Morgunblaðið - 24.01.1992, Side 12

Morgunblaðið - 24.01.1992, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 Grj ótkast úr glerhúsi Raunhækkun skatttekna sveitarfélaga frá 1980 % Hlutdeild í heildarhækkun % 60 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 -5 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 eftir Þórarin V. Þórarinsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, fer mikinn í grein í Mbl. 18. 1. sl. vegna upplýsinga um fjármál sveit- arfélaga, sem nýlega birtust í fréttabréfí VSÍ. Hann segir þessar upplýsingar „rangar, villandi og hreina fjarstæðu“ og ræður VSI frekar til „að bæta stöðu fyrirtækj- anna með hagræðingu og sparnaði í útgjöldum en að ráðast ómaklega að sveitarfélögunum í landinu". Allt þetta er sett fram undir fyrir- sögninni „Atlaga að sveitarfélög- unum“. Þessi viðbrögð kalla á svör. Atlaga að verðbólgu Verðbólga hafði verið meginböl- valdur í efnahagslífi íslendinga í full 20 ár auk þess sem landsmenn í ársbyijun 1990 stóðu frammi fýrir mikilli óvissu í atvinnumálum. Þá náðist um það gríðarlega víð- tæk samstaða með launþegum og atvínnurekendum ásamt bændum, ríkisvaldi og bankakerfinu að reyna nýjar leiðir til að treysta kaupmátt og atvinnu. I stað mik- illa launahækkana skyldi áherslan sett á að halda verðhækkunum í skefjum. Var við það miðað að verðbólga á samningstímabilinu yrði 6—7% á ári í stað 25% eins og verið hafði. Sýnt þótti, að þessi árangur myndi því aðeins nást, að raun- veruleg viðhorfsbreyting yrði hjá öllum þeim, sem ákveða verð á vörum og þjónustu og eins öllum hinum, sem kaupa. Menn yrðu að breyta margvíslegri hegðun frá því sem verið hafði. Af þeim sökum var mjög leitað eftir því við sveitar- félög, að þau endurmætu álagning- arhlutföll fasteignaskatta og að- stöðugjalda, sem innheimt eru eft- ir á, þannig, að mikil verðbólga rýrir raunvirði þessara gjalda, en minnkandi verðbólga eykur það. Lækkun verðbólgu þýddi því raun- hækkun þessara gjalda, ef álagn- ingarhlutföll væru ekki lækkuð á móti. Er skemmst frá því að segja, að þorri sveitarfélaga hafði þessi sjónarmið að engu og nýtti sér færi til að bæta sinn hlut á kostn- að atvinnulífs og almennings. Þessar staðreyndir voru settar fram í tölum í síðasta fréttabréfi VSÍ. Þar er miðað við raunbreyt- ingu þessara gjalda frá því sem var 1989 til 1991, þ.e. að metin er raunhækkun frá háa verðbólgu- stiginu og yfír þjóðarsáttartímann. Tölumar líta svona út: Álagning millj. kr.: 1989 1990 1991 Fasteignaskattur: 3.091 3.736 4.232 Aðstöðugjaid: 3.647 4.461 5.005 Samtals: 6.738 8.197 9.237 Breyting frá fyrra ári: 21,7% 12,7% Breyting verðvísitöiu samneyslu: 11,2% 7,0% Hækkun umfram verðlag: 704 466 Samtals hækkun á tímum þjóðarsáttar: 1.171 í þessum tölum er innifalin sér- stök hækkun fasteignamats sem olli 250—300 milljóna kr. skatta- hækkun. Eftir stendur því tæplega 1000 milljón króna hækkun fast- eignaskatta og aðstöðugjalds um- fram verðlagsbreytingar sem er beinn ávinningur sveitarfélaga af lækkaðri verðbólgu og þennan milljarð taka þau árlega til sín hér eftir meðan verðbólga er lág og engin lækkun verður á álagningar- hlutföllum þessara eftirágreiddu skatta. Þetta eru einfaldar töluleg- ar staðreyndir, sem sýna að sveit- arfélögin högnuðust um þessa fjár- hæð beinlínis vegna þjóðarsáttar- innar. Ásakanir um rangfærslur VSÍ eru því sannanlega gijótkast úr glerhúsi. Atlagan að verðbólg- unni tókst þrátt fyrir þessa afstöðu sveitarfélaganna og nú eru horfur á að verðbólgan lækki enn. Því mun að óbreyttu fylgja hækkað raungildi aðstöðugjalda, svo að spyija má hver geri atlögu að hveijum. Rauntekjur sveitarfélaga jukust yfir 40% Vilhjálmur kannast við að raun- telq'ur (kaupmáttur tekna) sveitar- félaga hafi hækkað yfír 40% frá 1980. Hvort talan er 40% eða 46% fer eftir því við hvaða vísitölur er miðað og er ekki efni í