Morgunblaðið - 24.01.1992, Síða 36

Morgunblaðið - 24.01.1992, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 mnmn Það stendur: Þjófnum yfirsást 2ja milljóna króna Picasso-mál- verk. — Þú ferð strax í fyrra- málið á listasöguiiámskeið, skal ég segja þér. HÖGNI HREKKVÍSI Óstaðfestar fullyrð- ingar um hollustu Nokkrir innflytjendur unnins hvítlauks hafa nýverið hælt vörum sínum í dálkum Velvakanda. Full- yrðingar Erlings Sigurðssonar, inn- flytjanda Kyolics, vöktu þar athygli mína. Loks spurði Margrét Ingólfs- dóttir hvernig Kyolic hvítlaukur gæti verið betri en hrár. í greininni um Kyolic og í auglýs- ingum er mikil áhersla lögð á fyrstu heimsráðstefnu um hvítlauk í Washington á nýliðnu ári. Eftir tölvuleit að rannsóknum um Kyolic átti ég von á að finna gögn um hollustu Kyolics, en fann ekki. Helst var greint frá að hrár hvítlaukur, allisín og ýmis brennisteinssambönd séu virk efni hvítlauks. Hafa því sérfræðingar sagt: „Ef engin er lyktin, er engin hollusta!" Það var því beðið með eftirvænt- ingu þegar glóðvolg ráðstefnugögn- in frá Bandaríkjunum bárust, svo að nú mætti bera augun sannanir, svo ekki væri um að villast að „lykt- arlausi hvítfaukurinn“, sem búið er að rannsaka í 35 ár væri eins holl- ur og auglýst er, eða jafnvel enn hollari! Ég átti von á að finna stór- merkar rannsóknir á einstaklingum, sem „fyndu muninn“ svo ekki yrði um villst. En rannsóknirnar á Ky- olic greindu eingöngu frá því hvem- ig mýs, rottur, hundar og hænur voru þvinguð til að éta Kyolic oft á dag í marga daga, og ekki þýddi að fúlsa við, þegar tekið var til sprautunnar og Kyolic gefið beint í æð. Einnig var blóðvökva, velj'a- sýnum og fleiru blandað saman við Kyolic-vökva og allt efnagreint og rannsakað eftir kúnstarinnar regl- Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga á morgnana núna í skammdeginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. um. Allt lofaði þetta góðu fyrir blessuð dýrin, sem urðu þó flest að fórna lífinu fyrir. En í þessum gögnum fannst ekki ein einasta rannsókn þar sem nokk- ur lifandi maður hafi látið fljót- andi, eða þurrkaðan Kyolic inn fyr- ir sínar varir! Mannfólkið virtist ein- göngu hafa neytt hrás hvítlauks. Illkvittinn kollega hvíslaði að mér um daginn að það gæti verið að þeir hafi reynt að gefa fólki þetta (Kyolic) en ekki fengið „réttar nið- urstöður", a.m.k. ekki ennþá. Það vakti þó athygli mína hversu duglegir og skrafhreifnir Kyolic menn voru á ráðstefnunni. Um þriðjungur allra fyrirlestranna fjöll- uðu um Kyolic. í auglýsingu um Kyolic segir: .... var, að undan- skildum hráhvítlauk, aðeins ein unnin hvítlauksafurð til umfjöllun- ar, nefnilega Kyolic." Félagi minn spurði þá hvort þetta hafi ekki bara verið fyrsta heimsráðstefnan um Kyolic! * Nokkrir virtir fræðimenn voru þó þarna staddir og fjölluðu þeir almennt um að hvítlaukur og annar laukur gæti reynst hollur hrár eða hitaður með mat. En þeir vöruðu jafnframt við að fullyrða um of þar sem rannsóknir væru skammt á veg komnar og menn ekki á eitt sáttir um ýmsa þætti málsins. Einnig var greint frá annmörkum á rannsókn- um hvítlauks og lagt til að skyn- samlegar vinnureglur yrðu mótað- ar. Þeir, sem ekki töluðu um Ky- olic, voru því alls ekki eins spenn- andi og auglýsingin vitnar um: „Mikil athygli beindist að Kyolic, enda var vísindalega staðfest að Kyolic hefði meiri virkni en hráhvít- laukur.“ (Þarna er líklegast verið að vitna í rannsóknir á 2—4 vikna hænum). Fullyrðingar heildsala Kyolics um að ekkert allisín fínnist í unnum hvítlauk eru rangar. Það má auð- veldlega gera það stöðugt. Fullyrð- ingar um að Kyolic sé eini lífrænt ræktaði hvítlaukurinn eru rangar. Matvöruverslanir víða um heim selja lífrænt ræktaðan hvítlauk. Einnig er fjöldi hvítlauksafurða framleiddur úr slíkum hvítlauk. Hiti (undir 56°C) eyðileggur ekki hollustugildi hvítlauks. En það þarf alls ekki að „hita“ hvítlauk til að þurrka, sbr. frostþurrkun. Hvað varðar fullyrðinguna: „Finndu bara muninn“ er líklegast ekki átt við hollustuna því ólíklegt er að við verðum vör við efnabreyt- ingar í blóði, fyrirbyggjandi áhrif gegn krabbameini eða sveppasýk- ingum o.fl. Aftur á móti getur það verið rétt að við „finnum eitthvað á okkur“ því fljótandi Kyolic inni- heldur 11,8% alkóhól eða sama og venjuleg léttvín. Það gæti því verið