Morgunblaðið - 24.01.1992, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.01.1992, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 Nútímalist frá Venezúela Myndlist___________ Bragi Ásgeirsson Menningarmiðstöð þeirra Gafl- ara, Hafnarborg, kynnir þessa dagana og fram til sunnudagsins 27. janúar, nokkra nútímamynd- listarmenn frá Venezúela. Er um að ræða þrjá rýmislistamenn og þijá grafíklistamenn og eru hinir fyrrverandi allir af yngri kynslóð, sá elsti er þannig fæddur 1962, en hinir síðarnefndu teljast af eldri og millikynslóðinni og þar er sá elsti fæddur 1928. Þetta skiptist þannig eftir kynjum að allir rýmis- listamennirnir eru karlkyns, en hins vegar allir grafík-listamenn- irnir kvenkyns og kann ég enga skýringu á þeirri furðulegu skipt- ingu, og kemur hún dálítið undar- lega fýrir sjónir, enda'er t.d. hinn frægi rýmislistamaður Marisol Es- cobar af venezúelskum uppruna og ekki trúi ég öðru en að það finn- ist gjaldgengir karlkyns grafíklist- amenn í landinu. En samsetning slíkra kynn- ingarsýninga er oft með ólíkindum og erum við íslendingar þar engin undantekning. Það skal strax viðurkennt, að ég þekki lítið til nútímalistar í Venezúela, enda hef ég ekkí haft aðgang að neinum bókakosti um þróun hennar og uppsláttarbækur mínar þegja jafn þunnu hljóði um þann þátt og t.d. um okkur íslend- inga. En á þjóðháttasöfnum í útl- andinu hefur suðuramerísk list frá því fyrir daga Kolumbusar hrifið mig upp úr skónum og þar á með- al frá Venezúela. Þó er mér kunn- ugt um að myndlistin er í milum uppgangi í Suður-Ameríku um þessar mundir, eins og hjá öllum framsæknum og metnaðargjörnum þjóðum. Einstaka listamenn frá Venezú- ela hef ég lengi kannast við, svo sem nefnda Marisol, sem nú star- far í Bandaríkjunum, svo og Jesús Rafael Soto, er hefur lifað og starf- að í París frá árinu 1950 og er víðfrægur Op-listamaður. Það væri með sanni býsna frá- leitt, að setja mælkikvarða á slíkar farandsýnirigar frá fjarlægum löndum, og hafa engan traustan bakgrunn til að ganga út frá, auk þess að sem oftar er engin áhersla lögð á að kynna aðrar tegundir nútímalistar frá löndunum með bókakosti og litskyggnum. Að vísu gefst áhugasömum kostur á að sjá íðilfagra landkynningarmynd af myndbandi á þessari sýningu, sem er þakkarvert, en hún bregður þó ekki upp ljósi á tilorðningu mynd- verkanna, því að skyldleikinn virð- ist í flestum tilvikum harla lítill. En hvað vitum við íslendingar um Venezúela, nema hvað landið er norð-austurhluti Suður-Amer- íku og að höfuðborgin heitir því hljómmikla nafni Caracas, og að á Grafíkmynd eftir Luisu Richter. KYNNINGARFUNDUR UM STARFSEMI LÍFEYRISSJÓÐS VERZLUNARMANNA í tilefni af 100 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn sameiginlegur kynningarfundur VR og LV á starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Kynningarfundurinn verður haldinn sunnudaginn 26. janúar 1992 kl. 14 í súlnasal Hótel Sögu. Fundurinn verður öllum opinn. Fundarstjóri, Magnús L. Sveinsson, formaður VR. Magnús L. Sveinsson Guðmunndur H. Garðarsson Þorgeir Eyjólfsson Hallgrimur Snorrason Þórarinn V. Þórarinsson Dagskrá: 1. Setningarávarp. Guðmundur H. Garðarsson, stjórnarformaður LV. 2. Starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri LV. 3. Lífeyrissjóðir - fortíð og framtíð. Hallgrímur Snorrason, Hagstofustjóri. 4. Lífeyrissjóðir og atvinnulífið. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. 5. Fyrirspurnir til framsögumanna. 6. Fundarslit. Minjar II. Skúlptúr eftir Jorge Salas. norðausturskaganum er hin fræga olíuhöfn með óræða nafninu Aruba. En sennilega er þetta þó hálfu meiri vitneskja en Venezú- elabúar hafa almennt um ísland, þótt ýmsir þarlendir muni vafa- laust kannast við nafnið á höfuð- borg okkar. Sjálfur er ég sannfærður um að í Venezúela þróist fjölþætt lista- starfsemi og hefði verið meira en fróðlegt að fá frekari upplýsingar þar að lútandi. Landið er stórt og fjölmennt og því hlýtur flóra listar- innar að draga dám af þvi. En segjum svo að slíkar sýningar koma frá agnarsmáu landi eins og t.d. íslandi, þá vilja erlendir gjarn- an álíta að þetta séu einu starf- andi listamennirnir í því landi, a.m.k. ijóminn af þeim! Þótt þakkarvert sé að fá slíkar pakkasýningar, þá tel ég form þeirra sé ekki nægilega upplýsandi fyrir ófróða og það sem lakara er, þá geta þær