fijóa deilu. Og enn er VSÍ sakað um ómerki- leg vinnubrögð og að hafa ekki sett tekjuaukninguna í rétt sam- hengi, nefnilega það, að sveitar- stjómarmönnum hafi tekist að eyða öllu þessu og meira til. Það þarf kjarkmenn til að beita svona vörn. En fyrst hún er komin fram, þá er sanngjarnt að eyða að þessu fáeinum orðum, því að þarna er einmitt kjarni vandans. Sveitar- félögin virðast telja sjálfsagt að halda uppi sívaxandi eyðslu og senda borgurunum reikninginn í formi síhækkandi skatta og tala svo um vond lög og illgjarna at- vinnurekendur, þegar athygli er vakin á málinu. Og eyðslan enn meira Meðfýlgjandi mynd sýnir glöggt hver tekjuþróun sveitarfélaganna hefur verið á umræddu tímabili og þar sést m.a. hversu sveitarfélögin högnuðust á upptöku staðgreiðslu útsvars. Rétt er að sífellt aukast kröfur um þjónustu sveitarfélaga og rekstur þeirra hefur þyngst ár frá ári af þeim sökum. Síðustu 4—5 árin eru það hins vegar fjárfesting- ar sveitarfélaga, sem keyrt hafa úr hófí. Þannig voru ijárfestingar að meðaltali 34% af heildartekjum sveitarfélaga árin 1989 og 1990 samanborið við 31% árin á undan frá 1980. Ugglaust gætu einhveij- ir bent á framkvæmdir, sem fresta hefði mátt til að komast hjá skatta- hækkunum á almenning og at- vinnurekstur. Það hefur því ekkert skort á tekjur, en eytt er um efni fram. Þátttaka sveitarfélaga í atvinnurekstri Stundum hrósa sveitarstjórnar- menn sér af því, að sveitarfélögin séu feikn stórir vinnuveitendur og i i „Þetta eru einfaldar tölulegar staðreyndir, sem sýna að sveitarfé- lögin högnuðust um þessa fjárhæð beinlínis vegna þjóðarsáttarinn- ar. Asakanir um rang- færslur YSI eru því sannanlega grjótkast úr glerhúsi. Atlagan að verðbólgunni tókst þrátt fyrir þessa af- stöðu sveitarfélaganna og nú eru horfur á að verðbóigan lækki enn.“ sumir sveitarstjórnarmenn virðast telja kaup nokkurra bæjarfélaga á atvinnufyrirtækjum í erfíðleikum sérstaka réttlætingu á auknum álögum sveitarfélaga á atvinnu- reksturinn. Þetta er líka sérstök sýn, því að stjórnmálamönnum er brýnt að muna, að sveitarfélög og ríki sækja tekjur sínar til atvinnu- lífsins — ekki öfugt. Það er hörmu- leg öfugþróun að bæjarútgerðir af ýmsum toga komi nú fram á nýjan leik, og það á sama tíma og nær- fellt allar þjóðir heims kosta kapps Sameining sjúkrahúsa eftir Tómas Zoega Að undanförnu hafa farið fram nokkrar umræður um sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík. Slík um- ræða er eðlileg á tímum þar sem hagræðing og samruni virðast vera lausnarorðin. Sífellt er verið að leita leiða til að bæta rekstur sjúkrahúsanna og gera hann ódýr- ari. Á sama tíma er reynt að tryggja gæði þjónustunnar, huga að framförum og mæta verkefnum framtíðarinnar. Um áratuga skeið hafa verið starfrækt þijú sjúkrahús í Reykja- vík. Margir hafa bent á að fá land- svæði með svo fáa íbúa hafí svo mörg sjúkrahús. Slíkt hljóti að vera óhagkvæmt og dýrt. Aðrir halda því fram að ákveðin sam- keppni sé nauðsynleg. Möguleikar á að bera saman kostnað verði að vera fyrir hendi og það sé best tryggt með samkeppni sjúkrahús- anna. Ekki er þó auðvelt að fá auglýsingar um hvort sambærileg meðferð sé ódýrari hjá einu sjúkra- húsinu fremur en öðru. Röksemdin um fjárhagslegt aðhald fellur því fljótt. Auðvitað eru ákveðnir kostir því samfara að hafa þijú sjúkrahús á sama svæði. Sjúklingamir ættu að hafa möguleika á því að velja hvar þeir fá þjónustu, þurfí þeir á henni að halda. Læknasamtökin hafa réttilega lagt áherslu á rétt ein- staklinga til að velja sér lækni. Því skýtur það skökku við að ef bráð veikindi ber að höndum og nauð- synlegt er fyrir einstakling að leggjast inn á sjúkrahús, þá hefur sá hinn sami ekkert val um það hvar hann leggst inn. Sjúkrahúsin hafa komið sér saman um að skipta bráðaþjónustunni eftir dögum. Sums staðar er skipulagið þannig að bráðveikist