Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 4

Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 ERLENT INNLENT Samningnm um EES lokið Samningum um Evrópskt efna- hagssvæði lauk á föstudag með því að aðalsamningamenn Evr- ópubandalagsins og Fríverslunar- bandalags Evrópu skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis. Samning- amir taka gildi um næstu áramót ef þeir fást staðfestir. Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra segir ekki hægt að slá því föstu að samningurinn sé kominn í örugga höfn vegna óvissu um það hvernig ýmsar stofnanir Evr- ópubandalagsins taki á honum. Samkvæmt samkomulaginu frá því á föstudag er fallið frá hug- myndum um sameiginlegan dóm- stól en EFTA mun setja upp eigin dómstól og eftirlitsstofnanir. í samkomulagi um sjávarútvegsmál verður EB heimilað að veiða 3 þúsund tonn af karfa á ísland- smiðum á næsta ári og í staðinn fá íslendingar veiðiheimildir á 30 þúsund tonnum af loðnu úr kvóta EB við Grænland. Viðræður hafnar um sameiningu spítala Formlegar viðræður fulltrúa ríkisins, Reykjavíkurborgar og Landakots um sameingingu Borg- arspítala og Landakotsspítala hó- fust á miðvikudag. St. Jósefssyst- ur sendu í vikunni frá sér yfírlýs- ingu þar sem þær lýsa vonbrigðum með að breyta eigi spítalanum í hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Starfsmenn Landakots komu saman til fundar á fimmtudag og lýstu yfir stuðningi við sjónarmið systranna. 5,5% atvinnuleysi á landsbyggðinni Á landsbyggðinni var 5,5% at- vinnuleysi í janúar og'jafngildir það því að tuttugasti hver vinnu- fær maður hafi ekki haft vinnu. Á landinu öllu voru að meðaltali 4 þúsund manns atvinnulaus í mánuðinum, rúmlega eitt þúsund fleiri en í desember. Atvinnu- tryggingasjóður greiddi út 172 milljónir í atvinnuleysisbætur í janúar, meira en nokkru sinni áður í einum mánuði. Kjaradeilu vísað til rí kissáttasemj ara Aiþýðusamband íslands ákvað síðastliðinn mánudag að vísa kjaradeilu sinni við vinnuveitendur til ríkissáttasemjara. Jafnframt ákvað sambandið að beina því til allra aðildarfélaga sinna að afla sér_ verkfallsheimildar hið fyrsta. ASÍ ákvað þetta eftir fund með vinnuveitendum þar sem farið var yfir þjóðhagshorfur með fulltrúum frá Þjóðhagsstofnun. Á fundinum kom fram að betri horfur eru í efnahagslífmu en fram kemur í fyrri spá Þjóðhagsstofnunar. Kröfur í Stálfélagið 1,8 milljarðar Lýstar kröfur í þrotabú íslenska stálfélagsins hf. nema samtals 1,8 milljarði króna. Helstu eignir fé- lagsins hafa verið auglýstar til sölu á 580 milljónir íslenskra króna þannig að útlit er fyrir að rúmlega milljarður af lýstum kröf- um tapist við gjaldþrot félagsins. ERLENT Loftbrú til samveldis- ríkjanna LOFTBRÚ með matvæli og lyf frá Vesturlöndum til sovétlýðveld- anna fyrrverandi, allra nema Ge- orgíu, var komið á í síðustu viku. Verður flogið til borga í öllum ríkjunum á næstu vikum en það, sem unnt er að flytja með þessum hætti, er eins og dropi í hafið. Meginá- herslan verður því á flutninga á sjó og landi. DMÍTRÍJ Volkog- onov, varnarmálaráðgjafi Bo- rísar Jeltsíns Rússlandsforseta, sagði í vikunni, að Rússar ætluðu að stofna sinn eigin her og fara í því að dæmi Úkraínumanna. Hafa yfirmenn sovéska