Morgunblaðið - 24.01.1992, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
Reuter
Deng kemur fram opinberlega
Deng Xiaoping, fyrrum leiðtogi Kína, hefur lítið verið í sviðsljósinu frá því að hann lét af embætti. Hinn 87
ára gamli Deng, sem er enn talinn vera valdamesti maður landsins, brá þó út af vananum nú í vikunni og fór
í opinbera heimsókn til borgarinnar Shenzen í suðurhluta Kína. I kringum Shenzen, sem liggur að landa-
mærum Hong Kong, er rekið sérstakt fríiðnaðarsvæði, og hefur heimsókn Dengs verið túlkuð sem liður í því
að leggja áherslu á vilja hans til að koma á efnahagsumbótum í anda kapítalisma. Á myndinni má sjá
Deng ásamt fjölskyldu sinni aka um Shenzen.
Eystrasaltsríkin
fá aftur guMið sitt
London. Daily Telegraph.
BRESKA stjórnin ákvað í gær að skila Eystrasaltslöndunum rúmlega
14 tonnum af gulli, sem komið var til geymslu í Engiandsbanka fyrir
1940. Er það metið á 90 milljónir sterlingspunda eða 9,3 milljarða
ÍSK. Þegar Eystrasaltsríkin voru innlimuð í Sovétríkin gerðu Bretar
gxillið upptækt til að það félli ekki í hendur stjórnvöldum í Kreml en
1967 ákvað þáverandi ríkisstjórn Verkamannaflokksins að selja allt
gullið.
Bretar viðurkenndu sjálfstæði
Eystrasaltsríkjanna í ágúst síðast-
liðnum og síðan hafa farið fram sleit-
ulausar samningaviðræður um gull-
ið, nú síðast milli þeirra John Maj-
ors, forsætisráðherra Bretlands, og
Vytautas Landsbergis, forseta Lit-
háens. Sagði Major í gær, að samn-
ingurinn um gullið markaði upphaf
nýs tíma í samskiptum Bretlands og
Eystrasaltsríkjanna og Vytautas
sagði, að önnur mál, sem hugsanleg-
ur ágreiningur væri um, yrðu leyst
fljótlega.
Eins og fyrr segir var gullið selt
árið 1967 og andvirðið, sem þá var
5,8 milljónir sterlingspunda, var not-
að til að bæta breskum fyrirtækjum,
sem áttu eignir eða ítök í Eystrasalt-
slöndunum, það tjón, sem þau urðu
fyrir með innrás Rauða hersins.
Hafa þingmenn íhaldsflokksins
reynt að nýta sér þessa sölu nú þeg-
ar kosningaskjálftinn er að komast
í menn og saka Verkamannaflokkinn
um að hafa svikið Eystrasaltslöndin
1967 og sýnt Sovétstjórninni undir-
gefni. Segja Verkamannaflokks-
þingmenn, að þessi áróður sé „sjúk-
legur".
Bretar buðu Eystrasaltsríkjunum
að velja hvort þau vildu gullið í gulli
eða reiðufé og tóku Litháar fyrri
kostinn. Ákváðu þeir enn sem fýrr,
að Englandsbanka væri best trey-
standi fyrir því.
-----♦ ♦ ♦-----
Kafbátur-
inn var með
kjarnavopn
Stokkhólmi. Reuter.
SKIPSTJÓRI sovésks kafbáts,
sem strandaði undan strönd Sví-
þjóðar árið 1981, hefur staðfest
að báturinn hafi verið búinn
kjarnavopnum.
Skipstjórinn, Anatolíj Gústsjín,
sagði í viðtali við sænska sjónvarpið
TV 3 að kafbáturinn hefði verið
búinn kjarnorkutundurskeytum er
hann strandaði skammt frá flota-
stöðinni í Karlskrona. Var bilun í
siglingatækjum kennt um og árétt-
aði skipstjórinn það.