rétt að foreldrar átti sig á því sem bömin fá daglega við kvefinu. Væri ekki rétt að merkja umbúðirn- ar hvað þetta varðar svo þær teljist löglegar? En þá vaknar sú spurning hvort almennt eigi að leyfa sölu á léttvíni í verslunum hérlendis eða hvort þetta sé hvítlaukur frekar en að léttvín sé vínber? Hvað varðar unnar hvítlauksvör- ur almennt má telja ólíklegt að hrár hvítlaukur sé verri kostur en líkleg- ast er þó lýsið best. Hvað varðar skrif um hollustu- gildi Kyolics er vart hægt að draga aðra ályktun af gögnunum en að sú umræða hljóti að vera áframhald þeirrar trúarumræðu, sem átt hefur sér stað í Velvakanda að undan- förnu. ólafur Sigurðsson, matvælafræðingur. KÖTTUR Þessi köttur tapaðist frá Blika- hólum 10 laugardaginn 18. janúar. Vinsamlegast hringið í síma 670005 ef hann hefur einhvers staðar kom- ið fram. Víkverji skrifar Margt og mikið hefur verið rætt um vexti lánastofnana að undanförnu án þess þó að teljan- leg lækkun hafi orðið á þeim. Að minnsta kosti ekki í samræmi við þá hjöðnun sem hefur orðið í stað verðbólgunnar sem um árabil hefur einkennt íslenzkt efnahagslíf. Reyndar virðast flestir þeir sem tjá sig um þessi váxtamál sammála um að löngu sé tímabært að lækka vextina og lítið sé hægt að gera af því sem til framfara horfir fyrr en þeir lækki. Samskipti Vikverja við kaupieigufyrirtæki fyrir nokkr- um árum koma í hugann. Skrifari hafði þá hug á að kaupa sér bíl og ræddi við eitt þessara fyrirtækja, sem þá voru að ryðja sér til rúms með íslenzkum tilþrifum og annar hver Islendingur leitaði samninga við. Víkveiji fékk uppkast að samn- ingi hjá fjármögnunarfyrirtæki og fór með það til vinar síns, sem nú er reyndar einn helsti talsmaður banka í vaxtamálum. Bankamaður- inn leit á pappírana og sagði svo stundarhátt: „Þetta er el.ki lán, þetta er rán.“ Fleiri orð þurfti ekki að hafa um þessi viðskipti sem aldr- ei urðu. Fleiri en fyrirtækin þurfa að greiða vexti og fleiri en unga fólkið eru að byggja. Mikil gróska hefur á undanförnum árum verið í bygg- ingaframkvæmdum eldra fólks, sem er að minnka við sig. Eldri hjón þekkir Víkveiji, sem hafa und- anfarna mánuði borgað um 18% vexti á yfirdráttarláni sem þau nota til að greiða litla íbúð, sem þau eru að kaupa. Algengt mun vera að eldra fólk fjármagni íbúðakaupin á þennan hátt til að þau þurfi ekki að sjlja fyrr en í lengstu lög. Á dögunum seldi þetta fólk svo gamla húsið sitt og mátti gera sér að góðu að fá rúman helming söluverðsins í húsbréfum. Nú er það svo, að þessi bréf eru traustur gjaldmiðill og vissulega má líta á þau sem stað- greiðslu. En á móti koma afföll, sem nú eru um 18%, eða um 180 þús- und krónur af hverri milljón. Vext- irnir af láninu og afföllin af bréfinu eru mikill kostnaður og enn koma upp í hugann orð bankamannsins, sem vitnað er til hér að ofan. xxx Skrifari rak augun í auglýsingu í Morgunblaðinu í vikunni þar sem tveir af fremstu golfkennurum okkar tilkynna opnun golfskóla í góðu húsnæði. Framtak þessara ungu manna væri til mikillar fyrir- myndar ef ekki hefði verið fyrir hendi fullkomin aðstaða annars staðar í borginni, sem opnuð var fyrr í vetur. Miklu eðlilegra hefði verið að að þessir aðilar hefðu sam- einast um aðstöðuna og kraftana og starfað saman að uppbyggingu hinnar vinsælu og skemmtilegu golfíþróttar. xxx * Iritstjómarspjalli í Veiðifréttum Stangaveiðifélags Reykjavíkur ræðir ritstjórinn, Ingvi Hrafn Jóns- son, um komandi sumar og segir svo meðal annars: „Ég hitti kunn- ingja minn á förnum vegi eftir ára- mótin, sem hrópaði upp yfir sig, er hann sá mig: „Ég er búinn að fá tvo.“ Mig rak að sjálfsögðu í roga- stans, en skýringin kom líka von bráðar, hann hafði dreymt sig norð- ur í Laxá í Aðaldal á nýársnótt, helvískur, og landaði í draumnum 14 og 17 punda löxum. I þokkabót hafði draumurinn verið svo skýr, að honum leið eins og hann hefði í raun og veru veitt laxana. Ég leit á hann fullur öfundar og spurði hvort hann væri búinn að koma þeim í reyk. „Enga öfund góði, reyndu að láta þig sjálfan dreyma,“ sagði hann skellihlæjandi um leið og hann dansaði í burtu ...“ Reynd- ar dreymdi ritstjórann nóttina eftir að hann fengi 4 punda lax, en hann mundi ekki hvar og að auki fékk hann fiskinn á maðk, en kunninginn á flugu og á þessu er mikill munur!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.