Morgunblaðið - 24.01.1992, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
Stofnun sam-
taka verka-
fólks tengt
landbúnaði í
undirbúningi
í undirbúningi er stofnun sam-
taka verkafólks sem vinnur við
úrvinnslu og dreifingu landbúnað-
arvara svo og þjónustu. Ákvörðun
þar að lútandi var tekin á fundi
!► forystumanna verkalýðsfélag-
anna í Búðardal, á Hvammstanga,
á Selfossi, í Borgarnesi, verkalýðs-
félags A-Húnvetninga og Alþýðu-
sambands Suðurlands, sem hald-
inn var fyrir skömmu.
í samþykkt fundarins segir að
markmið samtakanna skuli fyrst og
fremst vera að vinna að bættum kjör-
um starfsfólks í þessum starfsgrein-
um og stuðla að auknu samstarfi við
bændur um eflingu innlendrar land-
búnaðarframleiðslu.
í ályktun fundarins er þess krafist
að í komandi kjarasamningum verði
höfuðáhersla lögð á kjör þeirra sem
taka laun samkvæmt lægstu um-
sömdu launatöxtum án mögulegs
kaupauka. Fundurinnn telur „að
verkalýðshreyfingin í heild geti ekki
gengið frá samningaborði nema rík-
isvaldið endurskoði kjaraskerðing-
aráform sín sem bitna þyngst á öldr-
uðum og sjúkum svo og barnaljöl-
'í skyldum."
Ennfremur lýsti fundurinn yfir
stuðningi við ályktanir bændasam-
takanna um drög að GATT samkom-
ulagi. Þar segir: „Fundurinn skorar
á stjómvöld að vinna ötullega að því
að sérstaða íslensks landbúnaðar
komi skýrt fram í áframhaldandi
__ GATT viðræðum og fáist viðurkennd
með skýrum sérákvæðum við endan-
lega samningsgerð. Fundurinn bend-
ir á að verði innflutningur landbúnað-
arvara gefínn fijáls muni það geta
leitt til stórfellds atvinnuleysis í þeim
byggðarlögum, þar sem landbúnaður
er aðalatvinnuvegurinn."
-----*-■*—*---
Fyrsta þing
Eystra-
saltsráðsins
- - FYRSTA þing Eystrasaltsráðsins
í nýrri mynd í Riga hefst föstudag-
inn 24. janúar.
Eystrasaltsríkjaráðið hefur hingað
til verið samstarfsvettvangur forseta
og utanríkisráðherra Eystrasaltsríkj-
anna en kemur nú í fyrsta sinn sam-
an sem samstarfsvettvangur þjóð-
þinga ríkjanna. Fulltrúar þar eru 60
talsins, 20 frá hverju þingi og hefur
uppbygging Norðurlandaráðs verið
höfð til fyrirmyndar. Til að vera við
opnunina hefur verið boðið fulltrúum
annarra alþjóðlegra þingmannasam-
__ taka, þ. á m. Norðurlandaráðs, Evr-
* ópuþingsins, Evrópuráðsins og Al-
þjóðaþingmannasambandsins. Þegar
er hafínn undirbúningur náins sam-
starfs Norðurlandaráðs og Eystra-
saltsríkjaráðsins á sviði menningar-
mála, mengunarvama og um lýðræð-
isþróun. Fulltrúar Norðurlandaráðs
við opnunina eru Halldór Ásgrímsson
alþingismaður og Jan P. Syse frv.
forsætisráðherra Noregs en hann er
nú ásamt Halldóri fulltrúi í forsætis-
nefnd Norðurlandaráðs.
Alþingi gerir hlé á þinghaldi:
Fumvarp um ráðstafanir í
ríkisfjármálum samþykkt
RIKISSTJORNIN hefur nú feng-
ið samþykkt þau lagafrumvörp
sem hún telur nauðsynleg til
þess að fjárlög þessa árs fái stað-
ist. Á fjórtánda tímanum í gær
tilkynnti Salome Þorkelsdóttir
forseti Alþingis að starfslotu jan-
úarmánaðar væri lokið. Þing-
haldi væri frestað til 6. febrúar.
Afgreiðslu ýmissa lagafrum-
varpa var frestað þegar Alþingi
gerði hlé á sínum störfum fyrir jól
en það varð sammæli að þingið
kæmi saman 6. janúar. Þá skyldi
afgreiða þau frumvörp sem ríkis
stjórnin teldi nauðsynlegust en síð-
an yrði gert hlé á störfum þingsins.
Þau frumvörp sem um var að
ræða voru frumvarp um ráðstaf-
anir í ríkisfjármálum á árinu
1992, þ.e. hinn svonefndi og umtal-
aði „bandormur", frumvarp til
lánsfjárlaga á árinu 1992, frum-
varp um Hagræðingarsjóð sjáv-
arútvegsins og frumvarp um
Framkvæmdasjóð Islands.
