Morgunblaðið - 24.01.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
11
Norrænt gigtarár 1992:
Fyrirbygging gigt-
ar sparaði þjóðar-
búinu 5-10 milljarða
TALIÐ er að unnt sé að fyrir-
byggja gigt á næstu 10-20 árum
ef nægilegir fjármunir fást til
rannsókna. Áætlað er að það
myndi spara þjóðarbúinu á milli
5-10 milljarða króna á ári yrði
ráðgáta gigtsjúkdóma ráðin auk
þess sem þjáningar fjölda manns
og örkuml yrðu fyrirbyggð. Alls
eru um 50 þúsund Islendingar
gigtveikir, eða fimmti hver Is-
lendingur. Þar af eru um 1.500
75% öryrkjar. Þetta kom fram á
blaðamannafundi sem Gigtarfé-
lag íslands stóð fyrir til kynning-
ar á Norrænu gigtarári 1992.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að
flestir alvarlegir gigtsjúkdómar or-
sakast af truflun í ónæmiskerfinu.
Hvítfrumur sem eiga að vera til
varnar gegn aðsteðjandi sýklum og
útrýma framandi efnum úr líkam-
anum ruglast í ríminu og ráðast líka
gegn stoðvefjum og liðamótum gigt-
arsjúklingsins. Hins vegar hefur
ekki tekist að leiða í ljós hvers vegna
ónæmiskerfið bregst þannig við.
Á gigtardeginum 19. september
nk. fer fram aðalfjáröflun gigtarárs-
ins með merkjasölu. Féð sem safn-
ast mun renna í sérstakan Vísinda-
sjóð til eflingar á rannsóknum hér-
lendis. Helgi Valdimarsson prófessor
segir að á meðal íslendinga séu
margir hæfir vísindamenn sem gætu
verið fullgildir þátttakendur í fjöl-
þjóðlegum rannsóknum á gigt-
arsjúkdómum. Hins vegar hafi fjár-
veitingar til rannsókna hérlendis
hlutfallslega verið tæplega helming-
ur þess sem flestar Evrópuþjóðir
veiji í þessu skyni. Þrátt fýrir að
íslensk stjórnvöld hafi nýlega mark-
að sér þá stefnu að farnaður þjóðar-
innar muni í náinni framtíð ráðast
af menntun þjóðfélagsþegnanna og
mætti þeirra til að skapa þekkingu
séu íjárveitingar til rannsókna
skornar niður. Raunhæft markmið
fyrir íslenskt gigtarár sé því að
skapa fjárhagslegan grundvöll hér-
iendis fyrir gigtarrannsóknir sem
laði til sín lækna og líffræðinga með
burði til að hafa frumkvæði á al-
þjóðavettvangi á þessu sviði. Helgi
sagði að íslensk stjórnvöld hefðu
ekki mótað sér stefnu til sparnaðar
til lengri tíma en sem nemur kjör-
tímabilinu ólíkt öðrum Vestur-Evr-
ópuþjóðum. Með því að verja fjár-
munum til rannsókna á gigt mætti
fyrirbyggja sjúkdóminn innan 10-20
ára og spara þjóðarbúinu 5-10 millj-
arða kr. á ári. Að sögn Jóns Þor-
steinssonar, formanns Gigtarfélags
íslands, er minnstur hluti hans
vegna útláta í heilbrigðiskerfinu, en
mestur vegna vinnutaps sjúklinga.
Jón sagði að aðstæður væru um
margt taldar ákjósanlegar hérlendis
til að stunda gigtarrannsóknir og
ekki fráleitt að skerfur íslendinga
til lausnar gátunni geti orðið veru-
legur. Helgi tók í sama streng og
sagði að þjóðin væri einsleit erföa-
fræðilega og hin mikla þekking
landsmanna á ættfræði kæmi að
miklu gagni, en gigtsjúkdómar hafa
ættfylgni þó ekki séu þeir arfgeng-
ir. Gigt félli gjarnan í skugga lífs-
háskasjúkdóma eins og krabbameins
og kransæðasjúkdóma en þó væri
þjónusta við gigtveika merkilega góð
miðað við það fé sem til hennar
hefði fengist. Jafnframt hefðu braut-
ryðjendurnir safnað gögnum um
gigtsjukdóma sem gætu orðið
grundvöllur að því að íslendingum
yrði falið að byggja upp fjölþjóðlega
rannsóknasamvinnu sem hefði það
að markmiði að finna ráð til að fyrir-
byggja gigt.
Jón sagði að gott samstarf hefði
tekist með stjórnvöldum um norræna
gigtarárið og vonast Gigtarfélagið
til þess að Háskóli Islands og stjórn-
völd sjái sér fært að stofna til próf-
essorsstöðu i gigtlækningum í tilefni
gigtarársins, sem skipulegði það
frumkvæði sem íslendingar gætu
haft á alþjóðavettvangi í gigtarrann-
sóknum ef vel tekst til með söfnun
fjármuna þann 19. september.
Framkvæmdastjóri gigtarársins er
Frosti F. Jóhannsson og verndari
Norræna gigtarársins er forseti ís-
lands, Vigdís Finnbogadóttir.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá vinstri eru: Sveinn Indriðason í starfsnefnd norræna gigtarársins, Helgi Valdimarsson prófessor,
Jón Þorsteinsson formaður Gigtarfélags Islands, Árni Geirsson og Árni Jónsson í starfsnefnd norræna
gigtarársins og Frosti F. Jóhannsson, framkvæmdastjóri gigtarársins.
W»
Ara?^sér sta,ld „riðva11”0*
KokhSstisv'
synain^fnha^^giðTg
Yfir 30 b°rn'i.uld og sU?„i
Annað starfsár Rokklingaskólans
Rokklingaskólinn tekur nú aftur til slarfa og býður öl! börn velkomin á eldhresst og skemmlilegl nám-
skeið, sem hefst sunnudaginn 26. jamtar nk.
Kennum undirstöðualriði í að koma fram. dansa ogsyngja á sviði. Kennarar verða Birgir Gunnlaugs-
son söngstjóri Rokklinganna og Bára Magnúsdótlir danshöfundur Rokklingadansanna.
Rokklingadansa
Rokklingasöngva
Sviðsframkomu
Textaframburð
Takthreyflngar
A HAMSKEIBUHUH ERBOÐIBUPPfi:
l Möppu með námsgögnum
I Hliöðversvinnu
I Þína eigin söngsnæidu —
með bliómsveit!
í Hæfnispróf
nrrr
Hemendasýningu í lok nám-
skeiðs
(2 miðar innifaldir)
Myndbantf af sýningunni
Kennsla stendur i 7 vikur og hefst sunnudaginn 26. janúar i Jazzballelskóla Báru i Suðurveri.
Kennt verður á sunnudögum, 2 kennslustundir i senn, auk 3 tima i hljóðveri. íhverjum tima lakmark-
asl jjöldi þátttakenda við 12. Innritun alla virkadaga til25.janúarogi dág, sunnudag.frá kl. 13-18, i
síma813760.
Afltending kennslugagna laugardaginn 25. janúar.
Þátttökugjald kr. 14.500,- - allt innifalið . Euro og Visa raðgreiðslur.
Síðustu
innritunardagar