Morgunblaðið - 24.01.1992, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
félk f
fréttum
MENNING
Havel eig’naðist
sekkjapípur
Tékkneski forsetinn
Vaclav Havel þótti
sérstaklega mikið til einn-
ar af jólagjöfum sínum
koma. Það var skosk
sekkjapípa sem skoski
innanríkisráðherran,
Strathclyde lávarður
færði Havel og gerði svo
við opinbert tækifæri, er
tékkneska leikhúsið í
Prag var opnað á nýjan
leik, en því hafði verið
lokað vegna peningaleysis
og niðurníðslu. Skoski
viskíframleiðandinn John-
ny Walker stendur á bak
við endurgerð tékkneska
leikhússins og því voru
skosk stórmenni við at-
höfnina í Prag.
Lávarðurinn skoski
færði Havel einnig skota-
pils við þetta tækifæri og
þakkaði forsetinn pent fyrir sig,
bað aðstoðarmann að færa pilsið
til fatahengis, en sekkjapípuna
mundaði hann hins vegar þegar í
stað og blés hressilega í hana um
hríð. Haft er fyrir satt að Havel
Havel með sekkjapípuna.
kann ekkert á sekkjapípu, þannig
að hann framleiddi þarna sundur-
laus óhljóð. Aftur á móti hætti
hann því skjótt, eða á meðan að
allir voru enn með bros á vör vegna
uppátækis forsetans.
Hafsteinn Egilsson og Hörður Sigurjónsson veitingamenn
matreiðslumanni við þorrahlaðborðið.
MATUR
Morgunblaðið/Sverrir
Naustinu ásamt Húnari Guðmundssyni yfir-
Naustið býður upp á
þorrahlaðborð
Veitingahúsið Naust hefur tekið
upp þá nýbreytni að bjóðá
matargestum sínum á þorranum
upp á sérstakt hlaðborð með þorr-
amat á kvöldin, þar sem þeir geta
valið úr rúmlega 30 tegundum af
þorramat auk fjölbreytts úrvals
af ostum. Þá mun Þorratríóið, sem
skipað er þeim Árna Scheving,
Gylfa Gunnarssyni og Ingólfi
Steinssyni, flytja þjóðlega tónlist
fyrir gesti Naustsins öll kvöld frá
fimmtudegi til sunnudags út
næsta mánuð.
Þorrahlaðborðið í Naustinu
stendur öll kvöld vikunnar, en í
hádeginu er boðið upp á þorramat-
inn í trogum líkt og gert hefur
verið frá því Naustið hóf fyrst
veitingahúsa að bjóða gestum sín-
um þorramat árið 1958. Nýir veit-
ingamenn tóku við rekstri Nausts-
ins á síðasta ári, en það eru þeir
Hafsteinn Egilsson og Hörður Sig-
utjónsson, og hafa þeir lagt sig
fram um að endurvekja hina sér-
stöku stemmningu sem Naustið
hefur fram yfir ýmsa aðra veiting-
astaði.
Að þessu sinni var byijað að
bjóða upp á þorramatinn í Naust-
inu um síðustu helgi, eða viku
fyrir þoiTabyijun, en að sögn
Harðar var það gert til að svara
mikilli eftirspurn. Hann sagði
þorrahlaðborðið greinilega hafa
fallið gestum Naustsins vel í geð,
en tók fram að þorramaturinn
væri einnig borinn á borð fyrir þá
sem þess óskuðu. Með matnum
COSPER
jju>.
COSPER U<\81
<Q}
- Ég ætla að gefa mömmu þessar flísar á gólfið í baðher-
berginu.
er meðal annars boðið upp á nýja
bjórtegund frá Viking brugg hf.,
sem kallast Þorraþræll, og verður
eingöngu seldur á þorranum.
Chayenne Brando með barni sínu Tuki.
RÉTTVÍSIN
Chayenne Brando svarar nú
ásökunum um aðild að
manndrápi
Eigi alls fyrir löngu gaf Chay-
enne Brando, dóttir Marlons,
sig fram við yfirvöld á Tahiti þar
sem henni hefur verið geit að
mæta fyrir rétt fyrir meinta aðild
að morði elskhuga hennar Dag
Drollet, en hálfbróðir Chayenne,
Christian, skaut Dag á sínum tíma
til bana eftir að Dag hafði mis-
þyrmt Chayenne.
Christian var dæmdur til nok-
kurra ára fangelsisvistar fyrir
manndráp af gáleysi, en honum
tókst að sannfæra kviðdóm um
að verknaðurinn hafí verið slys,
hann hafi einungis ætlað að ógna
Dag með byssunni.
Chayenne fékk taugaáfall er
þessir atburðir gengu eftir og þjáð-
ist að auki af þunglyndi um skeið.
Hún reyndi tvívegis að stytta sér
aldur og var í langri og strangri
meðferð á geðsjúkrahúsi. Síðan á
hvíldarhæli í Frakklandi. Hún var
ófrísk er Dag var skotinn og veik-
indi hennar ollu því að hún gat
ekki sinnt barni sínu fyrstru mán-
uði ævi þess.
Alla tíð, hefur fjölskylda Dags
haldið því fram að Christian hafi
skotið Dag að undirlagi hennar.
Christian bar aftur á móti að hann
hafi orðið vitni að því er Dag barði
Chayenne illa, m.a. kýlt hana í
magann er hún gekk með barnið
undir belti og hann hafi ætlað að
hræða Dag til þess að hætta slíku
athæfi, en með hörmulegum af-
leiðingum, til ryskinga hafi komið
og skot hlaupið úr byssunni. Við
athugun þótti rétt að athuga stað-
hæfíngar Drolletfjölskyldunnar og
Chayenne þarf að svara fyrir sig.
Chayenne var m.a. borið á brýn
að hafa stungið af frá hvíldarhæl-
inu í Frakklandi í óþökk lækna
og farið í felur er hún frétti að til
stæði að stefna henni. Hún segir
þetta alrangt, læknir sinn hafi
kvatt sig til að fara af hælinu og
hún hafi flutt til föður síns. Hún
segir einnig að saksónarinn í Ta-
hiti, maður að nafni Gatti, hafi
gert sér far um að vera andstyggi-
legur við sig og því hafí hún ráð-
fært sig við lögfræðinga sína varð-
andi yfirheyrslumar og hugsanleg
réttarhöld. Þeir hafi bent sér á að
Gatti þessi hafí aldrei stefnt henni
með þeim formlega hætti sem
honum bæri og því væri hún í
fullum rétti að fara hvergi.
En hún óttaðist ekki að standa
fyrir máli sínu. Hún hefði ekkert
að fela og hefði nú náð þeirri heilsu
á ný að geta staðið frammi fyrir
réttvísinni og sagt frá staðreynd-
um málsins. Hún sagðist einnig
sakna sambýlismanns síns, þau
hafi verið mjög ástfangin, en eins
og önnur pör, hefði lífið ekki alltaf
verið dans á rósum hjá þeim.