Morgunblaðið - 24.01.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.01.1992, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 t Eiginmaður minn, BIRGIR ÓLAFUR HELGASON, Ásgarði 10, Reykjavfk, lést í Vífilsstaðaspítala að kvöldi miðvikudagsins 22. janúar. Elsa Kristín Guðlaugsdóttir. Systir okkar, t MÁLFRÍÐUR S. GERAGTHY, 100711, DahlAve., Chicago City, Minnesota, lést 21. janúar. Kristín Sigurbjörnsdóttir, Margrét Olly Sigurbjörnsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, HALLDÓR KARLSSON, Arahólum 6, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 23. janúar. Friðrós Jóhannsdóttir, Kári Halldórsson, Karl Halldórsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BÁRÐUR OLGEIRSSON, Vallarbraut 2, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 25. janú- ar kl. 14.00. Að ósk hins látna eru blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Eyrún Helgadóttir, Olgeir Bárðarson, Gunnhildur Ólafsdóttir, Ingólfur Bárðarson, Halldóra J. Guðmundsdóttir, Halldór Bárðarson, Guðlaug Bárðardóttir, Ólafur Guðmundsson, Oliver Bárðarson, Guðrún Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og hlýjug við andlát og útför ÞORBJARGAR SÓLVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Fyrir hönd ættingja og vina, Þorgils Arason. t Hugheilar þakkir þeim, sem minntust ÞORBJARGAR G. VIGFÚSDÓTTUR, siðast á Minni-Grund, Blómvallagötu 12. Guðs blessun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginkonu minnar, dóttur, systur og mágkonu, ÖNNU BERGLINDAR JÓHANNESDÓTTUR BOUVIER. Jéröme Bouvier, Sigrún Sigurjónsdóttir, Ólafur Þór Jóhannesson, Elín Jóhannesdóttir, Sigurjón Jóhannesson, Guðný Þórunn Kristmannsdóttir. VANDAÐAR' ÚTFARARSKREYTINGAR ‘ Blórn & Mjstmunir BORGARKRINGLUNNI SÍMI687075 Unnur Helgadóttir Kimmel — Minning Fædd 6. október 1930 Dáin 9. janúar 1992 Allt eins og golan í haustlaufi víðis minningin skijáfar í gulnuðum blöðum: veiztu að ég heyri þitt fótatak enn systir mín góða í dali? (Jóh. úr Kötlum.) Hvernig bregst maður við þegar harmafregn berst um sviplegt og óvænt fráfall góðs vinar? Hvaðan er styrks og hjálpar að vænta? Manneskjunni þykir sem hún standi berskjölduð frammi fyrir sorginni. Djúpar tilfinningar vakna og valda uppnámi í sálinni; sorg, örvænting, hryggð, tóm. Blökk blika í lofti í stað vonarstjörnu. Þögn breiðist yfir drauma. Orð deyja á vörum. Þó er dauðinn öllum vís. Þannig varð mér innanbijósts þegar mér var tilkynnt að kær mágkona mín, Unnur Helgadóttir Kimmel, hefði farist í bílslysi í Bandaríkjunum 9. þ.m. Dauða hennar bar að höndum á örskots- stund, enginn umþóttunartími. Mig langar að minnast hennar örfáum orðum. Unnur fæddist 6. október 1930 á Breiðumýri í Selárdal í Vopna- firði, dóttir hjónanna Vigdísar Magneu Grímsdóttur og Helga Kristins Einarssonar símamanna. Helgi lést 31. júlí 1970 en Vigdís lifir dóttur sína. Vigdís og Helgi brugðu búi og fluttust á Tanga, því næst til Seyðisíjarðar og að lokum til Reykjavíkur. Á Seyðisfírði ólst Unnur upp ásamt bræðrum sínum, Einari og Grími, og fóstursystur og frænku, Birnu Bjömsdóttur. Birna er búsett á Akureyri, gift Axel Jó- hannessyni, Einar býr í Reykjavík, kvæntur Huldu Marinósdóttur, Grímur var búsettur í Reykjavík, kvæntur Hólmfríði Sigurðardóttir. Hann lést fyrir tveimur árum. Á Seyðisfírði stundaði Didda, eins og Unnur var ávallt kölluð af vinum og ættingjum, nám