Morgunblaðið - 16.02.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.02.1992, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐÍÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 GETUR D/EMIfl GENGIÐ UPP? eftir Urði Gunnarsdóttur og Kristínu Marju Baldursdóttur UMRÆÐA um afkomu fjölskyldunnar hefur verið mikil, ekki síst í kjölfar niðurskurðar ríkisslj órnarinnar en hann kemur til með að auka útgjöld allflestra íslenskra fjöl- skyldna. Segir Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur BSRB, að bein skerðing muni nema rúmum 90 þúsund krónum á ári fyrir venjulegt fjölskyldufólk. Er þá lyfja- og lækniskostnaður ekki tekinn inn í dæmið. Bolli Bolla- son, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, telur þá upphæð ofreiknaða og segir að reynt hafi verið að dreifa niður- skurðinum eins og hægt var. Þá sé skerðingin tekjutengd eins og mögulegt sé, svo að hún bitni síst á hinum tekju- lægstu. Einstæð móðir með tvö börn TEKJUR: Hjón með tvö börn Ellilífeyrisþegi, Laun 1.080.000 2.760.000 Lífeyrir 48.000 Barnabætur 166.600 65.400 Tekjutrygging 267.600 Barnabótaauki 136.400 0 Grunnlífeyrir 145.500 Mæðralaun 146.300 Heimilisuppbót 91.000 Meðlag 178.200 Sérst. heimilisuppb. 14.600 SAMTALS: 1.707.500 2.825.400 566.700 Staðgreiðsla skatta 143.300 525.800 0 Lífeyrissj. og stéttarf.gj. 54.(X)0 138.000 !!1IB!!HBÍ Staðgr. sk. af mæðralaunum 58.300 Samtals: 255.600 663.800 RÁÐSTÖFUNARTEKJUR: 1.451.900 2.161.600 566.700 GJÖLD (miöuð við neys ilukönnun): Húsnæðiskostnaður 420.000 319.200 193.000 Rafmagn/ hiti 72.500 87.000 29.IM0 Sími 22.500 27.000 4.400 Rekstur eigin bíls 210.000 210.000 0 Barnagæsla 181.200 458.000 0 RÚV 20.200 20.200 20.200 Læknishjálp 10.000 12.000 3.000 Lyf 8.200 9.900 \\ 8.600 Tannlæknir 20.800 25.000 0 Matvörur 405.800 487.000 162.300 Drykkjarvörur og tóbak 58.000 116.000 58.000 Föt og skófatnaður 175.800 211.000 70.300 Húsgögn og heimilisbúnaður 150.000 180.000 8.100 Tómstundirogmenntun 233.000 Aðrar vörur og þjónusta 305.700 280.800 366.900 8.100 122.300 SAMTALS GJÖLD: 2.293.700 2.810.000 Mismunun -841.800 GJÖLD (miðuð við ýtrasta sparnað): -648.400 SAMTALS GJÖLD: 1.611.700 1.923.100 Mismunur -159.800 238.500 679.200 -112.500 Rekstur eigin bíls 190.000 190.000 0 Drykkjarvörur og tóbak 10.000 15.000 5.000 Föt og skófatnaður 100.000 120.000 40.000 | Húsgögn og heimilisbúnaður 26.500 31.800 \\ 8.000 Tómstundirog menntun 16.500 20.000 7.200 Aðrar vörur og þjónusta 85.000 101.000 33.700 Aðrir liðir, sparnaður ófær 1.183.700 1.445.300 420.500 514.400 52.300 Með ýtrasta sparnaði geta vísitölu- fjölskyldan og ellilífeyrisþeginn lát- ið tekjurnar nægja fyrir útgjöldum en jafnvel strangasta aðhaldssemi virðistekki duga einstæðri móður með meðaltekjur. Til að vísitölufjölskyldan nái endum saman miðað við neyslu samkvæmt fyrirliggjandi neyslukönnun Hag- stofunnar vantar hana um 650.000 kr. á ári, einstæða móður með tvö börn vantar 850.000 og ellilífeyris- þega rúmar 1 10.000 á ári. Morgunblaðið hefur sett upp þijú dæmi, þar sem kannað er hver afkoma manna geti orðið á þessu ári. í fyrsta dæminu er um að ræða hjón með tvö böm, þ.e. vísitölufjölskylduna, í öðru dæminu er einstæð móðir með tvö böm og í því þriðja ellilífeyrisþegi. Meðaltekjur fjölskyldnanna eru fengnar hjá Þjóðhagsstofnun, og tekjur ellilífeyrisþegans hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Gjöld eru reikn- uð út hjá Hagstofu íslands og er þá stuðst við þær neyslukannanir sem eru grundvöliur framfærsluvísitöiu. Þó er kostnaður við bamagæslu hærri en í könnunum, þar sem hann er miðaður við að greiða þurfi fyrir gæsluna að fullu. Hjón með tvö börn íslenska vísitöluflölskyldan telst vera 3,48 einstaklingar. í þessu dæmi er reiknað með að hjónin eigi tvö böm, þriggja og sjö ára, og eigi íbúð af meðalstærð í blokk sem þau em að borga af. Bæði vinna úti og samkvæmt upp- lýsingum frá Þjóðhagsstofnun eru meðaltekjur hjóna 215 þús. kr. á mánuði, en foreldra 230 þús. kr. í þessu dæmi er um foreldra að ræða og eru árstekjur þeirra samanlagðar 2.760.00 kr. Ráðstöfunartekjur era 2.161.600 kr. að meðtöldum bama- bótum sem era 65.400 kr. Hjónin eiga einn