Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 23

Morgunblaðið - 16.02.1992, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1992 23 Grímiir Fjalar Pétursson - Mhming Fæddur 23. október 1990 Dáinn 9. febrúar 1992 Við viljum minnast litla drengsins okkar með örfáum orðum. Fljótlega eftir fæðingu kom í ljós að hann var með alvarlega hjartagalla. Meiri hluta sinnar stuttu ævi þurfti hann því að dveljast á sjúkrahúsi. Þegar Grímur Fjalar kom heim eftir tæp- lega níu mánaða sjúkrahúsdvöl, kynntumst við betur þessu bros- milda barni sem gaf svo mikið af sér. Augun hans voru sem lýsandi stjörnur. Þrátt fyrir erfiðar aðgerð- ir og öll sín veikindi var viljastyrkur- inn einstakur. Allt vildi hann reyna: Standa, ganga, ærslast. Gera svo miklu meir en hann hafði þrek til. Grímur Fjalar hafði sérstakar mæt- ur á afa sínum, þegar afi kom í heimsókn var Grímur alltaf að sýna honum hvað hann væri nú orðinn stór og sterkur. Svo bað hann afa sinn um að taka sig upp. Síðustu vikur fór Grími mikið fram bæði andlega og líkamlega. Það gaf okkur von um betra líf honum til handa, en þá slokknaði ljósið. Móðir hans hefur sýnt einstakan kærleik og dugnað við umönnun hans. Nú er það huggun harmi gegn. Oft spyr maður þegar ung börn deyja, hver sé tilgangurinn með líf- inu. Þeirri spurningu verður víst seint svarað. Við viljum sérstaklega þakka hjúkrunarfólki og læknum á deild 13E á Barnaspítala Hringsins fyrir kærleiksríkt starf. Ævi Gríms Fjalars var stutt en minningin um hann mun ylja okkur um ókomin ár. Við þökkum guði gjöfina og biðjum hann að styrkja Guðrúnu móður hans, elsku litlu Nönnu Birtu og aðra aðstandendur. Afi og amma. Grímur Fjalar litli frændi minn hefur kvatt þennan heim. Eftir mikil veikindi var ekki hægt að bjarga lífi hans. Þó að það væri aðeins stuttur tími sem Grímur Fjal- ar fékk að vera með okkur og við með honum hefur verið mikið ann- ríki hjá móður hans. En vegna M j fa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við ðll tílefni. Gjafavörur. ■M Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar cndurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. hennar miklu kunnáttu og kjark- mikla hugar og dugnaðar Gríms Fjalars náði hann 15 mánaða aldri með mikinn hjartagalla. Samt var ailtaf stutt í brosið þegar hann var nokkurn veginn hress. Þessu feimnisbrosi verður seint gleymt. Á svona stundu er best að hugsa um állar góðu minningarnar sem við eigum um hann. Eg man vel þegar við vorum í fjölskylduboði um jólin hjá ömmu og afa. Ég hélt á honum og söng fyrir hann. Hann var svo yfirvegaður og þessi stund er mér mikils virði. Hann hafði svo gaman af tónlist. Hreyfði sig allan og dillaði sér. Elsku Gunna frænka, mundu að hann á alltaf stóran hluta í hjörtum okkar allra. Megi algóði Guð styrkja þig og fylgja Nönnu Birtu, tvíbura- systur Gríms Fjalars, bjartri inn í framtíðina. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SOFFÍA MAGDAL SIGURÐARDÓTTIR, Reynimel 90, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. febrúar kl. 10.30. Guðjón Símonarson, Gróa Guðjonsdóttir, Gunnar Jónsson, Baldur Guðjónsson, Hertha Andersen, Sigurður Guðjónsson, Kristfn Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber. Steinar tali allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. Borghildur Sverrisdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts ÁSU HULDUJÓNSDÓTTUR, Ránargötu 31, Reykjavík. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR VALGERÐAR ÁRNADÓTTUR Benjamfn Eiríksson, Guðfinna Benjamínsdóttir, Guðmundur Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, RANNVEIG SIGURSTEINSDÓTTIR, lést 7. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd systkina. Unnur Sigursteinsdóttir. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ALEXANDERSDÓTTIR, Elliheimilinu Grund, áðurtil heimilis á Bræðraborgarstíg 35, sem lést mánudaginn 10. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 18. febrúar kl. 15.00. Sæmundur Ingi Sveinsson, Anna Jóhannesdóttir, Vilhelmfna Soffa Sveinsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson, Guðlaug Helga Sveinsdóttir, Grfmur Friðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elsku litli sonur minn og bróðir, GRÍMUR FJALAR PÉTURSSON, Miðvangi 41, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Kapellunni við kirkjugarða Hafnarfjarðar mánudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Guðrún J. Ásgrímsdóttir, Nanna Birta Pétursdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, HALLDÓRA PÁLMARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 17. febrúar nk. kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Ögmundur Guðmundsson. Guðmundur Pálmar Ogmundsson, Þórunn Blöndal, Anna Margrét Ögmundsdóttir, Ófeigur Geirmundsson, Ágúst Ögmundsson, Elfnborg Kristjánsdóttir, Jóhann Ogmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Lárus Ögmundsson, Hildigunnur Sigurðardóttir, Sverrir Ogmundsson, Ásbjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og veitta aðstoð við andlát og jarðarför SKARPHÉÐINS GUÐMUNDSSONAR, Garði, Aðaldal. Þökkum sjúkrahúsi Húsavíkur langa og góða umönnun. Guðný Benediktsdóttir, Benedikt, Halldór, Guðmundur og Valdimar Skarphéðinssynir, tengdadóttir og barnabörn. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur vinarhug og samúð við fráfall PÁLS MELSTEÐ ÓLAFSSONAR múrarameistara. | Sérstakar þakkir til starfsfólks á nýja-gangi á Grund fyrir góða umönnun. Aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BÚA RAFNS EINARSSONAR, Víðigrund 33, Kópavogi. Sigrfður Hjartardóttir, Stefán H. Búason, G. Eydís Búadóttir, Rúna Hjördís Búadóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Sigríður íris Hauksdóttir, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Rósa Rún Aðalsteinsdóttir. t Okkar innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs fósturföður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA ÞÓRARINSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Erla Guðmundsdóttir, Stefán V. Þorsteinsson, Helga Bjarnadóttir, Hjalti Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samkennd og hlýhug allan við andlát og útför JÓNÍNU HELGU JÓNSDÓTTUR frá Gamla Hrauni, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Sigurbjörn Eldon Logason, Haraldur Eldon Logason, Jón Eldon Logason, Ingibjörg Eldon Logadóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.