Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 10
eftir Jóhörwu Ingvarsdóttur
„ÉG SKIL ekki af hverju þetta
skólafólk er sífellt að kvarta.
Þegar ég var í skóla, þá var ég
í tvær vikur í skólanum og eina
viku í fríi á milli. Þannig gekk
minn skólavetur, sem var ekki
niu mánaða skóli eins og nú er
heldur sjö mánaða skóli. Og
ekki nóg með það. Nemendun-
um var skipt upp í tvær deildir,
yngri og eldri, sem báðar deildu
sömu kennslustofunni. Yngri
krakkarnir lásu einsamlir á
meðan hinum eldri var kennt
og öfugt, og ég held að þetta
hafi bara verið í góðu lagi. Að
minnsta kosti tel ég mig hvorki
vera andlega né félagslega
skemmdan heldur bara ágæt-
lega settan í dag,“ sagði kunn-
ingi minn við mig þegar ég var
í miðju kafi við að safna saman
upplýsingum um niðurskurð í
íslenska menntakerfinu. Það
skal hinsvegar tekið fram að
þessi kunningi minn er ekki
háaldraður maður, eins og sum-
ir kunna að halda. Hann er nú
32 ára gamall og gekk í sveita-
skóla norður í landi á sínum
æskuárum.
En nú eru breyttir
tímar. Breytt þjóð-
félag kallar á breytt
og „fullkomið“
skólakerfi og það
eitt er víst að vin-
sældir ríkisstjómar
eru ekki miklar á
niðurskurðartímum, eins og nú
fara í hönd. Ríkisstjómin hefur
einsett sér það markmið að ná tök-
um á ríkisfjármálunum á næstu
tveimur árum, en á síðasta ári nam
ríkissjóðshallinn 12,6 milljörðum
króna og var hinn mesti í 40 ár.
Sú upphæð samsvarar því sem
árlega fer til alls menntakerfísins,
en það tekur til sín um 15% af
fjárlögum. Talsmenn opinberra
starfsmanna og annarra hagsm-
una- og þrýstihópa hafa verið ötul-
ir við að mótmæla niðurskurði hins
opinbera og þrátt fyrir að ráða-
menn reyni eftir megni að skýra
út fyrir almúganum í landinu hvað
verið sé að gera í raun og vem,
segja þeir að þau skilaboð nái ekki
eyrum fólksins því múgæsingin sé
orðin það mikil að allar útskýring-
ar dmkkni í mótmælayfirlýsingum
hinna ýmsu félagasamtaka.
300 milljónir til baka
Samkvæmt lögum um ráðstaf-
anir í ríkisfjármálum, sem sam-
þykkt voru á Alþingi 23. janúar
sl., ber menntamálaráðherra að
skera niður 5% af útgjöldum til
skólastofnana. í krónum talið nem-
ur sú upphæð 750 milljónum. Ráð-
herra fær síðan 2% til baka til
ráðstöfunar, eða um 300 milljónir,
þannig að nettóspamaður í
menntakerfinu verður þegar upp
er staðið um 450 milljónir króna.
Af 750 milljóna króna brúttóniður-
skurði, voru 300 milljónir kr. tekn-
ar af grunnskólanum, 200 milljón-
ir af framhaldsskólunum, 93 millj-
ónir af Háskóla íslands og aðrar
stofnanir á háskólastigi, ráðuneyt-
ið sjálft og aðrar stofnanir, sem
undir það heyra, taka á sig brút-
tóniðurskurð á bilinu 150-160
milljónir kr.
Ráðuneytið vinnur nú að skipt-
ingu þeirra 300 milljóna króna,
sem skila á til baka, og gera ráðu-
neytismenn ráð fyrir að þeirri
vinnu ljúki upp úr helgi. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
munu grunnskólar fá 120 milljónir
til baka, framhaldsskólar 80 millj-
ónir og Háskóli íslands mun fá 52
milljónir til baka, eða hlutfallslega
meira en helming af flata niður-
skurðinum. „Auðvitað þýðir það
að verið er að svína á öðrum stofn-
unum til að bæta háskólanum þetta
upp. Sá sem grenjar hæst, fær
mest, ekki satt,“ segir heimild-
armaður. Aðrar stofnanir, sem
tóku á sig 150-160 milljóna kr.
skerðingu, munu fá til baka 50
milljónir, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Svo getur farið
að sumir skólar muni fá allan sinn
niðurskurð bættan á meðan aðrir
fái ekkert, þó líklegra sé talið að
allir fái þeir eitthvað. Ráðuneytið
mun meta sérstaklega hvem og
einn framhaldsskóla. Aftur á móti
hvað við kemur grunnskóiunum,
mun ráðuneytið deila 120 milljón-
um á milli fræðsluumdæmanna,
og síðan er það fræðslustjóranna
að úthluta til einstakra skóla, eftir
efnum og ástæðum.