einstaklingurinn aftur, jafnvel af sama sjúkdómi eftir meira en þijá mánuði, þá er aftur tilviljun háð hvar hann lendir næst. Kostir þess að hafa þijú sjúkrahús nýtast því ekki heldur hér. Mikilvægt er að leggja áherslu á að öll sjúkrahúsin veiti mjög góða þjónustu sem byggist aðal- lega á velmenntuðu og þjálfuðu starfsfólki. Hin raunverulega sam- keppni kemur erlendis frá, en allar starfsstéttir bera starf sitt og ár- angur saman við það sem best gerist annars staðar. Kostnaður Enginn skyldi þó halda að þessi þjónusta kostaði ekki eitthvað. Hún er dýr og verður það áfram. Allar framfarir kosta sitt og víst er að Islendingar munu aldrei sætta sig við annað en hágæða- þjónustu sem stenst samanburð við það sem best gerist annars staðar. í fjárlögum ársins 1992 er gert ráð fyrir því að rekstur sjúkrahús- anna þriggja kosti um 9,4 milljarða króna, þar af kostar rekstur Rík- isspítala tæplega 6 milljarða, Borg- arspítala tæpa 2,5 milljarða og Landakots 800 milljónir. Loks er ætlað að eyða rúmum 200 milljón- um til hugsanlegs samruna sjúkra- húsanna. Flestir eru sammála um að erfítt verði að reka sjúkrahúsin innan ramma flárlaga og yfírvöld sækja hart á með kröfum um auk- inn sparnað og aðhald á öllum sviðum. Hugmyndir um sameiningu Stjórn Ríkisspítala réð í samráði við heilbrigðismálaráðuneytið er- lent ráðgjafarfyrirtæki til þess að aðstoða við að marka framtíðar- stefnu spítalanna. Fyrstu niður- stöður voru kynntar á seinni hluta sl. árs. Ráðgjafarnir komust að því að ekki væri hægt að skoða fram- tíð Ríkisspítala án þess að líta á sjúkrahúsþjónustuna í heild. Þeir lögðu til við stjórn Ríkisspítala að hún óskaði eftir því við heilbrigðis- málaráðuneytið að könnuð yrði hagkvæmni samruna Landspítala og Borgarspítala. Ráðgjafamir leiddu rök að því að langhagkvæmasti kosturinn væri sameining Landspítala og Borgarspítala. Með því væri hægt að ná fram meiri hagkvæmni t.d. í kaupum dýrra tækja, auknir möguleikar væru á ýmiss konar sérhæfíngu og frekari möguleikar til kennslu og rannsókna auk ann- arra atriða sem þeir töldu upp. Hinir erlendu ráðgjafar voru þeirrar skoðunar að frá sjónarhóli skattgreiðandans væri sameining Borgarspítala og Landakots dý- rasti og óhagkvæmasti kosturinn. Ef sá kostur yrði valinn væri tryggð stöðug samkeppni tveggja stórra stofnana um tjármagn sem alltaf yrði af skornum skammti. Veruleg hætta væri á að sama dýra þjónustan væri veitt á báðum stöðum. í stað rekstrarlegs aðhalds þá skapaðist samkeppni um fé og stofnanirnar tvær yrðu til samans mun stærri eining, en ef um eina stofnun væri að ræða. Rekstrarleg samkeppni heil- brigðisstofnana hefur oftast auk- inn kostnað í för með sér og bend- ir landlæknir á þessa staðreynd með skýrum hætti í nýlegri blaða- grein (Mbl. 19. jan. 1992), en þar segir hann m.a. að „rekstrarleg samkeppni í heilbrigðisþjónustu getur haft í för með sér alvarlega fylgikvilla". Þrátt fyrir niðurstöður hinna erlendu ráðgjafa héldu yfirvöld ótrauð áfram að vinna að samein- ingu Borgarspítala og Landakots. Rétt fyrir sl. áramót rann þó upp ljós fyrir ráðamönnum. Þeir virðast hafa komið auga á hið augljósa, nefnilega að kostnaðurinn við sam- einingu Borgarspítala og Landa- kots komi strax í ljós, en sparnað- urinn aldrei. Hugmyndir um að gjörbylta hlutverki Landakots hljóma ekki skynsamlega. Kostn- aður við breytingar á húsnæði verður mjög mikill og þeir sem einhveija nasasjón hafa af slíkri áætlanagerð vita að endanlegur Tómas Zoega „Ef Landspítali og Borgarspítali samein- ast verður auðvelt að nýta kosti Landakots, möguleikarnir eru óþipótandi, ef vilji er fvrir hendi til að skoða þá.“ kostnaður verður miklu hærri og kannski margfalt, en fyrstu áætl- anir gerðu ráð fyrir. Niðurstöður Sumir telja að verði Borgarspít- ali og Ríkisspítalar eitt þá sé búið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.