Öll þessi frumvörp hafa fengið
ítariega umfjöllun og umræðu á
Alþingi. I fyrradag var frumvarpið
um Hagræðingarsjóð samþykkt og
sent ríkisstjórn sem lög frá Al-
þingi. í gær voru hin þrjú frum-
vörpin til 3. umræðu og að lokinni
atkvæðagreiðslu samþykkt sem lög
frá Alþingi.
Við þriðju og síðustu umræðu
um frumvarpið um ráðstafanir í
ríkisfjármálum og einnig í umræð-
unni um frumvarp til lánssfjárlaga,
ítrekuðu stjómarandstæðingar
gagnrýni sína á stefnu ríkisstjóm-
arinnar í efnahags- og atvinnumál-
um. Með samþykkt þessara frum-
varpa væri verið að segja sundur
friðinn. „Bandormurinn" svonefndi
var samþykktur með 28 atkvæðum
gegn 20 en 15 þingmenn vora fjar-
verandi. Framvarp til lánsfjárlaga
var samþykkt með 26 atkvæðum,
einn greiddi á á móti, 16 sátu hjá
en 20 vora fjarrverandi.
Að lokinni atkvæðagreiðslu
sagði Salome Þorkelsdóttir forseti
Alþingis að þessari starfslotu í jan-
úar væri lokið en þing kæmi saman
6. febrúar. Þingforseti óskaði utan-
bæjarþingmönnum góðrar heim-
ferðar og heimkomu.
Frá atkvæðagreiðslu siðasta dag þings fyrir hlé.
Morgunblaðið/Sverrir
Samkomulag um þinghald
eftir 19 klukkustunda fund
ALÞINGI íslendinga er reiðu-
búið að leggja nótt við dag til
þess að afgreiða þau lagafrum-
vörp ríkisstj órnarinnar sem talin
eru nauðsynlegar forsendur fjár-
laga. Þingmenn hófu þingfund
með atkvæðagreiðslu kl. 10. ár-
degis í fyrradag. Síðan voru
þingmál rædd linnulítið til kl. 5
í gærmorgun.
í fyrradag voru greidd atkvæði
um framvarp um ráðstafanir í rík-
isfjármálum árinu 1992 og um
frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið
1992. Síðdegis fóra einnig fram
þijár utandagskrárumræður. Fram-
varp um Hagræðingarsjóð sjávarút-
vegsins var samþykkt sem lög frá
Alþingi. Framvarp um Fram-
kvæmdasjóð Islands var tekið til
þriðju umræðu. Sú umræða reynd-
ist lengri en menn höfðu gert ráð
fyrir vegna þess að stjórnarand-
stæðingar töldu þörf á því því að
ræða málið betur í ljósi nýrra upp-
lýsinga. Umræðu um þetta mál var
frestað.
Um kvöldið var ekkert samkomu-
lag um afgreiðslu þingmála. Á dag-
Stuttar þingfréttir
Afmælisóskir
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðis- og tryggingaráðherra varð
fímmtugur í gær. Heilbrigðisráð-
herra var í ræðustól þegar klukkan
sló tólf að miðnætti. Ráðherrann
var þá að ræða um ráðstafanir í
ríkisíjármálum.
Þegar ráðherra hafði lokið sinni
ræðu óskuðu margir viðstaddra
þingmanna afmælisbaminu til
hamingju, m.a. þáði Sighvatur
kossa frá þeim þingsystram Rann-
veigu Guðmundsdóttur (A-Rn) og
Guðrúnu Helgadóttur (Ab-Rn).
Svavar Gestsson (Ab-Rv) óskaði
heilbrigðisráðherra langra lífdaga
og viðunandi ellilífeyris. En Svavar
gagnrýndi síðar skerðingu lífeyris
og aðrar ráðstafanir sem Sighvatur
hefði hvatt til. Svavar minnist
ömmu sinnar sem áminnt hefði
unga menn um sannsögli, einkum
á afmælisdaginn. Finnur Ingólfs-
son (F-Rv) óskaði einnig ráðherra
heilbrigðismála til hamingju, en
hafði af því nokkar áhyggjur að
málflutningur ráðherrans vitnaði
um elliglöp.