í bama- og unglingaskóla. Síðan lá leiðin í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Þaðan lauk hún gagnfræðaprófí vorið 1948. Á skólaárunum á Akur- eyri bjó hún á heimili Birnu systur sinnar og Axels. Þessa tíma minnt- ist Didda ætíð með gleði. Að prófi loknu hélt hún til Reykjavíkur í atvinnuleit eins og algengt var meðal ungs fólks á þeim árum. Þar átti hún heima þangað til hún flutt- ist búferlum til Bandaríkjanna, og giftist eftirlifandi manni sínum, Gordon Kimmel, 25. desember 1988. í húsi hans ríkir nú djúp sorg og söknuður. Didda starfaði um árabil í Reykjavíkurapóteki. Seinna gerðist hún starfsmaður í Landsbanka ís- lands og vann þar uns hún fluttist til Bandaríkjanna. Á báðum vinnu- stöðum sýndi hún trúmennsku og þótti góður starfsmaður sem vann verk sín af fæmi og áhuga. Leiðir okkar Diddu lágu fyrst saman þegar ég giftist Grími bróð- ur hennar. Við jafnöldrumar áttum margt sameiginlegt. Okkar á milli myndaðist strax strengur sem í raun rofnaði aldrei þótt á stundum væri vík milli vina. Við fundumst alltaf. Fyrir að eiga hana að vini er ég einlæglega þakklát. Á fyrstu búskaparárum okkar Gríms var Didda ætíð mikill aufúsugestur á heimili okkar. Um margra ára skeið héldum við jólin hátíðleg saman. Þá var oft glatt á hjalla. Ósjaldan rétti hún okkur hjálparhönd með bamahópinn. Hún tengdist börnun- um sterkum böndum. Hún elskaði böm. Henni lánaðist að færa góð- vild sína og ást til þeirra á þann veg sem sá einn gerir sem ber virð- ingu fyrir bömum. Didda var ákaf- lega gjöful, gaf af kærleika. Því var gott að þiggja gjafir hennar. Hún var trú sínu fólki, hreinskilin og undirhyggjulaus. Næm var hún á líðan annarra og vel lagið að veita þeim styrk sem erfiðleikar höfðu steðjað að. Didda var mikil tilfínn- ingamanneskja er afar hljóðlát um sína hagi, kaus að hafa það svo. Hver manneskja er einstök vera og fer sína sérstöku leið. Snorri Hjart- arson segir í ljóði sínu Langt af fjöllum: „Og frá upphafí allra vega / fór enginn þá leið nema þú.“ Hinn 14. janúar 1958 eignaðist Didda einkason sinn, Helga Júlíus. Faðir hans var Óskar Guðmundsson sem nú er látinn. Helgi er læknir að mennt og stundar framhaldsnám í hjartalækningum í Iowa í Banda- ríkjunum. Hann er kvæntur Bjarn- gerði Bjömsdóttur hjúkmnarfræð- ingi og eiga þau þijú böm. Þau em Unnur Ýrr, Róbert Heimir og lítill drengur sem fæddist 14. janúar sl. Diddu tókst einkar vel uppeldi son- ar síns. Oft mun veraldarstríð henn- ar hafa verið erfítt eins og títt er um einstæðar mæður. En móður- hlutverkið innti hún af hendi eins vel og unnt er. Helgi var sólar- geisli lífs hennar. Hún umvafði hann elsku sinni og kærleika. Sam- band þeirra var afar fagurt. Eftir að hann eignaðist sjálfur fjölskyldu lagði hún sig alla fram um að hag- ur hans, Gerðu og bamanna yrði sem mestur og bestur. Þau nutu öll ástríkis hennar í ríkum mæli. Hamiur þeirra og missir er mikill. Öllum er okkur dauðinn vís. En Didda átti sér einlæga og sterka trú sem hún ræktaði af alúð. í síð- asta bréfí sem ég fékk frá henni, nú rétt fyrir jólin, skrifar hún: „Lendur hugans, tilfinningar, birt- an, allt er í skrúða. Eitt orð, einn atburður myrkvar allt ef svo ber undir. Eins og ský dregur fyrir sólu. Þá megum við ekki gleyma að ljóm- inn er eilífur bak við allt, eilífur hjá Guði.