Niðurskurður í haust
Ólafur Amarson, aðstoðarmað-
ur menntamálaráðherra, segir að
sparnaðaráætlanir miði við að nið-
urskurðurinn komi fyrst og fremst
til framkvæmda í haust, þegar
nýtt skólaár hæfíst því erfitt væri
að skera niður nú, á miðju skóla-
ári, þó vissulega mætti beita al-
mennum sparnaðaraðgerðum, svo
sem í skrifstofuhaldi, mötuneyti,
ræstingu og forfallakennslu. Jafn-
framt væru uppi efasemdir um að
allur sparnaðurinn næðist á haust-
misserinu. Því gæti svo farið að
menntamálaráðherra þyrfti að fá
samþykktar áframhaldandi heim-
ildir, út skólaárið 1992-93.
„Skólaárið er það sem við erum
dæmdir til að lifa við og það fellur
afskaplega illa saman við fjárlaga-
árið.“
Ólafur segir að menntamála-
ráðuneytið hafí ekki nálgast leiðir
til niðurskurðar með sama hætti
og heilbrigðisráðuneytið. „Við höf-
um ekki viljað, að svo stöddu,
neyða ákveðinni niðurskurðarleið á
skólana. í skólakerfinu hefur al-
mennt verið uppi krafa um sjálf-
stæði skóla. Nú bregður svo við,
þegar skera á niður, að krafan um
sjálfstæði heyrist ekki lengur,
heldur mjög skýlaus krafa um að
menntamálaráðuneytið eigi að
ákveða í smáatriðum framkvæmd
niðurskurðarins. Við höfum verið
mjög tregir til. Við treystum því
að þeir, sem eru í víglínunni á
hverjum stað, séu í betri aðstöðu
til að meta hvaða stundir eigi að
skera, heldur en við sem sitjum
hér miðlægt í ráðuneytinu. Nú
þegar er ráðuneytið í ákveðnu sam-
starfí við framhaldsskólana um
leiðir til sparnaðar og þar er m.a.
rætt um fækkun valáfanga og
Hreinn niður-
skurður til
menntakerfis
nemur um 450
milljónum króna
samkvæmt
„bandorminum“.
y
A sama tíma hefur
Hagfræðistofnun
Hóskólans reikn-
að útað lenging
skóladags í 35
stundir kunni að
auka þjóðartekjur
okkar um 0,4%,
eða um 1 til 2,5
milljarða ó óri.
Morgunblaðið/Arni Sæberg.
aukið sjálfsnám nemenda. Við
fínnum það hinsvegar ekki á
grunnskólunum að þeir séu mjög
líklegir til að vilja taka þátt í niður-
skurðinum með okkur. Þar á ég
aðallega við fagfélög kennara.
Fræðslustjórarnir hafa sýnt mun
meiri samstarfsvilja,“ segir Ólafur.
Færri stundir, fleiri nemendur
Menntamálaráðuneytið hefur
bent á hugsanlegar leiðir til að ná
settum markmiðum í grunnskólun-
um. Hver bekkjardeild kostar um
1,5 milljón kr. og 2.200 bekkjar-
deildir væru á landinu öllu. Tiltölu-
Iega einfalt væri að reikna það út
að ef bekkjardeildum yrði fækkað
um 120, þá væri kominn 180 millj-
óna spamaður, sem grunnskólan-
um væri ætlaður. „Við ætlum hins-
vegar ekki að fara offari og ætlum
alls ekki að flytja nemendur milli
skólahverfa, en fræðslustjórarnir
munu geta nýtt sér heimild í
„bandorminum" til að spara pen-
inga,“ segir Ólafur. Heimild þessi
heimilar fræðslustjórum að fjölga
í bekkjardeildum þegar þannig
stendur á. Fjölga má nemendum
1., 2., og 3. bekkja úr 22 í 24 og
í 4.-10. bekk úr 28 í 30. í öðru
lagi hefur ráðherra fengið sam-
þykkta heimild sem gerir honum
kleift að skera niður tvo af fjórum
svokölluðum aukatímum, sem skól-
arnir hafa til ráðstöfunar í 4.-10.
bekk. Mismunandi er hvernig skól-
arnir nýta sér þessa tíma. Sums
staðar eru þeir notaðir til að efla
kennslu í grunngreinum, svo sem
íslensku, erlendum tungumálum,
stærðfræði og samfélagsfræði.
Annars staðar hafa þeir verið nýtt-
SJÁ BLS. 12