veirð misvísandi og gefa alranga hugmynd um list við- komandi þjóða. Dregið saman í hnotskurn tel ég mig þannig næsta jafn ófróðan um nútímalistir í Venezúela, eftir skoðun þessarar sýningar og áður, en hún vekur sannarlega upp löng- un til að fá úr því bætt. Hins vegar er þetta alls engin gagnrýni á þá einstaklinga, sem eiga verk á sýningunni og sem eru vafalítið í fremstu röð í sínu heima- landi. Yfir verkum þeirra er alþjóð- legur blær, en af jafn litlu úrvali verka er ógjörningur að gera sér fulla grein fyrir styrk hvers og eins. Auk þess njóta rýmisverk sín ekki nægilega vel í salarkynnum Hafnarborgar. Hefði hver lista- maðurinn átt t.d. tíu verk á sýning- unni í stað þriggja hefði verið mun auðveldara að átta sig og sökkva sér niður í einkenni hvers og eins. Fyrir okkur íslendinga sem höf- um fjöll og margvíslegar bergteg- undir í kringum okkur og auðugt úrval af gijóti er eðlilegt að lista- maður eins og Jorge Salas höfði mest til okkar í fljótu bragði, en það er enginn dómur um að hann sé áhugaverðari en hinir. Og kannski eru hinir óræðu tréskúlp- túrar Carloz Mendoza meir í ætt við þjóðlegan arf, þótt þeir séu jafn alþjóðlegar í kjarna sínum og skúlptúrar hins fyrrnefnda. En sá listamaður sem segja má að sé hvað alþjóðlegastur er Luis Larti- tegui. Hjá öllum þessum lista- mönnum koma fram markviss vinnubrögð og handverkið er af hárri gráðu en þó án þess að hafa svip af hönnun, eins og oft vill bregða við í núlistum. Grafíkin er mýkri í útfærslu og ég tek þá áhættu að halda því fram að hún hafi kvenlegt yfirbragð, og þannig eru verk Luisu Richter með mjúkri og blæbrigðanæmri áferð, þar sem gengið er út frá hlutlæg- um veruleika, en hann umformaður þannig að rétt glittir í kunnugleg form, tvær myndanna eru útfærðar í sáldþrykki en hin þriðja er litó- grafía. Línumyndir Lihie Talmor hafa yfir sér mjög fágað yfirbragð og þær eru gerðar í sérstæðri tækni er nefnist „Fótógravúr og æting“ Gladys Menesnes er algjör andstæða stallsystra sinna bæði ú útfærslu mynda sinna og tækni, en hún notar tæknmi sem nefnist „Dremel á melamín", hvað sem það nú er. En ég veit þó að það er ein tegund ljósmynda-prenttækni. I sýningarskrá segir, að verk hennar endurspegli nákvæmni hinnar hefðbundnu prentlistar, og því get- ur maður verið sammála, en hins vegar sá ég næsta takmarkað aust- rænt yfirbragð í þeim eins og þar er haldið fram. Það má slá því föstu, að fengur sé að þessari sýningu, en ég vil þó áréta að sem kynningarsýning á list Venezúela er hún hvergi nærri fullnægjándi. Snæfellingnr hf. á Ólafsvík: _ ^ j Sameiningarviðræðum við Grundfirðinga slitið SNÆFELLINGUR hf., útgerðar- fyrirtæki í eigu bæjarsjóðs Ólafs- víkur, hefur slitið sameiningar- viðræðum við Hraðfrystihús Grundarfjarðar. Atli Alexand- ersson forseti bæjarstjórnar ÓI- afsvíkur sagði að verið væri að skoða tilboð sem heimamenn gerðu í þrjú skip Snæfellings, Gunnar Bjarnason SH 25, Garðar H. SH 164 og Tungufell SH 31. Atli átti von á því að niðurstaða myndi liggja fyrir um næstu helgi en bátunum fylgja um 1700 tonna aflaheimildir. Tilboðin gilda til mán- aðamóta. Hann sagði að áhersla væri lögð á að halda þeim í heima- byggð en þó væri ekki veijandi af hálfu Snæfellings að leggja út í fórnarkostnað til að svo megi verða. Snæfellingur hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til þess. Ljóst sé hins veg- ar að skipin verði seld því bæjarsjóð- ur ætli sér ekki að gera þau út. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsjns mun Dvergur hf. hafa boð- ið Snæfelling rúmar 140 milljónir kr. í Gunnar Bjarnason og Stakk- holt hf. gert tilboð í Tungufell en SnæfpIIingur gert þeim gagntilboð. Nokkrir einstaklingar á Ólafsvík hafa gert Snæfelling tilboð í afla togarans Más með hugsanlega vinnslu hans í Hraðfrystihúsi Ólafs- víkur í huga. Herbert Hjelm, tals- maður hópsins, kvaðst ekki hafa heyrt neitt frá forsvarsmönnum Snæfellings varðandi tilboð þeirra. Atli Alexanderson sagði hins vegar að þeim hefði verið tjáð að það verð sem hópurinn hefði boðið gengi ekki upp miðað við rekstur togar- ans. Hópurinn bauð fast verð fyrir stærstan hluta afla togarans. „Við höfum komið því til þeirra hvaða verð þarf að greiða fyrir aflann svo að rekstur togarans gangi upp og þannig standa málin,“ sagði Atli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.