Morgunblaðið - 24.01.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
39
■ BRIAN Laudrup hjá Bayern
Miinchen, hefur ákveðið að gefa
kost á sér á ný í danska landsliðið,
eftir að hann ræddi við landsliðs-
þjálfarann Richard Möller Nielsen
í Kaupraannahöfn.
■ BRIAN, sem hefur ekki gefið
kost á sér í landsliðið ásamt bróður
sínum Michael í fimmtán mánuði,
sagði að það yrði gaman að leika
á ný með liðinu og taka þátt í und-
ankeppni HM í Bandaríkjunum
1994.
M MICHAEL Laudrup sagði aft-
ur á móti að skoðun sín á ieikskipu-
lagi Nielsen væri óbreytt og að
hann gæfi ekki kost á sér í landslið-
ið meðan Nielsen stjórnaði því.
■ MORTEN Olsen hefur end-
urnýjað þjálfarasamning sinn við
Bröndby til þriggja ára. Hann tók
við þjálfun liðsins 1990 og hefur
náð mjög góðum árangri, m.a. í
Evrópukeppninni. Hann hafði einn-
ig fengið þjálfaratilboð frá mörgum
stórum félögum í Evrópu.
■ RUDI DoIImayer frá Svíþjóð
setti Evrópumet í 50 metra bak-
sundi karla í 25 m laug í gær á
heimsbikarmóti í Malmö í Svíþjóð.
Hann synti á 25,01 sek.
■ JANI Sievinen frá Finnlandi,
fyrrum methafi, varð annar í ofan-
nefndu sundi í gær. Hann setti hins
vegar Evrópumet í 400 m fjórsundi
í 25 m braut á fyrsta degi mótsins,
á þriðjudag, synti á 4:11.69 mín.
og bætti eldra metið, sem hann
átti sjálfur um 0,17 sek. Það var
fjórða met hans síðan á föstudag.
■ MATTI Nykanen, finnski
skíðastökkvarinn sem vann þrenn
gullverðlaun á Vetrarólympíuleik-
unum í Calgary 1988, verður ekki
meðal keppenda á ÓL í Albertville,
sem hefjast í næsta mánuði. Nyk-
anen, sem er 28 ára, hefur ekki
keppt síðan í desember og varð
aðeins í 50. sæti af 62 á heims-
meistaramótinu á Italíu í fyrra.
Finnska stökkliðið verður skipað
eftirtöldum: Toni Nieminen, Ari-
Pekka Nikkola, Raimo Ylipulli,
Vesa Hakala og Risto Laakkon-
en.
í kvöld
Körfuknattleikur
1. deild karla:
Akranes: lA - ÍS.......kl. 20
Digranes: UBK-Reynir..kl. 20
Blak
1. deild karla:
Hveragerði: Umf. Skeið - KA ....kl. 20
1. deild kvenna:
Digranes: HK-KA.....kl.21.15
Digranes: UBK - Volsungur.kl. 22.30
TENNIS / OPNA ASTRALSKA MEISTARAMOTIÐ
ÚRSLIT
Keuter
Þær keppa til úrslita. Til vinstri er besta tenniskona heims, Monica Seles frá Júgóslavíu, og dregur bersýnilega
ekkert af sér á leiðinni til sigurs í gær. Og til vinstri er bandaríska stúlkan Mary Joe Femendez sem kom mjög á óvart
með því að leggja Gabrielu Sabatini frá Argentínu að velli. Og fagnar sigrinum auðvitað innilega.
Seies og Femandez
leika til úrslita
Gabriela Sabatini tapaði óvænt í undanúrslitum
MONICA Seles frá Júgóslavíu
og MaryJoe Fernandez,
Bandaríkjunum, leika til úrslita
í einliðaleik kvenna á opna
ástralska meistaramótinu í
tennis, sem fram fer í Melbo-
urne. Seles sigraði Arantxu
Sanchez Vicario f rá Spáni og
Fernandez sigraði Gabrielu
Sabatini nokkuð óvænt í
undanúrslitum.
Seles, sem er 18 ára og er efst
á heimslistanum, sigraði
spænsku stúlkuna Arantxu San-
chez Vicario mjög auðveldlega, 6:2
og 6:2. Þetta er í 17. sinn í röð sem
Seles kemst í úrslit á tennismóti
atvinnumanna. Þetta var í áttunda
sinn sem þær mættust og hefur
Vicario aðeins náð að vinna tvær
hrinur og því komu úrslitin ekki á
óvart.
Gabriela Sabatini, sem sigraði
Mary Jœ Femandez mjög auðveld-
lega á móti í byijun mánaðarins,
átti ekkert svar við góðum leik
bandarísku stúlkunnar í gær og
varð að játa sig sigraða eftir tvær
hrinur, 6:1 og 6:4.
„Fernandez lék mjög vel - var
mjög ákveðin. Hún kom oft upp að
netinu og tók áhættu. Ég gerði of
mörg mistök og því fór sem fór,“
sagði Sabatini. Það var mikið áfall
fyrir Sabatini að tapa því hún hafði
ekki tapað hrinu á mótinu og gerði
sér góðar vonir um að leika til úr-
slita gegn Seles.
Fernandez sagðist hafa farið
nákvæmlega eftir því sem þjálfari
hennar, Harold Solomon, hafði sagt
henni; að sækja stíft og láta Saba-
tini um að veijast. Uppgjafir henn-
ar voru mjög góðar og það tók
hana aðeins 26 mínútur að vinna
fyrri hrinuna og það setti aukna
pressu á Sabatini. Þetta var fyrsti
sigur Fernandez á Sabatini síðan á
franska meistaramótinu 1989.