Ráðherra hvarf nokkru síðar af
þingfundi vegna sérstakra að-
stæðna, m.a. var það ætlunin að
fara af landi brott um morguninn
flugleiðis. Á þriðja tímanum um
nóttina söknuðu sumir stjómar-
andstæðingar Sighvats Björgvins-
sonar heilbrigðisráðherra. ^að var
þó fremur vilji þeirra að beina
spumingum heldur en ámaðarósk-
um til afmælisbarnsins. Töldu þeir
að ráðherrann hefði í sinni ræðu
veitt lítil eða engin svör við spurn-
ingum sem hann hefði verið kraf-
inn um.
skránni vora fyrrgreind þijú laga-
framvörp. Það var eindreginn
ásetningur stjómarliða að ljúka af-
greiðslu þessara mála á þingfundin-
um. Á hinn bóginn var augljóst og
auðheyrilegt að þingmönnum
stjómarandstöðunnar var ekki orða
vant. Um kvöldið var „bandormur-
inn“ svonefndi, framvarp um ráð-
stafanir í ríkisfjármálum á árinu
1992, til umræðu. Stjómarand-
stæðingum þótti „bandormurinn"
engu frýnilegri en fyrr. Einkum og
sér í lagi varð ræðumönnum tíð-
rætt um þá liði sem varða heilbrigð-
is- og tryggingamál. Þeir höfðu
margs að spyija um framkvæmd
ákvæða sem snertu þá málaflokka.
Var beðið með allnokkurri eftir-
væntingu eftir ræðu Sighvats
Björgvinssonar heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðisráðherra hélt sína ræðu
um miðnættið. Hann reyndi að
greiða úr nokkrum spurningum,
fjallaði m.a. um framkvæmd tekju-
tengdrar skerðingar. Ráðherra
gagniýndi einnig fjölmiðla og ein-
staka þingmenn fyrir einhliða og
villandi málflutning.
Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf)
vildi í mestu vinsemd benda ríkis-
stjórninni á ákveðna lagaiega
meinbugi á skerðingarákvæðum
varðandi ellilífeyri. Kveðið væri á
um hversu háar atvinnutekjur á ári
mættu vera áður en kæmi til skerð-
ingar, en ekki væri tilgreint á hvaða
árabili. Af þessu leiddu vandræði
með framreikning vegna verðlags-
breytinga. Einnig yrði að athuga
hvort tímasetning gæti hugsanlega
flokkast sem afturvirk skattheimta.
Umræðan um frumvarpið um
ráðstafanir í ríkisfjármálum hélt
áfram og sýnt að þess yrði langt
að bíða að þingmenn hefðu sagt
sitt síðasta orð. Þá voru einnig eft-
ir umræður um hin frumvörpin,
frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið
1992 og frumvarp um Framkvæmd-
asjóð Islands. Ekki var að merkja
neitt samkomulag um afgreiðslu
þessara þingmála.
Þingsköp
Á fjórða tímanum kom til all-
snarpra orðaskipta um þingsköp;
stjórnarandstæðingar fundu mjög
að því að heilbrigðisráðherrann
hefði farið af fundi án þess að svara
öllu því sem hann hefði verið inntur
eftir. Ekki hefði öllum þingmönnum
verið kunnugt fyrr um kvöldið að
ráðherrann yrði að yfírgefa vett-
vang af sérstökum ástæðum en
ráðherrann átti fímmtíu ára afmæli
og hugðist halda til útlanda um
morguninn. Einnig vildu stjómar-
andstæðingar fá upplýst hvernig
fundarhaldi yrði hagað og hve lengi.
Það kom fram í svari Sturlu Böðv-
arssonar að ekki væri ráð fyrir öðra
gert en að veita öllum þingmönnum
sem væra á mælendaskrá tækifæri
til að halda sínar ræður, þingfundi
yrði haldið áfram samkvæmt dag-
skrá þessa næturfundar.
Engan sáttatón var að merkja í
máli manna. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra taldi málafylgju
stjórnarandstæðinga, einkum síð-
búna gagrýni þeirra á fjarstaddann
heilbrigðisráðherra, vera „skrípa-
leik“. Jóhannes Geir Sigurgeirsson
(F-Ne) sagði hins vegar ríkisstjórn-
ina hafa sett upp „skrípaleik" og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-
Rv) taldi heilbrigðisráðherrann
leika aðalhlutverkið í „tragikomed-
íu“. Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv)
átaldi þetta fundarhald; hefði hún
ekki kynnst öðram eins vinnbrögð-
um á Alþingi. Það væri venja að
forsetar Álþingis og formenn þing-
flokka reyndu að semja um meðferð
þingmála, sjálf væri hún reiðubúin
til að falla frá orðinu ef það gæti
liðkað fyrir. Guðrún lét þess getið
í sínni átölu að hún saknaði ekki
heilbrigðisráðherrans en hins vegar
væri hún farin að hafa veralegar
áhyggur af pottaplöntum sínum.
Um fimmleytið um morguninn
brá svo við að ekki vora fleiri á
mælendaskrá um frumvarpið um
ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu
1992. Tilkynnti Sturla Böðvarsson
varaforseti Alþingis að náðst hefði
samkomulag um þinghaldið. Fundi
yrði nú slitið en atkvæðagreiðsla
um „bandorminn" færi fram kl. 11
um morguninn. Umræður og at-
kvæðagreiðslur um framvarp til
lánsfjárlaga fyrir árið 1992 og
framvarp um Framkvæmdasjóð Is-
lands myndu ljúka um kl. 13.