hersins fyrrverandi lagt að Jeltsín að gera þetta, meðal annars til að hægt sé að staðfesta afvopnunarsamn- inga Sovétríkjanna við Vesturl- önd. Engin lausn er þó í augsýn á deilu Úkraínumanna og Rússa um skiptingu hergagnanna, þús- unda skriðdreka og annarra víg- tóla. Segjast Úkraínumenn vilja sitja við sama borð og Rússar í þeim efnum. Til eins konar upp- gjörs kom í vikunni milli Jeltsíns og varaforseta hans, Alexanders Rútskojs, sem hefur gagnrýnt efnahagsaðgerðir forsetans harð- lega. Jeltsin fól Rútskoj að koma á umbótum í landbúnaðinum og lét um leið orð um það falia, að hann hefði „nóg að starfa á næst- unni“. Viðskiptastríð ef GATT bregst DAN Quayle, varaforseti Banda- ríkjanna, sagði á mánudag í Genf, að færu viðræðurnar um nýjan GATT-samning út um þúfur yrði útkoman viðskiptastríð þjóða í milli. Kvað hann Bandaríkjastjórn mundu mæta niðurgreiðslum Evr- ópubandalagsins á landbúnaðar- vörur með nákvæmlega sömu nið- urgreiðslunum. Quayle sagði þó, að stríð af þessu tagi myndi skaða alla og hvatti til, að GATT-drögin yrðu samþykkt. Hann lagði hins vegar áherslu á, að bandarísk stjórnvöld ætluðu ekki að blanda saman viðskiptum og varnarmál- um en nokkrir bandarískir þing- menn höfðu gefið í skyn, að yrði ekkert af GATT-samningum gæti það haft áhrif á áframhaldandi veru bandarískra hermanna í Evr- ópu. Gæslulið til Króatíu BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fallist á tillögu Cyrusar Van- ce, sendimanns SÞ, um að senda sem fyrst friðar- gæslulið til Króatíu. Skýrði hann frá þessu á fundi með fastafulltrúum í öryggisráðinu en búist er við, að það samþykki í þessari viku að senda friðargæsluliðið, 13.000 manns. Verður þetta umfangs- mesta friðargæslustarf á vegum samtakanna frá því í Kongó á sjö- unda áratugnum og það fyrsta í Evrópu. Fjármálahneyksli í Japan NÝTT fjármálahneyksli virðist í uppsiglingu í Japan og bendir flest til, að það sé miklu umfangsmeira en Recruit-hneykslið fyrír þremur árum. Hafa fjórir menn verið handteknir en hneykslið varðar ólögleg lán frá öðru stærsta vöru- flutningafyrirtæki í Japan, tengsl þess við glæpamannasamtök og mútur til 200 þingmanna, stjórn- arandstæðinga sem stjórnarsinna. Talið er, að þetta mál kunni að verða stjórn Kiichi Miyazawa að falli. Samkomulag um vopnahlé í Sómalíu Sameinuðu þjódunum. Reuter. FULLTRÚAR þeirra tveggja fylk- inga sem háð hafa blóðugt borgar- astríð í Sómalíu undanfarna mán- uði hafa ákveðið að hætta átökum og stefna að því að undirrita form- legt vopnahléssamkomulag fýrir lok mánaðarins. Var sameiginleg yfirlýsing þessa efnis gefin út hjá Sameinuðu þjóðunum á föstudag. Talið er að allt að tuttugu þúsund manns hafi fallið í þeim átökum sem geisað hafa í Sómalíu síðan 17. nóv- ember í fyrra. Fyrir fylkingunum tveimur sem tekist hafa á eru ann- ars vegar Mohamed Ali Mahdi for- seti Sómalíu og hins vegar Mo- hammed Farah Aideed. Þeir eru báð- ir meðlimir í sama flokki, Sameinaða Sómalíuráðinu, en urðu ósáttir um hvernig skipta bæri völdum í landinu. Finnland: Bráðabirgðalausnum hafnað og stefnt að fullri EB-aðild NÚ í haust töldu flestir flnnsk- ir stjórnmálaleiðtogar og for- ystumenn á sviði verslunar og viðskipta að Evrópska efna- hagssvæðið (EES), sameigin- legt markaðssvæði Evrópu- bandalagsins (EB) og Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA), væri innan seilingar. Þeir töldu einnig að myndun Evrópska efnahagssvæðisins myndi full- nægja flestum þörfum finnsks atvinnulífs. Allt hefur þetta gjörbreyst. Þeir eru nú fáir sem telja EES raunhæfan valkost. Athugasemdir Evrópudóm- stólsins vegna ráðagerða um að koma á fót sameiginlegum dómstóli Evrópubandalagsins og EFTA eru aðeins vísbending um þann vanda sem fyrirsjáan- legur er. Við þetta er síðan að bæta þeirri skoðun, sem óðum vex fylgi, að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé aðeins tímabundið fyrirbrigði, eins konar millibilsástand sem ljúka muni með stækkun Evr- ópubandalagsins. Almenningsálitið hefur gjör- breyst einkum þó á meðal þeirra sem virkan þátt taka í finnsku stjórnmálastarfi. Hægri menn hafa raunar lengi verið hlynntir aðild Finnlands að Evr- ópubandalaginu. Jafnaðarmenn, sem nú eru í stjórnarandstöðu, hafa einnig tekið undir þessa hug- mynd og afstaða verkalýðshreyf- ingarinnar er jákvæð. Hvað stóru flokkana varðar hafa deilur um aðild Finna að EB einungis risið innan Mið- flokksins. Und- anfarnir mánuð- ir hafa verið Esko Aho, for- sætisráðherra Finnlands, erfið- ir, þar eð hann er jafnframt for- maður Miðflokksins. Innan flokksins hafa farið fram miklar umræður um kosti og galla EB- aðildar. Niðurstaða þeirra hefur reynst jákvæð. Flestar fylkingar innan flokksins styðja Esko Aho og hann hefur nú lýst yfir því að hann sé hlynntur inngöngu Finna í Evrópubandalagið. Vitað var að afstaða forseta Finnlands, Mauno Koivisto, myndi skipta sköpum í máli þessu. For- seti landsins hefur samkvæmt finnsku stjómarskránni umtals- verð völd á vettvangi utanríkis- mála. Ér Koivisto lýsti því yíir á þingi í síðustu viku að hann væri hlynntur inngöngu í Evrópuband- alagið má segja að teningnum hafí verið kastað. Nú á eftir að fara fram formleg þingumræða um EB-aðild. Traustsyfirlýsing við ríkisstjórnina verður borin fram og síðan mun ríkisstjómin ákveða með formlegum hætti að leggja fram umsókn um inn- göngu. Á því leikur enginn vafi að þingheimur mun fylgja ríkis- stjórninni í máli þessu. í Finnlandi hafa skapast Iífleg- ar umræður um skilyrði umsóknar og hafa menn þá einkum í hyggju hagsmuni landbúnaðarins. Margir telja að hann verði fyrir þungu höggi bætist Finnar í hóp EB- ríkja. Þá blasir einnig við vandi á Mauno Koivisto Finnlandsfor- seti. Yfirlýsing hans á þingi ölli straumhvörfum í umræð- unni um aðild Finna að EB. sviði utanríkismála og þó einkum öryggismála. Finnum er mjög annt um hlutleysisstefnuna sem reyndist þeim svo gagnleg á tím- um kalda stríðsins. Spurt er hvort aðild að Evrópubandalaginu og hlutleysisstefna geti farið saman. Paavo Váyrynen, utanríkisráð- herra Finnlands, hefur að undanf- örnu átt fundi með fjölmörgum stjórnmájaleiðtogum í Vestur- Evrópu. I síðustu viku skýrði hann frá því að ríkisstjómir aðildarríkja EB hefðu skilning á sérstöðu Finna jafnt á sviði lanbúnaðar- sem utanríkis- mála. Ráðamenn í Evrópu gerðu sér ljóst að einhverjar tilslakanir myndu reynast nauðsyn- legar til að greiða fyrir inngöngu Finna. Lestin er nú komin á skrið og ekkert fær stöðvað