-
sendumar eru hins vegar dálítið
mismunandi og því ráðleggja félög-
in tryggingartaka að kynna sér
hvað felst í tryggingu sem hann
hyggst taka. Sem dæmi um iðgjald
af ábyrgðartiyggingu má nefna að
þrítugur bíleigandi í Reykjavík
greiðir á bilinu 39.350 til 44.645
krónur ef viðkomandi er með 60%
bónus.
Vátryggingafélag ísiands skýrði
frá breytingum í gær og taka þær
gildi 1. febrúar. Algeng hækkun
iðgjalda ökumanna á aldrinum
17-24 ára er 4-20% en hjá öku-
mönnum sem náð hafa 30 ára aldri
lækkar iðgjaldið nokkuð. Kaskó-
trygging VÍS er gjörbreytt og tekur
til mun fleiri þátta en áður var.
Mikið hefur verið að gera hjá
tryggingafélögunum að undanfömu
og hjá Skandia ísland fengust þær
upplýsingar að undanfarnar vikur
hafí um 600 manns hringt vegna
bifreiðatrygginga. Félagið hefur
gert tæplega 6 þúsund tilboð en
ekki er enn ljóst hversu margir
munu tryggja hjá félaginu.
Sjá frétt D3
Jafnréttisráð:
Þjónustustúlkumar
verði ekki berbijósta
JAFNRÉTTISRÁÐ hefur beintþeim tilmælum til eiganda veitingasöl-
unnar Marinós Pizza við Laugaveg, að hann hverfi frá þeirri ætlan
að ráða stúlkur til að ganga berbrjósta um beina á veitingastaðnum,
en nýlega var auglýst eftir stúlkum sem væru reiðubúnar til þess.
Að sögn Elsu S. Þorkelsdóttur,
framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs,
var fjallað um þetta mál á fundi
ráðsins í gær og sagði hún að þar
hefði komið frarn sú skoðun að
þetta væri niðurlægjandi fyrir kon-
ur almennt. Ákveðið hefði verið að
senda eiganda veitingasölunnar
bréf þar sem honum væri bent á
að hann væri að nota kvenmanns-
líkamann í auglýsingaskyni, en það
stríddi gegn jafnréttislögum að
mati ráðsins, og því væri þeim til-
mælum beint til hans að það yrði
ekki gert.
Ekki náðist í eigandann í gær.