Seles, sem er 18 ára, sýndi það
gegn Sanchez Vicario að hún er
búin að ná sér að fullu eftir meiðsl-
in sem hijáðu hana á síðasta ári.
„Ég er mjög ánægð með sigurinn
og ég fann mig vel. Arantxa stóð
sig vel og náði mörgum boltum sem
aðrar hefðu ekki einu sinn reynt
að slá. Uppgjafir mínar voru góðar
og það réði úrslitum," sagði Seles,
sem mætir Femandez í úrslitum á
morgun, laugardag.
Undanúrslit í einliðaleik karla fór
fram í nótt að íslenskum tíma.
Knattspyrna
Afrikukeppnin
Dakar
Undanúrslit
Ghana - Nígería...................2:1
Abedi Pele (44.), Polley Prince Opoku (53.)
- Mutiu Adepoju (11.) Ahorfendur 35.000
Fílabeinsströndin - Kamerún......0:0
Áhorfendur: 40.000
HLið Fílabeinsstrandarinnar sigraði í víta-
spyrnukeppni, 3:1, og mætir liði Ghana í
úrslitaleiknum á sunnudaginn.
Spánn
Úrslit í spænsku bikarkeppninni í knatt-
spymu, 3. umferð - síðari ieikir (Saman-
lögð úrslit f sviga):
Atletico Madríd — Rcal Oviedo ...5:0 (5:1)
SeviUa — Real Murcia.........1:0 (2:17 ~
Sporting Gjjon — Benidorm....2:0 (2:1)
Athletic Bilbao — Real Betis.3:0 (4:1)
Real Burgos — Real Madrid....2:1 (2:5)
Deportivo Coruna — Osasuna...1:0 (3:3)
HCoruna vann í vitaspyrnukeppni 5:3.
Barcelona — Valencia.........4:2 (4:4)
■Valencia vann í vítaspyrnukeppni 5:4.
Logrones — Castellon........6:1 (6:3)
SKAUTAR
Petr Bma
ari í listdansi
Petr Barna frá Tékkóslóvakíu
vann í gær gullverðlaun í
karlaflokki {listdansi á skautum
á Evrópumótinu sem fram fer í
Lausanne í Sviss.
Tveir fyrrverandi Sovétmenn,
nú fulltrúar Samveldis sjálf-
stæðra ríkja, komu næstir. Víkt-
or Petrenko hreppti silfrið og
Alexej Urmanov hlaut silfur-
verðlaunin.
HANDBOLTI
Staðan í 1. deild karla í handknatt-
leik er þannig, eftir sigur Breiða-
bliks á Haukum í fyrrakvöld:
1.DEILD KARLA
Fj. leikja u J r Mörk Stig
FH 15 12 2 1 423: 343 26
VÍKINGUR 14 11 2 1 365: 306 24
FRAM 15 7 4 4 348: 355 18
STJARNAN 15 7 1 7 365: 345 15
SELFOSS 14 7 1 6 376: 366 15
l'BV 14 6 2 6 377: 361 14
KA 14 6 2 6 335: 337 14
VALUR 13 4 5 4 321: 315 13
HAUKAR 15 5 3 7 357: 367 13
HK 15 3 2 10 341: 364 8
GRÓTTA 15 2 4 9 306: 373 8
UBK 15 2 2 11 278: 360 6
GETRAUNIR
3. 4i/4f.— Heimaleikir frá 1979 1 X 2 Mörk Úrslit Mín spá 1 x 2
—
Bolton : Brighton 0 0 1 0-2
Bristol Rovers : Liverpool 0 0 0 0-0
Norwich : Millwall 1 2 0 9-4
Notts County : Blackbum 2 0 1 6-4
Oxford : Sunderland 1 0 2 5-5
Sheffield Wed. : Middlesbro 3 0 1 6-3
Brentford : Preston 0 0 0 0-0
Bury : Chester 5 1 0 11-3
Darlington : Bradford 1 0 0 1-0
Exeter : Fulham 0 0 0 0-0
Hull : Stoke 0 2 3 1-10
Shrewsbury : Huddersfield 4 0 1 13-4
West Br. Alb. : Swansea 1 1 0 7-4
SNÓKER
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Alþjóðlegt mót
Opið alþjóðlegt mót í snóker hefst
í dag í Reykjavík og Keflavík,
Mótið hefst kl. 13 á flestum billiard-
stofum höfuðborgarinnar. Keppendur
eru 75, þar af vel á annan tug útlend-
inga, flestir mjög góðir.
Mótið er með útsláttarfyrirkomu-
lagi. Undanriðlar fara fram í dag en
á morgun verða 8-manna og 16-
manna úrslit á Ingólfsbilliard og bill-
iardstofunni Klöpp í Reykjavík. Á
sunnudag lýkur mótinu svo á Fjarðar-
billiard í Hafnarfirði, með 4-manna
úrslitum og úrslitaleik.
Á myndinni æfir einn útlendingur-
inn sig í gær, Englendingurinn Lee
Richardson. íslenski atvinnumaður-
inn Fjölnir Þorgeirsson fylgist með.
IITSALA
»hUNUMSl^P
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40, sími 813555
Opid laugcardag
fró kl. 10-16
20-50% afsláttur
Dæmi um veró:
Áóur kr. Nú kr.
Barnaúlpa 6.490,- 3.990,-
Fulloróinsúlpa 8.990,- 5.990,-
íþróttagallar 6.990,- 3.990,-
Rúskinnsskór 32-46 4.490,- 2.990,-
Tvískiptir skíóagallar barna 9.290,- 4.990,-
Samfestingar LUTHA 24.900,- 17.900,-