bíl skuldlausan og er eingöngu reiknað með árlegum rekstri hans, þ.e. bensíni, hjólbörð- um, ábyrgðar- og kaskótryggingu, bifreiðaskatti, þvotti og fl. I þessari tölu er nýleg bensínlækkun ekki tek- in með. Þurfi hjónin að spara við sig, er líklegt að þau sleppi kaskó- tryggingu. Af smábíl er slík trygging um 20.000 kr. með fullum bónus. Ekki eru þau svo lánsöm að hafa böm sín í gæslu endurgjaldslaust hjá skyldmennum meðan þau vinna, yngra bamið er í leikskóla fyrir há- degi og hið eldra í skóla, og bæði bömin eru hjá dagmömmu eftir há- degið. Reiknað er með að fjölskyldan sé afar heilsuhraust, er áætlað að þau fari minnst tíu sinnum á ári til heimil- islæknis, og þurfi ef til vill að fá næturlækni heim, fara á slysavarð- stofu og til sérfræðings einu sinni á árinu. Rétt er taka fram að hlutdeiid foreldra í tannlæknakostnaði barna á skólaaldri verður 15%, en var eng- in áður. Sú tala hækkar þó ekki fram- færslu vísitölufjölskyldunnar þar sem ekki liggja fyrir nægar upplýsingar um hvemig tannlæknakostnaður fjölskyidunnar skiptist. Fjölskyldan fer með um 40.500 kr. í matvörur á mánuði og er aug- ljóst að reiknað er með ýtrustu spar- semi. Liðurinn „drykkjarvörar og tóbak“, kemur til með að hækka lítil- lega á árinu. Undir liðinn „drykkjar- vörar“ heyrir gos og áfengi, alls 61.000. Reyki hjónin ekki, kaupi lítið sem ekkert áfengi en veiti sér og bömunum gos annað slagið, má lækka kostnaðinn niður í 15.000 á ári. Spari hjónin enn frekar við sig, má lækka fjóra síðustu liði töflunnar veralega. Erfítt er að draga úr fata- kaupum á bömir. en fullorðnir ættu að geta notast við þann fatnað sem þeir eiga. Fjölskyldan ætti að kom- ast af með um 120.000 kr. á ári ef sóttar eru útsölur og dregið úr fata- kaupum. Gert er ráð fyrir að fólk spari við sig öll innkaup til heimilis- ins, svo sem á húsgögnum, vefnaðar- vöra, rafmagnsáhöldum, borðbúnaði og húshjálp. Ymsar hreinlætisvörar og þjónusta til heimilshalds, svo sem viðgerðir, teljast 31.800 í neyslu- könnun og verður fjölskyldan að láta þá upphæð nægja. Liðurinn „tómstundir og mennt- un“ lækkar veralega, ef engin tæki eru keypt, engin námskeið sótt og dregið úr ferðum í kvikmyndahús, leikhús og á sýningar. Eftir stendur áskrift að einu dagblaði, efnisgjald fyrir eldra barnið í skóla og ein leik- húsferð, bók eða plata. Ýmis útgjöld falla undir liðinn „Aðrar vörur og þjónusta", til dæmis tryggingar aðrar en Iögbundnar, ferðalög, strætisvagnar, leigubílar, klipping, gjafir, veitingahúsa- og hótelþjónusta og snyrtivörur svo eitt- hvað sé nefnt. Ef hætt er við öll ferð- alög og málsverði á veitingahúsum á árinu, dregið veralega úr notkun á snyrtivörum, heimilistrygging látin nægja og dregið úr „annarri þjón- ustu“, lækkar sá liður um rúma tvo þriðju. Heildarútgjöld fjölskyldunnar era 2.810.000 kr. á ári, miðað við neyslu- könnun og vantar hana því 674.400 kr. til að ná endum saman. Með ýt- rasta sparnaði á Ijölskyldan hins vegar 238.500 kr. til ráðstöfunar að eigin vild á ári. Ólíklegt er þó að fólk lifi svo spart til fleiri ára. Einstæð móðir í dæminu sem tekið er af einstæðu foreldri er um að ræða móður með tvö böm á sama aldri og börn hjón- anna, þ.e. þriggja og sjö ára, og býr íjölskyldan í leiguhúsnæði. Meðaltekjur einstæðra mæðra era 90.000 kr. á mánuði samkvæmt upp- lýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Árs- tekjur konunnar eru kr. 1.080.000. Ráðstöfunartekjur eru kr. 1.451.900 með barnabótum, barnabótaauka, mæðralaunum og meðlagi. Einstæða móðirin greiðir 35.000 kr. í húsaleigu á mánuði sem þykir vel sloppið. Miðað við vísitölufjöl- skyldu telst móðir með tvö börn vera um 2,5 einstaklingar, og eru útgjöld hennar fundin út samkvæmt þeim staðli. Fjölskyldan er heilsuhraust eins og hin fyrri. Þó má geta þess, að ef móðirin og bæði börnin fá um- gangspest getur læknis- og lyfja- kostnaður numið 6.500 kr. á einni viku, eins og gerðist í janúar sl. hjá fjölskyldu sem þessari. I þessu tilviki er yngra barnið á leikskóla allan daginn og eldra barnið er í skóla fyrir hádegi og á skóladagheimili eftir hádegi, þar sem það fær einnig mat í hádeginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.