“ Ég minnist Diddu með þakklæti fýrir allt sem hún var mér og íjöl- skyldu minni. í bréfum sínum t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls BJARNEYJAR SAMÚELSDÓTTUR hjúkrunarkonu. Guðrún J. Björnsson, Herdfs J. Biering. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR GUNNARSDÓTTUR, Hallgeirsey, A-Landeyjum. Jón Guðjónsson, Jóna Jónsdóttir, Nanna Guðjónsdóttir, Hrönn H. Baldursdóttir, Guðjón Jónsson, Bryndfs Bragadóttir, Sigurður Jónsson, Ástdfs Guðbjörnsdóttir, Ása Guðmundsdóttir og langömmubörn. minntist hún alltaf á Grím minn, gleymdi aldrei hughreysingarorðum til mín og bama minna. Ég votta Gordon, Helga, Gerðu og bömum þeirra, svo og Yigdísi móður henn- ar, dýpstu samúð og bið forsjónina að halda hlífiskildi yfír þeim og öllu vina- og venslafólki hennar. Hólmfríður Sigurðardóttir. Það er undarlegt með sumar bækur að það virðist vera nákvæm- lega sama hversu oft maður les þær, alltaf koma þær á óvart, alltaf fínnur maður setningar sem maður hefur ekki séð áður og alltaf verður maður jafn steinhissa á sjálfum sér að hafa einmitt misst af þessu gull- komi sem var þama einsog önnur í kyrrð sinni, ævinlega tilbúið að skína ef maður bara kæmi auga á það. Og í þeirri undmn sem svona bækur skapa fæðist vissan um að þarna sér á ferðinni eitthvað sem á óútskýranlegan hátt geti borið nafnið listaverk, þótt maður viti aldrei hvers vegna. Maður fínnur það bara innra með sér. Og skynjar án þess að skilja að sumar bækur em sífellt nýjar, síungar, stórar. Og svona er sumt fólk. Marg- slungið fólk. Fullt af andstæðum. Þversögnum. Lífinu. Litrófíð nægir ekki til að bregða upp af því mynd. Orðin ekki til að lýsa því. Og orðin ekki til að kveðja það. En þegar það kveður saknar maður þess í öllu, alls staðar með tilfínningunum, með líkamanum, alltaf. Og maður verður aldrei samur. Lengi eftir að það er farið er maður bara og leið- in á milli upphafs og endis verður svo óútskýranlega þreytt, og ekki endilega um neitt annað en tómið. En þannig er sorgin, síkomandi, sívakandi, síleitandi og sífellt fínnandi. Og hún slær hláturinn úr augunum. Gleðina burt. Um stund. Og svo fellur allt í skorðumar. Hjól- in taka að snúast, en hjólförin em þrengri. Allt hefur breyst. Og leiðin er önnur en áður. Didda kallar á slíkar tilfínningar, stór kona af sjálfri sér, vitur, áhrifa- rík. Ég skildi hann aldrei alveg, leitaði þó að henni, til hennar, fann alltaf eitthvað nýtt, hver fundur okkar gerði mig ríkari og eftir hvem beið ég þess næsta, beið eftir nýrri vídd, stærri vemleika sem ég vissi aldrei hvemig yrði, nema alltaf spennandi, djúpur. Fólk eins og Didda er fágætt einsog þeir tónar sem sífellt era nýir og sífellt óma í öllum heiminum og berast til manns með minningun- um þegar maður grætur eða er glaður og þeir eru sífellt eilífir þess- ir tónar þótt þeir séu hvergi skráð- ir eða eigi sér enga þekkta sögu. Fólks einsog Diddu elskar maður í margbreytileika þess og getur ekki kvatt nema sem lítil stúlka and- spænis stóru tré sem stöðugt ber ávöxt. Hún gerði mig ríka. Líf mitt skemmtilegra, skringilegra og dýpra. Einsog líf allra annarra sem elskuðu hana. Þeim sendi ég samúð- arkveðjur. Og þegar tónamir berast yfír moldina og hún er horfin aftur til upphafsins mun ég heyra rödd hennar segja að allt hafí sinn tíma, að allt verði að hafa sinn tíma, ein- sog lífið, andartakið, ástin, dauðinn og trúin á annan fund. Vigdís Grímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.