ferð hennar þó svo enn eigi eftir að finna lausn á ýmsum lagalegum vandkvæð- um. Umsókn um aðild verður lögð fram í marsmánuði. Þegar síðan sjálfar samningaviðræðurnar hefjast má búast vð því að umræð- ur um ágæti þessa blossi upp á ný í Finnlandi. Sérhagsmunahóp- ar munu láta til sín taka og beita samningamenn Finna þrýstingi. Líklegt er að viðræður þessar taki nokkur ár. Það er með öllu ógjör- legt að reyna að ímynda sér hvernig skipan heimsmála verður 1994 eða 1995 en þá ættu niður- stöður viðræðnanna að liggja fyr- ir. Ef eitthvað má af sögunni læra blasir við að allt getur gerst á þessum tíma og á það jafnt við um alþjóðasamskipti sem og GATT-viðræðurnar um tolla og viðskipti. Af þessum sökum eru margir Finnar þeirrar hyggju að æskilegt sé að ná samkomulagi við Evrópubandalagið sem fyrst. Andstæðingar EB-aðildar, sem flestir eru af gamla skólanum, láta enn í sér heyra. Þeir telja að aðild að EB muni hafa í för með sér að Finnar verði jafnframt aðil- ar að Vestur-Evrópusambandinu, varnarbandalagi Evrópubanda- lagsríkjanna. Það myndi, að þeirra viti, aftur hafa í för með sér að Paavo Vayrynen utanríkisráð- herra segir Evrópuleiðtoga hafa skilning á sérstöðu og hagsmunum Finna. Finnar yrðu enn á ný útvörður vestursins gagnvart Rússlandi. Reynsla Finna af þessari skipan mála getur tæpast talist ánægju- leg. Aðrir halda því fram, að slík- ur hugsunarháttur heyri sögunni til. Allt er nú með öðru sniði en áður. Atlantshafsbandalagið hef- ur nú komið á fót eins konar for- dyri að þandalaginu svonefndum Samstarfsvettvangi NATO. Mörg ríki er áður lutu stjórn kommún- ista hafa nú gert margvíslega samninga við Evrópubandalagið. Þjóðveijar leggja nú kapp á að hjálpa Rússum að flytja herlið sitt heim frá Evrópu. Er ekki ástæðu- laust að hafa áhyggjur? Góðar vonir og bjarstýni duga skammt í hugum efasemdarmanna. Þeir halda því fram að óstöðugleikinn sé það mikill að vafasamt sé að fella dóma um framtíðina. Enn ríkir upplausn í Austur-Evrópu og Rússlandi. Enn getur allt gerst. Margir geta vafalaust tekið undir þetta sjónarmið. í rauninni getur allt gerst. En fari svo að lýðskrumarar af hægri vængnum nái völdum í Rússlandi er þá engu að síður ekki betra að hafa náin tengsl við iýðræðisríkin í Vestur- Evrópu? Við kunnum að umgang- ast valdamenn í Kreml. Þótt fyrri valdhafar hafi sýnt algjört mis- kunnarleysi voru þeir ekki ævin- týramenn hvað samskiptin við Evrópu varðar. En vissulega er ekki unnt að segja til um hver þróunin yrði færi svo að öfga- menn, sem hika ekki við að skýra frá draumum sínum um nýtt keis- araveldi, næðu völdum í Kreml. Fram til þessa hefur samruna- þróunin í Evrópu einkum snúist um efnahagsmál í hugum Finna. Nú um stundir er mönnum einkum umhugað um öryggismál og þau algjöru umskipti sem þróun þessi mun hafa í för með sér. Hugsun- arhátturinn hefur gjörbreyst og mörgum reynist erfitt að átta sig á þessari staðreynd. Hvað sem því líður er ljóst að fyrri „boð og bönn“ gilda ekki lengur í finnskri þjóðmálaumræðu. Höfundur er formnður Ráðs nt- vinnulífsins í Finnlandi og fyn- verandi sendiherrn í Sviss og Bnnduríkjunum. BAIiSVIÐ Jaakko Iloniemi skrifar frá Helsinki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.