AF ERLENDUM VETTVANGI
STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON
Þýskir jafnaðarmenn eiga á brattan að sækja:
Engholm gefur kost á
sér sem kanslaraefni
BIÐIN er á enda innan þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD) og
þar með væntanlega deilurnar sem henni fylgja. Björn Engholm,
formaður flokksins, hefur flestum að óvörum lýst því yfir að
hann gefi kost á sér sem kanslaraefni flokksins i næstu þingkosn-
ingum sem haldnar verða árið 1994. Engholm er almennt talinn
hafa tekið þessa ákvörðun af illri nauðsyn, til að koma í veg fyr-
ir frekari innanflokksátök, en ekki af sannfæringu um að hann
sé sá sem helst geti leitt flokkinn til sigurs í kosningum. Fyrstu
viðbrögðin við ákvörðun hans innan flokksins virtust aðallega
vera mikill léttir, eða eins og þýska dagblaðið Frankfurter Allge-
meine Zeitung orðaði það í fyrirsögn: „Þungu fargi létt af jafn-
aðarmönnum - allir mjög glaðir“.
Ríkisstjóm Helmuts Kohls
kanslara nýtur mikils stuðnings
um þessar mundir og samkvæmt
nýlegri skoðanakönnun myndu
um 50% kjósa annan stjórnar-
flokkanna tveggja ef nú yrði
gengið til kosninga. Um 45%
myndu aftur á móti veita annað
hvort SPD eða Græningjum at-
kvæði sitt. Nánast allt síðasta ár
voru hins vegar jafnaðarmenn
með örugga forystu í skoðana-
könnunum. Efnahagsástandið í
nýju sambandslöndunum var
mjög dökkt, fyrirtæki hættu starf-
semi í hrönnum og atvinnuleysi
jókst stórlega. Flokkur Kohls,
Kristilegi demókrataflokkurinn
(CDU), tapaði kosningum í hverju
sambandslandinu á fætur öðru og
stjómin missti meirihluta sinn inn-
an Sambandsráðsins. Leiddi þetta
til mikilla vangaveltna um að
Fijálsi demókrataflokkurinn
(FDP), samstarfsflokkur CDU í
ríkisstjóm, myndi söðla um og
fara að gera hosur sínar grænar
fyrir jafnaðarmönnum. Voru
margir fréttaskýrendur búnir, eins
og reyndar svo oft áður á síðustu
árum, að afskrifa Helmut Kohl
endanlega pólitískt um miðbik árs-
ins 1991.
Kohl snýr dæminu við - aftur
Á þeim mánuðum sem síðan eru
liðnir hefur stjómmálaástandið í
Þýskalandi hins vegar gjörbreyst.
Þegar fór að líða á síðari helming
ársins benti margt til að búið
væri að yfirstíga erfiðasta hjallann
varðandi sameiningu Þýskalands.
Fyrstu ummerki efnahagsbata
komu smám saman í ljós.
I október gáfu skoðanakannanir
til kynna að fylgi við Kristilega
demókrataflokkinn færi vaxandi á
ný eftir að hafa orðið minnst
33,4% í júnímánuði samkvæmt
könnunum Allensbacher-stofmn-
arinnar. Síðan hefur fylgi CDU
farið stöðugt vaxandi en fylgi SPD
þverrandi að sama skapi.
Fátt bendir til annars en að
vöxturinn í nýju sambandslöndun-
um muni halda áfram, þó svo að
einhver samdráttur kunni að verða
í þýsku efnahagslífí almennt, og
að Kohl geti stoltur bent á góðan
árangur þar þegar líða fer að
næstu kosningum. Jafnvel hátt-
settir menn í Jafnaðarmanna-
flokknum eru famir að gefa það
í skyn opinberlega að litlar sem
engar líkur séu á því að flokkurinn
komist í stjóm fyrr en í fyrsta
lagi eftir kosningamar árið 1998.
Það er því í sjálfu sér ekki öfund-
svert hlutskipti fyrir Bjöm Eng-
holm að vera orðinn kanslaraefni
flokksins. En eins og hann er van-
ur að segja sjálfur á sinni norður-
þýsku mállýsku: „Watt mutt, datt
mutt"; það sem verður að vera,
verður að vera.
Það em fyrst og fremst aðrar
ástæður en von um kanslaraemb-
ætti sem liggja að baki yfírlýsingu
Engholms. Deilur um forystumenn
hafa á síðustu ámm verið eitt
helsta innanmein SPD og á köflum
allt að því lamað flokkinn út á
við. Kom þetta greinilega í ljós
þegar velja átti kanslaraefni
flokksins fyrir síðustu kosningar
og þegar finna varð arftaka Hans
Jochens Vogels í formannsemb-
ættið í lok 1990.
Björn Engholm, formaður þýskra jafnaðarmanna, hefur gefið
kost á sér sem kanslaraefni flokksins i næstu kosningum, sem
haldnar verða 1994.
Ólíkt flestum öðmm flokkum,
þar sem oftast em margir tilkall-
aðir en fáir útvaldir, þegar kemur
að æðstu embættum, virtist eng-
inn vera tilkippilegur þegar kom
að formannsembætti SPD. Oskar
Lafontaine, forsætisráðherra Sa-
arlands og kanslaraefni flokksins
í síðustu kosningum, sagðist allt
í einu ekki hafa áhuga og kjör
Engholms var því hálfgerð neyð-
arlausn.
Harðar deilur um hver ætti að
verða kanslaraefni flokksins 1994
hófust fyrir nokkm og vora tveir
menn aðallega taldir koma til
greina: Björn Engholm og Oskar
Lafontaine. í síðustu þremur kosn-
ingum hefur flokkurinn boðið fram
mjög ólík kanslaraefni, þá La-
fontaine, Vogel og Johannes Rau,
forsætisráðherra Nordrhein-West-
falen. Margir flokksmenn vilja
meiri stöðugieika í þessum efnum
og sagði formaður þingflokks
SPD, Hans-Ulrich Klose, í út-
varpsviðtali um helgina, að hann
teldi rétt að flokkurinn tefldi fram
sama kanslaraefni 1994 og 1998
sama á hvom veg kosningamar
færu. Eftir yfírlýsingu Engholms
sagðist Klose vera „mjög ánægð-
ur“. Þetta hefði verið sú ákvörðun
sem hann vildi að yrði tekin.
Margir hafa löngum haft uppi
efasemdir um hversu æskilegt
kanslaraefni Engholm sé fyrir
flokkinn. Hann er oft gagnrýndur
fyrir að sýna pólitík takmarkaðan
áhuga og hafa meiri áhuga á að
klæðast fallegum fötum og ræða
listir, tottandi pípu og drekkandi
gott vín.
Mikilvægar kosningar í
Slésvík-Holtsetalandi
Kosningarnar í Slésvík-Holtset-
alandi í apríl, þar sem Engholm
er forsætisráðherra, era því mjög
mikilvægar fyrir hann. Hann vann
þar stórsigur í síðustu kosningum,
fékk 54% atkvæða, og segist sjálf-
ur ekki búast við að geta endurtek-
ið þann árangur. Ottast jafnað-
armenn ekki síst að margir kjós-
endur muni nú veita öðrum flokk-
um atkvæði sitt þar sem sýnt þyk-
ir að Engholm ætli sér í framtíð-
inni ekki að skipta sér af stjóm
Slésvík-Holtsetalands. Þær kröfur
era þegar farnar að heyrast frá
jafnt græningjum sem kristilegum
demókrötum í sambandslandinu
að jafnaðarmenn geri hreint fyrir
sínum dyram áður en kosið verður
og skýri frá því hver eigi að taka
við af Engholm. Þetta er mjög
óþægileg staða fyrir jafnaðar-
menn sem ætla að bíða með þá
ákvörðun fram til ársins 1993.
Samkvæmt skoðanakönnunum
er fylgi SPD í Slésvík-Holtseta-
landi þessa stundina á bilinu
43-47% sem myndi þýða að flokk-
urinn yrði að taka upp samstarf
við FDP til að geta haldið meiri-
hlutanum. Það yrði nokkur álits-
hnekkir fyrir Engholm og ekki
gott upphaf á baráttunni um
kanslaraembættið. Ef svo ólíklega
færi að jafnaðarmenn myndu
missa stjórnina í Slésvík-Holtseta-
landi má svo vel vera að einhveij-
ir, t.d. í Saarlandi, færa að hugsa
sér til hreyfings og gefa í skyn
að ef til vill væru nú aðrir heppi-
legri sem kanslaraefni en flokks-
formaðurinn.